Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Side 24
föstudagur 29. ágúst 200824 Menning DV Norræn goða- fræði fyrir börn Út er komin bókin Örlög guð- anna, stórvirki um norræna goðafræði fyrir börn. Bókin geymir allar helstu sögur af norrænum goðum og gyðjum í aðgengilegri og fjörugri endur- sögn sem öll fjölskyldan getur haft gaman af. Við heyrum af Óðni og Þór, systkinunum Frey og Freyju, gyðjunum Sif, Iðunni og Frigg, prakkarastrikum Loka Laufeyjarsonar og fleiri litríkum goðum og gyðjum, þursum, jötnum og furðuskepnum. Ing- unn Ásdísardóttir er höfund- ur textans en Kristín Ragna Gunnarsdóttir gerir myndir og hannar útlit. Útgefandi er Mál og menning. LEIKHÚS Brúðuleiksýningin Klókur ertu, Einar Áskell verður frumsýnd á laugardag: Fyrsta frumsýning haustsins Brúðuleiksýningin Klókur ertu, Einar Áskell verður frumsýnd í Kúl- unni, barnasviði Þjóðleikhússins, á morgun, laugardag. Sýningin, sem er fyrsta frumsýning haustsins í Þjóðleikhúsinu, er unnin í samvinnu við Fígúru–leik- hús brúðugerðarmannsins Bernds Ogrodniks. Sýningin byggir á heims- þekktum sögum Gunillu Bergström um þennan uppátækjasama snáða, nánar tiltekið bókunum Svei-attan, Einar Áskell og Góða nótt, Einar Ás- kell en Bergström hafði samband við Bernd og hafði áhuga á að vinna með honum að skemmtilegu verkefni tengdu Einari Áskeli. Bernd Ogrodnik hefur sett upp sýningar víða um heim en auk þess að semja og sýna brúðusýningar þá býr hann til brúður, gerir leikmynd og semur og flytur tónlist. Í Þjóðleik- húsinu hefur hann meðal annars sett upp sýningarnar Pétur og úlfinn og Umbreytingu – ljóð á hreyfingu. Leikstjóri er Kristján Ingimarsson en búninga hannar Helga Björt Möller. Dagskrá Þjóðleikhússins á leik- árinu sem nú er framundan verð- ur annars kynnt á mánudaginn. Á meðal verka sem sett verða upp má nefna Hart í bak eftir Jökul Jakobs- son, nýtt verk eftir Sigurð Pálsson, Utan gátta, og verk sem byggt er á ævi mexíkósku listakonunnar Fridu Khalo sem Brynhildur Guðjónsdótt- ir skrifaði og leikur titilhlutverkið í. Þá er ónefnd jólasýningin, Sumar- ljós og svo kemur nóttin, sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar. Barnaorðabók Út er komin Barnaorðabók, ensk-íslensk - íslensk-ensk, sem er glæsileg orðabók fyrir yngstu enskunemendurna. Hún er ríkulega myndskreytt og hefur að geyma allt sem börn þurfa í upphafi tungumála- náms, hvort sem er heima eða í skólanum. Bókin er sérstaklega sniðin að þörfum 8 til 10 ára barna og samin af reynd- um kennurum. Í henni er að finna ríflega 2.600 uppfletti- orð með fjölmörgum dæm- um og myndskreytt fjölda líflegra teikninga. Barna- orðabókin var upphaflega gefin út hjá Gyldendal í Dan- mörku árið 2006 og hlaut góðar viðtökur. Nanna Rögn- valdardóttir þýðir. Loksins fáanleg á ný Nú er loksins komin út endur- prentun á Íslenskri samheita- orðabók en hún hefur verið ófáanleg í nokkurn tíma. Þegar Íslensk sam- heitaorðabók kom fyrst út árið 1985 var hún fyrsta bók sinnar tegundar um íslenskt mál og hefur hún sannað gildi sitt hvað eftir annað á síðustu árum. Bókin geymir 44 þúsund uppflettiorð og gefur notandan- um val um orð og orðasambönd sömu eða svipaðrar merkingar. Ritstjóri er Svavar Sigmundsson. Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir er fædd á Akureyri árið 1963. Sem barn stundaði hún nám í Myndlist- arskólanum á Akueyri en fluttist til Reykjavíkur, tvítug að aldri og lauk námi frá Myndlista-og handíðaskól- anum í Reykjavík árið 1987. Eftir það lá leiðin til Rómar þar sem Kristín dvaldi eitt ár í nunnu- klaustri. „Þar lærði ég íkonatækni. Ég bjó meðal nunnanna í ár og viðaði að mér reynslu. Að kynn- ast nunnum og kaþólsku kirkjunni hafði mikil áhrif á mig,“ segir Kristín sem var eini gesturinn í klaustrinu á þessum tíma. „Ég fékk að koma þarna sem gestur. Nokkrar nunnurnar mál- uðu fyrir Vatíkanið og páfann og ein þeirra málaði íkona. Ég var svo heppin að fá að læra hjá henni að gera íkona einsog þeir voru hugsað- ir frá grunni, bæði hugmyndafræði- lega og tæknilega.“ Notar íkonatæknina í eigin myndir Sjálf segir Kristín að helgimyndir hafi heillað sig lengi en hún hafi þó ekki farið í klaustrið með það í huga að læra þessa einstöku íkonamálun- artækni. „Ég fór í klaustrið til að upp- lifa klausturlíf en fékk sem viðbót að læra að mála ortódox-íkona,“ segir hún og útskýrir í kjölfarið muninn á íkon og helgimynd. „Helgimyndir getur maður búið til sjálfur alveg frá eigin grunni og hugmyndum. Íkonarnir hinsvegar fylgja hugmyndafræði ortódox kirkj- unnar og ganga út á að túlka fyrir- framgefnar staðreyndir. Íkonar fyrir mér eru bara ein grein innan mynd- listarinnar. Svo hef ég hinsvegar ver- ið að nota sömu tækni og við íkona- málunina í mínar eigin myndir.“ Fyrirhafnarlaus ákvörðun Eftir árið í klaustrinu flutti Kristín sig frá Róm yfir til Flórens þar sem hún nam við akademíuna í fimm ár. Aðspurð um það hvort leiðin hafi þá alltaf legið beint í myndlistarnám er Kristín ekki lengi að svara. „Ég ákvað eiginlega nokkuð fyrir- hafnarlaust, þegar ég var í Mennta- skólanum á Akureyri, að þetta væri í raun það skemmtilegasta sem ég myndi gera í framtíðinni og ég sá fyrir mér að þetta myndi ganga vel. Ég fann það á mér að þetta væri það sem ætti fyrir mér að liggja. Ég hef aldrei hikað eftir það. Þetta var eitt- hvað sem ég vissi innst inni og þegar þú þorir að viðurkenna það þá breyt- ir maður aldrei um skoðun. Þetta er bara staðreynd eins og sú staðreynd að vera sá sem maður er.“ Hugmyndin er möguleikarnir Spjallið berst að því hversu mikl- um breytingum myndlistarnám hefur tekið í gegnum tíðina en sjálf valdi Kristín hefbundnu leiðina eins og hún orðar það. „Þegar ég var í Myndlista-og handíðaskólanum voru margir Gekk bleiku línunatil enda vIðtaL Menning Einar Áskell Íslenskir leikhúsgestir fá nú að berja augum þennan heims- fræga dreng á sviði Kúlunnar. Kristín Guðrún Gunn- laugsdóttir hefur löngum getið sér gott orð fyrir falleg olíu- verk sín og hefur verið meðal fremstu listamanna þjóðar- innar síðastliðin ár. Í ár er hún bæjarlista- maður Seltjarnarness þar sem hún hefur búið frá árinu 2004 og nýjasta rósin í hnappagatið hjá listakonunni er að fjögur af verkum hennar prýða nú miðana á víni austur- ríska vínframleiðand- ans Hubert Sandho- fer. Hér ræðir Kristín við Kristu Hall um myndlistina, lífið í klaustrinu, barneign- ir sem áhrifavald og að sjálfsögðu austur- rísk léttvín. Ákvað ung að leggja fyrir sig myndlist „Ég hef hins vegar aldrei litið á mig sem trúarlegan myndlistarmann.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.