Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Qupperneq 56
Oft og tíðum geta fallega hönnuð
heimilistæki liðið fyrir þann frum-
skóg rafmagnsleiðsla sem fylgir
þeim. Á það helst við tölvur og þau
jaðartæki sem þeim tengjast en
einnig sjónvörp því þeim fylgir oft
á tíðum her annarra tækja svo sem
hátalakerfi, DVD-spilari, mynd-
bandstæki, afruglari, sjónvarps-
flakkari, leikjatölva og netþjón-
ustubúnaður, líkt og AppleTV eða
Squeezebox.
Intel segist hafa betrumbætt af-
köst nýrrar tækni sem gerir kleift
að leiða orku þráðlaust til heimil-
istækja séu þau innan ákveðinnar
fjarlægðar eða sett á sérstaka fleti
svo sem borð.
Tæknin byggist á því að nota seg-
ulsvið til að leiða orkuna til áfanga-
staðar síns og Intel segist í dag geta
sent um 60 wött tæpan metra án
þess að tapa meira en 25 prósent af
orkunni. Markmiðið er að sjálfsögðu
lítið sem ekkert orkutap og meiri
drægni.
Ein hugmynd fyrirtækisins er að
nýta tæknina í sérstaka fleti, svo sem
á skrifborð, sjónvarpsborð og eld-
húsborð. Þá myndu rafmagnstæki
sem lögð væru niður á slíkt borð
samstundis fá rafmagn.
Þráðlaus hleðsla
fyrir fartölvur
Intel ráðgerir einnig að þróa
tæknina sérstaklega fyrir fartölvur
sem fyrst þannig að hægt verði að
hlaða þær þráðlaust. Aðeins þyrfti
að koma fyrir sérstöku loftneti
innan tölvunnar til að gera hana
móttækilega, þannig að sennilega
er þess ekki langt að bíða þar til
við sjáum slíkar tölvur á boðstól-
um eða búnað sem tengja má við
eldri gerðir fartölva. Má gera ráð
fyrir að það muni vekja fögnuð
allmargra fartölvunotenda.
Intel-fyrirtækið er hvað þekkt-
ast fyrir framleiðslu á örgjörvum
fyrir tölvur en talið er að fyrirtæk-
ið sé nú að íhuga að verða einn-
ig helsti framleiðandi þráðlausra
lausna fyrir rafmagn og selja þá
öðrum fyrirtækjum búnað sem
notaður yrði í framleiðslu ýmissa
heimilistækja.
Upphafsmenn tækninnar sem
Intel er að þróa byggir á frum-
kvöðlastarfi Marin Soljacic hjá
MIT en fyrir tveimur árum sýndi
stofnunin fram á að hægt væri að
senda rafmagn milli tveggja staða
með hjálp rafsegulbylgja.
palli@dv.is
Bretar glata
enn gögnum
Innanríkisráðherra Bretlands,
Jacqui Smith, upplýsti á
dögunum að USB-minniskubb-
ur sem innihélt gögn um 84
þúsund fanga í Englandi og Wal-
es hefði glatast. Bresk stjórn-
völd viðhafa strangar reglur um
opinbera meðferð persónuupp-
lýsinga en þrátt fyrir það hendir
hvert stórslysið á fætur öðru. Er
skemmst að minnast þegar
bankaupplýsingar 25 milljóna
manna glötuðust á seinni hluta
síðasta árs.
FösTUdagUr 29. ágúsT 200856 Helgarblað DV
Tækni
Umsjón: PáLL sVanssOn palli@dv.is
CaptCha vIrkar EkkI lEngUr
ruslpóstur getur orðið virkilega pirrandi þegar hann birtist í þeirri mynd að
notandi á umræðuvefsíðu fer skyndilega að pósta tenglum á Viagra á nokkurra
mínútna fresti. Til að koma í veg fyrir slíkar innrásir hefur undanfarin misseri verið
notuð innskráningarvörn sem nefnist Captcha eða Completely automated Pu-
blic Turing test to tell Computers and Humans apart. Til að greina á milli vélbún-
aðar og mannveru eru notaðar óskýrar myndir af stöfum og tölum sem viðkom-
andi þarf að slá inn til að hljóta samþykki við innskráningu. nú hefur komið í ljós
að „spammarar” hafa fundið leið til að greina hin óljósu tákn með hugbúnaði og
vélrænar innrásir á vefsíður færast sífellt í vöxt með þessum hætti.
tískuvænir
farsímar
heimasíðan style.com hefur nú
látið hanna hugbúnað í iphone
sem gerir tískuunnendum kleift
að fylgjast með tískusýningum
tískuvikunnar í new York í
símanum sínum. tískuvikan fer
fram í næsta mánuði og þurfa
þeir sem ekki ná sæti á helstu
tískusýningunum ekki að
örvænta því hægt verður að
horfa á þær í gegnum iphone
einungis nokkrum tímum eftir að
síðasta fyrirsætan stígur af
sýningarpallinum. auk þess
hefur ralph lauren nú látið
hanna farsímaútgáfu af netversl-
un sinni meðan Chanel kynnti
nýjung í iphone sem gerir
notendum kleift að skoða allar
haustsýningar fyrirtækisins í
gegnum símann.
Intel-fyrirtækið er að þróa nýja tækni sem gæti leitt
til þess að innan tíðar verði hægt að losa sig við
allar rafmagnsleiðslur sem tengjast tölvum
eða öðrum heimilistækjum.
Þráðlaust
rafmagn
innan tíðar