Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Page 2
Handboltahetjan fyrrverandi Al- exy Trufan og eiginkona hans El- ena Trufan reka saman ferðaþjón- ustufyrirtækið Through Iceland. Þau skipuleggja ferðir fyrir rússnesku- mælandi ferðamenn sem hingað koma og anna varla eftirspurn. Marg- ir rússneskir auðmenn eru meðal viðskiptavina þeirra og ef þeir vilja fljúga um landið á þyrlum, þá útvega þau þyrlur. Þetta er þriðja sumarið sem þau starfrækja ferðaþjónustu- fyrirtækið. Hjónin Elena Trufan og hand- boltahetjan fyrrverandi Alexy Trufan reka saman ferðaþjónustufyrirtæk- ið Through Iceland, sem sérhæf- ir sig í ferðum um Ísland fyrir Rússa sem vilja koma hingað og njóta þess besta sem landið hefur upp á að bjóða. Þau fluttu hingað til lands frá Rússlandi árið 1990, þegar Alexy hóf að leika handbolta hér á landi. Eftir að ferlinum lauk hefur fjölskyldan búið hér áfram. „Ég varð ástfanginn af Íslandi,“ segir Elena. Hún lauk háskólanámi í íslensku fyrir útlendinga og mennt- aði sig auk þess meira í ferðaþjón- ustufræðum. Hún starfaði hjá ís- lenskum ferðaskrifstofum í nokkur ár og safnaði góðum samböndum. Árið 2006 ákváðu þau hjónin hins vegar að stofna sína eigin ferðaskrif- stofu og einbeita sér að samlöndum sínum. Og þá sérstaklega þeim sem hafa efni á því að borga vel. Auðmenn koma Rússneskir auðmenn hafa sótt landið nokkuð mikið í sumar, skemmst er að minnast þess að Rom- an Abramovitsj, einn ríkasti maður heims, var staddur hér á landi í síð- ustu viku, með fríðu föruneyti. Vef- urinn kjos.is, greindi svo frá því í vik- unni að rússneskir auðmenn hefðu lent á bökkum Laxár í Kjós. Óstaðfest- ar fregnir hermdu að þar væri á ferð sjálfur Roman Abramovitsj. Elena, sem var á leið með ferðamenn upp á Mýrdalsjökul þegar DV sló á þráðinn til hennar, segir að fyrirtæki þeirra hjóna hafi ekki tekið á móti Roman, en þó hafi fjölmargir rússneskir auð- menn nýtt sér þjónustu þeirra. „Flestir sem koma hingað vilja koma aftur. Fólk kemur út af hreina loftinu og hreina vatninu. Út af nátt- úrunni og fólkinu. Það er allt annar lífsstíll hér heldur en í Rússlandi. Við reynum að sýna þeim Ísland eins og það er,“ segir hún. Vinsældir Through Iceland með- al Rússa eru svo miklar að nokkrir vel stæðir Rússar sem nýtt hafa sér þjónustu þeirra hafa boðist til þess að styrkja þau beint fjárhagslega, svo fyrirtækið geti vaxið og dafnað. Útvega þyrlur Alexy og Elena skipu- leggja alls konar ferðir fyrir fjársterka rúss- neska ferðamenn. Ef þeir vilja sjá landið eða ferðast um það með þyrlum, þá útvega þau þyrlur. Fyrirtæki þeirra sér raunar um að skipuleggja hvers konar lúxus- ferðir fyrir rúss- neskumælandi ferðamenn. En af hverju leita þeir til ykkar? „Upplýsing- arnar sem fólk get- ur fengið um Ísland í Rússlandi eru ekki svo góðar og þess vegna er miklu betra að landar þeirra sem búa hér skipuleggi ferðirnar fyrir það,“ segir hún og bætir við: „Það er mik- ið að gera og þetta er bara stanslaus vinna.“ Roman á Íslandi Roman Abramovitsj hefur nokk- uð verið í umræðunni hér á landi. Sagðar voru fréttir af því í þessari viku að hann hefði komið hingað til lands með föruneyti sínu á fjórum einkaþotum. Roman var hér með fjölskyldu sinni og sást meðal annars til hans á Geysi, þar sem hann naut náttúrunnar eins og hver annar ferða- maður. Þá var hann einnig gestur á órafmögnuðum tónleikum Bjarkar sem fram fóru í vikunni. Þetta helst föstudagur 29. ágúst 20082 Fréttir - þessar fréttir bar hæst í vikunni Strákarnir okkar stóðu uppi sem sigurvegarar þrátt fyrir tap í úrslita- leiknum á Ólymp- íuleikunum. Silfurverð- launin á Ólympíuleikunum eru besti árangur í sögu íslenskra hópíþrótta og eitt- hvert mesta afrek íslenskr- ar íþróttasögu. Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að Íslendingur hafi komist svo hátt á verðlaunapall á ólympíuleikum sem landsliðið gerði núna, síðan er liðin rúm hálf öld. Enda fór það svo að þjóðin fylkti sér um handboltalandsliðið sem aldrei fyrr. Tugþúsundir mættu í miðbæ Reykjavíkur í votviðri á miðvikudegi og hylltu hetjurnar frá Peking. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti leikmönnunum, þjálfaranum og tveimur forsvarsmönnum HSÍ fálkaorðuna. silfur á Ólympíuleikunum Fjölskyldu- hjálpin hefur aðstoðað fá- tæka undanfar- in fimm ár. Hún leigir húsnæði sitt af Reykjavíkurborg en hefur ekki getað staðið í skilum með leiguna. DV greindi frá því á miðvikudag að skuldin væri komin í innheimtu og Fjölskylduhjálpinni hótað útburði. Ásgerð- ur Jóna Flosadóttir sagðist ítrekað hafa sótt um styrk til borgarinnar en alltaf verið hafnað. „Þetta er árás á fátæka fólkið í borginni,“ sagði hún. Eftir að DV fjallaði um vandann komst hreyfing á málið. