Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2008, Qupperneq 62
föstudagur 8. ágúst 200862 Síðast en ekki síst DV
Hver er konan?
„Agnes Þorkelsdóttir Wild.”
Helstu áhugamál?
„Það er leiklist númer eitt, tvö og
þrjú.“
Áttu fyrirmynd í lífinu?
„Já, það eru mamma og amma mín.
Vegna þess að þær eru ótrúlega opn-
ar og góðar manneskjur. Þær drógu
mig út í leiklistina og ég þakka þeim
algjörlega fyrir það.“
Hver er þinn helsti hæfileiki?
„Ég myndi segja að ég væri mjög
opin manneskja og á auðvelt með
að koma fram á sviði án þess að vera
feimin. Mér finnst gaman að vera
með fólki og fólk hefur gaman af að
vera með mér.“
Hvað ætlaðir þú að verða þegar
þú varst lítil?
„Ég ætlaði að verða forseti. Mér
fannst forsetinn vera ótrúlega flottur,
mig langaði að eiga fullt af peningum
og vera fræg.“
Hvernig var tilfinningin að vera
valin draggkóngur Íslands?
„Ég var frekar hissa því ég bjóst ekki
við þessu en ég var ótrúlega glöð og
fannst þetta æðislega gaman. Mér
finnst alveg frábært að vera valin
draggkóngur Íslands.“
Hvað tók undirbúningurinn
langan tíma?
„Ekkert svo langan. Ég vann dragg-
keppni í Borgarholtsskóla í vetur og
því var ég búin að búa til karakterinn
en ég bætti hann aðeins. Ég var að
vinna karakterinn upp og æfa atriðið
og það var ekki nema svona vika.“
Hvaðan kom hugmyndin að
karakternum?
„Ég hafði einu sinni gamlan kennara
sem var oft svolítið brókaður þannig
að pungurinn skarst í buxunum. Mér
fannst það alltaf svo fyndið og lang-
aði að búa til karakter sem væri svo-
leiðis. Svo þróaðist hann betur út frá
þessari grunnhugmynd.“
Klæðirðu þig oft í dragg eða bara
fyrir keppnina?
„Bara fyrir keppnina. Ég stefni að því
að verða leikari og finnst gaman að
leika karlmenn.“
Hvenær klæddir þú þig fyrst í
dragg?
„Á síðasta ári í Borgarholtsskóla
draggkeppninni. Það var þá sem mér
datt þetta í fyrsta skiptið í hug.“
Ertu samkynhneigð?
„Nei, ég á kærasta. Bróðir minn tók
líka þátt og hann er ekki heldur sam-
kynhneigður.“
Hvernig tekur kærastinn í það að
þú sést að fara í dragg?
„Ágætlega. Hann er samt ekki til í að
láta sjá sig í kringum mig en hann tók
þessu mjög vel. Hann veit hvað mér
finnst gaman að vera upp á sviði í
hverju sem er, þannig að hann styð-
ur mig í því.“
Var mikil samkeppni á milli
draggkónganna?
„Við vorum allar miklar vinkonur.
Það var rosalega merkilegt að bak-
sviðs voru allir mjög góðir vinir. Allir
að spjalla saman og engir stælar eða
neitt. Það var mjög gott andrúmsloft
baksviðs.“
Hvað er fram undan hjá þér?
„Ég er að vinna sem leiklistakennari
í Mosfellsbæ og ég er að fara að setja
upp sýningu með þrettán til sex-
tán ára krökkum. Svo er það bara að
klára skólann í haust en ég á eitt ár
eftir í Borgarholtsskóla.“
MAÐUR
DAGSINS
BókStAfleGA
„Hann óskaði eftir ís-
lensku lambi
og fiski og
það eru
kokkar sem
elda ofan í
allan fjöldann
baksviðs. Það er enginn
sérstök aðgreining á milli
hans og hinna í hljóm-
sveitinni.“
n grímur atlason tónleikahaldari um
rokkgoðsögnina Eric Clapton. grímur
stendur á bak við tónleika Claptons í
Egilshöll í kvöld. - dV
„Þetta æxlaðist bara
þannið að þeir
töluðu við
okkur og við
töluðum
við þá.“
n árni Einar
Birgisson, fram-
kvæmdastjóri Iceland
airwaves, um samskipti hátíðarhald-
ara og Megasar og senuþjófanna
sem urðu til þess að meistarinn og
hljómsveitin samþykktu að spila á
airwaves í haust. - 24 stundir
„Þetta er trikk sem þeir
nota mikið, fá menn inn
í einhver samtöl sem
meika engan sens, mað-
ur verður upptekinn af
einhverju rugli á meðan
maður er rændur af sam-
starfsmanni blaðrarans.“
n snæbjörn arngrímsson bókaútgef-
andi sem lenti í því um síðustu helgi
að fartölvu hans var stolið í
danmörku. - Morgunblaðið
„Kommúnistaflokkar á
borð við Heimdall eru á
móti þessu gegnsæi, eins
og harðstjórnarflokkar
eru um allan heim.“
n Jónas Kristjánsson
vandar ungum
sjálfstæðismönn-
um ekki
kveðjurnar
vegna baráttu
þeirra gegn
birtingu álagningar-
skrár. - jonas.is
„Það eru bæði stjórnvöld
og aðrir sem hæða og
níða samkynhneigða í
Hvíta-Rússlandi og þetta
er því ólíkt því sem við
eigum að venjast.“
n Heimir Már Pétursson,
framkvæmdastjóri
Hinsegin daga.
