Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Qupperneq 40
föstudagur 29. ágúst 200840 Sport Frækilegur árangur íslenska hand- boltalandsliðsins hefur gefið hand- knattleikshreyfingunni byr und- ir báða vængi. Í grunnskólum mátti hvarvetna sjá unga krakka við hand- knattleiksiðkun í liðinni viku en það er sjón sem var síður en svo algeng fyrir Ólympíuleikana. Íþróttafélögin hafa mörg hver ekki látið sitt eftir liggja og boðið börnum að koma tímabundið í fría handknattleiksþjálfun og ljóst er að árangur landsliðsins er vítam- ínsprauta fyrir íþróttina. „Við finnum fyrir gríðarlega miklum áhuga og það er mikið hringt og spurt um handbolt- ann. Við erum að kynna þetta í skól- um með landsliðsmönnum þannig að við eigum von á algjörri sprengingu í iðkendafjölda,“ segir Einar Jónsson yfiþjálfari yngri flokka hjá Fram. Arn- ar Þorkelsson þjálfari yngri flokka hjá Gróttu tekur í sama streng en æfingar eru hafnar á Seltjarnarnesi. „Það eru greinileg fjölgun iðkenda hjá okkur. Í hverjum árgangi eru að bætast við 5-10 í hverjum árgangi og það þýðir 10-20 krakkar mæta nýir á æfingar í hverjum flokki,“ segir Arnar. Allir í handbolta í skólanum Fróðir menn segja að ekki hafi fundist slíkur handboltaáhugi í ís- lenskum skólum síðan eftir HM í Sviss árið 1986. Krakkar fara út á skólavöll og grýta knetti í mark. Slíka sjón var ekki að sjá fyrir Ólympíuleikana. Linda Heiðarsdóttir er kennari í Laugalækjarskóla og hún segist finna fyrir miklum áhuga meðal nem- enda sinna. „Allt í einu eru krakk- arnir farnir að hlaupa um á göngun- um og kasta á milli sín bolta,“ segir Linda sem sjálf er mikil áhugamann- eskja um handknattleik. „Ég talaði við nemanda minn og spurði hvort allir væru farnir að spila handbolta og hann játti því og sagði skyndilega alla mætta út á völl í handbolta. Nán- ast allir fylgdust með heimkomunni hjá landsliðinu og þeim fannst þetta að sjálfsögðu mjög merkilegt. Strák- arnir eru nú duglegri við þetta, en ég held að ég hafi aldrei áður séð krakka í handbolta á skólalóðinni,“ segir Linda sem fylgdist með strákum setja upp leikkerfi á skólavellinum á með- an hún spjallaði við blaðamann DV. „Ég held að þetta séu strákar sem eru ekki að æfa handbolta að staðaldri,“ segir Linda. Stjórnmálamennirnir fylgja með Stjórnmálamenn hafa ekki lát- ið sitt eftir liggja og auk 50 milljóna króna styrkveitingar til HSÍ tilkynntu Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, menntamálaráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, að til stæði að stofna Silfursjóð fyrir reykvísk börn með 20 milljóna króna framlagi. Markmiðið með stofn- un sjóðsins er að gera ungmennum kleift að kynnast handboltaíþróttinni fram að Ólympíuleikunum í Lund- únum 2012. Veitt verður framlag úr sjóðnum, 5 milljónir króna á ári, þangað til. Ólafur Stefánsson, fyrir- liði íslenska handboltalandsliðsins, er verndari sjóðsins. Árangur handboltalandsliðsins hefur vakið aðdáun ungra iðkenda sem margir hverjir flykkjast út á skólalóðirnar til að stunda handknattleik. Handboltaæði í uppsiglingu ViðAr GuðjónSSon blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Handbolti í skólanum Þessir drengir skoruðu hvert glæsimarkið á fætur öðru í Laugalækjarskóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.