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur- borgar lýsti áhuga á að leysa vandann og á fimmtudag fóru fram tveir fundir um málið. borgin sækir að fjölskylduhjálp 2 Sænsk rithandarrann- sókn bendir eindreg- ið til þess að Sophia Hansen hafi sjálf skrif- að undirskriftir sem hún kærði Sigurð Pétur Harðarson fyrir að falsa. Málið hefur verið látið niður falla en lögreglan mun hugsanlega rann- saka hvort Sophia hafi haft Sigurð fyrir rangri sök. Þung viðurlög eru við því. Sigurður Pétur segist ánægður með niðurstöðuna en mannorð hans hafi ekki verið hreinsað. Hann íhugar nú að leggja fram kæru gegn Sophiu. „Getur fólk farið hér um götur bæjarins, haft annað fólk fyrir rangri sök, sólundað peningum og vinnuafli lögreglunnar í að rannsaka mál sem eru bull frá upp- hafi og þurfa ekki að borga fyrir það?“ spurði Sigurður Pétur í viðtali við DV á þriðjudag. hafður fyrir rangri sök F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins Bókari tekinn í gíslingu þriðjudagur 26. ágúst 2008 dagblaðið vísir 155. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 Sigurður Pétur HarðarSon Sýknaður af SkjalafalSi: Borgin stefnir fjölskylduhjálp reykjavíkurborg Hótar fjölSkyldu- HjálP íSlandS út- burði vegna van- goldinnar leigu. Sophia kom Sök á Sigurð fréttir Ásdís Rán í fasteignabrask „ég grét þegar ég heyrði að hún hefði lagt fram þessa kæru“ sigurður pétur íhugar að kæra sophiu hansen aftur segir föður sinn hafa lánað sophiu milljónir króna HafnfirSkur bókari Hefur kært innráS tveggja Hnífamanna Sem Hann Segir Hafa Haldið Sér föngnum með Poka yfir Höfði til að ná uPP úr Honum lykilorði. Hagfræðingur fer sexfalt maraþon áSdíS rán gunnarSdóttir flytur til búlgaríu áSamt manni Sínum, garðari gunnlaugSSyni. fólk fréttir 3 Mæðgurnar Ragna Erlendsdóttir og hin tveggja ára gamla Ella Dís Laurens eru nú í New Jersey í Banda- ríkjunum þar sem Ella Dís gengst undir læknismeð- ferð vegna alvarlegra veikinda. Meðferðin er gríðarlega dýr en hefur skilað árangri. Þegar DV ræddi við Rögnu á miðvikudag sá hún fram á að þurfa að greiða sjálf háan lækniskostnað vegna þess að söfnunarfé var uppurið. Viðbrögðin létu hins vegar ekki á sér standa. Heilbrigðisráðu- neytið setti sig í samband við hana og undirskriftasöfnun á netinu er hafin til að þrýsta á að læknismeðferð hinnar tveggja ára gömlu Ellu Dísar verði borguð. ella dís í vanda 4 Handboltahetjan fyrrverandi Alexy Trufan og eig- inkona hans, Elena Trufan, reka saman ferðaþjónustufyrirtækið Through Iceland. Þau skipuleggja ferðir fyrir rússneskumælandi ferðamenn sem hingað koma og anna varla eftirspurn. Margir rússneskir auðmenn eru á meðal viðskiptavina þeirra og ef þeir vilja fljúga um landið á þyrlum, þá útvega þau þyrlur. Þetta er þriðja sumarið sem þau starfrækja ferðaþjónustufyrirtækið. hitt málið rússar flykkjast til landsi s Miðvikudagur 27. Ágúst 20082 Fréttir „Ég er rosalega sár yfir hvað því mér finnst heilbrigðiskerfið sýna mér lít- inn stuðning. Ég er viðkvæm móðir að bjarga tveggja ára gamalli dóttur minni frá dauða og ég er að verða veik af fjárhagsáhyggjum vegna læknis- kostnaðar. Það er er eitthvað sem ég á ekki að þurfa að gera á meðan ég er að berjast fyrir lífi dóttur minn- ar,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir hinnar tveggja ára gömlu Ellu Dísar Laurens, sem glímir við gríðarlega erfið veikindi. Ella Dís fæddist heilbrigð en síð- asta árið hefur hún veikst hratt. Hún hefur hrörnað og er nú lömuð. Lækn- ar telja að hún þjáist af sjálfsofnæmi, en sjúkdómsgreining liggur enn ekki fyrir. Hún hefur nokkrum sinnum fengið lífshættuleg köst þar sem hún hættir að geta andað. Ella Dís gekkst undir þrjár mjög erfiðar skurðaðgerðir hér á landi sem miðuðu að því að hún gæti losn- að úr öndunarvél sem hún hafði ver- ið í í rúmar fjórar vikur. Aðgerðirnar báru ekki tilætlaðan árangur og því greip Ragna til þess örþrifaráðs að fara með dóttur sína til New Jersey í Bandaríkjunum, þar sem Ella Dís undirgengst nú nýja meðferð, sem hefur gert það að verkum að hún hefur verið laus úr öndunarvélinni í rúma tvo sólarhringa. Gríðarlega dýrt „Læknarnir hér heima gerðu mér það alveg ljóst að þeir væru ekki til- búnir til að mæla með því við Trygg- ingastofnun að Ella Dís færi út. Ég ákvað það hins vegar á mínum eig- in forsendum að hún færi út, enda höfðu aðgerðirnar heima ekki skilað neinum árangri. Ég komst í samband við lækni í Bandaríkjunum sem sagði mér frá því að börn þyrftu ekki að fá ágenga meðferð, á borð við skurðað- gerðir, til að geta andað sjálf,“ segir hún. Ragna ákvað að fara út til Banda- ríkjanna þrátt fyrir að hún vissi að meðferðin væri gríðarlega kostn- aðarsöm enda væri það þess virði gæti hún bjargað lífi Ellu Dísar. „Ég átti rúmar þrjár milljónir króna, sem höfðu safnast fyrr í sumar, en þær fóru í að borga spítalann um leið og við komum. Nú er Ella Dís komin úr öndunarvél, en ég veit ekkert hvað verður um framhaldið, því það er allt í lausu lofti varðandi fjármálin.“ Vantar sjö milljónir Ef allt gengur að óskum verð- ur Ella Dís útskrifuð af spítalanum í New Jersey á föstudaginn en Ragna kvíðir um leið þeirri stund. „Fjöl- skylda mín hefur rætt við Trygginga- stofnun á meðan ég hef verið erlend- is og við erum ekki vongóð um að stofnunin taki þátt í að greiða lækn- iskostnaðinn. Læknarnir hér heima vildu ekki skrifa upp á að þetta væri lífsnauðsynleg meðferð, sem þetta er, og þeir eru búnir að vera mjög erfiðir við mig. Kannski er það þrjóska mín og trúin á að það sé hægt að lækna hana sem varð til þess að ég fór með hana á mínum eigin forsendum út.“ Meðferðin í New Jersey, sem hef- ur sem fyrr segir skilað góðum ár- angri, kostar um 10 þúsund dollara á dag, sem samsvarar rúmlega 800 þúsund krónum. Það er aðeins spít- alalegan á gjörgæsludeild og með- ferðin. Ofan á það bætist síðan afar dýr lyfjameðferð sem Ella Dís þarf að gangast undir. Hver skammtur af lyf- inu kostar um 300 þúsund krónur og þarf hún að fá skammtinn á þriggja vikna fresti. Ragna er hins vegar afar ánægð ValGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Læknarnir hér heima vildu ekki skrifa upp á að þetta væri lífsnauðsynleg meðferð, sem þett a er, og þeir eru búnir að vera mjög erfiðir við mig .“ Mæðgurnar ragna Erlendsdóttir og Ella dís Laurens. Ella dís er lömuð vegna veikinda sinna. Fjölskyldan ragna berst fyrir lífi dóttur sinnar en mikil óvissa ríkir um framhaldið þar sem læknismeðferðin í Bandaríkjunum er gríðarlega kostnaðarsöm. Ragna Erlendsdóttir Ella Dís laurens NÆR EKKI AÐ FJÁRMAGNA LÍFSBJÖRG ELLU DÍSAR Miðvikudagur 27. Ágúst 2008 3 Fréttir „Það var æðislegt að vakna í gær- morgun og þetta var friðsælasti dagur síðustu mánaða,“ segir Paul Ramses Odour um fyrsta morgun- inn á Íslandi en hann hitti konu sína Rosemary Atieno og soninn Fídel Smára í fyrsta skipti í tvo mánuði aðfaranótt þriðjudags. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hnekkti úrskurði Útlend- ingastofnunar síðastliðinn föstu- dag og nú verður mál þeirra hjóna tekið fyrir hér á landi. Ramses og Rosemary segjast ekki vita hvert framhaldið verður en þau muni tala við Katrínu Theódórsdóttur lögfræðing um næstu skref. Öskraði í símann „Halló, ákvörðunin hefur verið tekin og ég hef mjög góðar fréttir handa þér,“ voru orð- in sem Ramses heyrði þegar lögfræðingur hans, Katr- ín Theód- órsdótt- ir, færði honum fregnirnar um úrskurð dómsmála- ráðuneyt- isins. „Ég hélt mig væri að dreyma, hún spurði mig hvort ég væri sofandi og ég svaraði með því að segja já, en svo fattaði ég hvað hún hafði sagt og ég vaknaði samstundis,“ segir Ramses glaður í bragði. „Ég æpti bara í símann þegar ég fékk fregnirnar,“ segir Rosem- ary Atieno, eiginkona Pauls Ram- ses, um það þegar hún fékk fregnir af úrskurði dómsmálaráðuneytis- ins. Hjónin segja undanfarna daga hafa verið dásamlega en mjög til- finningaríka. Þakkar dómsmálaráðherra Ramses segist vilja þakka Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra fyrir að hafa hnekkt úrskurði Út- lendingastofnunar. „Á tíma- bili hélt ég að Dyflinarsamn- ingurinn myndi ganga frá mér en svo fór ekki og ég er þakklátur fyrir að okkur hafi verið gefinn sá mögu- leiki að sameinast á nýjan leik sem fjölskylda,“ seg- ir Ramses við DV. Hann segist einnig vera þakklát- ur íslensku þjóðinni fyrir stuðning sinn. Hann segist gríðarlega þakklátur öllum þeim fjölda kvenna sem hafi hringt í Rosemary og stutt við bakið á henni á meðan fjöl- skyldan var aðskilin. Minnti á gamla tíma „Þegar ég var tekinn af lögregl- unni og sendur til