Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Page 40
föstudagur 29. ágúst 200840 Sport Frækilegur árangur íslenska hand- boltalandsliðsins hefur gefið hand- knattleikshreyfingunni byr und- ir báða vængi. Í grunnskólum mátti hvarvetna sjá unga krakka við hand- knattleiksiðkun í liðinni viku en það er sjón sem var síður en svo algeng fyrir Ólympíuleikana. Íþróttafélögin hafa mörg hver ekki látið sitt eftir liggja og boðið börnum að koma tímabundið í fría handknattleiksþjálfun og ljóst er að árangur landsliðsins er vítam- ínsprauta fyrir íþróttina. „Við finnum fyrir gríðarlega miklum áhuga og það er mikið hringt og spurt um handbolt- ann. Við erum að kynna þetta í skól- um með landsliðsmönnum þannig að við eigum von á algjörri sprengingu í iðkendafjölda,“ segir Einar Jónsson yfiþjálfari yngri flokka hjá Fram. Arn- ar Þorkelsson þjálfari yngri flokka hjá Gróttu tekur í sama streng en æfingar eru hafnar á Seltjarnarnesi. „Það eru greinileg fjölgun iðkenda hjá okkur. Í hverjum árgangi eru að bætast við 5-10 í hverjum árgangi og það þýðir 10-20 krakkar mæta nýir á æfingar í hverjum flokki,“ segir Arnar. Allir í handbolta í skólanum Fróðir menn segja að ekki hafi fundist slíkur handboltaáhugi í ís- lenskum skólum síðan eftir HM í Sviss árið 1986. Krakkar fara út á skólavöll og grýta knetti í mark. Slíka sjón var ekki að sjá fyrir Ólympíuleikana. Linda Heiðarsdóttir er kennari í Laugalækjarskóla og hún segist finna fyrir miklum áhuga meðal nem- enda sinna. „Allt í einu eru krakk- arnir farnir að hlaupa um á göngun- um og kasta á milli sín bolta,“ segir Linda sem sjálf er mikil áhugamann- eskja um handknattleik. „Ég talaði við nemanda minn og spurði hvort allir væru farnir að spila handbolta og hann játti því og sagði skyndilega alla mætta út á völl í handbolta. Nán- ast allir fylgdust með heimkomunni hjá landsliðinu og þeim fannst þetta að sjálfsögðu mjög merkilegt. Strák- arnir eru nú duglegri við þetta, en ég held að ég hafi aldrei áður séð krakka í handbolta á skólalóðinni,“ segir Linda sem fylgdist með strákum setja upp leikkerfi á skólavellinum á með- an hún spjallaði við blaðamann DV. „Ég held að þetta séu strákar sem eru ekki að æfa handbolta að staðaldri,“ segir Linda. Stjórnmálamennirnir fylgja með Stjórnmálamenn hafa ekki lát- ið sitt eftir liggja og auk 50 milljóna króna styrkveitingar til HSÍ tilkynntu Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, menntamálaráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, að til stæði að stofna Silfursjóð fyrir reykvísk börn með 20 milljóna króna framlagi. Markmiðið með stofn- un sjóðsins er að gera ungmennum kleift að kynnast handboltaíþróttinni fram að Ólympíuleikunum í Lund- únum 2012. Veitt verður framlag úr sjóðnum, 5 milljónir króna á ári, þangað til. Ólafur Stefánsson, fyrir- liði íslenska handboltalandsliðsins, er verndari sjóðsins. Árangur handboltalandsliðsins hefur vakið aðdáun ungra iðkenda sem margir hverjir flykkjast út á skólalóðirnar til að stunda handknattleik. Handboltaæði í uppsiglingu ViðAr GuðjónSSon blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Handbolti í skólanum Þessir drengir skoruðu hvert glæsimarkið á fætur öðru í Laugalækjarskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.