Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Page 12
föstudagur 19. september 2008 Helgarblað12 Það er að ýmsu að huga þegar fólk lendir í þeirri aðstöðu að missa at- vinnu sína. Andlega tekur það sinn toll að missa vinnuna og fólki gætu virst öll sund lokuð. Í samfélaginu er þó að finna mikilvægt öryggis- net sem styður fólk í leit að lausn sinna mála. Hjá Vinnumálastofn- un er unnið mikilvægt starf til að aðstoða þá sem lenda í svartasta myrkri atvinnulífsins og eru komnir út í horn. Í ráðleysi sínu vita margir oft ekki hvert skal snúa sér og hvaða möguleikar eru í boði. DV heldur áfram að skoða atvinnuástandið á Íslandi í dag og beinir nú sjónum sínum að því hvað er í boði fyrir fólk sem missir atvinnuna. Tekið á móti fólki í öngum sínum „Það fyrsta sem fólk á að gera daginn sem það hættir að fá laun er að koma alveg á stundinni til okk- ar og sækja um bætur,“ segir Hug- rún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar höfuðborg- arsvæðisins, um fyrstu skrefin í at- vinnuleysinu. Hún segir mikilvægt fyrir fólk að líta á það sem rétt sinn að leita bóta. „Auðvitað eru þetta þung spor, en þetta er réttur sem fólk er búið að vinna sér inn og það á að hugsa það þannig,“ segir Hug- rún. Hún segir Vinnumálastofn- un hafa lagt mikla áherslu á það síðustu árin að reyna að létta fólki þessi spor, enda séu þau gríðarlega erfið fyrir langflesta. Margir upplifa mikla skömm við að ganga inn hjá Vinnumálastofnun í leit að bótum, en ýmislegt hefur verið gert til að hlífa fólki. „Árið 2006 var kerfinu breytt að því leytinu til að þú kemur ekki lengur og stimplar þig inn í langri röð. Eftir að hafa skráð þig í fyrsta skipti kemur þú mánaðarlega til fundar við ráðgjafa þinn eða vinnu- miðlara,“ segir Hugrún og bætir við að undanfarið hafi verið unn- ið að því að hanna tölvukerfi sem gerir fólki kleift að skrá sig heiman frá. „Síðan er hægt að senda okk- ur þau gögn sem til þarf svo það er alltaf verið að vinna að því að gera kerfið notendavænna og þægilegra. Þannig þarf það að vera.“ Námskeið og ráðgjöf Vinnumálastofnun býður upp á fjöldann allan af endurgjaldslaus- um námskeiðum og ráðgjöf fyr- ir þá sem standa á þessum erfiðu tímamótum. Að sögn Hugrúnar eru þessir þættir mjög mikilvægir, auk þess sem fólk hafi oft gott af því að setjast niður og ræða um ástand sitt og líðan á erfiðleikatímum. „Það er oft auðveldara að tala um þessa hluti við ókunnuga ráðgjafa en einhvern sem maður þekkir,“ segir Hugrún. Reynt er eftir fremsta megni að hafa alla ráðgjöf, námskeið og þjónustu einstaklingsmiðaða. Oft á rangri hillu í lífinu Hugrún segir áhugasviðspróf og sjálfsstyrkingarnámskeið hafa not- ið mikilla vinsælda og oft komi það á daginn að fólk uppgötvar að það hafi verið á kolrangri hillu miðað við áhugasvið sín og styrkleika. „Ákveð- ið hlutfall þeirra hefur bara verið illa sett í vinnunni, skortir menntun og er jafnvel á rangri hillu í lífinu. Stundum verður þetta hið mesta gæfuspor ef satt skal segja. Fólk fer í nám og leitar á önnur svið,“ segir Hugrún og bætir við að áhugasviðs- próf séu tilvalin fyrir fólk á miðj- um aldri sem geti haft mikið gagn af þeim til að átta sig á hvert hugur