Rómar var ég viss um að ég myndi aldrei aft- ur sjá Rosemary og Fídel. Þannig að þegar ég loks sá þau á flugvell- inum var ég ekki viss um að það væri raunverulegt,“ segir Ramses um tilfinningar sínar undanfarna sólarhringa. „Síðustu dagarnir í Róm voru mjög erfiðir, ég þurfti að flakka um götur borgarinnar og ég fékk engan mat allan daginn, ekk- ert nema kvöldmat,“ segir Ramses og bætir því við að þar hafi hann verið minntur á lífið sem hann lifði þegar hann var ungur maður í Keníu og borðaði ekki svo dögum skipti. Nú segist hann vilja slappa af og koma sér fyrir á nýjan leik, vegna þess að síðustu mánuðir hafi verið honum erfiðir á sál og líkama. Ótryggt ástand í Keníu Í vefriti Daily Nation í Keníu er því haldið fram að Paul Ram- ses hafi ekkert að óttast í landinu, leiðtogi flokks hans sé forsætisráð- herra og sterkur leiðtogi. Ramses segir það ekki allskostar rétt: „Ra- ila Odinga hefur verið að biðja for- setann um að sleppa fólki sem er í fangelsi en forsetinn hefur ekki sleppt þeim af pólitískum ástæð- um. Ég spyr: Ef hann er svona sterkur leiðtogi, af hverju hefur þessu fólki þá ekki verið sleppt?“ Ramses segir stöðuna ekki í lagi fyrir þá sem hafa tekið þátt í stjórnmálum og þeim hefur verið hótað, ástandið í stjórnmálum sé of óljóst. „Ég vona að við getum fundið frið hér og þá er draumur- inn okkar sá að lifa hér, starfa og eignast fjölskyldu á Íslandi,“ segir Ramses að lokum. ÞAKKLÁTUR DÓMS- MÁLARÁÐHERRA Paul Ramses Odour Rosemary Atieno JÓn bJARKi MAgnússOn blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is gleðidagur Fjölskyldan ætlar að taka því rólega næstu daga og njóta samvist- anna áður en þau ræða við lögmann og sj á hver næstu skref verða. Mynd HeiðA HelgudÓttiR „Ég hélt mig væri að dreyma, hún spurði mig hvort ég væri sofandi og ég svaraði með því að segja já, en svo fattaði ég hvað hún hafði sag t og ég vaknaði samstundis.“ Feðgarnir saman sonurinn Fídel smári er skírður í höfuðið á Eiði smára fótboltakappa. með viðmótið á spítalanum í Banda- ríkjunum. „Læknarnir vilja ekki stofna lífi hennar í hættu út af pen- ingaskorti okkar og munu þess vegna klára meðferðina. En þegar hún verður útskrifuð á föstudaginn kem- ur að því að við þurfum að reiða fram sex milljónir króna í viðbót fyrir utan lyfjakostnað. Ég vildi gjarnan að ég ætti hús til þess að selja ofan af mér til þess að greiða fyrir meðferðina, en svo er ekki.“ sár út í heilbrigðiskerfið „Mér finnst það ömurlegt að dótt- ir mín, sem er íslenskur ríkisborgari, fái ekki meiri stuðning frá heilbrigð- iskerfinu en þetta. Ég var búin að gefa læknunum heima þrjú tækifæri með því að leggja hana undir hnífinn. Það var hins vegar bara verið að gera út af við hana með öllum þessum að- gerðum. Þeir voru farnir að tala um það við mig að hún væri bara að fara. Mér fannst að ég þyrfti að gera það sem þurfti að gera. Það var algjört ör- þrifaráð að fara með hana til Banda- ríkjanna,“ segir Ragna. Hún er sár yfir því að svo virð- ist sem heilbrigðiskerfið hér á landi líti á það sem endastöð fyrir dóttur hennar að íslenskir læknar séu svart- sýnir á lífslíkur hennar. Ragna segir í ljósi aðstæðna sinna og dóttur sinn- ar að sér hafi fundist afar sárt að sjá fréttir af því nýlega að íslenska ríkið hafi greitt sjúkrareikning upp á um það bil 15 milljónir króna fyrir Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur heitna, eftir læknismeðferð sem hún þurfti að sækja í Bandaríkjunum. „Ég vil að heilbrigðisráðuneyt- ið eða Tryggingastofnun þekki sögu mína og þó þeir hafi sagt að þeir myndu ekki hjálpa, þá finnst mér samt að þeir eigi að gera það. Fólk- ið í landinu hefur hins vegar verið rosalega duglegt að styrkja okkur og fyrir það er ég þakklát,“ segir hún og vísar þar til landssöfnunar sem fram fór í maí til þess að safna fyrir ferð mæðgnanna til Kína til þess að Ella Dís gæti gengist undir stofnfrumu- aðgerð. Í þeirri söfnun söfnuðust yfir fimm milljónir króna á fimm dögum. Ella Dís gat hins vegar ekki þolað svo langt ferðalag til Kína og því notaði Ragna peningana til þess að borga fyrir meðferðina í Bandaríkjunum. Styrktar- reikningur Ellu Dísar Reikningsnúmer: 0525-15-020106 Kennitala: 020106-3870 Paul Ramses: F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Helgarblað ÞoRsteinn KRagh: Helgin 18. – 20. júlí 2008 dagblaðið vísir 130. tbl. – 98. árg. – verð kr. 395 hásKólaKennaRi: Bjargaði konu ur eldi