Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Síða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2008, Síða 59
Nafn? „Halldór Eldjárn.“ Starf? „Nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík.“ Stíllinn þinn? „Litríkur, en þó ekki of. Helst eitthvað sem fólki gæti mögulega fundist hallærislegt. Það stendur til að finna föt eins og Jókerinn klæðist.“ Allir ættu að... „...sjá The Dark Knight! Meistaraverk þar á ferð.“ Hvað er ómissandi að eiga? „Föt sem fá fólk til að halda að þú sért frá Svíþjóð og það væri örugglega hentugt að eiga einhverskonar safn af geitungum líka. Rafknúnir hljóðgervlar eiga einnig hug minn um þessar mundir.“ Hvað keyptir þú þér síðast? „Ég keypti mér þriðja miðann minn á The Dark Knight og þar áður keypti ég mér bol í Nakta apanum, allir þangað!“ Hvert fórst þú síðast í ferðalag og í hvaða tilgangi? „Hummmm, ætli það hafi ekki bara verið Siglufjörður á Þjóðlagahátíð að spila með Ungfóníunni... (Fyrir þá sem ekki vita þá er Þjóðlagahátíð skilgreiningin á því að vera svalur.)“ Uppáhaldsflíkin í fataskápnum? „Allt sem ég hef keypt mér í Nakta apanum og kannski rugl-fjólubláu og gulu buxurnar mínar.“ Hvenær hefur þú það best? „Þegar ég næ að semja eitthvað sem ég er ánægður með og þegar ég kemst í góðra vina hóp.“ Ertu með einhver áform fyrir næstu daga? „Já! Sykur spilar í dag í Norræna húsinu! Svo er eiginlega ekkert planað nema bara jól í desember.“ Lumarðu á góðu tískuheilræði? „Bara, vertu þú sjálf/ur og óhrædd/ur við að klæða þig í óviðeigandi föt.“ DV Tíska föstudagur 29. ágúst 2008 59 Halldór Eldjárn Persónan NotUm EbAy fyrir þær sem halda mikið upp á skvísurnar í sex and the City og glæsilegan fatastíl þeirra ættu að nota ebay til að finna skemmtilega hluti sem minna á þær stöllur. sem dæmi má finna mikið úrval Manolo Blahnik skóm á ebay en Blahnik var einmitt uppáhalds skó- hönnuðuð sjálfrar Carrie Bradshaw í gegn- um þættina. REYKJAVÍK Ið n ó Fr ík Ir k ja n H á s k ó la b íó Ið n ó Fr ík Ir k ja n O r g a n Fr ík Ir k ja n O r g a n H á s k ó la b íó n a s a g la u m b a r n O r r æ n a H ú s Ið V O n a r s a lu r I n g ó lF s n a u s t Iðnó FríkIrkjan Háskólabíó Iðnó FríkIrkjan Organ nasa glaumbar Háskólabíó Iðnó PO RT h ön nu n JAZZHÁTÍÐ 2008 Laugardagur 30. ágúst • • KL 21 Háskólabíó - Ed Thigpen & Scantet RAUÐI JAZZPASSINN GILDIR Kr3000/2000 Trommuleikur Ed Thigpen í tríói Oscars Petersons er ásamt bassaleik Ray Brown talinn hafa núllstillt píanótríóið sem listform. Þessi ótrúlegi músíkant hefur verið kallaður Mr Brushes og Mr Taste. Hvort sem hann sveiflar burstanum eða kjuðanum er smekkvísin ávallt í fyrirrúmi. Ef eitthvað er til sem verðskuldar að vera kallað “Góður jazz” þá er það komið hér í þessum frábæra Scantet Ed Thigpen: Oliver Antunes á píanó, Jesper Bodilsen á bassa, Thomas Franck á saxófón og Anders Bergcrantz á trompet. w w w. m idi .is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.