Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 30
föstudagur 19. desember 200830 Helgarblað Frumleg og skemmtileg jólagjöf er yfirleitt eftirminnilegri en sú með feitum verðmiða. Fólk tekur upp á ýmsu í kringum jólin til að gleðja eða hrekkja sína nánustu. DV tók tal af nokkrum þjóðþekktum einstakl- ingum sem sögðu frá sínum frumlegu jólagjöfum. Þar leyndist ýmislegt í jólapökkunum svo sem notuð nær- föt, vúdú-dúkka, vélmenni og bónorð. ruml gasta jólagjöFin Vúdú-dúkka Frá Vinkonu Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari „Ég hef nú náð að dúndra frá mér fullt af frumlegum jólagjöfum. Ég hef nokkrum sinnum gengið svo langt í einhverju fullkomnu stjórnleysi að gefa einhverjum kærustum í útlöndum flugmiða til Íslands. Þar sem ég er yngstur af sjö systkinum er oft svolítið mikið vesen að finna gjafir handa hverjum og einum svo ég finn alltaf bara eitthvað sniðugt á línuna. ein jólin gaf ég þeim öllum orkustein sem er bleikur á litinn og er kallaður kærleiks- steinninn. Ég held að þessi orkusteinn hafi alveg skilað sér því samskipti okkar systkinanna hafa verið alveg frábær í mörg ár. frumlegasta jólagjöf sem ég hef fengið er frá henni brynhildi vinkonu minni. Hún gaf mér einu sinni forláta, ekta vúdú-dúkku með pinnum og öllu. Ég á hana ennþá en hef aldrei notað hana. Það hefur enginn farið það mikið í taugarnar á mér ennþá að ég hafi þurft að grípa í brúðuna. svo hefur alltaf glatt mig mikið að fá súper 8mm vídeóspólur í jólagjöf en ég safna þeim og það er gjöf sem lýsir mér svo vel.“ d d d d d dd d skyld‘það Vera Vélmenni? Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir söngkona „Þegar ég var níu ára fékk ég gjöf sem ég hélt að væri frumlegasta jólagjöfin af þeim öllum en var það svo ekki. Ég suðaði endalaust í foreldrum mínum þegar ég var barn um að fá vísbendingar um það hvernig gjöf þetta væri. eftir nokkrar vísbendingar um að þetta væri grátt, hreyfði sig og væri jafnstórt og ég var ég alveg viss um að þetta væri vélmenni. Þegar ég opnaði pakkann kom hins vegar í ljós að þetta voru grá skíði en ekki vélmenni. frumlegasta jólagjöfin sem ég hef gefið verður að teljast kanína sem ég saumaði handa Árna, kærastanum mínum. Það hafði einhvernveginn dagað uppi hjá okkur prjónuð peysa sem ég reyndi ítrekað að nota en hún var hreinlega of ljót til að klæðast henni. svo ég saumaði úr henni kanínu með vígtennur sem er nett hryllingskanína. Hún er í miklu uppáhaldi hjá Árna og situr uppi á hillu hjá okkur.“ taska úr hjólbarðagúmmíi Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi „frumlegasta jólagjöfin sem ég hef gefið er gjöf sem ég bjó til fyrir mömmu. Keypti bók með auðum blaðsíðum þar sem ég setti mynd af okkur framan á og á hverja blaðsíðu byrjaði setning sem var: takk fyrir að...svo komu alls kyns atvik úr æskunni minni. Þessi jólagjöf kostaði ekki neitt og er enn á besta stað í stofunni hennar mömmu. Ég fékk svo einu sinni frá bróður mínum sem býr í New York hrikalega flotta handtösku sem hann keypti í end- urvinnslubúð. taskan var sem sagt búin til úr hjólbarðagúmmíi. Það er nokkuð frumleg gjöf enda gaman er að spá í hver uppruninn er.“ d d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.