Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Side 12
föstudagur 29. ágúst 200812 Helgarblað
K
arlmenn sem beita
konur andlegu ofbeldi,
karlar sem elta konur
og láta þær ekki í friði,
hafa í gegnum tíðina
komist upp með ýmislegt. Á enskri
tungu er maður með slíka hegðun
nefndur „stalker“. Hér heima hef-
ur ekkert orð, sem lýsir umræddri
hegðun, staðið uppúr í umræðunni,
en maður með þessa afbrigðilegu
hegðun getur kallast eltifíkill, elti-
hrellir eða jafnvel storkari. Talað er
um sálarþjófnað, andlega nauðgun,
eltihneigð, stjórnunarfíkn, drottn-
unaráráttu og annað slíkt. Fæst ná
þó orðin að lýsa þeim hryllingi sem
í atferlinu leynist.
Hélt ég væri í himnaríki
Á fögru sumarkvöldi á ég við-
tal við konu sem vill segja mér sögu
sína og vegna innihalds frásagnar-
innar, vill þessi kona að nafn hennar
komi ekki fram. Ég samþykki nafn-
leyndina þannig að hennar persóna
skíni ekki í gegn.
Hvernig byrjaði þetta?
„Ég kynntist manni sem var svo
góður við mig að ég hélt að ég væri
nánast komin í himnaríki. Ég hafði
lengi verið í hryllilegu sambandi,
þar sem í mig var hreytt ónotum og
ég látin vita af því að ég væri ein-
skis virði. Ruddaleg framkoma fyrr-
verandi maka míns gleymdist þeg-
ar þessi yndislegi maður birtist og
vildi allt fyrir mig gera. Eftir á að
hyggja, var það kannski eitt öðru
fremur, sem ég hefði átt að sjá, en
það var þannig að hann gerði í raun
og veru alltaf meira en ætlast var til.
En nokkru eftir að við byrjuðum að
hittast, dvaldi ég um tíma utan borg-
arinnar við störf. Undarlegir hlutir
gerðust, matur hvarf, maður sást á
ferli, þrusk heyrðist og fleira gerðist
sem ég gat ekki útskýrt. Seinna við-
urkenndi hann að hann hefði komið
á staðinn til að njósna um mig. Hann
var að reyna að komast að því hvort
ég væri að sofa hjá öðrum gaurum.
Og þegar ég kom aftur í bæinn að
loknu starfi og þegar hann talaði við
mig þá átti hann það til að nefna það
við mig hvort ég væri að hitta aðra
menn og alltaf var ásökunartónninn
notaður.“
Þótti þér þetta eðlilegt?
„Nei, en ég veit ekki hvað ég var
að hugsa, því ég tók eiginlega þátt í
þessum ásökunum og velti því fyrir
mér hvort ég hefði kannski verið eitt-
hvað óeðlileg í samskiptum mínum
við karlmenn. Ég meina, mér þótti
líklegt að hugsanlega hefði mátt
lesa eitthvað misjafnt úr samskipta-
mynstrinu. Ég leit í eigin barm. Svo
ágerðust ásakanirnar og áður en ég
vissi af, var ég farin að afsaka hegð-
un mína.“
Sá hann alls staðar
„Ég vildi hætta sambandinu en
þá fór ég að sjá hann á ólíklegustu
stöðum. Ég sá honum bregða fyrir í
garðinum mínum – jafnvel um miðj-
ar nætur. Auðvitað varð ég hrædd, en
ég trúði því ekki þá að eitthvað væri
að honum. Hann var alltaf að sýna
mér svo einlæga góðvild inn á milli.
Svo gerðist það einn góðan veður-
dag að ég kom heim til mín og þá var
hann búinn að leggja íbúðina mína í
rúst. Og þegar ég hitti hann þá réðst
hann að mér, kýldi mig og jós yfir
mig allskonar dónaskap og enda-
lausum ásökunum um að ég væri
daðrandi við alla karlmenn sem ég
hitti. Hann kallaði mig mellu, druslu
og hóru.“
Kom þér ekki í hug á þessum
tímapunkti að ljúka sambandinu í
eitt skipti fyrir öll?
