Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Blaðsíða 48
föstudagur 29. ágúst 200848 Helgarblað Á þrjá vegu var Kína í fornöld varið af náttúrulegum múrum. Í suðri voru hin ókleifu Himalaja- fjöll og ófærir frumskógar Indó- kína; í vestri var háslétta Tíbets og eyðimerkur Mið-Asíu og í austri var sjálft Kyrrahafið. Landið var aftur á móti galopið til norðurs þar sem endalausar gresjur teygðu sig alla leið til Mongólíu og Síberíu. Í mörg þúsund ár höfðu hirð- ingjar úr norðri reglulega streymt suður til Kína og farið þar sínu fram. Kínverskir leiðtogar byrjuðu snemma að reisa múra til að reyna að stemma stigu við ránsferðum þeirra og innrásum. Fyrsti múrinn var raunar reist- ur af þeim manni sem yfirleitt er kallaður fyrsti keisarinn í Kína, Shi Huangdi, en hann sameinaði mörg kínversk ríki í eitt stórveldi 221 f.Kr. Þá höfðu geisað blóðugar borgara- styrjaldir á kínverskri grund í mörg hundruð ár. Höfðingjar hinna ýmsu ríkja voru orðnir þrautþjálfaðir í að byggja múra, bæði gegn hver öðr- um og hirðingjaþjóðflokkunum úr norðri. Shi Huangdi lét nú rífa múrana milli gömlu smáríkjanna og flytja byggingarefni frá þeim til norðurs þar sem það var notað til að auka við múrana sem áttu að halda „villi- mönnum“ Mongóla fjarri. Því er oft sagt að hann hafi „byggt Kínamúr- inn“. En múrar hans voru þó bæði mun styttri og lítilfjörlegri en það ógnarlega mannvirki sem við þekkj- um nú sem Kínamúrinn. Múrarnir voru aðallega úr leir og troðnum jarðvegi en þéttir með fléttuðum efnisbútum og viðardrumbum. Þeir voru töluvert norðar en hinn núverandi múr og byrjuðu þar sem nú er Norður-Kórea. Þrælkunarvinna Bygging þess múrs sem við þekkjum nú hófst á tíma Han- keisaraættarinnar um 100 árum eftir daga Shi Huangdi. Síðan tók Sui-ættin ærlega til hendinni við múrbygginguna um 600 e.Kr. Þótt múrarnir ættu að heita reistir til verndar kínverskri al- þýðu var það ekki tilhlökkunar- efni fyrir alþýðufólk þegar keis- ararnir fylltust löngun til að efla múrinn. Skattar voru hækkað- ir og gífurlegur fjöldi kvaddur til þrælkunarvinnu. Múrinn krafð- ist óteljandi mannslífa. Ekki að- eins létu margir lífið við sjálfa bygginguna, sem var mjög erfið, heldur sátu stigamenn um verka- mennina og sálguðu fjölda þeirra. Útreikningar, sem engin leið er að vísu að sannreyna, gefa til kynna að allt að 3 milljónir manna hafi dáið við að byggja Kínamúrinn. Á hinn bóginn er það þjóðsaga að lík fallinna verkamanna hafi verið múruð inn í múrveggina. Rotnandi lík hefðu veikt múr- inn of mikið, þó að vissulega hafi fundist líkamsleifar á stöku stað í múrnum. Múrarnir voru til einskis Þrátt fyrir allt erfiðið er ekki að sjá að múrarnir hafi skilað miklum árangri. Eftir sem áður streymdu innrásarþjóðir og ræn- ingjaflokkar úr norðri. Á 12. öld voru múrarnir engin fyrirstaða fyrir mongólskar hersveitir Geng- his Kahn sem lögðu Kína undir sig. Arftakar hans stýrðu Kína- veldi til 1368 þegar Ming-ættin náði völdum. Hún mátti líka sitja undir inn- rásum úr norðri og ákvað því að endurreisa múrana og það ekki í smáum stíl. Lappað var upp á gamla múra og þeir tengdir sam- an og nýir kaflar byggðir. Margir af hinum nýju múrum voru afar tilkomumiklir úr tilhöggnum steini og steypu og það eru þeir kaflar sem oftast bregður fyrir á myndum af Kínamúrnum. Sums staðar er múrinn 9 metra hár og allt að 7 metra breiður. Þegar all- ir múrar eru lagðir saman náðu KÍNAMÚRINN Bygging Kínamúrsins krafðist svo margra mannslífa að hann hefur verið kallaður „lengsti kirkjugarður heims“. Múrnum var ætlað að verja Kína fyrir innrásum villiþjóða úr norðri – en það ætlunarverk mistókst hrapallega. Ef tir Magnus Vä s tErbro Þótt múrarnir ættu að heita reistir til verndar kínverskri alþýðu var það ekki tilhlökkunarefni fyrir alþýðufólk þegar keisararnir fylltust löng- un til að efla múrinn. sV a n t E s t r ö M Kínamúrinn um það leyti sem hann var lengstur. RÚSSLAND MONGÓLÍA KÍNA INDLAND Múrinn á tímum Ming-ættar Shanghai -guan Jiayuguan Beijing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.