Hvít-rússinn
svjatoslav
sementsov heldur
fyrirlestur um
stöðu samkyn-
hneigðra í heimalandi sínu
á Hinsegin dögum hér á landi í ár.
- fréttablaðið
„Rafbyssum er oft beitt
við aðstæður þar sem
beiting vopna og jafnvel
ekki kylfa væri réttlætan-
leg. Fjölmargar upplýs-
ingar hafa komið fram
um að lögreglumenn
beiti rafbyssum á óvið-
eigandi og hrottafenginn
hátt.“
n fréttabréf Íslandsdeildar amnesty
Internatinal sem sagt var frá á Vísi.
„Það er að koma heils-
unni í lag og finna vinnu
við mitt hæfi.“
n Heimir freyr geirsson, bjargvættur
Bubba Morthens og Páls Magnús-
sonar útvarspsstjóra, um hvað sé
framundan hjá honum. - dV
Kærastinn styður
draggKóng Íslands
Agnes Þorkelsdóttir Wild
er 19 ára stúlka úr Mosfellsbæ. á miðvikudags-
kvöldið var hún krýnd draggkóngur Íslands árið
2008. agnes fékk hugmyndina að skarphéðni frá
fljótstungu frá gömlum kennara sínum. dragg-
kóngurinn á kærasta sem styður hana í því sem
hún tekur sér fyrir hendur.
milt veður næstu daga
Velflestir landsmenn fá sól og
þurrt veður í dag og á morgun
en íbúar á austanverðu landinu
mega þó eiga von á skýjaðra út-
sýni og rigningu á morgun.
Búast má við því að hiti verði
á bilinu tíu til fimmtán stig um
helgina en í byrjun næstu viku
gæti hitastigið farið aðeins lækk-
andi um mestallt landið.
lau sun mán þri
vindur í m/s
hiti á bilinu
stykkishólmur
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
lau sun mán þri
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
vindur í m/s
hiti á bilinu
<5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst,
fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.
Höfn
reykjavík egilsstaðir
Ísafjörður vestmannaeyjar
Patreksfjörður Kirkjubæjarkl.
akureyri selfoss
sauðárkrókur Þingvellir
Húsavík Keflavík
fös lau sun mán
hiti á bilinu
Kaupmannahöfn
hiti á bilinu
Osló
hiti á bilinu
stokkhólmur
hiti á bilinu
Helsinki
hiti á bilinu
london
hiti á bilinu
París
hiti á bilinu
Berlín
hiti á bilinu
Palma
fös lau sun mán
hiti á bilinu
tenerife
hiti á bilinu
róm
hiti á bilinu
amsterdam
hiti á bilinu
Brussel
hiti á bilinu
marmaris
hiti á bilinu
ródos
hiti á bilinu
san Francisco
hiti á bilinu
new York
hiti á bilinu
Barselóna
hiti á bilinu
miamive
ðr
ið
ú
ti
Í
He
im
i Í
d
ag
O
g
næ
st
u
da
ga
n vindaspá á hádegi á morgun. n Hitaspá á hádegi á morgun. VEðurstofa Íslands
15
5
4
2
1
4
veður
veðrið Í dag Kl. 18 ...Og næstu daga
15/19 15/19 14/19 18/20
12/18 17/20 16 15/19
16/17 12/16 14/17 16/20
18/19 15/19 16/19 18/19
14/21 16/21 16/20 14/22
14/21 17/23 17/19 15/23
16/24 14/21 16/18 18/28
23/28 25/28 25/27 25/27
21/31 24/31 24/30 23/30
21/24 21/23 21/24 21/23
20/31 19/33 16/34 17/32
15/18 15/20 16/19 14/19
11/18 16/21 16/18 14/19
19/40 17/36 18/38 18/38
23/28 24/27 24/27 24/28
12/21 11/23 11/26 9/29
21/27 20/25 19/25 22/27
25/33 24/33 25/33 25/33
1-3 1-2 2-3 2
10/13 10/13 10/11 9/12
2-3 4 5-4 4-3
10/13 9/11 8/10 10/12
1-2 1-2 1-2 1
11/14 11/12 8/11 10/13
2-3 1-2 2-3 2
10/14 9/11 7/9 8/12
5-3 4-6 5-4 2-4
8/11 7/10 7/9 8/10
2 2 2 1-2
9/12 9/12 8/11 10/13
2 2 1-2 2
6/12 7/11 7/11 8/14
2-3 2-3 2-3 2-6
9/10 7/10 7/11 7/11
1-4 3-4 1-3 2-5
9/12 8/11 8/11 8/13
2-3 2 1-2 1
9/12 9/12 9/10 9/12
10-12 5-3 5-12 9-3
10/12 11 10 10/11
1-3 1-2 2-3 2-3
9/13 9/12 8/10 8/12
3 2 3-4 3
9/14 9/13 8/10 7/13
4 1-5 5-4 5-2
10/14 12/13 10/11 10/12
4
4
3
11
13
13 11
9
15
13
2
13
10
5
dV-mynd Björn Blöndal