„Auðvitað, en hann var alltaf fyrri
til með allt. Hann baðst fyrirgefning-
ar – sagðist hafa verið vondur mað-
ur og vildi fá að bæta skaðann. Hann
þrábað og grét og það endaði með
því að ég gaf honum einn séns í við-
bót. Hann mætti á staðinn og lagaði
allt sem hann hafði eyðilagt. Og til að
gera gott betur þá málaði hann alla
íbúðina mína. Hann vildi sýna mér
að hann væri að bæta ráð sitt. Hann
vildi vera hjá mér öllum stundum en
ég var í vafa og vildi athuga hvort við
gætum ekki látið sambandið þróast
á eðlilegan hátt. Hann var kannski
að koma þegar börnin mín voru ein
heima. Hann var böggandi krakk-
ana og með allskonar leiðinda stæla.
Hann reyndi að vera límdur við mig
en ef ég vildi ekki hitta hann þá kom
hann í garðinn hjá mér og hann elti
mig á röndum – fylgdi mér bókstaf-
lega hvert einasta fótmál. Hann var
oft á hvítum jeppa og þessi jeppi
birtist hvar sem ég fór. Mér leið
mjög illa, því yfirleitt grunaði mig
að hann væri að elta mig, ég meina,
ég sá spor og svoleiðis. Þó að ég gæti
kannski ekki alltaf staðfest þennan
grun, þá var martröðin alltaf til stað-
ar. Svo gerðist það að hann þóttist
hafa týnt kortinu sínu og vildi leggja
peninga inná mitt kort svo ég gæti
borgað fyrir hann eitt og annað. Og
ég var svo meðvirk að ég reyndi að
hjálpa honum og sá ekki að hann var
að leggja fyrir mig gildru. Því seinna
reyndi hann að nota það gegn mér
að hafa lagt peninga inná kortið
mitt. Hann kallaði innborganirn-
ar lán en eyddi þó peningunum
sjálfur. Hann reyndi með þessu að
terrorisera mig – hann ætlaði að
hafa stjórnina.“
Tætti mig í sundur
Var þig ekki farið að gruna
að þetta gæti endað með ósköp-
um?
„Jú-jú-jú, ég sagði honum að
ég vildi endurskoða sam-
bandið og vildi ekki að
hann kæmi til mín.
Hann brást þannig við
að hann reyndi að
hitta á mig þar sem
ég talaði við vini
mína og þá byrjaði
hann með skelfi-
legt drama þar sem
hann hélt því fram
að ég væri svo vond
við hann, eftir allt sem
hann hafði gert fyrir mig. Ég
reyndi að rökræða og benda á
sannleikann – slíkt var þó ekki
til neins. Mér leið eins og ég
yrði að sætta mig við orð-
in hans. En þetta tætti mig
í sundur og mér leið alveg
skelfilega illa. Þá krafðist ég
þess af festu að hann hætti
að koma til mín. Í framhaldi
af þeirri kröfu fór lífið fyrst
að verða eitt samfellt hel-
víti. Því skömmu eftir þessa
kröfu þá var ég að undir-
búa ferð til útlanda með
vinkonum mínum. Ég átti
að mæta snemma í flug en
allt kvöldið og alla nóttina
hringdi hann í mig – sím-
inn og gemsinn loguðu ef ég
hafði kveikt á þeim. Hann
hringdi stanslaust, og ef ég
svaraði þá spurði hann: „Er
einhver hjá þér?““
Vildi ekki kæra
Kom þér ekki í hug að kæra
hann?