Heimsótti vatíkanið ung, einhleyp og eftirsótt bRyndís jaKobsdóttiR,ingó og haRPa einaRsdóttiR: alltafí lífshættu Ella Dís, rúmlEga tvEggja ára, var hEilbrigð fyrir ári En Er nú lömuð. ragna ErlEnDsDóttir, móðir hEnnar, hElDur í vonina: sjúkDómurinn samEinar Ragna Erlendsdóttir og Marc Laurens, foreldrar Ellu Dísar, voru skilin. Eftir að dóttir þeirra veiktist hræðilega hafa þau náð saman og eru allan sólar- hringinn við sjúkrabeð hennar. Foreldrunum var sagt að sjúkdómurinn myndi eldast af henni. Ella Dís fékk ranga greiningu en nú hefur hún verið greind með sjálfsofnæmi eftir að móðir hennar hefur eytt milljónum í rannsóknir. Foreldrarnir berjast fyrir lífi dóttur sinnar. D V- m yn D G ú n D i RaðmoRðingjaR: Hjónin myrtu saman vissi að Hann væri perri 18. júlí 2008 mánudagur 25. ágúst 20082 Fréttir 4 5 6 7 8 9 10 4 5 6 7 8 9 10 svona stóðu þeir sig Hreiðar stóð sig vel framan af en fékk lítið að spreyta sig eftir stjörnu- innkomu Björgvins. sverre var þéttur í vörninni en fékk of oft á sig tvær mínútur fyrir klaufaleg brot. sterkur engu að síður. snorri sýndi svo um munaði á mótinu að þarna fer einhver besti miðjumaður heimsins í dag. róbert hefur oftar en ekki leikið betur. Hann var hins vegar ávallt í gjörgæslu og var alltaf að reyna að búa eitthvað til fyrir félaga sína. Ingimundur kom mjög á óvart. Hann er ekki þekktasti handboltamaður heimsins en barátta hans skilaði sér alla leið heim í stofu. sigfús spilaði minna en vanalega en kom alltaf sterkur inn. stóð sig vel bæði í vörn og sókn þegar hann kom inn á. 4 5 6 7 8 9 10 5 6 7 8 9 10 3 4 5 6 7 8 9 6 7 8 9 10 5 6 7 8 9 10 Björgvin átti stórleiki í átta liða og undanúrslitum. Klárlega ein af óvæntun hetjum liðsins. Stórkostlegri frammistöðu Íslands í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Peking lauk með móttöku silfurverð- launanna eftir sárt tap gegn feikna- sterkum Frökkum í úrslitaleik keppn- innar. Landsliðsmennirnir sem hafa fest sig í sessi sem hetjur þjóðarinnar síðustu vikur máttu takast á við það að verða í senn fyrir vonbrigðum í lokaleik en fagna um leið silfri, besta árangri sem íslenskt lið hefur nokkru sinni náð í hópíþrótt. Klökkur guðmundur Guðmundur Guðmundsson var fjórði kostur HSÍ þegar ráða átti í starf landsliðsþjálfara. Mikill flumbrugangur einkenndi valið og láku allar upplýsingar, stórar sem smáar, í fjölmiðla. Var talað um að landsliðið væri rjúkandi rústir þegar Guðmundur tók við. Byrjunin lofaði góðu, Íslendingar slógu út Svía og komust fyrir vikið til Peking. Hins vegar mistókst liðinu að komast á HM sem verður í janúar næstkomandi. Guðmundur tók nokkrar erfiðar ákvarðanir í aðdraganda leikanna. Skildi Birki Ívar Guðmundsson markvörð eftir heima, Einar Hólm- geirsson og Vigni Svavarsson svo einhverjir séu nefndir. Hlaut hann nokkra gagnrýni fyrir. Hann stendur hins vegar eftir sem sigurvegari. Hann var enda klökkur þegar DV spjallaði við hann eftir úrslitaleik- inn. „Það er skrítin tilfinning að vera búinn að vinna silfrið en svekkt- ur að tapa gullinu. Maður þarf að reyna að ýta því frá sér og fagna. Hópurinn er einstaklega vel skipað- ur. Hann hefur æft gríðarlega vel og rétt. Allir sem hafa komið að þessu hafa verið frábærir, maður vill ekki gleyma neinum en í mínu hjarta er mikið þakklæti.“ Guðmundur segist andlega mjög þreyttur og hann er ekki tilbúinn til þess að taka ákvörð- un um framtíð sína sem landsliðs- þjálfara á þessari stundu. „Það eina sem ég get hugsað um núna er að hitta fallegu konuna mína. Dreng- ina mína þrjá og dóttur mína sem er 9 mánaða. Ég er ekki að velta fyrir mér handboltaþjálfun á þessu stigi,“ segir Guðmundur. ekki hægt annað en að vera ánægð „Ég segi bara það allra besta. Það er ekkert hægt annað. Ég er bara ís- lensk kona á góðum degi,“ sagði hás Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra eftir úrslitaleik Íslands og Frakklands. Þorgerður var viðstödd úrslitaleikinn í Peking, taldi það skyldu sína og lifði sig inn í leikinn. Þorgerður er gömul hand- boltakempa, þótti gróf á sínum yngri árum og átti það til að taka í lurginn á mótherjum sínum. Eftir að leik- mannsferlinum lauk og stjórnmála- ferillinn byrjaði hefur hún ávallt vakið athygli fyrir vasklega fram- göngu sem stuðningsmaður í blíðu og stríðu. „Ég var búin að smyrja mig vel. Var með nóg af beiskum og ákvað að fórna mér algjörlega alla leið. Þó maður sé orðinn ráðherra, þá breytir maður sér ekkert.