Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 48
föstudagur 19. desember 200848 Sport Formúla 1er gífurlega kostnaðar- söm íþrótt og í góðærinu sem blúss- að hefur um heiminn hefur Formúl- an blómstrað. Öll rannsóknarvinna í kringum bílanna hefur snaraukist og vinna tugir og hundruð manna við það eitt að koma bílunum þótt ekki sé nema sekúndubroti hraðar í hvert sinn. Aukahlutir í bílana kosta gífurlegar fjárhæðir og þá sérstak- lega vélarnar sem nánast er skipt um eins og nærbuxur. Nú er búið að stíga á bremsuna enda hefur kreppan svokallaða mik- il áhrif á Formúluna. Það sem hétu hótanir alþjóða akstursíþróttasam- bandsins, FIA, um lægri kostnað er nú orðið nauðsynlegar aðgerð- ir sem samtök liðanna í Formúl- unni, FOTA, hafa samþykkt. Miklar breytingar verða í rekstrarumhverfi liðanna en sparar þeim þó umtals- verðar fjárhæðir. Honda hætt Áður en kreppan skall á var alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, búið að kynna fyrir liðunum aðgerðir til þess að fara spara aurinn. Illa var tekið í þær hugmyndir og var FIA á tímapunkti tilbúið að gefa liðunum úrslitakosti. Það varðaði þó aðallega vélarnar sem eru stór hluti af kostn- aðinum við Formúluna. FIA hafði kynnt þrjár hugmyndir til sparnað- ar í þeim og væri engin þeirra sam- þykkt ætlaði sambandið að velja fyrir þau það sem því þætti best. Það var svo fyrr í þessum mán- uði að önnur gríma rann á keppn- isliðin. Honda skyndilega tilkynnti að það væri hætt keppni í Formúlu 1 vegna kostnaðar. Honda hefur ekki verið þekkt fyrir mikinn árang- ur undanfarin ár en peningalega er ekki hægt að horfa framhjá stöðu þess. Þegar árið 2008 er gert upp kemur í ljóst að Honda eyddi fjórða mesta peningunum, alls 398 millj- ónum dollara. Á undan þeim koma aðeins stórliðin Ferrari og McLar- en ásamt löndunum í Toyota sem eyddu mestu. Breytingar samþykktar Með kreppuna að leiðarljósi sam- þykktu samtök keppnisliðanna, FOTA, breytingarnar sem verða að teljast róttækar. Liðin mega ekki prófa brautirnar fyrir keppnishelg- ar heldur aðeins á þeim. Vindgöng til prófanna mega ekki ná meira en 50 metrum á sekúndum, hitahlífar fyrir dekkin eru bannaðar, allir nota sama samskiptakerfið í keppninni og frá og með 2010 verða bensíná- fyllingar bannaðar. Ein stærsta breytingin er þó varðandi vélarnar en þær eiga að endast í þrjár keppnir. Þær mega ekki ná meira en 18.000RPM og lið- in mega ekki stilla þær á neinn hátt sjálf. Einnig verður liðum skylt að loka verksmiðjum sínum í sex vikur á ári og starfsmenn á keppnishelgi verða í algjöru lágmarki. KERS-kerfið Einn hlutur sem verður ekki bann- aður á næsta ári er hið svokallaða KERS-kerfi sem stendur fyrir Kinet- ic Energy Recovery Systems. Þetta magnaða nýja kerfi safnar saman orkunni sem myndast í hemlunum og safnar henni saman. Ökumað- urinn getur svo nýtt sér hana með „boost-takka“ sem hjálpar gífurlega til við framúrakstur og beina kafla á brautum. Þetta kerfi er eitt dæmið um hversu mikið lagt er í Formúluna en þróun á þessu kerfi er gífurlega kostnaðarsöm. Ferrari-liðið, sem er ríkjandi heimsmeistari bíla- smiða, er að þróa sitt KERS-kerfi og er komið langt fram úr kostnaðará- ætlun. Vegna kreppunnar