Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Side 6
Landsbankinn í London varð fyr- ir barðinu á bíræfnum ræningjum á mánudaginn þegar glænýjum og fok- dýrum tölvubúnaði var rænt úr Bow Bells skrifstofubyggingunni við Bread Street í London. Starfsemi var ekki hafin í útibúinu en þar var þó búið að koma fyrir netbúnaði frá Cisco sem býður upp á það allra besta og dýrasta í slíkum vélbúnaði. Samkvæmt heim- ildum DV hleypur verðmæti þýfis- ins á tugum milljóna króna. Þjófarn- ir gerðu sér lítið fyrir og ruddust inn í hálfklárað útibúið, slógu öryggisvörð í rot og höfðu tölvurnar á brott með sér. Tinna Molphy, fjárfestatengill Landsbankans, staðfesti að vélbún- aði hefði verið rænt frá bankanum. Vélarnar hafi hins vegar ekki ver- ið uppsettar þannig að engin forrit eða aðrar upplýsingar voru vistaðar á þeim. Viðskiptavinir Landsbank- ans í London þurfa því ekki að óttast að viðkvæm viðskiptagögn hafi fallið í hendur rummunganna. Tinna vildi ekkert gefa upp um fjárhagslegt tjón Landsbankans og sagði ekki tímabært að segja meira um málið þar sem það væri í rannsókn lögreglu í Bretlandi. Landsbankinn er til húsa í Bea- ufort House við Botolph Street en flutningar yfir í Bow Bells bygginguna stóðu fyrir dyrum. Flutningarnir hafa tafist nokkuð en Tinna telur ekki að ránið muni setja sérstakt strik í reikn- inginn hvað fyrirhugaða flutninga snertir. „Það hafa þegar orðið tafir af ýmsum ástæðum en eins og svo oft vill verða ætla Íslendingar sér of mik- ið á stuttum tíma. En þetta sérstaka atvik ætti ekki að tefja fyrir.“ Þegar Tinna var spurð hvort Landsbankinn hefði haft einhverjar spurnir af líðan næturvarðarins sem var sleginn niður ítrekaði hún að mál- ið væri í rannsókn og hún gæti ekki tjáð sig frekar. Landsbankinn og formaður stjórn- ar hans, Björgólfur Guðmundsson, komu við sögu í breskum fjölmiðlum í síðustu viku vegna gjaldþrots XL- Leisure. Þessi erfiða vika fyrir Lands- bankann var svo rétt að baki þegar sú næsta hófst með öðru áfalli þegar rummungsþjófarnir létu greipar sópa í Bow Bells húsinu. Lögreglan í London staðfestir að hún hafi innbrotið til rann- sóknar og hefur auglýst eftir sjónar- vottum eða öðrum þeim sem geti gefið frekari upplýsingar um ránið. Bread Street, eða Brauðgat- an, sem Landsbankinn ætlar að setjast að við, er fornfræg og þar hafa viðskipti verið stunduð árhund- ruðum saman. Ekki þó alla tíð með hlutabréf þar sem gatan dreg- ur nafn sitt af því að upp úr 1300 söfnuð- ust bakarar þar saman með brauðmarkað eftir að þeim hafði verið bann- að að selja afurðir sínar í heimahúsum. Þá má einn- ig geta þess að breska skáld- ið John Milton fæddist í húsi við Bread Street árið 1608. föstudagur 19. september 20086 Fréttir DV Sandkorn n Sú lognmolla sem ríkt hefur í framhaldi af fréttastjóraskipt- unum hjá bæði Ríkisútvarpinu og 365 er í raun áhugaverðari en ef allt hefði um koll keyrt. Flestum er í fersku minni sú gagnrýni sem ráðning Steingríms Sævars Ól- afssonar í stöðu frétta- stjóra á Stöð 2 fékk, sér í lagi vegna tengingar hans við Framsókn. Æsingur í kjölfar hausafoka hefur verið reglan. Fólk keppist hins vegar við að lofa Óskar Hrafn Þor- valdsson sem stjórnanda sam- einaðrar fréttadeildar og flest- um finnst eðlilegt að Óðinn Jónsson hafi tekið við á RÚV. Því má með sanni segja að stjórnendur hafi þarna í fyrsta sinn sannarlega hitt í mark. n Sameining fréttamiðla 365 vekur þó starfsmönnum Vísis ákveðnum áhyggjur. Hing- að til hafa fréttastofa Stöðv- ar 2 og visir.is verið í beinni samkeppni en með samvinnu deildanna þykir sýnt að vefur- inn getur þurft að sitja á bestu fréttum sínum yfir daginn og segja þær á sama tíma og kvöldfréttirnar. Hingað til hef- ur Vísir hins vegar verið mun duglegri við að flytja spenn- andi fréttir en Stöð 2 dreg- ið lappirnar. Því er togstreita þeirra á milli viðbúin en góður stjórnandi leysir úr því eins og öðru. n Eggert Haukdal, fyrrverandi þingmaður, getur loks andað léttar eftir að Hæstiréttur sýkn- aði hann af ákæru um að hafa dregið sér fé meðan hann var oddviti í Vestur- Landeyja- hreppi. Hann hafði reyndar áður