Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Qupperneq 23
föstudagur 19. desember 2008 23Fókus
Hvað er að
GERAST?
föstudagur
n Heimilisköttur Dillon
á Laugaveginum
rokkdrottningin andrea Jóns ætlar að fara
sig frá Laugaveginum yfir á dillon sportbar
í Hafnafirðinum í kvöld. Það er seventís
þema á dillon þessa helgina svo andrea
kemur til með að spila alræmda seventís
slagara og má alltaf biðja um óskalög hjá
andreu.
n Borgardætur á Rosenberg
borgardætur munu halda ljúfa jólatónleika
á rosenberg klukkan 21:00 á föstudags-
kvöldið.
n Aðventurokktónleikar á Grand
Rokk
föstudagskvöldið 19. desember mun
hljómsveitin múgsefjun fagna aðventunni
með stórtónleikum á grand rokk við
smiðjustíg. Þetta er í fyrsta skiptið í
töluverðan tíma sem þeir piltar skipu-
leggja tónleika þar sem þeir eru sjálfir í
aðalhlutverki. Það má segja að þetta sé
einhvers konar uppskeruhátíð hljómsveit-
arinnar þar sem ekki náðist að fagna
útkomu plötunnar skiptar skoðanir sem
kom út fyrr á árinu. aðgangseyrir er 1.000
krónur.
n FM Belfast á Nasa
19. desember ætlar Háskólinn að halda
jólaball með fm belfast á skemmtistaðn-
um Nasa. Húsið opnað kl. 23 og er
miðaverð 1.500 krónur.
n Sálin á Players
sálin hans Jóns míns mun halda halda
glæsilegt ball og halda uppi stuðinu fram á
nótt á Players í Kópavogi á föstudags-
kvöldið.
tónleikarnir
hefjast á
miðnætti.
laugar-
dagur
n Jólablús á
Rúbín
Það verður sannkölluð jólastemning á
rúbín þetta kvöldið. Vinir dóra, ragnheið-
ur gröndal og davíð Þór Jónsson
sameinast í allsherjar jólablúsgjörning.
miðaverð er 2.000 krónur en 3.500 krónur
með mat. Nánari upplýsingar á rubin.is
n Jeff Who? á Prikinu
sykursætur drengirnir í Jeff Who? trylla
lýðinn með ókeypis tónleikum á Prikinu í
kvöld. tónleikarnir hefjast klukkan 22 og
verður jólaglögg í boði. Á miðnætti tekur
síðan dj danni deluxxx við og skemmtir
fólki fram eftir nóttu.
n Páll Óskar á NASA
Páll Óskar Hjálmtýsson, poppstjara
Íslendinga hressir bætir og kætir á
háskólaballi á Nasa í kvöld. miðaverð er
2.000 krónur og aldurstakmark 20 ár.
aðdáendur Palla mega ekki láta þetta
framhjá sér fara.
n Dj Stef á Hverfisbarnum
Það verður hippidí hopp-stemning á
Hverfisbarnum. dj gunni stef er eins og
hvert annað húsgagnið inn á Hverfisbarn-
um. dj stef veit hvað hann er að gera og
veldur engum vonbrigðum.
BARA GAMAN eFtiR
GuðRúNu HeLGADÓttuR
ein af þessum
perlum guðrúnar
um venjulegt fólk
við venjulegar
aðstæður.
m
æ
li
r
m
eð
...
FRoSt-
RÓSiR
syngja eins
og englar.
ÞJÓFABoRG eFtiR
DAviD BeNioFF
gáskinn og háskinn
eru í helstu
hlutverkum í
spennandi sögu úr
seinni heimsstyrjöld.
veLkoMiN tiL ÍSLANDS
eFtiR RAGN-
HiLDi SveRRiS-
DÓttuR
bók sem gæti
bjargað
mannslífum.