þess leitar. Þar að auki sé boðið upp á tugi starfstengdra námskeiða. Erfitt fyrir of menntaða Góð menntun er oft hornsteinn atvinnuöryggis og vissulega mik- ilvægur þáttur á vinnumarkaði. Í augnablikinu er mikið framboð af störfum, en þá einna helst í um- önnunar- og þjónustugeiranum. Aðspurð hvernig það fólk standi sem teljist „of menntað“ fyrir tiltek- in störf sem sæma hugsanlega ekki menntun þess segir Hugrún þær aðstæður ávallt erfiðar. „Það verður alltaf svolítið erf- itt. Stundum er það þannig að það er hreinlega ekki eftirspurn í þinni grein. Þá ráðlegg ég fólki, þótt hæg- ara sé sagt en gert, að taka því sem í boði er. Það getur aðeins verið tíma- bundið, en það er þá frekar hægt að leita úr því starfi þegar fram líða stundir og ástandið lagast.“ Hún bætir við að markmið Vinnumálastofnunar sé einfald- lega að miðla sem flestum í rétt störf og gera það sem best. Undan- farna mánuði hefur þjónustan við atvinnurekendur einnig verið bætt og ástæðan er einföld, hagsmunir atvinnurekenda og atvinnuleitenda fara saman og vandaðri vinnumiðl- un er allra hagur, að sögn Hugrún- ar. Bætur duga skammt í dag Atvinnuleysisbætur á Íslandi í dag nema 136 þúsund krónum á mánuði. Það fer oft eftir ráðningar- samningi hvernig uppsagnarfresti er háttað, en algengt er að hann sé þrír mánuðir. Þegar uppsagnar- fresturinn rennur út er mikilvægt að sækja strax um atvinnuleysis- bætur. Þegar einstaklingur fer á at- vinnuleysisbætur miðast tíu fyrstu dagarnir við bætur upp á 136 þús- und krónur á mánuði. Hægt er að fá tekjutengdar atvinnuleysisbæt- ur í 65 daga þar á eftir sem geta að hámarki verið 220.749 krónur. Ekki eru þó allir gjaldgengir í tekjuteng- ingu atvinnuleysisbóta. Almennt eru því atvinnuleysisbætur um 136 þúsund krónur á mánuði. Sá peningur dugar skammt á Ís- landi í dag þar sem verðlag á mat- vælum og annarri nauðsynjavöru hefur snarhækkað undanfarið. Samkvæmt nýjustu könnun verð- lagseftirlits ASÍ frá 18. september kemur fram að vörukarfan í flestum matvöruverslunum hefur hækkað um 5 til 7 prósent frá því um miðj- an júní. Sé fólk að reka heimili og fjölskyldu gefur því augaleið að 136 þúsund krónur hlaupa skammt og duga vart fyrir afborgunum lána eða nauðsynjavöru. Í þrot eftir 7 mánaða atvinnuleysi Í DV í gær var rætt við 49 ára einstæða móður sem hefur verið atvinnulaus í sjö mánuði. Hún lenti í hópuppsögn í upphafi árs og hef- ur verið í látlausri leit að atvinnu síðan. Fátt hefur hins vegar verið um fína drætti á atvinnumarkað- inum fyrir hana. Hún viðurkenndi að það væru þung spor að taka að sækja um atvinnuleysisbætur. Hún keypti sér íbúð fyrir sig og dóttur sína árið 2005 á 100 prósent lán- um. Hún sagðist hafa náð að halda sér á floti þar til um síðustu mán- aðamót, en vera nú svo gott sem komin í þrot með skuldir sínar, sem nema tugum milljóna. „Atvinnuleysið fer mjög illa með mann andlega. Maður fer ofan í lægð og sjálfstraustið fer niður. Ég er manneskja sem hef unnið mikið alla mína ævi og það eru rosalega þung spor að taka að sækja um at- vinnuleysisbætur. Kannski er þetta bara viðhorf minnar kynslóðar, „Ákveðið hlutfall þeirra sem missa vinnu hefur bara verið illa sett í vinnunni, skortir menntun og er jafnvel á rangri hillu í lífinu. Stundum verð- ur þetta hið mesta gæfuspor ef satt skal segja. Fólk fer í nám og leitar á önnur svið.