Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Síða 2
„Þegar ég réð hana var hún ekki í fullu starfi og bjóst við því að hætta,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður vinstri-grænna, en aðstoðarmaður hans, Telma Magnúsdóttir, er í fullu starfi sem þjónustufulltrúi í aðal- útibúi Landsbankans í Austurstræti samhliða því að gegna starfi aðstoð- armanns þingmannsins. Telma er með 140 þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín sem aðstoðarmaður sem er ákveðið hlutfall af þingfararkaupi. Kveikjan að því að landsbyggðar- þingmenn fengu að ráða sér aðstoð- armenn var sú að landsbyggðarkjör- dæmunum var fækk- að og þau stækkuð. Þá þótti ekki hægt annað en að þingmenn fengju að ráða sér aðstoð- armanneskju til að sinna verkefnum í kjördæm- inu. Býr í bænum „Ég vil ekki ræða það meðan ég er hér í afgreiðslunni,“ segir Telma Magn- úsdóttir við blaðamann sem fór í Landsbankann í gær til að ná tali af henni eftir ítrekaðar tilraunir í gegn- um síma og skilaboð. Blaðamanni var meinað að ljósmynda í bankan- um en fékk þó að tala við Telmu sem segir að hún reyni að sinna störfum sínum í kjördæminu sem allra best og sé með lögheimili í kjördæminu en búi á höfuðborgarsvæðinu. „Ég leigi hérna í bænum og fer oft í kjördæmið,“ seg- ir Telma og tekur fram að starfið sé kvöld- og helgar- vinna. Í lögum Alþingis seg- ir: „Aðstoð- armenn al- þingismanna munu hafa aðstöðu í kjör- dæmunum.“ Jafnframt kem- ur þar fram að aðstoðarmenn þingmanna fái, auk fastra launa, greiðslu á móti kostnaði við ferð- ir, farsíma og annan rekstur. Aðstoðarmenn eiga að búa í kjördæminu Jón Bjarnason segir að starf aðstoð- armanns snúi að öllu kjördæminu. „Það er rétt að gert er ráð fyrir því að starfsmenn búi í kjördæminu og séu þar, hún hefur að vísu sitt lögheimili þar,“ segir Jón og tekur fram að starf- ið sé 25 prósent starf og ekki marg- ir sem vinna einungis við það. „Hún stóð frammi fyrir því að geta feng- ið starf áfram í Landsbankanum og valdi það, þá gerðum við samkomu- lag um að hún myndi hætta um ára- mótin,“ segir Jón en Telma hefur starfað sem aðstoðarmaður síðan í ágúst. „Hún var í ákveðnum verk- efnum sem hún bara lýkur, í skilmál- um ráðningarsamninganna má hún hafa annað starf, þannig það er allt í góðu.“ Stífar reglur í Landsbankanum Atli Atlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbankans, segir að stífar reglur gildi ef starfs- menn eru í annarri vinnu en hjá bankanum. „Ég er með tölvupóst um að hún sækir um að fá að gegna starfi aðstoðarmanns alþingismanns. Það eru mjög stífar reglur um að fá að sinna öðru starfi og þarf að sækja um heimild fyrir því. Þetta er kvöld- og helgarvinna og hefur engin hags- munaáhrif gagnvart hennar starfi í bankanum.“ DV gerði ítarlega úttekt 25. nóv- ember á kostnaði Alþingis vegna að- stoðarmanna þingmanna og nemur hann um 63 milljónum króna á árs- grundvelli. DV sendi þá fyrirspurn til allra aðstoðarmanna og spurði meðal annars hvort þeir sinntu öðru starfi jafnhliða. Sömuleiðis var spurt hversu hátt starfshlutfallið væri. Tólf svöruðu af tuttugu og einum þing- manni. Telma svaraði þeirri fyrir- spurn ekki. Telma Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Jóns Bjarna- sonar þingmanns vinstri-grænna, vinnur fullt starf samhliða störfum hjá Jóni. Hún býr í Reykjavík en í lögum um aðstoðar- menn er kveðið á um að þeir hafi aðstöðu í kjördæmunum. Atli Atlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Landsbankan- um, segir að Telma hafi sótt um að fá að sinna öðru starfi þegar hún fékk vinnu áfram í bankanum. föstudagur 19. desember 20082 Fréttir Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Nær óhugsandi er talið að sjávarútvegurinn ráði við 600 milljarða skuldir sínar, sem að miklum hluta eru í erlendri mynt. Samanlagðar skuldir greinarinnar voru áætlaðar 407 millj- arðar króna við upphaf bankahrunsins þannig að hækkunin síðan þá skrifast að mestu á gríðarlegt fall krónunnar frá þeim tíma. Ofan á þessar skuld- ir bætist 100 milljarða króna skuld vegna framvirkra gjaldeyrissamninga. Liðlega þrjátíu sjávarútvegsfyrirtæki í viðskiptum við Landsbankann hafa óskað eftir því að fá slíkar skuldir nið- urfelldar, en þær eru fyrst og fremst til komnar vegna falls krónunnar. Margar útgerðir hafa fengið lán til að kaupa kvóta gegn veði í kvótan- um. Nú er kvótinn verðminni en lánið og því hætt við að bankarnir gætu farið í veðköll. JólagJöf kvótakónganna fimmtudagur 18. desember 20084 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr Nær óhugsandi er talið að sjávarút- vegurinn ráði við 600 milljarða skuld- ir sínar, sem að miklum hluta eru í erlendri mynt. Samanlagðar skuld- ir greinarinnar voru áætlaðar 407 milljarðar króna við upphaf banka- hrunsins þannig að hækkunin síð- an þá skrifast að mestu á gríðarlegt fall krónunnar frá þeim tíma. Ofan á þessar skuldir bætist 100 milljarða króna skuld vegna framvirkra gjald- eyrissamninga. Liðlega þrjátíu sjáv- arútvegsfyrirtæki í viðskiptum við Landsbankann hafa óskað eftir því að fá slíkar skuldir niðurfelldar, en þær eru fyrst og fremst til komnar vegna falls krónunnar. Heimildar- maður DV bendir á að ef gengishrun krónunnar megi að einhverju leyti rekja til aðgerða bankanna undan- farna mánuði sé efni til þess að líta svo á að þeir hafi tekið sér stöðu gegn viðskiptavinum með framvirka gjald- eyrissamninga. Eiga varla fyrir vöxtum Í lok september áætluðu Samtök fisk- vinnslustöðva að samanlagðar tekjur sjávarútvegsins yrðu um 145 millj- arðar króna á árinu. „Að teknu tilliti til tekjutaps vegna sýkingar í síldinni og gengisbreytinga er varla fjarri lagi að þær verði um 160 milljarðar króna á árinu,“ segir Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, en hann á sæti í sjávarútvegs- og land- búnaðarnefnd Alþingis. Hann bend- ir á að framlegð í sjávarútvegi sé 5 til 10 prósent. „Jafnvel þótt framlegðin væri 20 pró- sent verða aðeins lið- lega 30 milljarðar króna á ári afgangs af 160 milljörðum til þess að borga af lán- um og greiða vexti af 600 milljarða skuld. Ef við gefum okkur að vextir séu aðeins 5 prósent væru vaxta- greiðsl- ur sjávarútvegsins um 30 milljarð- ar króna á ári og þá á hann eftir að greiða niður lánin sjálf. Það sér hver hugsandi maður að þetta gengur ekki upp.“ Verðhrun á kvóta Varlega áætlað eru um 90 pró- sent skulda sjávarútvegsins tengd- ar bönkunum þremur sem nú eru í eigu ríkisins. Að minnsta kosti allar hefðbundnar skuldir hans voru flutt- ar úr gömlu bönkunum yfir í nýju bankana, arftaka þeirra. Þetta á þó ekki við um framvirku gjald- eyrissamningana samkvæmt heimildum DV. Megnið af lán- um sjávarútvegsins eru ekki al- veg ný af nálinni og voru tekin þegar verð á kvóta var frá 3.500 krónum upp í 4.200 krónur fyr- ir kíló af þorski til varanlegrar eignar. Lánasamningar eru þinglýstir eins og vera ber og miðast veðin við umrætt kvótaverð. „Nú reynir Lands- bankinn að fá menn til að kaupa þorsk- kvóta á 1.500 krón- ur fyrir kílóið til varanlegrar eign- ar. Það sjá allir heilvita menn að veð bankanna í sjávarútvegi eru því hrunin. Verðið er að- eins helming- ur eða 40 pró- sent af því sem það var þegar veð var tek- ið í honum. Margir spyrja sig hvers vegna bankarnir grípa ekki til veð- kalla líkt og gert væri við svipaðar að- stæður í heilbrigðum fjármálakerf- um,“ segir Grétar Mar. Hann bendir á að fyrir Alþingi sé nú frumvarp sem felur í sér að lífeyr- issjóðir landsmanna fái að hækka heimildir sínar til kaupa á hluta- bréfum í 20 prósent af heildareign. Heimildirnar verði síðan notaðar til þess að kaupa hluti í bæði skráðum og óskráðum hlutafélögum til þess að halda framleiðslulífinu gangandi. Lífeyrissjóðir virkjaðir með lagabreytingum Með þátttöku ríkis og banka auk líf- eyrissjóðanna er ætlun stjórnvalda að mynda endurreisnarsjóð sem gæti haft til umráða allt að 150 millj- arða króna sem veita á inn í fyrir- tækin. Verið er að ræða útfærslu á þessu, meðal annars í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gærkvöldi. Grunnhugmyndin er að virkja eign- ir lífeyrissjóðanna í þágu atvinnulífs- ins og verðmætasköpunar með því að þeir geti keypt hluti í skráðum og óskráðum hlutafélögum. Sem stend- ur eru fá skráð fyrirtæki á markaði og óskráð fyrirtæki eru mörg hver á barmi gjaldþrots. Ætla má að með því að heimila lífeyrissjóðunum að verja fimmtungi eigna sinna í þágu atvinnulífsins hafi þeir allt að 250 milljarða króna til hlutabréfakaupa. Bæði stjórnarþingmenn og stjórn- arandstæðingar velta því nú fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóða og ríkisbanka í sjávarút- vegi hljóti ekki að leiða til uppstokk- unar á kvótakerfinu. „Margir spyrja sig hvers vegna bankarnir grípa ekki til veðkalla líkt og gert væri við svipaðar aðstæður í heilbrigðum fjármálakerfum.“ ÚTGERÐIR VILJA SKULDAAFLAUSN Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Grétar Mar Jónsson „Nú reynir Landsbank-inn að fá menn til að kaupa þorskkvóta á 1.500 krónur fyrir kílóið til varanlegrar eignar. Það sjá allir heilvita menn að veð bankanna í sjávarútvegi eru því hrunin.