DiSkASAFN-
ið HéR eR
DRAuMuR-
iNN
stendur
sannarlega
undir nafni.
tHe DAy tHe
eARtH
StooD StiLL
frekar
misheppnuð
endurgerð.
hann sé öðruvísi en flestir ímyndi
sér. „Þetta er einhvers konar öfg-
averuleiki. Flestir þeirra sem eiga
svona grip virðast mynda tilfinn-
ingatengsl við dúkkurnar upp að
vissu marki. Þeir líta svo á að hún
sé einhvers staðar mitt á milli þessa
að vera hlutur og manneskja sem er
auðvitað stórundarlegt.“
Nefnir Guðrún sem dæmi að
menn eigi margir hverjir í samræð-
um við dúkkurnar og komi fram
við þær eins og lifandi veru. „Þau
sitja kannski hlið við hlið og horfa
á sjónvarpið og svona.“
Guðrún komst einnig að því
að fólkið sem býr til dúkkurnar og
starfar í þessum óvanalega iðnaði
er venjulegt fólk. „Það er bara fólk
sem er í vinnunni sinni. Mér skilst
að maðurinn sem stofnaði fyrirtækið
Real Dolls í Kaliforníu hafi verið ný-
útskrifaður úr myndlistaskóla þegar
hann hóf framleiðsluna.“
Að kaupa sér dúkku af þessu
tagi er mikil fjárfesting en hún get-
ur kostað í kringum eina milljón
króna eða líklega nær tveimur eftir
gengisfallið. „Þetta er alveg fokdýrt.
Þetta er allt handunnið, mjög vand-
að og í raun algjör listaverk. Ég væri
mjög til í að hitta svona grip,“ segir
Guðrún sem aðeins hefur hitt fyr-
ir silikondúkkur á Víkingasafninu í
Perlunni.
Slegist um bókina
Eins og hefur verið greint frá í fjöl-
miðlum slógust þýskir útgefendur
nýverið um Skaparann. „Það voru
margir útgefendur búnir að lýsa yfir
áhuga á bókinni en svo fóru þrjú
forlög að yfirbjóða hvert annað. Það
endaði svo í góðri summu sem var
mjög ánægjulegt og kom skemmti-
lega á óvart. Það er líka mikilvægt að
sjá að fagurbókmenntir geti brotist
út fyrir landsteinana. Það hafa að-
allega verið glæpasögur undanfar-
in ár.“
Guðrún á nokkuð sérstaka sögu
þegar kemur að þýðingu verka
hennar. „Meðan flestar þýðingar
héðan byrja á Norðurlöndunum hef
ég bara komið út á Ítalíu og á Frakk-
landi.“ Nefnir Guðrún sem dæmi að
bókin Yosoy hafi gengið vel á Ítalíu.
„Það hefur svo sem ekki farið mik-
ið fyrir því enda lítið forlag og hefur
litla burði til þess að þenja sig.“
Guðrún hefur trú á því að Skap-
arinn muni ná lengra en fyrri bæk-
ur hennar þegar kemur að þýðing-
um. „Ég gæti trúað því vegna þess
að hún er mjög hentug til þýðingar.
Þrátt fyrir greinileg íslensk kennileiti
er þetta meira svona nútímamýta
heldur en afmörkuð samfélags-
ádeilda á eitthvað sem er að gerast
hérna hjá okkur. Hún fjallar meira
um mannlegan veruleika.“
Guðrún segir auðvelt að endur-
segja sögu Skaparans og að það sé
ekki síst ástæðan fyrir samningun-
um í Þýskalandi. „Yosoy til dæmis
var mun erfiðara selja erlendum út-
gefendum söguna með því að end-
ursegja hana þó svo að hún hafi ekki
verið síðri. Þar var sagan bara flókn-
ari og aðalpersónurnar fleiri.“
Dúkkufetish og
falinn harmleikur
Í sumar seldi Guðrún Pegasus kvik-
myndaréttinn að Yosoy. „Mér þykir
ekki ólíklegt að Skaparinn verði að
kvikmynd. Ég held að það sé auðvelt
að skrifa handrit eftir henni þar sem
sagan er svo afmörkuð.“
Þá telur Guðrún dúkkurnar líka
vera gott viðfangsefni í kvikmynd.