“ Ljósið í myrkri atvinnuLeysisins Sigurður MikaEl jóNSSON blaðamaður skrifar: mikael@dv.is fimmtudagur 18. september 20082 Fréttir „Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í atvinnuleysi,“ segir 49 ára einstæð móðir sem lenti í því fyrir sjö mánuð- um að vera sagt upp í hópuppsögn hjá fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Hún er ljósmóðir að mennt auk þess að búa að annarri menntun og hafa rekið eigið fyrirtæki um tíma. Tæki- færin eru engu að síður af skornum skammti. Hún sér fram á dimman vetur hjá sér og unglingsdóttur sinni á meðan skuldir hrannast upp og lítið glæðist á atvinnumarkaðinum. Hún segir atvinnuleysið fara mjög illa með fólk og sjálfstraustið bíði hnekki. Lenti í hópuppsögn „Ég var að vinna hjá fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum síðustu tvö árin en lenti síðan í hópuppsögn- um mánaðamótin febrúar mars. Það var mikið áfall jafnvel þótt ég hefði hugsað mér að breyta til áður en mér var sagt upp. En ég hefði aldrei far- ið að segja upp án þess að vera búin að finna mér aðra vinnu,“ segir kon- an. Hún segir það hafa vegið á móti að hún hafi fengið laun í þrjá mán- uði eftir uppsögnina, sem hún taldi þá vera nægan tíma auk sumarfrís til að fá aðra vinnu. En sú varð ekki raunin. Víða leitað Hún skráði sig í kjölfarið hjá þremur mismunandi ráðningar- skrifstofum í von um að það hjálp- aði til við að fá vinnu, auk þess sem hún sendi inn sínar eigin umsóknir til fyrirtækja sem henni hugnaðist að starfa hjá. Allt í allt hefur hún sent yfir tuttugu umsóknir. „Fyrst um sinn leitaði ég mér að vinnu utan spítal- ans hreinlega út af því að launin þar eru svo lág að ég get ekki lifað á þeim. Þetta var í lagi í byrjun að vera í at- vinnuleit og sækja um, en svo heyrir maður að hundruð manns sækja um sömu stöður og maður er aldrei kall- aður í viðtal,“ segir konan og bendir á að á sama tíma og hún hafi verið í at- vinnuleit hafi verið að segja upp fólki víða annars staðar í samfélaginu. „Það fólk fer sömu leiðir og maður sjálfur, þannig að maður verður allt- af vonlausari og vonlausari um að fá vinnu. Tækifærin eru af skornum skammti og óvissan er mikil.“ 22 milljónir á bakinu „Ég er skráð fyrir íbúðinni minni sem ég keypti árið 2005 á 100 pró- sent lánum. Ætli ég sé ekki með 22 milljónir í skuldum sem ég þarf að borga af, ef ekki meira. Ég hef náð að fljóta þar til um síðustu mánaðamót og núna er ég komin í þrengingar hvað það varðar. Það er ekki uppörv- andi að sjá hvernig lánin hjá manni hækka um hver mánaðamót,“ seg- ir konan og bætir við að nú sé fast- eignamarkaðurinn þannig að það sé ómögulegt að selja íbúðina. Hún segir að lán sín séu ekki hjá Íbúða- lánasjóði og því standi henni ekki til boða að láta frysta þau. „Maður er eiginlega kominn út í horn með að leysa sín mál.