“ Ísafjarðarhöfn með þátttöku ríkis og banka auk lífeyrissjóðanna er ætlun stjórnvalda að mynda endurreisnarsjóð sem gæti haft til umráða allt að 150 milljarða króna sem veita á inn í fyrirtækin. Ósáttir við sparn- aðartillögur Náms- og stúdentahreyfing- ar gera stórvægilegar athuga- semdir við sparnaðartillögur ríkisstjórnar. Bæði eru fjárlög til LÍN skert því sem nemur 1.360 milljónum og ríkisútgjöld til menntunar, háskóla, rannsókna og framhaldsskóla dregin sam- an.Þetta kemur fram í sameig- inlegri yfirlýsingu stúdentaráðs Háskóla Íslands, stúdentaráðs Háskólans í Reykjavík, stúd- entaráðs Háskólans á Akureyri, stúdentaráðs Menntavísinda- sviðs HÍ, Listaháskóla Íslands, SÍF og SÍNE. Tryggvi hættir Tryggvi Jónsson, starfsmaður Nýja Landsbankans, mun hætta störfum fyrir vikulok, samkvæmt heimildum DV. Tryggvi var framkvæmdastjóri Baugs þar til árið 2002. Hann réð sig til starfa í Landsbankanum og var síðan endurráðinn eftir hrunið. Hann hefur starfað við áhættustýringu. Gagnrýnt var að Tryggvi hafði sagt að hann hefði engin tengsl við Baug en leiðrétti það síðar og sagði tengslin vera óbein. Nú hefur verið afráðið að hann hætti störfum. Vilja lægri stýrivexti „Viðskiptaráð leggur því til að Seðlabanki Íslands fari að for- dæmi seðlabanka annarra ríkja og lækki stýrivexti sína til að liðka fyrir aðlögun hagkerfisins,“ segir í nýútkomnu fréttabréfi Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð telur að átján prósenta stýrivextir þjóni ekki lengur því hlutverki að halda fjármagni inni í hagkerfinu þar sem nýsett gjaldeyrislög fyrir- byggja fjármagnsflutninga að nær öllu leyti. Ráðið bendir á að í fyrradag hafi verið sögulegur vaxtaákvörðunarfundur í Seðla- banka Bandaríkjanna þegar stýrivextir vestanhafs voru lækk- aðir niður í 0,25 prósent. Einstaklingur á meðal- launum með tíu milljóna króna verðtryggt lán þarf að borga nær hundrað þúsund krónum meira í skatta, eldsneyti, áfengi og tóbak á næsta ári en hann gerir í ár vegna nýlegra lagabreytinga. Þegar verðbólguáhrif þessara skatta- og gjaldahækkana eru tekn- ar með er ljóst að hækkunin nemur 143 þúsund krónum á mánuði. Skatta- og gjaldahækkanirnar eru vegna bankahrunsins og fyrirsjá- anlegs methalla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Þar með eru fallin tvö loforð stjórnarflokkanna um að stefnt skyldi að skattalækkunum og að efnahagslegur stöðugleiki ríkti áfram. Ráðherrar og þingmenn flokkanna segja aðstæður hafa breyst svo mjög að ekki sé hægt að standa við loforðin en aðrir benda á að þar með séu kosningaúrslitin 2007 jafnógild og loforðin sem voru gefin í kosningabaráttunni. loforðin falla MÁNUdagUr 15. dESEMBEr 20082 Fréttir Hærri tekjuskattur 50.880 krónur Miðað við tölur Hagstofunnar um 424 þúsund króna meðallaun á mánuði fyrir árið 2007. Hærra útsvar 25.440 krónur Miðað við tölur Hagstofunnar um 424 þúsund króna meðallaun á mánuði fyrir árið 2007. Sveitarfélög ráða hvort þau hækki útsvarsprósentuna eða ekki. Eldsneyti 9.550 krónur Á hvern landsmann sautján ára og eldri, ef aðeins er miðað við þá sem hafa aldur til að klára ökunám og fá ökuskírteini. Tóbak og áfengi 6.964 krónur Á hvern landsmann 20 ára og eldri. Verðtryggða lánið 50.000 krónur Miðað við tíu milljóna króna lán. SamtalS 142.834 krónur Svona léttiSt pyngjan þín Sigurður MikaEl jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið við fátt af því sem lofað var fyrir síð- ustu kosningar. Þegar farið er í gegn- um kosningastefnuskrá flokksins, sem almennt er talin til kosningalof- orða, virðist fátt um efndir. Stórmál hafa fyrirfarist, og umskipti í þjóð- félaginu krafist aðgerða sem ganga þvert á stefnu, loforð og yfirlýsingar flokksins. Umskipti í afstöðu til Evr- ópusambandsins virðast vera á döf- inni. Skattahækkanir munu skella á, þvert á gefin loforð, vegna inngripa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Flokkur- inn sem vildi breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka fyrir aðra lánveitend- ur þakkar nú líklega fyrir hann í dag eftir bankahrunið. DV rýnir í stóru málin úr stefnuskrá flokksins. aldrei ESB, eða hvað? Á föstudaginn var hóf Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins störf með sínum fyrsta fundi. Verkefni nefndarinnar verður að skoða Evrópumálin ofan í kjölinn. Yfirlýst stefna og loforð Sjálf- stæðisflokksins fyrir síðustu þing- kosningar virðist því með þessu vera að bresta að mati Steingríms J. Sigfús- sonar, formanns vinstri-grænna. „Ég man eftir mjög skýru kosn- ingaloforði Sjálfstæðisflokksins um að Ísland ætti ekki að ganga í Evrópu- sambandið. Það skyldi nú ekki eiga eftir að verða eitt mikilvægasta kosn- ingaloforð þeirra í langan tíma. Því með því sóttu þeir sér mikið fylgi út á það að þeir myndu standa vörð um að Ísland færi ekki í Evrópusamband- ið. Og mynduðu loks ríkisstjórn með það í stjórnarsáttmála. Þannig að þeir eru rækilega, pólitískt og siðferðilega, bundnir af því loforði. Á þeim grund- velli er þeirra umboð frá kjósendum í dag. Það er líklega stærsta kosninga- loforðið sem er fólgið í þeirra kosn- ingastefnuskrá.