„Það er eitthvað ótrúlega heillandi
við þær. Það er eitthvað svo heill-
andi við nokkuð sem er næstum því
manneskja en er það samt ekki. Ég
held að það leynist pínulítið dúkku-
blæti í okkur öllum en eftir því sem
þær eru raunverulegri því óhugnan-
legri verða þær.“
Að mati Guðrúnar er stutt í
óhugnað þegar kemur að dúkk-
um. „Þetta er svo sérstakur heimur.
Þó yfirborð hans sé kómískt kemur
maður mjög fljótt niður á hyldýpi
mannlegs harmleiks.“
Byrjuð á næstu bók
Guðrún er komin nokkuð áleiðis
með næstu bók þótt hún hafi ekki
unnið í henni um nokkurt skeið
núna. „Ég er ennþá að koma Skap-
aranum frá mér. Er að lesa upp úr
henni og svona og ég vil klára það
áður en ég ræðst í nýju bókina af
fullum krafti.“
Þrátt fyrir það er Guðrún komin
með í kringum 40 blaðsíður en hún
segir einmitt 40 fyrstu blaðsíðurn-
ar í hverri bók vera þær erfiðustu.
„Miðað við hvað ég er búin að vinna
mikla hugmyndavinnu finnst mér
líklegt að bókin komi út árið 2010,“
en Guðrún ætlar að fara á fullt í
vinnslu hennar strax eftir jól.
asgeir@dv.is
Bókaforlagið Bjartur hefur náð
tveimur samningum við þýska út-
gefendur í vikunni um útgáfu verka
eftir höfunda forlagsins. Þetta eru
Jón Hallur Stefánsson og Sjón.
Þýski útgáfumógúllinn Fischer
Verlag tryggði sér í fyrradag Rökk-
urbýsnir eftir Sjón, sama dag og
bókin kláraðist af lager Bjarts. Fis-
cher hreppti bók hans Skugga-
Baldur á æsispennandi uppboði
þarlendra forlaga fyrir tveimur
árum en nú vilja þeir greiða enn
hærri upphæð fyrir nýjustu skáld-
sögu Sjóns. Rökkurbýsnir komu út
nú í nóvember og hafa hlotið frá-
bærar viðtökur. Bókin er tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
og dómar hafa verið á eina lund.
Bókin byggist á lífi og hugarheimi
sautjándu aldar mannsins Jónasar
lærða Pálmasonar, rithöfundar og
myndasmiðs, sem var dæmdur fyr-
ir útbreiðslu galdra og sendur í út-
legð í Gullbjarnarey.
Í febrúar kemur glæpasagan
Vargurinn eftir Jón Hall út í Þýska-
landi hjá útgefandanum Ullstein
Buchverlag. Vargurinn kom út hér
á landi í október en afar sjaldgæft er
að íslensk skáldsaga sé gefin nán-
ast samtímis út heima og erlendis.
Í fljótu bragði man starfslið Bjarts
eftir tveimur dæmum: Árið 1960
sendi Halldór Laxness frá sér Par-
adísarheimt samtímis í Svíþjóð og
á Íslandi og haustið 2006 kom Ald-
ingarður Ólafs Jóhanns Ólafsson-
ar út á Íslandi en í ársbyrjun 2007
í Bandaríkjunum. Fyrsta bók Jóns
Halls, Krosstré, kom út í Þýska-
landi fyrir tveimur árum og seld-
ist vel. Vargurinn segir frá brennu-
vargi sem gengur laus á Seyðisfirði.
Valdimar Eggertsson rannsóknar-
lögreglumaður rannsakar málið.
bjartshöfundar herja á þýska
Harmleikur
undir silikoninu
Guðrún eva Mínervudóttir
er byrjuð að vinna að næstu bók.
Silíkondúkkur
eru viðfangsefni í
skaparanum.
Rökkurbýsnir og Vargurinn seldar til Þýskalands:
Jón Hallur Stefánsson
Vargur höfundarins gerir
víðreist.
MyND GuNNAR GuNNARSSoN
m
æ
li
r
ek
ki
m
eð
...