“ Þung spor að sækja um bætur „Atvinnuleysið fer mjög illa með mann andlega. Maður fer ofan í rosalega lægð og sjálfstraustið fer niður. Maður veigrar sér jafnvel við því að sækja um stöður og kvíðir því að fara í viðtöl af því að maður er ekki upp á sitt besta. Þetta brýtur mann bara niður. Ég er manneskja sem hef unnið mikið alla mína ævi og það eru rosalega þung spor að taka að sækja um atvinnuleysisbæt- ur. Kannski er það bara þannig við- horfið hjá minni kynslóð, en þetta er það síðasta sem maður myndi gera.“ Hún segir það gott framtak hjá Vinnumálastofnun að bjóða upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir fólk í hennar sporum. „Það er mjög mikil- vægt því þetta er mjög erfitt ferli fyrir fólk að ganga í gegnum.“ Vonar það besta Hvað framtíðina varðar segir hin 49 ára einstæða móðir að það eina sem hún geti gert sé að halda áfram að leita og vona það besta. „Núna eru vonandi ljósmæður að semja, en það þýðir ekki að ég fái stöðu á kvennadeildinni. Það hjálpar manni hins vegar ekki að manni virðist allt vera að hrynja í þjóðfélaginu, ég veit eiginlega ekki hvað fólk á að gera.“ Þung spor og dimmir tímar „Ég er manneskja sem hef unnið mikið alla mína ævi og það eru rosalega þung spor að taka að sækja um atvinnuleysisbætur.“ Sigurður MikaeL jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is 22 milljónir Lánin á íbúðinni hækka án afláts og viðmælandi dV er kominn út í horn. ráðþrota atvinnulaus 49 ára einstæð móðir sem er skuldum vafin segir það þung skref að sækja um atvinnuleysisbætur. fimmtudagur 18. september 2008 3 Fréttir Mikael Torfason Leitar nýrra tækifæra „Það er mjög mikið áfall fyrir fólk þegar það missir vinnuna,“ segir Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðing- ur spurð um viðbrögð fólks við at- vinnumissi. „Það getur verið mjög lamandi og þegar það virkar þannig á einstaklinginn er hann einhvern tíma að átta sig á aðstæðum. Þegar þannig er ástatt koma alls konar tilfinningar og ósjálfráðar hugsan- ir. Efasemdir um eigin getu, hvort hægt sé að komast í gegnum þetta, ótti við framtíðina og kvíði vegna fjármálanna. Hvernig verður með húsið mitt? Fjölskyldu mína? Get ég verið fyrirvinnan sem ég var?“ Hún bendir á í því samhengi að það geti verið talsvert meira áfall fyrir karlmenn að missa vinnuna, þar sem þeir upplifi mikinn stöðu- missi við aðstæður sem þessar. „Konurnar hafa breiðara félagslegt net sem þær geta sótt stuðning í. Og þær takast á annan hátt við þetta áfall sem atvinnuleysi er.“ Getur brotið fólk niður Ágústína segir að afleiðingar uppsagna og atvinnumissis geti ver- ið mjög mismunandi fyrir fólk. „Ef ástandið er mjög slæmt kemur kvíði sem getur þróast út í þunglyndi, en sjálfsvígshugsanir koma yfirleitt ekki fyrr en staðan er orðin mjög tvísýn og viðkomandi er búinn að fá ítrek- aða höfnun. Það er að segja, ef ein- staklingur er búinn að sækja aftur og aftur um vinnu og fengið neitun. Þá getur það brotið fólk niður.“ Tækifæri til að vaxa Ágústína segir sín skilaboð til fólks sem missir vinnuna séu að líta á þetta sem tækifæri til að vaxa. „Þú uppgötvar oft ekki þinn eigin styrk fyrr en þú ert að lenda í aðstæðum sem þú bjóst ekki við. Allt í einu finnur þú þolkraft eða sveigjanleika sem þú gerðir þér ekki grein fyrir að þú byggir yfir.