“ segir Steingrímur. Þvermóðskan varð þjóðinni dýr „Það er mikil óvissa um ESB-aðild- ina, hvað svo sem kemur úr fundi hans í janúar. Sjálfstæðismenn hafa náttúrlega verið afskaplega þver- ir þegar kemur að Evrópumálum og bera mikla ábyrgð á því hvar við erum stödd,“ segir Valgerður Sverrisdótt- ir, formaður Framsóknarflokksins. „Ef við hefðum verið í ESB og með evruna þegar allt þetta skall á, hefði aldrei komið til þessa með bankana. Við erum í gríðarlegum vanda varð- andi gjaldmiðilinn okkar eins og komið hefur í ljós,“ segir Valgerður og telur stöðu þjóðarinnar vera fyrst og fremst á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Efnahags- og skattamál Við endurskoðun fjárlaga kemur fram að tekjuskattur hækkar um 1 prósentustig. Er það þvert á loforð Sjálfstæðisflokksins sem lagði upp með að lækka skatta einstaklinga enn frekar. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að fella niður stimpilgjöld. Það hefur að- eins verið gert að litlum hluta af fyrstu húsnæðiskaupum. Sjálfstæðisflokk- urinn taldi að lækka ætti álögur á bif- reiðaeigendur en með nýsettum lög- um voru þær að hækka. Með því að ríkið skyldi yfirtaka viðskiptabankana má færa rök fyrir því að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi af illri nauðsyn gengið gegn afar stóru stefnumáli sínu. Sjálf- stæðisflokkurinn vildi leggja áherslu á að flytja verkefni úr höndum ríkis- ins til einkaaðila til að draga úr um- svifum hins opinbera. Fjölskyldumál Sjálfstæðisflokkurinn vildi með því að takmarka umsvif Íbúðalánasjóðs jafna samkeppnisstöðu á húsnæð- islánamarkaði. Því hefði fylgt aukin hlutdeild viðskiptabankanna á þeim markaði. Í kjölfar falls bankanna hef- ur hlutverk sjóðsins líklega aldrei ver- ið veigameira, og hafa stjórnarand- stæðingar bent á í ræðum sínum á Alþingi hvar þjóðfélagið væri statt ef Íbúðalánasjóði hefði verið sópað út af markaðinum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði áframhaldandi fjölgun leigu- íbúða og lausna í fjármögnun félags- legra leiguíbúða. Í endurskoðuðum fjárlögum sem kynnt voru á dögun- um kemur fram að draga á úr fjölgun leiguíbúða. Þá lofaði Sjálfstæðisflokk- urinn að gera stórátak í að jafna óút- skýrðan launamun karla og kvenna. Samkvæmt rannsókn Félagsvísinda- stofnunar frá 27. nóvember síðast- liðnum var óútskýrður launamunur karla og kvenna 19,5 prósent. Hógvær Sjálfstæðisflokkur Steingrímur J. Sigfússon er sá sem setið hefur einna lengst í stjórnar- andstöðu þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur farið með völdin. Hann hefur ýmislegt reynt þegar kemur að óefndum kosningaloforðum. Hann telur þó Sjálfstæðisflokkinn að þessu sinni hafa verið mun hógvær- ari en Samfylkinguna. „Þeir voru nú hógværari í sínum loforðum annað en Samfylkingin sem lofaði að gera allt fyrir alla. Þau voru svo ábyrgðar- laus og gengu svo langt í loforðun- um,“ segir formaður vinstri- grænna. getur enn ræst Þegar listinn yfir vanefnd kosn- ingaloforð eru borin undir Arn- björgu Sveinsdóttur, þingflokks- formann Sjálfstæðisflokksins, segir hún að mörg stefnumál Sjálfstæðisflokksins hafi þurft að sitja á hakanum vegna þeirra risafengnu verkefna sem fylgdu bankahruninu. Hún segir að stutt sé liðið af kjörtímabilinu og því séu ekki öll kurl komin til grafar „Við fengum auðvitað þetta bankahrun og fjármála- kreppu þannig að þau verk sem menn hafa ætlað að vera í, nú í haust, hafa vikið til hliðar. Það var gert ráð fyrir að þessi stefna næði fram að ganga á kjörtímabilinu. Það er ekki búið,“ segir hún. Þegar hún er spurð hvort hugsanleg breytt stefna Sjálfstæð- isflokksins í Evrópumálum kalli á að endurnýja þurfi umboð ríkisstjórnar- innar með kosningum segir hún að það yrði að skoða þegar þar að kæmi. Flokkarnir bæru sameiginlega ábyrgð á stjórnarsáttmálanum og að þeir yrðu hvor um sig að meta stöðuna, ef hún breyttist. svikin loforð í breyttum heimi Svikin loforð Ingibjörg