“ BenediKt Bóas hinriKsson blaðamaður skrifar: benni@dv.is hetjurnar sem hrepptu silfur sturlu Ásgeirssyni ólafs stefánssonar þorgerður Katrín gunnarsdóttir erfitt eftir leik snorri steinn, Ólafur stefánsson og guðmundur þjálfari voru að vonum niðurbrotnir eftir leikinn gegn Frakklandi. Spennufall eftir Spánarleikinn Einar Þorvarðarson, framkvæmda- stjóri HSÍ, var að taka þátt í sínum fimmtu ólympíuleikum. Hann segist stoltur og þessi árangur sýni að HSÍ sé að vinna markvisst og gott starf. „Þeg- ar hlutirnir ganga vel er stemmingin alltaf góð. Verðlaunapeningurinn er toppurinn á mínum ólympíuleikum, ég var tvisvar leikmaður, einu sinni var ég aðstoðarþjálfari og svo var ég í Aþenu með Guðmundi árið 2004.“ Eftir sigurinn gegn Spáni áttu margir leikmanna erfitt með svefn. Spennufallið var mikið enda erfitt að melta að úrslitaleikur á ólympíuleik- um væri fram undan. „Ég held að það hafi verið okkar stærsti óvinur í leikn- um. Það varð mikið spennufall og að vinna þetta silfur gegn Spáni virtist erfitt fyrir okkur. Við áttum ekki góð- an dag og fórum illa með okkar færi. En það verður að segjast að okkar lið er ekki jafn vant því að spila svona leiki og leikmenn í franska liðinu. Það sást að einhverju leyti. En það má ekki gleyma því að við vorum að spila á móti gríðarlega góðu liði.“ Einar hefur fengið kveðjur úr ýms- um áttum. „Það hafa allir leikir okk- ar verið í beinni útsendingu um alla Evrópu og fáum kveðjur frá mörgum. Þetta hefur því verið mjög góð kynn- ing fyrir land og þjóð.“ Einar sagði að söfnun til handa HSÍ hefði geng- ið vel. Engar tölur væru þó til að gefa upp enda væri fólk og fyrirtæki enn að styrkja landsliðið. Yndisleg geðveiki Þorgerður Katrín segir að íslenska landsliðið hafi vakið verðskuldaða at- hygli fyrir að gefa mikið af sér og að liðið sé glæsilegir fulltrúar Íslands. „Ég held að þeir séu ekki búnir að átta sig á þessari yndislegu geðveiki sem hef- ur verið í gangi heima vegna þeirra. En ég vona að allir aðrir séu búnir að átta sig á afreki þeirra. Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þá. Fyrir allt, táraflóðið, tilfinningarnar, fyrir ástríð- una og fyrir að vera svona góðar fyr- irmyndir.“ Fylking niður Laugaveg Þorgerður Katrín lofar ís- lensku þjóðinni að vel verði tek- ið á móti strákunum. Unnið sé að því hörðum höndum með borgaryfirvöldum, HSÍ og ÍSÍ. „Það er erfitt að setja strákana í hringferð um land- ið eins og sumir hafa óskað eftir en ég hvet alla til að koma til Reykjavíkur og hylla þá. Ég held að við fáum ekki annað tækifæri til að hylla lands- lið sem nær svona árangri þó ég voni það. Ef Guð lofar og veðrið, þá vona ég að hægt verði að fara með þá nið- ur Laugaveginn í mikilli fylkingu og enda á Lækjartorgi eða Miklatúni en þetta erum við allt að skoða. Ég skora bara á landsmenn að koma og sýna strákunum stuðning sinn og virðingu. Það er vonandi að þeir komi á sæmi- legum tíma.“ Kannski voru þetta örlögin „Þetta er mesta afrek íslenskrar íþróttasögu, vil ég meina,“ segir Guð- jón Guðmundsson, íþróttafréttamað- ur, alfræðiorðabók um handbolta og faðir Snorra Steins. „Auðvitað eru menn að uppskera þarna eftir margra ára erfiði, liðið, þjálfarinn og aðstoð- arfólk hans. Guðmundur er náttúru- lega stórkostlegur þjálfari og gerði allt rétt í aðdraganda leikanna og vann þrekvirki. Hann var ekki fyrstur á lista HSÍ og kannski voru þetta örlögin. Við skulum rétt vona það. Enn og aftur sannast það að skipu- lagður leikur og taktískur skilar Ís- landi bestum árangri. Frjálst spil eða samvinna milli tveggja manna, það geta Íslendingar ekki leikið.“ Guðjón sagðist vera gríðarlega stoltur af syni sínum en fyrst og fremst væri hann stoltur af liðinu. „Ég er fyrst og fremst stoltur af lið- inu. Það kannski undirstrikar styrk liðsins að það er með þrjá í úrvalsliði mótsins. Það er erfitt að taka einn út, þeir eiga þetta allir.“ Geir Hallsteinsson faðir Loga Geirssonar og einn besti handbolta- maður Íslands fyrr og síðar horfði á úrslitaleikinn heima hjá sér. „Mað- ur varð fyrir svona pínu vonbrigðum en þetta er svona. Ég held að menn hafi sprungið eftir Spánverjaleikinn því strákarnir voru svo óþekkjanlegir gegn Frökkum. Það var vitað að við ættum við ramman reip að draga. Mér fannst þeir byrja illa en oft hafa þeir byrjað vel. Þá hafa hinir þurft að sækja. En það er eins og það vantaði. Kannski höfðu þeir ekki trú á verkefninu.