Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Blaðsíða 52
föstudagur 19. desember 200852 Helgarblað Frægustu krossferðirnar voru farnar til Jerúsalem. En krossferðir tíðkuðust ekki síður í Evrópu norðanverðri á miðöldum. Danir og Svíar héldu í heilagt stríð gegn heiðn- um nágrönnum handan Eystrasalts. Þeir sem sigla með ferjunni frá Trelleborg til Sassnitz í Þýskalandi koma fljótlega auga á útlínur eyjunnar Ré við sjóndeildarhringinn. Vitinn í Arkona rís eins og fallustákn upp af norðurhluta eyjarinnar. Fornleifa- fundir sýna að fyrir þúsund árum var þrifleg byggð og virki í Arkona. Þarna bjuggu Vindar, þjóð af vest- urslavneskum uppruna sem nú hefur blandast Þjóðverjum. Á ströndinni var hof helsta guðs Vinda, Svantevits. Á hverju hausti héldu Vindar mikla frjósemishátíð þessum guði sínum til dýrðar; átu, drukku og fögnuðu dögum saman. Vindar voru heiðnir en þjóðirnar í vestri voru kristnar. Krossferð gegn Vindum Þjóðir Vestur-Evrópu fóru í krossferð til Landins helga árið 1147. Þýsk- ir krossfarar kusu heldur að beina kröftum sínum gegn Vindum. Sameiginleg tilraun Dana og Þjóðverja til að sigra þá og kristna mistókst. Floti Valdimars mikla Danakonungs vann Arkona-borg með aðstoð skipa frá Skáni árið 1168. Stytta Svantevits var flutt út úr borg- inni og höggvin niður í eldivið. Íbú- arnir tóku kristni. Ekki er mikið vitað um krossferð- irnar í Evrópu norðanverðri. En Sví- ar, Danir, Norðmenn, Norður-Þjóðverjar og Pólverjar gáfu Frökkum, Englendingum og Ít- ölum ekkert eftir í krossferðaáhug- anum á miðöldum. Ástæðan var ekki einungis göfug löngun til að koma nágrönnum handan Eystrasalts- ins til kristinnar trúar og frelsunar. Landsvæðin og ríkidæmi íbúanna þar heilluðu ekki síður. Segja má að krossferðirnar hafi tekið við af vík- ingaferðunum. Páfinn í Róm lagði blessun sína yfir krossferðir í Eystrasaltslöndun- um á árunum 1200-1410. Áróðurs- skrif hans hvöttu Norðurálfubúa út í heilagt stríð, jafnt á Gotlandi sem í Norður-Þýskalandi. Þátttakendur í þeim nutu sömu forréttinda og kross- farar sem herjuðu á landið helga. Krossferðirnar réttlættar Íbúar Eystrasaltslandanna höfðu aldrei verið kristnir og því gekk mönnum misvel að réttlæta kross- ferðir á hendur því fólki þangað til al- siða varð að nefna landsvæðin „Lönd Maríu meyjar“. Þessi litla nafnbreyt- ing auðveldaði mörgum Norður- Evrópumanninum að ráðast af heift gegn heiðnum íbúunum og frelsa þannig land guðsmóðurinnar. Eystrasaltslönd á miðöldum voru nokkuð ólík þeim sem við þekkjum í dag. Stórir hlutar Eistlands, Lett- lands og Litháen voru óbyggðir og þar höfðust veiðimenn aðallega við. Í óbyggðunum var ekki þverfót- að fyrir loðnum skepnum og feldir þeirra gáfu drjúgan skilding á mörk- uðum nyrðra. Þjóðverjar, Danir og Svíar voru í fararbroddi þeirra sem sigruðu og kristnuðu íbúa Eystrasaltslöndin. Þýskur biskup, Albert að nafni, kom þangað árið 1199 með 23 skipa flota. Hann lagði grunninn að borginni Riga og að reglu Sverðriddara en þeir skyldu fara fyrir í kristnun og kúgun þeirra sem fyrir voru í löndunum. Sverðriddarar voru hluti af Þýsku reglunni en hún var stofnuð í Land- inu helga 1190 og átti eftir að ein- beita sér að Austur-Evrópu. Stofnuðu ríki Þýska reglan stofnsetti ríki við Eystra- salt og var valdamikil á svæðinu í margar aldir. Árið 1410 varð hún að lúta í lægra haldi fyrir pólsk-lithá- ískum her í orrustunni við Tannen- berg. Og ekki sluppu Finnar heldur við krossfara. Samkvæmt heimildum voru farnar þrjár krossferðir til Finn- lands en nú er talið að sú fyrsta hafi aldrei verið farin. Eíríkur helgi Svíakonungur átti að hafa farið fyrir krossferð til Finnlands á árunum 1155-60 og var henni ætl- að að boða frið og kristna trú. Finnar höfðu engan sérstakan áhuga á því Skelfdu alla við eyStraSalt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.