Sólrún gísladótt- ir, geir H. Haarde og Árni M. Mathiesen á blaðamannafundi í kjölfar endurskoðunar fjárlagafrumvarpsins á dögunum. Í þeirri endurskoðun féllu nokkur kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins. Bjartsýnin réði Mikið hefur breyst frá því fyrir síð- ustu þingkosningar þegar þessi auglýsing birtist. Auknar álögur á landsmenn Skattbyrði almennings hækkar um tugi þúsunda á ár i vegna nýlegra skattahækkana. Mynd Sigtryggur Ari MÁNUdagUr 15. dESEMBEr 2008 3 Fréttir Svona hækkar eldneytiSreikninguri nn 6.323 krónur 21.371 krónur 13.041 krónur Miðað við 20 þúsund kílómetra keyrslu á ári, 17 þúsund innanbæjar og 3 þúsund utanb æjar sviki loforð í breytt ei i Brotin koSningaloforð Stefna: Vildu lækka skatta til einstaklinga enn frekar. Staðreynd: Við endurskoðun fjárlaga kem ur fram að tekjuskattur hækkar og sveitarfélög fá að hækka útsvar. Stefna: Vildu fella niður stimpilgjöld. Staðreynd: Felldu niður hluta stimpilgjald a af fyrstu íbúðarkaupum. Stefna: Töldu að lækka ætti álögur á bifrei ðaeigendur. Staðreynd: Olíugjald hefur nýlega verið h ækkað. Stefna: Vildu flytja verkefni úr höndum rík is og sveitarfélaga til einkaaðila og draga úr umsvifum hins opinbera. Staðreynd: ríkið sér nú um rekstur þriggja stærstu viðskiptabankanna. Stefna: Vildu jafna samkeppnisstöðu á hú snæðislánamarkaði og skoða stöðu og hlutverk Íbúðalánasjóðs á almennum mar kaði. Staðreynd: Umsvif Íbúðalánasjóðs hafa st óraukist og rætt er um að hann yfirtaki húsnæðislán bankanna. Stefna: Vildu leggja áherslu á fjölgun leigu íbúða og lausna í fjármögnun félagslegra íbúða. Staðreynd: Í endurskoðuðum fjárlögum s egir að draga eigi úr fjölgun leiguíbúða. Stefna: Vildu gera stórátak í að jafna óútsk ýrðan launamun karla og kvenna. Staðreynd: Kynbundinn launamunur er n ú 19,5 prósent, samkvæmt nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar. Stefna: Vildu gera átak vegna þeirra barna sem búa við slæma tannheilsu. Staðreynd: Nú er óttast um tannheilsu ba rna vegna stórhækkunar á aðföngum. Stefna: Töldu brýnt að fækka ráðuneytum . Staðreynd: ráðuneytin eru jafnmörg og þ au voru. Þó á að skera niður kostnað við ráðuneyti. Stefna: Flokkurinn stefndi að lengingu fæ ðingarorlofs. Staðreynd: Nýjustu fréttir herma að það e igi að lækka hámarkslaun í orlofi. Stefna: Vildu að flestum væri fært að búa í eigin húsnæði til að treysta fjárhags- legt sjálfstæði einstaklinga. Staðreynd: Íbúðakaupendur eru í vanda v egna fallandi íbúðaverðs og hækkandi verðbólgu, eiga á hættu að geta ekki selt í búðir sínar. Stefna: Töldu að ESB-aðild þjónaði ekki ha gsmunum íslensku þjóðarinnar eins og málum var háttað. Staðreynd: Sérstök Evrópunefnd hefur ve rið sett á laggirnar og blikur eru á lofti um umskipti hvað ESB varðar. Viðbúið er að meðalmaðurinn beri á milli hundrað til tvö hundruð þúsund krónum minna úr býtum á næsta ári vegna þeirra skattahækk- ana og annarra hækkana sem stjórnvöld hafa boðað eða þegar samþykkt. Þá er þó miðað við að laun hans haldist óbreytt. Ofan á þetta bætist að vegna halla á fjár- lögum má gera ráð fyrir að hver Íslendingur, frá nýfæddum börn- um til elstu borgara landsins, verði skuldsettur fyrir rúmri hálfri millj- ón króna. Þetta er aðeins hluti af þeirri kjaraskerðingu sem almenningur verður fyrir vegna bankahrunsins. Þannig reynist verðbólgan mörg- um dýrkeypt auk þess sem þús- undir karla og kvenna hafa misst störf sín. Minna útborgað Landsmenn fá minna útborgað á næsta ári en þessu ári, miðað við sömu laun. Ef litið er til meðal- launa eins og þau eru reiknuð hjá Hagstofunni má gera ráð fyrir að eins prósentustigs hækkun tekju- skatts leiði til þess að skattbyrði meðalmannsins hækkar um 51 þúsund krónur á ári. Er þá mið- að við 424 þúsund króna laun en það voru meðallaun á almennum markaði á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Velji sveit- arfélagið sem viðkomandi býr í að hækka útsvarið um hálft pró- sentustig eins og nú verður leyft hækka skattarnir um rúmar 25 þúsund krónur aukalega. Þannig geta beinir skattar á laun hækkað um 76 þúsund krónur. Fólk með 250 þúsund krónur í laun á mánuði þarf að borga 30 til 45 þúsund krónum meira í skatta en áður. Endanleg upphæð ræðst af því hvort og þá hversu mikið stjórn viðkomandi sveitarfélags hækkar útsvar. Manneskjan með milljón krónur í mánaðarlaun myndi með sama hætti borga 120 til 180 þús- und krónur í hærri skatta. dýrt tóbak og eldsneyti Landsmenn þurfa að borga meira en áður fyrir áfengið sem þeir drekka, tóbakið sem