“ Gott að geta borið höfuðið hátt Guðmundur Hálfdanarson sagn- fræðingur hefur kannað þjóðernisvit- und Íslendinga í rannsóknum sínum. „Áhrif handboltans eru nú ekki mik- il. Ekki í bráð. En ef Íslendingar eru að standa sig vel á alþjóðlegum vett- vangi er það hið besta mál fyrir okk- ar orðspor,“ segir Guðmundur. „Góð frammistaða Íslendinga almennt styrkir álit annarra þjóða á okkur yf- irleitt. Slök frammistaða hefur öfug áhrif. En menn mega ekki gera of mik- ið úr þessu. Þetta hefur aðallega áhrif á okkur sjálf. Það er ekkert verra ef við getum borið höfuðið hátt erlendis. Það er augljóst mál að þetta er til bóta. Við stöndum okkur vel vegna þess að við erum heilbrigð þjóð með traustar undirstöður. Við höfum náð að vinna okkur úr erfiðleikum áður og munum gera það í framtíðinni.“ Sökuð um að ljúga Þorgerður Katrín íþróttamálaráð- herra hefur orðið vör við að fólki finnst ótrúlegt að svo lítil þjóð nái svo glæst- um árangri. „Þetta er sama gamla sagan, það trúir því enginn hvað við erum stór í raun,“ segir Þorgerður Katrín um þau viðbrögð sem hún hef- ur fengið. Þorgerður hefur meira að segja verið sökuð um að ljúga til um íbúafjölda. „Þegar ég segi að við séum aðeins 300 þúsund trúa mér fáir. Segja mér bara að hætta þessari vitleysu því við séum í raun þrjár milljónir. En það er gaman að finna að stórar sem litlar þjóðir eru að óska manni til hamingju með árangurinn. Það hafa allir tekið eftir Phelps, það tóku allir eftir Bolt og það tóku allir eftir íslenska landslið- inu í handbolta. Og það er ekki hægt að kaupa svona auglýsingu.“ Leiðist að ferðast Ferðatilhögun Þorgerðar var æði strembin á meðan á leikunum stóð. Hún fór til Peking og var á setning- arathöfninni, fór aftur til Íslands og ferðaðist svo aftur hálfan hringinn í kringum hnöttinn til að sjá úrslita- leikinn. „Mér líkar ekkert ofsalega vel að ferðast. En maður þarf stundum að gera það. Ég þurfti að fara heim en það hefði verið ámælisvert hefði yf- irmaður íþróttamála ekki verið við- staddur þennan merkilegasta íþrótta- viðburð allra tíma.“ mánudagur 25. ágúst 2008 3 Fréttir 4 5 6 7 8 9 10 6 7 8 9 10 5 6 7 8 9 10 4 5 6 7 8 9 10 5 6 7 8 9 10 alexander var gríðarlega öflugur varnarlega og skoraði mikilvæg mörk. Klúðraði full mikið af færum en gafst aldrei upp. Logi er villtur leikmaður en þorir að taka á skarið. dró vagninn oft á ögurstundu. Leysti sín verkefni með sóma. arnór lék vel heilt yfir mótið. Lagði upp mikið af mörkum og spilar eins og hann sé búinn að vera í bransanum í fjölda ára. Ólafur hefur oft verið betri en andleg áhrif hans á liðið voru ótvíræð. Fyrirliði í orðsins fyllstu merkingu. Vonandi hættir hann ekki. guðjón Valur klikkaði úr óvenjulega mörgum dauðafærum en bætti það upp með mörkum fyrir utan. 4 5 6 7 8 9 10 ásgeir átti sterkar innkomur. Hefur bætt sig gríðarlega sem varnarmaður. Var langt niðri eftir Kóreu leikinn en reif sig upp og var liðinu mikilvægur. 3 4 5 6 7 8 9 sturla lék bara í fyrsta leiknum og stóð sig vel. Eftir það var hann í aukahlutverki en engu að síður mikilvægur hlekkur í sterkri keðju. „Það er skrítin tilfinning að vera búinn að vinna silfrið en vera svekktur að tapa gullinu. Maður þarf að reyna að ýta því frá sér og fagna.“ Yfirstigu vonbrigðin Íslenska landsliðið varð fyrir vonbrigðum í úrslitaleiknum en fagnaði glæsilegum árangri.. Glæsilegasta afrek íslenskrar íþróttasögu guðjón guðmundsson veit sitthvað um íþróttir og segir afrek strákanna vera einstakt. Alvöru stuðningsmaður Þorgerður Katrín gunnarsdóttir lét til sín taka á áhorfendapöll-unum í Peking. Hún var orðin hás eftir leik. þriðjudagur 26. ágúst 20082 Fréttir „Þetta er árás á fátæka fólkið í borg- inni og ótrúlegt hversu mikið skiln- insgleysi er hjá borgarfulltrúum yfir neyð fólks í borginni,“ segir Ásgerð- ur Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl- skylduhjálpar Íslands, sem verður lokað á næstunni. „Þessir fulltrúar eru þó kjörnir af þessu fólki í von um að þeir sjái til þess að það hafi í sig og á.