verið dæmdur sekur í Hæstarétti en fengið mál sitt endurupptekið. Málið snýr að greiðslu vegna vega- gerðar. Bókhald hreppsins var mjög losaralegt og fannst Hæstarétti því ekki hægt að álykta hvort Eggert hefði vitað af greiðslunni inn á reikning sinn og hvort hann hefði ætlað að draga sér fé. n Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður er í pólitískum ólgusjó þessa dagana eins og stundum áður. Í opnuviðtali í vikublaðinu Bæjarins besta á Ísafirði sem kom út í gær segir hann að harka- leg viðhorf sumra í forystu flokksins gagnvart út- lendingum eigi ekkert erindi inn í þjóðfélagsumræðuna. „Ég hef mælt kröftuglega á móti þeim,“ segir Kristinn í viðtalinu. Við- brögð þessara sömu manna í forystu flokksins gagnvart honum láta heldur ekki á sér standa og spyrja má hvort Kristinn sé orðinn útlendingur hjá frjálslyndum? þórarinn þórarinsson fréttastjóri skrifar toti@dv.is sigurjón þ. Árnason bankastjóri starfsfólk hans í London hafði ekki komið sér fyrir á nýjum stað þegar þjófar höfðu á brott rándýran tölvubúnað. Lögregla í bretlandi leitar þjófanna. Ekki búið að opna Landsbankinn var ekki búinn að opna nýja útibúið en dýr tölvubúnaður var kominn í hús og féll í hendur ræningjanna. Rannsókn lögreglu á máli manns sem er meðal annars grunaður um að hafa ítrekað fengið ókunnuga karlmenn til þess að hafa kynferðis- legt samneyti við sambýliskonu sína, gegn hennar vilja og stundum fleiri en einn í einu, er lokið. Þetta heim- ilisofbeldismál þykir sérlega hrotta- fengið og konan óttaðist um líf sitt á meðan á sambandi hennar við manninn stóð. „Það sem tekur við núna er að ríkissaksóknari tekur ákvörðun um framhaldið og hvort ákært verð- ur í málinu eður ei,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar. Hann á von á því að ákvörðun ríkissaksókn- ara verði tekin fljótt þar sem málið er mjög umfangsmikið og hefur verið lengi í rannsókn. Rannsóknin teygði anga sína meðal annars til Noregs og Danmerkur þar sem fólkið var búsett á þeim tíma sem hluti hinna meintu brota áttu sér stað. Þann 7. ágúst staðfesti Hæstirétt- ur úrskurð Héraðsdóms Reykjavík- ur um að maðurinn skyldi ekki sæta nálgunarbanni, þvert á kröfur lög- reglustjórans í Reykjavík. Meint of- beldisverk mannsins ná yfir þriggja ára tímabil á meðan hann var í sam- búð með konunni. Á þeim tíma sak- ar konan manninn um ítrekað og sérlega fólskulegt líkamlegt og kyn- ferðislegt ofbeldi. Sambandi þeirra lauk í janúar á þessu ári og síðar í þeim mánuði fékk konan sex mán- aða nálgunarbann á manninn, enda óttaðist hún mjög um líf sitt. Auk ítrekaðra barsmíða og hót- ana hefur lögregla meðal annars rannsakað ásakanir konunnar um að maðurinn hafi frá vorinu 2005 oft fengið ókunna karlmenn, stundum í hópi, til að eiga kynferðislegt sam- neyti við hana. Þá á sambýlismað- urinn að hafa tekið athæfið upp á myndband. Í samtali við dv.is þann 8. ágúst sagði Hilmar Ingimundarson, verj- andi mannsins, að hann lýsti sig sak- lausan af ásökununum og að hann væri jafnframt vongóður um fram- haldið. mikael@dv.is Hrottafengið heimilisofbeldismál komið til ríkissaksóknara: þungar sakir ríkissaksóknari mun ákveða hvort maðurinn verður ákærður fyrir meint ofbeldisverk. Barsmíðar og hópnauðganir Leiðrétting Röng upphæð birtist í Suðurlands- blaði DV á fimmtudaginn í umfjöll- un um erfiðleika lögregluembættis- ins á Selfossi. Þar var missagt að bæta yrði við 25 milljónum við fjár- lög fyrir árið 2009 til að festa í sessi 28 stöður í umdæminu, en hið rétta er að 35 milljónir vantar upp á. Þjófarnir gerðu sér lít- ið fyrir og ruddust inn í hálfklárað útibúið, slógu öryggisvörð í rot og höfðu tölvurnar á brott með sér. Ræningjar rotuðu öryggisvörð og rændu vélbúnaði, sem talið er að kosti tugi milljóna, úr nýju útibúi Landsbankans í London á mánudag. Starfsemi er ekki hafin í húsnæðinu þannig að aðgangur þjófanna að því virðist hafa verið frekar greiður. Næturvörður í skrifstofu- byggingunni gat ekki stöðvað ræningjana og lá rotaður eftir viðskipti sín við skúrkana. Landsbankinn æ dur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.