“ Ágústína segir mikilvægt fyrir einstaklinginn að líta á sjálfan sig og skoða í hverju hann sé sterkast- ur og hvernig hægt sé að nota þann styrkleika samhliða fyrri reynslu og menntun til að horfa á aðra starfs- möguleika. Þá jafnvel á öðrum vett- vangi en fólk hefur starfað á. „Þetta snýst svolítið um að hugsa út fyrir þann ramma sem fólk er vant og sjá hugsanlega möguleika á öðrum sviðum, því það eru margir mögu- leikar á öðrum sviðum.“ Engin skömm Það er mat Ágústínu að fólk í stéttum sem nú gangi í gegnum þrengingar geti komið með mikil- vægt innlegg í aðrar atvinnugrein- ar sem ekki sé þar fyrir. „Það eru ekki að lokast neinar dyr, heldur er umhverfið að umbreytast á annað svið. Síðan þegar þenslan kemur á nýjan leik munu ný tækifæri bjóð- ast. Í millitíðinni getur fólk verið að sanka að sér mikilvægri þekkingu og starfsreynslu,“ segir Ágústína og bætir við mikilvægum skilaboðum til handa þeim sem eiga nú um sárt að binda: „Það er hvorki skömm né neikvætt að missa vinnuna, svo lengi sem þú leyfir því ekki að ná yfirtökunum hjá þér. Þegar mót- streymi kemur er það tímabundið verkefni til að takast á við. En not- aðu tækifærið til að vaxa sem mann- eskja,“ segir Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur að lokum. Ágústína Ingvarsdóttir Getur brotið fólk niður „Ég myndi alveg vilja taka þátt í einhverju og komast upp úr eigin hugarheimi um tíma,“ segir Mika- el Torfason, rithöfundur og blaða- maður, sem er um þessar mundir með augun opin fyrir atvinnutæki- færum eins og svo margir aðrir. Birtingarform atvinnuástandsins á Íslandi í dag eru mörg nú þegar þrengt hefur að. Mikael er einn af þeim sem eru í atvinnuleit þótt hann taki ástandinu heim- spekilega og af meiri ró en aðrir sem farnir eru að örvænta. „Ég er í svolítið annarri stöðu um þessar mundir af því ég hef alltaf unnið í fjölmiðlum þeg- ar það er stemning fyr- ir því og eitthvað er í gangi. En svo hef ég átt mjög auðvelt með að vera bara að dunda mér við að skrifa bók, sem ég hef verið í undan- farna 12 mánuði. En ég myndi alveg vilja taka þátt í einhverju,“ segir Mika- el. Á rithöfundalaun Hann viðurkennir að örvænt- ingin sé kannski ekki að sliga hann þótt hann hafi verið að leita sér að nýjum verkefnum á þessum síð- ustu og verstu tímum. Aðspurður hvert hugurinn stefnir segir hann að leit hans sé enn um sinn bund- inn við fjölmiðlaheiminn. „Ég er nú ekki búinn að leita annað en að láta vini mína í fjölmiðlum vita af því að ég sé opinn fyrir verkefn- um. Núna eru um tvær vikur þar til maður getur sótt um rithöfunda- laun aftur og ætli það endi ekki með því ef allt annað bregst.“ Sviptingar daglegt brauð Aðspurður hvort hann hafi áður verið í þeirri aðstöðu að vera í atvinnuleit segir Mikael að það sé bæði og. „Alltaf þegar ég er að skrifa er ég til í önnur verk- efni. Aldrei skorast undan með það. Fjölmiðlar eru þannig að þar eru sviptingar og breytingar dag- legt brauð, eins og við sjáum bara núna. Fyrir þremur árum var allt önnur staða á fjölmiðlamarkaðin- um en er í dag, eftir þrjú ár verð- ur hún enn breytt. Miðlar koma og fara og fólkið með,“ segir Mikael og bætir við að hann hafi einhvern veginn alltaf verið í þessari stöðu. Dýrt að lifa Aðspurður hvernig ástandið á Íslandi í dag komi við fjármálin hjá