Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 8
föstudagur 19. desember 20088 Fréttir Landsbankinn borgaði flug og gistingu á fimm stjörnu hóteli fyrir um það bil fjörutíu gesti frá Evrópu til Hong Kong vegna opnunarhátíðar bankans. Meðal þeirra sem nutu munaðarins voru Kjartan Gunnars- son, Elín Sigfúsdóttir, Sigurjón Þ. Árnason, Halldór J. Kristjánsson og Ársæll Hafsteinsson, en hann er í skilanefnd Landsbankans. Áætlaður kostnaður við gistingu og flug er rúmar tuttugu og fjórar milljónir. Atli MÁr GylfASon blaðamaður skrifar: atli@dv.is Sukk og Svínarí í Hong kong DV greindi frá því í síðustu viku að Landsbankinn hefði flogið með ís- klump úr Vatnajökli til Hong Kong vegna opnunarteitis útibús bankans þar í landi. Björn Ársæll Pétursson, forstöðumaður útibúsins, segir að honum hafi verið sagt að halda opn- unarteiti og að hann hafi gert það. Samkvæmt heimildarmanni DV ein- kenndist rekstur skrifstofunnar af miklu bruðli en því var forstöðumað- urinn ósammála. „Það var ekkert svo stórt,“ sagði Björn Ársæll spurður um þessa veglegu veislu sem var haldin ytra. Björn Ársæll fékk vænan starfs- lokasamning og nýtt starf hjá hinum nýja Landsbanka þar sem Elín Sig- fúsdóttir, samstarfsmaður hans og gestur í veislunni, er bankastjóri. Elín flaug til Hong Kong á fyrsta farrými og gisti á fimm stjörnu hóteli í svo- kallaðri „Deluxe Peak View“-svítu. DV komst yfir gestalista Lands- bankans en þar eru nokkrir sem starfa enn hjá bankanum sem nú er í ríkiseigu. lúxusflug og gisting Gestirnir í opnunarteiti Lands- bankans, sem Björn Ársæll var beð- inn um að halda að eigin sögn, gistu á einu af flottustu hótelum Hong Kong en það er hótelið Four Seasons. Sam- kvæmt heimildum DV gistu flestall- ir í svítum sem ganga undir nafninu „Deluxe Peak View.“ Nokkrir fengu þó enn stærri svítur en þeir voru Stu- art Rose, forstjóri Marks and Spenc- er, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi formaður bankaráðs, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Lands- bankans, Vemund Norvik, kaup- sýslumaður og Claude Finckenberg, viðskiptajöfur og verðbréfamiðlari. Fyrrverandi eigandi Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, átti pant- að herbergi en afbókaði og lét ekki sjá sig í veislunni. Veislan fór fram á skrifstofu Landsbankans í Hong Kong en í hana voru fengnir asískir matreiðslumenn sem heilsteiktu svín. Það kom í hlut Sigurjóns og Björns Ársæls að kvið- rista það. Skilanefndarmaður í veislunni Þegar farið er yfir gestalistann og þá sem gistu á fimm stjörnu hóteli og flugu á fyrsta farrými alla leið kemur í ljós að einn af þeim sem átu svín í boði Landsbankans starfar nú í skila- nefnd bankans. Sá heitir Ársæll Haf- steinsson en hann var fundinn sekur af Fjármálaeftirlitinu, árið 2003, fyr- ir að hafa rofið bankaleynd og brotið lög um góða viðskiptahætti. Ársæll hefur það verkefni, eins og aðrar skilanefndir, að reka Lands- bankann. Árið 2003 var hann ráð- inn til bankans sem framkvæmda- stjóri lögfræðisviðs og útlánaeftirlits en undir það falla hinir umdeildu Icesave-reikningar. Þá nýtti Ársæll Hafsteinsson sér kaupréttarsamning í mars í fyrra en þá keypti hann sex milljónir hluta í Landsbankanum á genginu 3,12 en þá var markaðs- gengi bankans 31,8. Vill ekki segja Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, var með í för til Hong Kong en hann var einn af þeim sem gistu í „ódýrari“ svítunni eða „Deluxe Peak View“. Aðspurður hvaða veislu- gestir Landsbankans störfuðu enn hjá bankanum vildi hann ekkert segja. Björn Ársæll, forstöðumaður úti- búsins, sagði í samtali við DV í síð- ustu viku að hann hefði gætt fyllsta aðhalds í rekstri skrifstofunnar en meðal þess sem blaðamaður DV bar undir hann var skíðaferð til Sapporo í Japan. Björn Ársæll hafði þetta að segja um ferðina: „Við vorum á lána- ráðstefnu, það fór einn starfsmaður með mér og einn samstarfsmaður minn. Við fórum þaðan upp á skíða- svæði sem ég þekkti en það er svip- að stórt og Hlíðarfjall á Akureyri. Þar leigðum við okkur skíði og borguð- um fyrir það og skíðapassana sjálf.“ Heimildir DV segja hins vegar að engin lánaráðstefna hafi verið í Sapporo í febrúar á þessu ári. Blaðamaður DV bar einnig und- ir Björn Ársæl ferð á Formúluna sem hann fór með tveimur við- skiptafélögum sínum. Lands- bankinn borg- aði brúsann en miðarnir voru í þriðju beygju að sögn Björns. „Mið- arnir voru í þriðju beygju sem teljast ekki fín sæti. Við sátum í fjöru- tíu stiga hita og svitnuðum og svitn- uðum. Mér finnst ég ekki hafa orðið sekur um bruðl eða einhverja ofneyslu á kostnað bankans,“ sagði Björn Ársæll spurður um formúluna. Samkvæmt heimild- um DV kostuðu miðarnir þrír eina milljón króna. Árni blöndal * birgir guðmundsson guðmundur sigurjónsson marlon Kelly axel axelsson Ársæll Hafsteinsson bjarni Þórður bjarnason björn sigurðsson gunnar Viðar Kristján einarsson elín sigfúsdóttir (mrs) fabío Chino Quaradeghini Jose Hernandez garðar Ólafsson guðjón sævarsson gunnar thoroddsen Helgi Ófeigsson Hinrik örn bjarnason Jón Þór gunnarsson arnar Jónsson marínó sigurjónsson atli atlason stefan H stefansson & Jón Árnason björn rúnar guðmundsson steinar Kristjánsson steingrímur Helgason steinþór baldursson steinþór gunnarsson tryggvi tryggvason Kinga broel Plater stuart rose Kjartan gunnarsson sigurjón Þ. Árnason Halldór J. Kristjánsson Claude finckenberg * Vemund Norvik Ívar gudjonsson geStaliSti landSbankanS Í skilanefnd landsbankans einn af þeim sem gistu á fimm stjörnu hóteli og flaug á fyrsta farrými alla leið í boði Landsbankans er Ársæll Hafsteinsson en hann starfar nú í skilanefnd bankans. Kviðrist í veislunni sigurjón og björn Ársæll kviðristu svínið að viðstöddu fjölmenni. g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.