Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1913, Page 6
90
*
Kjördæmaskiftingin er bygð á fyrstu ákvörðun um stundarsakir i stjórnar-
skránni. Eins og við mátti búast, ber skýrslan það með sjer, að kosningin hefur
alment verið afarfásótt, þetta var i fyrsta sinn, sem kosið var til löggefandi þings;
þær deilur, sem áður höfðu verið, aðallega úl af stjórnarbótar- og fjárhagsmálinu
og sú politiska flokkaskipting, (ef rjett er að viðliafa það nafn) sem af þeim málum
reis, var nú liorfin með stjórnarskránni, og því ekki að búast við, að kapp yrði við
kosningarnar fyrir þá sök. í þá daga voru menn heldur ekki sjerlega gjarnir á að
trana sjer fram alment, heldur var það venja að skorað var á menn að bjóða sig
fram, og var það þá ekki óalgengt, að þeirri áskorun var neitað; með stjórnarskránni
var bætt við 9 þjóðkjörnum þingmönnum, gömlu þingmennirnir áttu þvi hægt með
að komast að og ýmsir nýjir að auld, án þess þyrfti að beita nokkru kappi.
Blöðín, sem þá voru ein 3 á landinu, gerðu og lítið til að livetja fólkið, af öllu
þessu er það skiljanlegt, að kosningar væru linlega sóttar. Af þingmönnum þeim
sem sæti áttu á hinu fyrsta löggjafarþingi, lifir nú að eins einn, bankastjóri Tr.
Gunnarsson.
Eins og skýrslurnar bera með sjer hefur kjörfundur verið best sóttur í
Dalasýslu, ef atkvæðatalan, sem komin er frá sýslumanni er rjett, þar næst í
Reykjavík, Mýrasýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu. Sæmilega í Ilúnavatnssýslu,
Vestmannaeyjum, Snæfellsness- og HnappadaIssjTslu, Norður-Múlasýslu og í Borgar-
fjarðarsýslu, en alslaðar annarsstaðar mjög laklega, einkum í Þingeyjarsýslu; alls
sóttu þessar kosningar 19,6%. Auk fyrtaldra áslæðna mun það hafa nokkuð dreg-
ið úr áhuga manna að sækja kjörfundina, að þeir voru sumstaðar settir á óhentug-
um tíma, og kosningar dregnar fram á vetur, svo að óveður og ófærð meinaði mönn-
um að sækja fundina1).
1) Frjettir frá íslandi 1875 bls. 16.