Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 37
föstudagur 19. desember 2008 37Helgarblað Hann bað mig fara heim og jafna mig á þessu og koma svo aftur í skól- ann eftir einn eða tvo daga. Og það gerði ég en einsog nærri má geta varð þetta ekki til að bæta samkomulag mitt og kennarans. Þetta hafði hins vegar engin eftirmál í för með sér fyrir kennarann enda hefur hann ef- laust lýst atburðum öðruvísi en ég. [...] Allt kemur fyrir ekki Enn fékk Ásta slæmar fréttir að lokinni lyfjameðferðinni. Sneiðmyndir sýndu að meinvörpin í lifrinni héldu áfram að vaxa en sem betur fer var ekki að sjá að krabbinn væri búinn að dreifa sér víðar. Nú þurfti enn að endurmeta stöð- una; Ásta var búin að prófa öll ný krabbameinslyf sem þá voru á mark- aðnum hér á landi og því blasti ekki annað við en að taka upp meðferð með gamalreyndum lyfjum. Ástu leist ekkert of vel á það og batt nú enn meiri vonir við meðferð í New York; það var í rauninni síðasta hálmstrá hennar í þessari langdregnu baráttu. Og í byrjun apríl bárust þær gleði- fréttir að læknarnir í New York hefðu samþykkt að taka Ástu til meðferð- ar um miðjan mánuðinn. Diddi kær- asti hennar ætlaði með henni vestur um haf ásamt Daða bróður hennar sem ætlaði bæði að vera henni styrk- ur og stuðningur, en ekki síður að vera nokkurs konar túlkur fyrir hana; lækn- isfræðimenntun hans gerði honum kleift að útskýra fyrir Ástu meðferðina sem hún átti að gangast undir. Þetta voru góðar fréttir sem sann- arlega voru ekki á hverju strái þessa dagana því um líkt leyti fór Ásta í aðra sneiðmyndatöku sem sýndi að stærsta meinvarpið á lifrinni hafði stækkað um tæpan sentimetra á einni viku. Það var því ekki eftir neinu að bíða nema læknunum í New York. Trúlofun í New York En enn varð nokkur bið á að Ásta kæm- ist vestur um haf; bæði fékk hún al- varlega sýkingu í gallblöðru, sem hélt henni inni á sjúkrahúsi í rúma viku, og auk þess gekk illa að fá endanleg svör frá læknunum í New York um það hve- nær þeir vildu fá Ástu þangað. Loks bárust svör og ákveðið var að Ásta færi út 6. maí. En sökum þess hversu gallblöðrusýkingin hafði tekið á líkama Ástu ofan á annað álag, var tal- ið ólíklegt að Ásta færi í beina meðferð til að byrja með þegar út kæmi; ákvörð- un um það yrði tekin í ljósi þeirra nið- urstaðna sem ýtarlegar rannsóknir og myndatökur sýndu. Ferðin út gekk vel og daginn eftir fór Ásta á Sloan Kettering Center þar sem teknar voru af henni blóðprufur og hún fór í nákvæma myndskönnun á kviðarholi og lungum. Daði var með henni gegnum allt ferlið og var það ekki lítill stuðningur fyrir Ástu að hafa hann þarna hjá sér. Síðan tók við tveggja daga erfið bið eftir niðurstöðum en tímann nýtti Ásta meðal annars til að trúlofast Didda sínum og settu þau upp hringana á hinu fræga Rainbow Room veitinga- húsi sem er á 86. hæð í Rockefeller Center byggingunni. Og þar uppi með útsýni yfir allan neðri hluta Manhattan og út til hafs, áttu þau stórkostlega gleðistund mitt í allri óvissunni um framtíðina. Dómurinn fellur Óhætt er að segja að niðurstöðurn- ar frá Sloan Kettering Center hafi ver- ið hrikalegt áfall, þó svo að vitað væri að brugðið gæti til beggja vona. Mynd- irnar leiddu í ljós að meinvörpin á lifr- inni voru mun útbreiddari en áður var talið; 60 prósent lifrarinnar voru und- irlögð og það sem verra var; krabbinn var búinn að dreifa sér víðar um líkam- ann. Og dómur