er Ferrari farið að prófa bíla með og án kerfis- ins og önnur lið eru einnig að vega og meta hvort þau eigi eða geti yfir- höfið farið út í þróun svona kerfis. Verða þeir bestu enn betri? Þessar sparnaðaraðgerðir munu vissulega minnka bilið á milli lið- anna á mörgum vígstöðvum For- múlunnar, þá sérstaklega varðandi vélina. Nýting véla, keppnisáætl- un, viðgerðarhlé og auðvitað hæfni ökumanna mun ávallt skipta miklu máli og jafnvel enn meira nú þar sem dregst saman með liðunum í mörgum kostnaðarliðum Formúl- unnar. En peningar skipta enn- þá miklu máli og gætu liðin án al- heimsframleiðanda orðið vel undir í baráttunni. Gífurlegur munur er á eyðslu þeirra liða sem hafa framleiðanda á bak við sig. Toyota, McLaren, Ferr- ari, Honda, Renault og BMW eyddu á bilinu 367-446 milljónum dollara á síðasta ári. Hin liðin, Super Aguri, Force India, Torro Rosso, Red Bull og Williams eyddu á milli 46 og 165 milljónum. Þegar kemur að kerfum eins og KERS gæti það orðið minni liðunum gífurlega erfitt að framleiða þannig nytjatól, allavega á meðan efnahagsástandið er eins og það er núna. Minni liðin gætu einfaldlega verið skilin eftir á ráslínu um leið og risarnir ýta á „boost-takkann“. Eftir að eitt ríkasta liðið í Formúlu 1, Honda, dró sig úr keppni vegna kreppunnar í fjármálaheiminum var ljóst að eitthvað mikið þyrfti að breytast. Formúlan er gífurlega kostnaðarsöm og eyða liðin frá 44-46 millj- ónum dollara á ári. Alþjóða akstursíþróttagreinasambandið, FIA, og samtök liðanna í Formúlu 1, FOTA, hafa komist að samkomulagi um sparnaðaraðgerðir sem spara liðunum 30% á næsta tímabili og enn meira í framtíðinni. Sparað í Formúlu 1 © GRAPHIC NEWSSource: F1 Money, Autosport Eftir að Honda-liðið dró sig úr keppni í Formúlu 1 hefur alþjóða aksturíþrótta- sambandið og yrmenn liðanna í Formúlu 1 samþykkt róttækar breytingar í til þess að spara. Þar á meðal að tvöfalda líf vélanna í bílunum. Kostnaður á að lækka um 1/3. Loftasfræði: Vindgöng öugri en 50 metrar á sekúndu bönnuð. Prófanir á loftai hamlaðar. Vélin: Mest verða átta vélar leyfaðr á hvern ökumann. Vélarnar eiga að endast 3 keppnir. Hamlaðar í 18,000RPM. Bannað að stilla þær á sinn hátt. Dekkin: Hitahlífar og annar dekkja- búnaður bannaður. Grindin: Hefðbundinn partalisti. Áfylling á bensín bönnuð Kostnaður við Formúlu 1 Sparnaðaraðgerðir Svona er kostnaðir stærstu liðanna skipt niður. Starfsemi, markaðsstjórn skemmtanir og ferðalög $85m Laun $80m Kostnaður véla $100m Samtals kostnaður 2008 (í milljónum dollara) Lið án alheimsframleiðanda eyða mun minna. Toyota 446 Ferrari 415BMW 367 McLaren 433Toro Rosso 128 Super Aguri 46 Force India 122 Honda 398Williams 161 Renault 394Red Bull 165 Rannsóknir og þróun. Vindgöng, prófanir. $17m Brautarprófanir$35m Annar kostnaður þróunnar. $112m Framleiðsla $11m Prófanir: Algjört bann við prófunum brauta nema á keppnis- helgum. NIÐURSKURÐUR Í FORMÚLUNNI Hefðbundin TómaS þóR þóRðaRSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Kassabílar Kannski ekki alveg en það verður sparnaður í viðhaldi þessara sjálfrennireiða. þetta reddast, vinur Hamilton og massa keppa á kreppubílum á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.