Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 31
föstudagur 19. desember 2008 31Helgarblað Frumlegasta jólagjöFin Bón matgæðings Stefán Hilmarsson, söngvari „fyrir um það bil áratug hafði ég verið að skjóta á konuna fyrir að vera ekki nógu dugleg að baka brauð. Ástæðan er sú að ég er mikill matmaður og finnst heimabakað brauð mjög gott. Hún þaggaði niður í mér með jólagjöfinni það árið, sem var forláta brauðbakstursvél. Og ég notaði vélina óspart næstu árin.“ gaF systrum sínum kynningareintök Eiríkur Jónsson „Þegar ég var átta ára kom út bókin Litli læknissonurinn. öllum þótti bersýnilega vel við hæfi að gefa mér bókina í jólagjöf þar sem pabbi minn var læknir og afabróðir minn og ömmubróðir líka. Ég fékk sautján stykki þau jólin. Átti kannski að vera frumlegt en átta ára dreng þótti það ekki. sjálfur var ég hins vegar vanur að gefa systrum mínum geisladiska árin sem ég vann í útvarpi. fékk þá alltaf gefins fjöldann allan af diskum sem merktir voru kynningareintök. að sjálfsögðu kynnti ég diskana í úvarpinu en pakkaði þeim svo inn og gaf systrunum. Þær voru aldrei almennilega sáttar við að fá þessi kynningareintök. Héldu að ég væri svona nískur. mér þótti þetta hins vegar flottar gjafir; nokkurs konar „collectors item“, stimplað í bak og fyrir sem kynningareintök. Þær hafa enn orð á þessu og ég held að mér hafi ekki enn verið fyrirgefið.“ Fékk gjöF Frá vini mínum „vísa“ Helga Braga Jónsdóttir, leikkona „Ég hef svo oft haldið jólin erlendis og þar af leiðandi þurft að vera skipulögð og snemma í innkaupunum sem hafa ekki verið neitt sérstaklega frumleg fram til þessa. Hins vegar stendur til að gefa eina grín gjöf þetta árið, bara til að sjá svipinn á viðkomandi. Það verður skemmtilegt! Ég á hins vegar ansi skemmtilega og skýra minningu um ein jólin þegar ég var svolítið yngri og nýkomin með Visakort og farin að bera ábyrgð á mínum málum. Ég var nýbúin að fá fyrstu reikningana mína og var í hálfgerðu sjokki. mamma tók sig til og gaf mér litla peningagjöf frá vini mínum „Vísa“ mér til mikillar gleði. Við höfum grínast mikið með þetta síðan.“ Bónorðið til konunnar Ellert B. Schram, þingmaður Samfylkingar „frumlegasta gjöf sem ég hef gefið og jafnframt sú besta er bónorð mitt til Ágústu, konu minnar. Það hefur gefist vel. Það eru nákvæmlega tuttugu ár síðan ég bar það upp á aðfangadagskvöld. frumlegasta gjöfin er ef ég myndi ekki fá neitt þessi jólin nema ást og vináttu. Það er eina gjöfin sem ég óska eftir núna, enda sú dýrmætasa og frumlegasta um leið. Það er það sem fólk þarf á halda um þessar mundir.“ gjaFirnar Frá syninum Bestar Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir „frumlegasta jólagjöf sem ég hef gefið er þegar ég lét sauma sængurver handa bóndanum með allskyns skilaboðum sem fengu hjartað til að slá. Þegar hann skreið upp í á aðfangadagskvöldi blöstu við honum þessi skilaboð frá mér. mér fannst þetta skemmtileg gjöf. en annars er frumlegasta og fallegasta gjöfin sem ég hef fengið búin til af stráknum mínum í skólanum. Og svo virðist sem að með hverju árinu sem líður verða gjafirnar tilfinningalegri. Þessar gjafir koma ekki í stað eins veraldslegs, allir demantarnir í heiminum gætu ekki toppað gjafirnar frá syni mínum.“ saumaði jólapúða Fyrir Börnin Arnbjörg Sveinsdóttir, þingkona Sjálfstæðis- flokks „Ég er nú ekki mjög frumleg í jólagjöfunum. Ég gef eiginlega alltaf bækur. en einu sinni var ég ægilega dugleg og saumaði jólapúða handa börnunum í fjölskyldunni, einhver tíu, fimmtán stykki. eftir það hefur það víst verið fastur partur af jólunum hjá mörgum krakkanna að draga fram jólapúðann. af þeim gjöfum sem ég hef fengið man ég ekki eftir neinu sérstaklega frumlegu því ég bið alltaf um bækur.“ smíðaði skartgrip Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, leikkona „mamma gaf mér frábæra gjöf fyrir nokkrum árum. Hún bjó til svona litla öskju og setti alls konar orkusteina í hana sem pössuðu fyrir mig og mitt stjörnu- merki. svo fór góður partur af aðfanga- dagskvöldi í að lesa um þá og spá í fyrir mig og systur mína. Það var ótrúlega skemmtileg gjöf. Það frumlegasta sem ég hef gefið held ég að séu bara silfurhringar sem ég smíðaði á silfursmíðanámskeiði og gaf svo vinkonum mínum og systur minni. Þær voru rosa ánægðar og alltaf þegar ég sé þær með hringana verð ég rosalega kát. Það er náttúrulega besta sönnun fyrir manni að þær séu ánægðar í alvörunni en ekki bara vera kurteisar.“ notuð nærFöt og ýsuFlak Jón Gnarr, leikari „Þegar ég var að vinna á Kópavogshæli gaf ég öllum mínum nánustu notuð nærföt sem átti að fara að henda á hælinu. Þau voru alveg hrein en þau voru svolítið illa farin. með þessu sló ég tvær flugur í einu, gaf fyndna gjöf að mínu mati og sparaði pening. Þessu var hins vegar mjög illa tekið af flestum. Ég gaf líka einu sinni ýsuflak, gleymdi reyndar að hugsa um lyktina sem því fylgdi þegar það fór að úldna. sú gjöf olli mikilli óánægju. sjálfur hef ég nú aldrei fengið neitt sérstaklega frumlegar jólagjafir. bara þessa leiðinlegu mjúku pakka sem ég kann reyndar örlítið betur að meta í dag, enda orðinn þetta þroskaður maður.“ d d d d d d d d d d d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.