læknanna var harður og miskunnarlaus; þeir gætu ekkert fyrir Ástu gert, hvorki með lyfjagjöf eða að- gerð; sjúkdómur hennar væri ólækn- andi. Og þeir sögðu henni hreinskiln- islega að hún ætti bara nokkra mánuði eftir ólifaða í mesta lagi. Það þarf ekki að lýsa því hversu erfitt var að taka við þessum fréttum. Og vonbrigði Ástu og okkar allra voru hræðilega sár. En svo ótrúlegt sem það nú var, að þá var Ásta sest við að blogga um leið og hún kom heim til Íslands aftur, yfirveguð og ákveðin sem fyrr í að sigrast á meininu. Hún var ekki að fara að kveðja þetta líf. Hún hélt dauða- haldi í þá trú að hún ætti enn von. Engu að síður horfði hún raunsæ- um augum á hlutina og sýndi það sál- arþrek að setjast niður með börnun- um sínum til að undirbúa þau undir það versta. Heilsa Ástu var nokkuð góð fyrstu dagana eftir að hún kom heim frá New York en síðan hrakaði henni; lifrin fór að gefa sig vegna meinvarpanna og 23. maí var ákveðið í samráði við hana sjálfa að leggja hana inn á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þar fékk hún og við aðstandend- ur hennar bestu umönnun og viðmót sem völ er á og á ég ekki nógu sterk orð til að tjá aðdáun mína og þakklæti til þessa frábæra fólks sem þarna starfar. Sama er að segja um starfsfólk krabba- meinsdeildar Landsspítalans, deild 11E þar sem Ásta hafði verið af og til allt frá því krabbameinið uppgötvað- ist. Ásta tók þessum örlögum sínum af stakri hugprýði og andlega baráttu- þrekið var óbilað. Smám saman dró þó af henni og þann 30. maí kvaddi hetjan okkar hún Ásta Lovísa. Nýr tilgangur Sérkennilegt atvik átti sér stað um það bil sem Ásta andaðist. Þannig var að ég hafði rekist á hljómdiskinn Móðir og barn eftir Friðrik Karlsson á Líknar- deildinni, en hljómflutningstæki voru í öllum herbergjum til að stytta sjúk- lingum stundirnar. Þetta eru tveir diskar; á öðrum þeirra þrjú verk eftir Friðrik og hafði ég mikið dálæti á einu þeirra, sem er þriðja verkið á disknum og heitir Nýr tilgangur. Hafði ég leikið það nokkr- um sinnum fyrir Ástu og svo vildi til að diskurinn var í hljómtækjunum þegar hún lést, en þá var slökkt á tækjunum að því að við best vissum. En á sama augnabliki og Ásta dró andann í hinsta sinn fór geislaspilar- inn af stað og um herbergið ómuðu tónar lagsins Nýr tilgangur. Enga skýr- ingu fundum við á því að tækið fór skyndilega í gang en ég er sannfærður um að þetta voru síðustu skilaboð Ástu til okkar. Nýr tilgangur. [...] Ásta Lovísa dóttir Vilhjálms sem lést eftir hetjulega baráttu við krabbamein og þúsundir manna fylgdust með á bloggsíðu Ástu. Óvenjulegur viðskiptavinur Það eru ekki bara tvífætlingar sem notið hafa góðs af þjónustu Villa rakara í gegnum tíðina. Allt á sAmA verði og í fyrrA og ekki krónu meir. BergkristAll BæjArlind 16, 201 kópAvogur, sími 456-1113 www.BergkristAll.is NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Eirhöfði 13 og 18 l Sími: 455-2000 Opnunartími frá kl 08:00 til kl 17:00 ÖRYGGI OG TÆKNI Öryggiskerfi, reykskynjarar, slökkvitæki. Málum olíumálverk eftir ljósmyndum Barnamyndir Andlitsmyndir Dýramyndir Fjölskyldumyndir Brúðkaupsmyndir Landslagsmyndir og hvað sem er annað... www.portret.is Sími: 899 0274Mjög góð verð og stuttur afgreiðslutími Olíumálverk Ljósmynd BÚÐU TIL ÞITT EIGIÐ JÓLAKORT Á www.prentlausnir.is 99 KRÓNUR KORTIÐ FRAM AÐ JÓLUM Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.