þeir reykja og eldsneytið sem þeir setja á bílinn sinn. Ef áætlaðri tekjuaukningu ríkissjóðs vegna þessa er deilt nið- ur á landsmenn sést að hver lands- maður yfir sextán ára aldri borgar 10 þúsund krónum meira í bens- ín á ári en áður. Áfengis- og tób- aksreikningurinn hækkar um sjö þúsund krónur. Svo verður verð- tryggingin til þess að verðtryggð lán hækka um fimm þúsund krón- ur á hverja milljón. Þannig myndi tíu milljóna króna lán hækka um 50 þúsund krónur vegna þess að áfengis-, tóbaks- og eldsneytisverð hækkar og þar með eykst verð- bólgan. tvær vikur í hærri skatta Ef við höldum áfram með þenn- an ímyndaða meðalmann sjáum við að heildarútgjöld hans vegna skattahækkana og aukinna álaga á tóbak, áfengi og bíla er 143 þús- und krónur á mánuði. Það þýðir að viðkomandi þarf að vinna tveimur vikum lengur á næsta ári til að hafa upp í þær skattahækkanir og álög- ur sem stjórnvöld hafa samþykkt að undanförnu. tveGGJA viknA lAun í skAttAhÆkkAnirnAr Brynjólfur Þór guðMundSSon fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is MÁNUdagUr 15. dESEMBEr 20084 Fréttir „Sá loforðaflaumur sem Samfylk- ingin gaf fyrir síðustu kosningar er þess eðlis að í rauninni hefði aldrei verið hægt að standa við öll þessi gylliboð. Þegar stefnuskrár flokk- anna eru skoðaðar sést greinilega að Samfylkingin lofaði áberandi mestu. Það er ljótur leikur að spila slíka vinsældapólitík,“ segir Birk- ir Jón Jónsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, sem metur loforð Samfylkingarinnar mun meira úr takt við það sem staðið hefur verið við heldur en kosningaloforð Sjálf- stæðisflokksins. Brást í veigamiklu atriði Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, gefur Samfylking- unni falleinkunn þegar kemur að því að standa við kosningaloforðin. „Forgangsverkefni hjá Samfylking- unni var að hennar sögn að standa vörð um almannatryggingar. Í fyrsta skipti sem reynir á neysluvísitöluna við uppfærslu bóta almannatrygg- inga er hún tekin úr sambandi, eins og er beinlínis gert ráð fyrir í þessum fjárlögum sem verið er að boða,“ segir Ögmundur. Hann bendir á að bætur al- mannatrygginga eigi að hækka í samræmi við launaþróun eða almenna verðlags- þróun, eftir því hvort er hærra. „Nú er neyslu- vísitalan miklu hærri og þá er þetta allt tekið úr sambandi,“ segir Ögmundur og telur þetta eitt veiga- mesta atriðið þar sem Samfylkingin hefur brugðist. Gerbreyttar forsendur Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- maður Samfylkingarinnar, telur heilt yfir að Samfylkingin hafi stað- ið sig vel þegar kemur að efndum kosningaloforða. Hann bendir á að ýmis atriði hafi verið á lista flokks- ins fyrir kosningarnar en ekki kom- ist inn í stjórnarsáttmálann. „Þegar flokkar vinna saman þarf að gera málamiðlanir og sumu af því sem við lofuðum fyrir kosningar tókst okkur ekki að koma inn í sáttmál- ann,“ segir hann. Stefna Samfylkingarinnar um að lækka skatt á lífeyristekjur niður í 10 prósent er eitt af þeim atriðum sem ekki náðist sátt um við Sjálf- stæðisflokkinn. Fyrir kosningarnar var efnahags- umhverfið allt annað og er því velt upp hvort loforð Samfylkingarinnar um aukið jafnvægi í efnahagsmál- um, lægri verðbólgu og lægri skatta séu enn á borðinu. „Forsendurn- ar eru auðvitað gerbreyttar frá því sem áður var. Við stöndum auðvit- að frammi fyrir efnahagslegu hruni þar sem 90 prósent af bankakerfinu hrundu á einni nóttu. En ég tel að þessi stefnumál hafi aldrei átt betur við en nú,“ segir Ágúst. Bera fyrir sig bankaleynd Aukið gagnsæi í stjórnsýslunni var einnig eitt af áhersluatriðum Sam- fylkingar fyrir kosningar. Birkir segist telja að ástandið hafi hins vegar aldrei verið jafnslæmt og nú í þeim efnum. „Við á þinginu spyrj- um spurninga og krefjumst svara en menn bera sífellt fyrir sig bankaleynd eða annað í þeim dúr. Ég var með fyr- irspurn til viðskipta- ráðherra í siðustu viku um peninga- markaðssjóðina en þar var fátt um svör,“ segir Birkir. Hann rifjar sérstaklega upp að þingmenn stjórnarandstöðunn- ar höfðu ítrekað óskað eftir því að skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lánveitingu yrðu gerð opinber af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Ég las fyrst um þessi skilyrði í DV. Þá höfð- um við margbeðið um þessar upp- lýsingar,“ segir Birkir. Sjúklingar borga meira Í þeirri jafnaðarstefnu sem Sam- fylkingin kennir sig við er gert ráð fyrir að allir eigi kost á heilbriðgis- þjónustu, óháð efnahag. Ögmund- ur bendir á að ríkisstjórnin hafi farið þá leið í að standa