“ Fjölskylduhjálpin hefur undan- farin fimm ár starfað í þágu fátækra og vikulega úthlutað matvælum til þeirra sem minnst mega sín. Hún leigir húsnæði sitt að Eskihlíð 2 til 4 af Reykjavíkurborg en hefur ekki getað staðið í skilum með leiguna frá nóvember 2006. Því er svo komið að Reykjavíkurborg hótar góðgerð- arfélaginu útburði. Fékk aldrei styrk Samkvæmt samningi Fjölskyldu- hjálparinnar hefur hún leigt rúm- lega 300 fermetra atvinnuhúsnæði af Skipulagssjóði Reykjavíkurborg- ar frá árinu 2003. Greiðslan var sjötíu þúsund krónur við upphaf leigutímabils en er nú orðin um 88 þúsund krónur á mánuði. Ásgerður hefur undanfarin ár sótt um styrk til velferðarsviðs borgarinnar en ávallt verið hafnað. Skuld Fjölskylduhjálparinnar er nú orðin tæpar tvær og hálf milljón króna með dráttarvöxtum og öðrum kostnaði. Í síðustu viku barst Fjöl- skylduhjálpinni bréf þar sem skor- að er á hana að greiða skuldina inn- an vikutíma. Að öðrum kosti muni leigusali nýta rétt sinn til að rifta samningi og krefjast út- burðar. Ás- gerð- ur Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is FJÖLSKYLDUHJÁLPINNI LOKAÐ Ásgerður Jóna Flosadóttir Mynd dV: stefán Karlsson ósátt við borgaryfirvöld ásgerði jónu Flosadóttur finnst borgaryfirvöld vanrækja fátæka. Margir í neyð Fjölskylduhjálpin hefur úthlutað matvælum vikulega undanfarin fimm ár. allt að þrjú hundruð manns hafa í hverri viku fengið aðstoð. Jóna harmar þessa niðurstöðu. „Við ætlum að vera með blaða- mannafund á föstudag þar sem við tilkynnum formlega hvenær við lokum og hvenær við borgum borginni þessa skuld sem leiðir til þess að við getum ekki haldið starf- inu áfram.“ Borgin hirðir rekstrarféð Um tuttugu sjálfboðaliðar starfa hjá Fjölskylduhjálpinni. Fjöldi fyr- irtækja sendir þeim reglulega mat- væli sem úthlutað er til þeirra sem þangað leita. Vikulega er hins vegar keypt ýmis ferskvara, svo sem mjólk og kjöt. Ásgerður Jóna segir að um þrjú hundruð manns njóti aðstoð- ar Fjölskylduhjálparinnar í hverri viku. Á þessu ári veitti Alþingi þeim einnar og hálfrar milljónar króna styrk sem nýst hefur til rekstrar- kostnaðar. „Reykjavíkurborg er að hirða þetta af okkur,“ segir Ásgerð- ur en styrkurinn verður nýttur til að greiða skuldina við borgina. Fjölskylduhjálpin hefur einn- ig safnað um hálfri milljón króna í lyfjasjóð sem notaður er til þess að aðstoða fólk við lyfjakaup. Ásgerð- ur Jóna segir fénu hafa verið safnað með sölu á fatnaði í Kolaportinu en sjóðurinn muni nú allur renna upp í skuldina við borgina. Þá verður ekk- ert fé eftir til að halda rekstrinum áfram. Beitir sér fyrir niðurfellingu Þorleifi Gunnlaugssyni, fulltrúa minnihlutans í velferðarráði, þykir miður að loka þurfi Fjölskylduhjálp- inni og ætlar að beita sér fyrir því að skuldin við borgina verði felld niður. Á sama tíma og velferðarráð hefur hafnað styrkumsóknum Fjölskyldu- hjálparinnar hefur það styrkt Hjálp- arstarf Kirkjunnar og Mæðrastyrks- nefnd. Þorleifur bendir á að þar sé unnið mikið og gott starf og segist ekki viss um að hjálparstarf af þessu tagi sé mjög dreift. Þannig gæti það verið til hagsbóta fyrir þá sem þjón- ustuna þiggja að hún sé veitt undir einu þaki. Gátu ekki veitt lengri frest Jórunn Frímannsdóttir, formað- ur velferðarráðs Reykjavíkurborgar, vildi ekki tjá sig um málið þegar DV náði tali af henni í gær. Hún vísaði alfarið á Stellu Víðisdóttur, sviðs- stjóra velferðarsviðs, og Kristínu Einarsdóttur, aðstoðarsviðssjóra framkvæmda- og eignasviðs. Krist- ín bendir á þann langa frest sem Fjölskylduhjálpin hefur fengið til að greiða skuldina. Fresturinn var veittur þar sem Ásgerður Jóna var að sækja um styrk til velferðar- sviðs sem nota átti til að greiða húsa- leiguna. Þar sem styrkbeiðninni var hafnað og ekkert bólaði á greiðslu sá fram- kvæmda- og eign- asvið borgarinn- ar sér ekki annað fært en að fara þessa leið. Þær upp- lýsingar feng- ust hjá Reykja- víkurborg að Stella væri í sumarleyfi. Þriðjudagur 26. ágúst 2008 3 Fréttir „Við ætlum að vera með blaðamannafund á föstudag þar sem við tilkynnum formlega hvenær við lokum.“ Hafnað á hverju ári Fjölskyldu- hjálpin hefur sótt um styrki til reykjavíkurborgar undanfarin ár en ávallt verið synjað. Í innheimtu Bréfið þar sem Fjöl- skylduhjálpinni er hótað riftun leigusamnings og útburði. Harmar niðurstöðuna Þorleifur gunnlaugsson ætlar að beita sér fyrir því að skuld Fjölskylduhjálparinnar við borgina verði felld niður. vAlGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Flestir sem koma hinga vilja koma aftur. Fólk kemur út af hreina loftinu og hreina vatn- inu. Út af náttúrunni og fólkinu.“ Þyrlur við laxá í Kjós Hjónin skipuleggja lúxusferðir fyrir fjárhags- lega sjálfstæða samlanda sína. Roman Abramovitsj rússneski auðkýfingurinn var hér á landi um daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.