Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2008, Page 53
ið eystra aflaði sér lífsviðurværis
með loðfeldasölu og ránsferðum inn
í lönd Rússa enn austar. Þetta fólk var
kristið en að hætti austrómversku
kirkjunnar.
Krossferð gegn kristnum
Rússum
Gregoríus páfi IX sat á páfastóli á ár-
unum 1227-41 og var ekki sérlega
vel að sér í landafræði Evrópu. Hann
taldi skinnsalana mótfallna kristni
og hvatti til krossferða gegn þessum
„trúvillingum og villimönnum“.
Á 12. öld voru páfar mjög upp-
teknir af útbreiðslu kristninnar í
norðausturátt. Rússland varð sér-
lega eftirsóknarverður vígvöllur hei-
lags stríðs, því þótt menn væru þar
kristnir voru þeir ekki rétt kristn-
ir. Sérlegur sendimaður páfa við
Eystrasalt, Vilhjálmur frá Modena,
fyrirskipaði krossferð til Novgor-
od eða Hómgarðs 1240. Hólmgarð-
ur var verslunarmiðstöð og byggði
auðlegð sína á loðfeldasölu, feldirnir
komu úr skógum Norður-Rússlands.
Bærinn var vel staðsettur hernaðar-
lega séð, um 25 km suðaustur af nú-
verandi Sankti Pétursborg. Fljótin
tengdu Hólmgarð Eystrasalti, Býs-
ans, Mið-Asíu og núverandi Evrópu-
hluta Rússlands. Svíar, Norðmenn
og Þjóðverjar höfðu lengi verið í
viðskiptum við þetta klofningsfólk
kristninnar, eins og það var kallað,
en oft hafði líka komið til átaka.
Í Hólmgarðsannál segir helst
af þátttöku Svía í krossferðinni en
skipafloti þeirra sigldi að Nevufljóti.
Um borð voru einnig Norðmenn og
Finnar.
Til stóð að taka Aldeigjuborg eða
Staraja Ladoga og síðan Hólmgarð
og öll lönd umhverfis hann. Alex-
ander fursti (1220-63) leiddi kraft-
mikla vörn Rússa með slíkum ágæt-
um að fjöldi árásarmanna féll og
krossfarasveitin mátti hörfa. Krist-
in skyldurækni hafði vissulega hvatt
þessa menn áfram en þó miklu frem-
ur þorsti í lönd, auð og völd.
Að fengnum sigrinum hlaut Alex-
ander fursti viðurnefnið Nevský (frá
Nevu). Hann tók þátt í annarri úr-
slitaorrustu 5. apríl 1242. Á ísilögðu
Peipusvatninu laust hersveitum
Hólmgerðinga og Þýsku reglunnar
saman.
Í einni heimild segir að „heyra
mátti þegar sverð klufu hjálma“.
Rússarnir vörðust innrásarliðinu
hetjulega.
föstudagur 19. desember 2008 53Helgarblað
og réðust gegn konungi og mönnum
hans. Eiríkur helgi neyddist til að láta
af friðarboðun og grípa til sverðsins
til að ná valdi á Finnum.
Fornar sagnir segja Eirík síðan
hafa siglt heim til Svíþjóðar frá alk-
ristnu Finnlandi. Ekki leið á löngu
þangað til nýskírður Finni hjó Hinrik
biskup í spað. Þetta verður að telja
helberan krossfaraáróður því hvergi
er að finna heimildir um þennan at-
burð. En Eiríkur konungur og Hin-
rik biskup eru verndardýrlingar Sví-
þjóðar og Finnlands.
Finnland kristnað
Finnland var að lokum kristnað en
enginn veit hvernig. Árið 1209 skrif-
aði Innocentíus páfi III Andrési,
erkibiskupi í Lundi, bréf og þakkaði
honum helst þær fréttir „að land eitt
nefnt Finnland [...] hefur verið kristn-
að með aðstoð göfugra manna“.
Páfinn á sjálfsagt við ránsferðir
Dana til landsins árin 1191 og 1192
eða jafnvel aðrar ferðir sem fylgdu í
kjölfarið. Páfinn samþykkti að erki-
biskupinn skipaði leikmann bisk-
up í Finnlandi. Vissulega var það
ekki í samræmi við stefnu kirkjunn-
ar en enginn annar fékkst til verks-
ins. Staðan var bókstaflega talin lífs-
hættuleg.
Meiri líkur eru á að önnur og
þriðja krossferð til Finnlands hafi
raunverulega verið farnar. Frá þeim
er greint í Eiríksannál en hann var
ritaður á árunum 1322-1332. Finn-
ar voru nú kristnir og urðu krossfar-
ar að halda lengra í austur í leit að
heiðnum mönnum.
Finnar lifðu á landbúnaði en fólk-
Skelfdu alla við eyStraSalt
C M Y CM MY CY CMY K
verð: kr. 1.000.- fyrir fullorðna
og kr. 400 fyrir börn
sagan öll