vörð um heilbrigðisþjónustu landsmanna með því að setja Guðlaug Þór Þórð- arsson sjálfstæðismann yfir heil- brigðismálin. „Hann hefur hamast við að koma þessu öllu út á mark- aðinn eins og hann frekast getur. Þetta er líka á ábyrgð Samfylkingar- innar sem ríkisstjórnarflokks,“ segir Ögmundur. Guðlaugur skipaði nýverið Huld Gunnlaugsdóttur forstjóra Land- spítalans. Hún hefur gefið út að spítalinn fari nú í miklar aðgerðir til hagræðingar. Þar á meðal verði dagdeildum fjölgað. Samkvæmt reglum spítalans er kostnaður sjúk- linga sem fara heim yfir nótt hins vegar mun meiri og því er þarna verið að færa kostnað frá spítalan- um og yfir til heimilanna í landinu. Falleinkunn Þegar kemur að skattamálum seg- ist Ögmundur undrast verulega að Samfylkingin skuli standa að flatri skatta- hækk- un í stað hátekju- skatts. „Stóra kosninga- loforðið var að jafna kjörin í land- inu. Þeg- ar lit- ið er á stóru drættina hef ég miklar efa- semdir um að Samfylking- in nái fimm í ein- kunna- gjöf, en allt und- ir því er fal- leinkunn. Samfylkingin er ekki að standa sig sem skyldi,“ segir hann. Spurður hvort ekki sé eðlilegt að boða til nýrra kosninga með hlið- sjón af þeim breytingum sem orð- ið hafa síðan kosið var til Alþing- is segist Ágúst Ólafur ekki útiloka það. „Ég hef talað fyrir því að það geti komið til greina að kjósa fyrr. Það gæti verið heppilegt fyrir alla flokka að endurnýja umboð sitt. Ég útiloka ekki kosningar og hef talið að þær komi fyllilega til greina fyrr en áætlað er,“ segir hann. GINNT MEÐ GYLLIBOÐUM Samfylkingin hefur vanrækt fjölda k osningaloforða sinna. Fagra Ísland er þar ekkert einsdæmi . Samfylkingin lofaði auknu gegnsæi í ákvarðanatöku stjó rnvalda en ljóst er að gegnsæið hefur sjaldan verið minna. Ójöfnuður í samfélaginu eykst og kostnaður heimilanna við h eilbrigðisþjónustu verð- ur meiri. Ögmundur Jónasson segir Samf ylkinguna hafa brugðist. Að mati Birkis Jóns Birkissonar hefur hún staðið sig verr en Sjálfstæðisflokkurinn við að efna loforðin. Erla HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Brotin kosningaloforð stefna: Lækka skatt á lífeyristekjum niður í 10 prósent. staðreynd: Enn miðað við tekjuskattsprós entuna 37,5 prósent. stefna: Frítekjumark fyrir atvinnu- og lífey ristekjur eldri borgara hækkað í 100 þúsund krónur. staðreynd: Frítekjumarkið hækkað í 90 þú sund krónur. stefna: Fjárfestingarátak í menntun staðreynd: 655 milljóna króna samningsb undinni hækkun framlags til Háskóla Íslands hefur verið frestað samkvæmt fjárl ögum. stefna: 30 prósentum námslána breytt í st yrk staðreynd: Námslán enn lán að fullu. Lán asjóður íslenskra námsmanna fær 1,5 milljörðum minna frá ríkinu á næsta ári en þessu. stefna: Ókeypis námsbækur fyrir framhald sskólanema staðreynd: Framhaldsskólanemar borga e nn sjálfir fyrir námsbækur. stefna: afnám stimpilgjalda af húsnæðisl ánum. staðreynd: Stimpilgjöld af lánum þeirra s em kaupa sér fyrstu íbúð hafa verið afnumin. aðrir borga enn stimpilgjöld. stefna: gagnsæi tryggt þegar kemur að st jórnvaldsaðgerðum staðreynd: Sjaldan ef nokkurn tíma minn a gagnsæi. stefna: afnám kynbundins launamunar staðreynd: Kynbundinn launamunur enn við lýði og mælist 19,5 prósent. stefna: Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónu stu óháð efnahag staðreynd: aukin einkavæðing og aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. stefna: Hlé á stóriðjuframkvæmdum staðreynd: Össur Skarphéðinsson, iðnaða ráðherra Samfylkingarinnar, hefur lýst yfir stuðningi við álver á Bakka á Húsav ík. Björgvin g. Sigurðsson, viðskipta- ráðherra Samfylkingarinnar, tók fyrstu skó flustunguna að álveri í Helguvík. Frekari virkjanir í Þjórsá á dagskránni. stefna: Sækja um aðild að Evrópusamban dinu og aðildarviðræður hafnar staðreynd: Ekki hefur verið sótt um aðild en þó þrýst á um aðildarumsókn. stefna: Taka Ísland út af lista hinna vígfúsu þjóða. staðreynd: Ísland er enn á listanum, þó d eilt sé um að listinn hafi nokkru sinni verið til. stefna: Jafnvægi í hagkerfinu tryggt enda er það forsenda þess að vextir og verðbólga lækki, og gengisstöðugleiki auk ist. staðreynd: Vextir og verðbólga í hámarki og gengið í gríðarlegu ójafnvægi. stefna: afnám sérréttinda þingmanna og ráðherra þegar kemur að eftirlaunum staðreynd: Enn munar áratugum á því hv ersu lengi almennir ríkisstarfsmenn og ráðherrar eru að vinna sér inn full lífeyr isréttindi. Utan sáttmála Ágúst Ólafur Ágústsson bend ir á að fjöldi kosningaloforða Samfylkingarin nar hafi ekki ratað inn í