fjölskyldumanni eins og hon- um segir Mikael að hann sé bara í sömu aðstöðu og aðrar fjölskyldur á landinu. „Ef verðbólgan verður 100% er þetta bara búið, það gef- ur augaleið. Ég held að ég sé ekk- ert í annarri stöðu en almenningur á Íslandi í dag. Ef þú skuldar eitt- hvað ertu bara í djúpum skít, ef fram heldur sem horfir. Ef þú þarft að kaupa í matinn þarftu nán- ast að bryðja þunglyndislyf áður en þú ferð inn í stórmarkað. Bara til að halda gleðinni eftir að hafa pungað út stórfé fyrir brýnustu nauðsynjum. Ég held að allir séu bara í þeirri stöðu.“ Framtíðin óráðin „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Kannski koma einhver skemmtileg verkefni en ef ekki hef ég alltaf mitt eigið skemmtilega verkefni sem er að skrifa bækurn- ar mínar. Þá held ég mig við það,“ segir Mikael en hann gerir ráð fyr- ir því að það eigi eftir að verða enn frekari uppstokkanir í vetur. „Það verður örugglega einhver stemn- ing fyrir því að fá mann til að hjálpa til við eitthvað.“ Góðærið ærði menn Kreppa og þrengingar horfa öðruvísi við Mikael en flestum þar sem hann segist sjá fram á að næstu mánuðir geti verið mjög krefjandi og skemmtilegir. „Því eins og góð- ærið getur verið gott fyrir budduna getur það verið leiðinlegt. Það sem þú gerir rétt í kreppunni er miklu betra,“ Mikael hefur greinilega haft gott af því að gefa úr sjálfshjálpar- bókina um Warren Buffet-aðferð- ina þar sem hann tekur kreppunni heimspekilega. „Ég held að þrátt fyrir að almenningur hafi áhyggjur af ástandinu er það fegið að þess- ari vitleysu sé lokið. Það nennir ekki að vita af Elton John í afmæl- isveislum og öðru gegndarlausu bruðli. Fólk vill bara jafnvægi og stöðugleika í staðinn.“ mikael@dv.is „Ef þú þarft að kaupa í matinn þarftu nánast að bryðja þunglyndis- lyf áður en þú ferð inn í stórmarkað.“ Engin skömm Það þarf ekki að vera neikvætt að missa vinnuna, svo lengi sem það nær ekki yfirtökunum hjá fólki. Í atvinnuleit mikael torfason er að leita sér að vinnu á markaði sem býður fá tækifæri um þessar mundir. Lamandi áhrif fólk sem missir vinnuna getur orðið þunglynt. 18. eptembe Ítarleg umfjöllun v r um atvinnuleysi í dV í gær. Fólk sem verður fyrir atvinnumissi þarf að huga að mörgu, en því stendur ýmislegt til boða. Hægt er að sækja uppbyggileg nám- skeið og þiggja gagnlega ráðgjöf til að undirbúa sig fyrir endur- komuna á vinnumarkaðinn. Vinnumálastofnun býður upp á tugi leiða til að aðstoða fólk við að fóta sig á nýjan leik. Mikilvægt er að sækja um atvinnuleysisbætur strax þegar fólk hættir að þiggja laun. Þær bætur hrökkva þó skammt á Íslandi í dag. Ekki endalokin Hjá Vinnumálastofnun er boðið upp á tugi námskeiða og ráðgjöf til handa þeim sem lenda í því að missa atvinnuna. MyNd Sigurður guNNarSSON dæMi uM ráðgjöf Og NáMSkEið SEM Í BOði Eru n Áhugasviðsgreining n fjármál heimilisins n Námskeið í kvíðastjórnun n sjálfsefling og samskipti n starfsleitarnámskeið n Ýmis tölvunámskeið n aðstoð við lesblindu n sterkari staða - efling til starfs fyrir 50 ára og eldri n Vinnuvélanámskeið n Hægt er að sækja um námsstyrk til að sækja önnur námskeið en þau sem í boði eru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.