„Kannski ekki á þessum tíma-
punkti, ég hélt að þetta væri bara
ástand sem myndi taka enda. Ég
meina, hann kom í garðinn hjá
mér og klifraði upp á svalir. Hvern-
ig í ósköpunum átti ég að trúa því að
þetta gæti versnað? En svo kom ég
heim eftir utanlandsferðina og ætl-
aði ekki að láta hann vita af því að ég
væri komin heim. Ég ætlaði reynd-
ar ekkert að tala við hann fram-
ar. Ég bókstaflega vonaði að hann
myndi breytast. En hann byrjaði að
hringja um leið og
ég mætti heim. Þá
reyndi hann fyrst
að vera kurteis
en síðan komu
endalausar
árásir og þær
voru svo yfir-
þyrmandi og
svo magn-
aðar að ég
brotnaði
saman. Ég fór nánast að trúa því að
ég væri vond manneskja. Ég meina,
ég kom úr einkennilegu sambandi
og þó að ég hefði farið til ráðgjafa og
reynt að skilja aðstæðurnar í fyrra
sambandi þá var ég varnarlaus og
án sjálfsmyndar þegar þessar yf-
irþyrmandi árásir byrjuðu. Hann
sagði mér hvað ég væri að hugsa
og ég flæktist í vef sem hann var
að spinna um líf mitt. Svo fór ég að
vinna við það í aukavinnu að bera
út blöð og dóttir mín var að hjálpa
mér. Þá gerðist það að ég fékk sms
frá honum þar sem hann sagðist
vera að fylgjast með dóttur minni við
að bera út blöð. Í annarri sendingu
sagði hann: ,,Ég sá son þinn á gangi.“
Og svo kom þetta: „Ég sá stelpuna
þína í morgun á leið í bakaríið. Ekki
eins og ég ætli að gera henni neitt.“
Þegar ég las þetta þá lamað-
ist ég – terrorinn var alveg ótrúleg-
ur og ég var svo ofboðslega varnar-
laus. Og svo kom hann einn daginn
og sagðist ætla að hjálpa mér við
að bera út blöðin og þegar ég sagði
honum að láta mig í friði þá kallaði
hann mig þjóf, djöfulsins druslu og
lausláta hóru. Hann réðist á mig. Og
ég öskraði af hræðslu og svo hringdi
ég á lögguna og hótanir hans rötuðu
inná segulband á neyðarlínunni. Þá
fór hann.
En hann kom aftur og hann mætti
öllum stundum og hann elti mig.
Ég lokaði mig af – byrgði fyrir alla
glugga og ég var eins og stofufangi.
Hann var fyrir utan gluggann og ef
ég sá hann þá lamaðist ég alveg gjör-
samlega. Ég gat ekki einu sinni var-
ið börnin mín og löggan gerði ekkert
til að hjálpa mér. Ég hafði ekkert af
mér gert þegar á mig var ráðist, ég er
bara venjuleg einstæð móðir, ég er
reglusöm og ég hef veitt börnunum
mínum eins gott uppeldi og frek-
ast hefur verið kostur. Svo lendi ég í
þessum ósköpum með þeim afleið-
ingum að ég held meira að segja að
lífslöngun mín hafi verið að hverfa.
Ég þorði ekki út úr húsi.“
Nágrannarnir urðu hræddir
Og reyndirðu að leita þér hjálp-
ar?
„Mér varð eiginlega til bjarg-
ar að nágrannar mínir byrjuðu að
hræðast hann og sáu hann í garð-
inum, sáu hann kíkja á glugga og
sáu hann klifra upp á svalirnar hjá
mér. Og í framhaldi af því frétti ég að
hann hefði barið fyrrverandi eigin-
konu sína og ég fann hversu ógnin
var sterk. Hann hafði ráðist á mig og
Henni þótti sem hún væri nánast komin í himnaríki þegar hún kynntist
manninum. Fljótt kom þó í ljós að maðurinn var haldinn mikilli afbrýði-
semi og lét hana ekki í friði. Konan sem segir Kristjáni Hreinssyni sögu
sína upplifði umsátursástand á heimili sínu og fór að óttast um sig. Maður-
inn viðurkenndi fyrir henni að hafa njósnað um hana, en lengi vel gekk
konunni ekkert að fá aðstoð yfirvalda til að sporna gegn hegðun mannsins.
„Ég vildi hætta sam-
bandinu en þá fór ég
að sjá hann á ólíkleg-
ustu stöðum. Ég sá
honum bregða fyr-
ir í garðinum mínum
– jafnvel um miðjar
nætur.“
i aríki
varð að martröð
Lamaðist af hræðslu smáskilaboð
sem maðurinn sendi ollu konunni
mikilli hræðslu. „Ég sá son þinn á gangi,“
sagði í einum. Og svo komu þessi: „Ég sá
stelpuna þína í morgun á leið í bakaríið.
Ekki einsog ég ætli að gera henni neitt.“