stjórnarsáttmálann. Þó heldur flokkurinn fast í stefnumál sitt um Evrópus am- bandsaðild sem þar er hvergi að finna. Undrandi Ögmundur Jónasson undrast að Samfylkingin skuli taka þátt í því að afteng ja neysluvísitöluna við uppfærslu bóta. Mynd GUðMUndUr ViGFúSSon 2 Framkvæmdir hafa stöðv- ast við byggingu glæsi- legs sumarhúss Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaup- þings. Verktakar hafa ekki fengið greitt en óljóst er hvort það sé vegna þess að Sigurð- ur hafi ekki greitt eða hvort féð hafi stöðvast á leið sinni í gegn- um milliliði sem halda utan um verkið. Sigurður kemur því ekki til með að flytja í lúxushúsið sitt í Norðurárdalnum á næstu mán- uðum. DV birti teikningar af ís- lensku sveitasetri Sigurðar í október en það ku vera eitt það glæsileg- asta sem byggt hefur verið á Íslandi fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þótt það sé hálfgert draugahús í dag lítur það vel út á pappírum. Sigurður sparar hvergi þegar það kemur að lúxusnum en samkvæmt teikningum, sem lagðar voru fyrir byggingarfulltrúa, gerir hann meðal annars ráð fyrir fimmtíu fermetra vínkjallara. Vínkjallarinn er undir eldhúsi sveitasetursins og því þarf Sigurður ekki að ganga langt þegar hann ákveður hvaða vín hann vill með matnum. verktakar fá ekki borgað xxxxxxxxxxxxx dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins þriðjudagur 16. desember 2008 dagblaðið vísir 235. tbl. – 98. árg. – verð kr. 347 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Besti hamBorgar-hryggurinn Einn sigur á sEx vikum City Eyðir stórfé En uppskEr lítið páfinn sEm sEgir nEi auÐJÖFur seLur ísLensKa JÖKLa! íþróttir nEytEndur ErlEnt fréttir BEnEdikt xvi Er á móti mörgu vEldu vEl í jólamatinn grEindist mEð kraBBamEin og varð íslandsmEistari „nei, ég vann!“ kanadamaður hækkaði hlutaBréf um þúsund prósEnt fréttir 900 fermetra villa Sigurðar einarSSonar Sett á íS: fólk vErðlaunaðir En vissu Ekki af því Eitt BEsta lag ársins á mtv ALLT STOPP HJÁ SIGURÐI kostnaður við sumaraðsEtur hundruð milljóna króna mEð milljarða EinBýlishús í london fimmtíu fErmEtra vínkjallaritvö gufuBöð mEð hvíldarstofu m yn d sig tryg g u r a ri 3 Landsbankinn lét flytja hundrað kílóa ísklump úr jökli til Hong Kong þegar útibú bankans þar var opnað í fyrra. Að auki flugu þangað margir æðstu stjórnendur bankans. Þar voru mættir frá Íslandi Kjartan Gunn- arsson, bankaráðsmaður Lands- bankans, og Sigurjón Árnason, aðalbankastjóri og hans hægri hönd, og Elín Sigfúsdóttir, núver- andi bankastjóri Nýja Lands- bankans. Ekkert var til sparað og samkvæmt kínverskum hefð- um var kviðrist heilsteikt svín, starfseminni til heilla. Eftir að útibúinu í Hong Kong var lokað voru gerðir starfslokasamningar við starfsmenn útibúsins um að þeir fengju eingreiðslu sem yrði hluti af þeim uppsagnarfresti sem þeir áttu. Eftir því sem næst verður komist jafngilti eingreiðslan á bilinu 20 til 65 prósentum af launum þeirra í þrjá mánuði af reikningi Tric- or. Undanskilinn var forstöðumaðurinn með tæplega milljón Hong Kong-dollara þar sem til grundvallar var lagt að hann hefði sex mán- aða uppsagnarfrest. Hann segir aðra starfsmenn þó hafa fengið hærri hluta þess sem þeir áttu inni greiddan en hann. flogið ís til hong kong dv.is besta rannsóknarblaðamennska ár sinsmiðvikuda gur 17. desember 2008 dagblaðið vísi r 236. tbl. – 98. árg. – verð kr. 347 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Mikill kostnaður við starfseMi landsbankans í asíu: AuðmAður með ÓlAf til ÞýskAlAnds nýi Glitnir vill Glæsihús landsbanki flutti ís til hong kong sport ekkert húsbrot hjá Grund íslendinGur í dönskum Þætti fuGlAkjöt á jÓlAborðið hollur oG Óhollur mAtur um jÓlin stjArnA vArð skúrkur fréttir fÓlk neytendur erlent sérfræðinGi í mAnnránum rænt erlent krúnu- kúGArinn frjáls fréttir fréttir máli GrundAr GeGn blAðAkonu vísAð frá „AlltAf drAumurinn Að verA leikkonA“ ÓlAfur stefánsson til liðs við GuðjÓ n vAl siGurðsson oG félAGA í rhein-ne ckAr kjArtAn GunnArsson, siGurjÓn árnAson oG elín siGfúsdÓttir í Glæs iveislu sérsniðinn ísklumpur úr vAtnAjökli fluttur með fluGi yfir hálfAn hnött inn forstöðumAður fær milljÓn hk dol lArA 4 hitt málið Boði LogASon blaðamaður skrifar bodi@dv.is AðstoðArmAðurinn í fullu stArfi hjá bAnkA „Ég leigi hérna í bænum og fer oft í kjördæmið.“ Jón Bjarnason segir að vissulega eigi aðstoðarmenn að búa í kjördæminu. Aðalútibú telma magnúsdóttir, aðstoðarmaður þingmanns, er í fullu starfi hjá Landsbankanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.