Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Qupperneq 15
gamansamur og sér spaugilegu hlið-
ar málanna. Hann er mjög orðhepp-
inn hann Bjöggi. Það er lengi hægt að
hrósa honum,“ segir Kristinn.
Hafskipsmálið skekur þjóðina
Tólf árum eftir að Björgólfur eign-
aðist Dósagerðina tók hann við starfi
framkvæmdastjóra Hafskips. Það var
1. desember 1977. Það starf átti eftir
að reynast honum erfiðara en menn
gat órað fyrir. Hafskip var íslenskt
skipafélag sem var stofnað 1958.
Reksturinn var oft erfiður en félaginu
var lengst af haldið uppi af lánum frá
Útvegsbanka Íslands.
Hafskip var lýst gjaldþrota í byrjun
desember 1985, eftir að stjórnendum
félagsins mistókst að selja reksturinn.
Æsingurinn var mikill í fjölmiðlum
þar sem Helgarpósturinn reið á vaðið
með neikvæðri umfjöllun. Málið var
tekið fyrir á Alþingi en upphafsmað-
ur þeirra umræðna var núverandi
forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms-
son. Umræðurnar lutu flestar að því
hve mikið tap þjóðarinnar væri vegna
lána Útvegsbankans.
Á bak við lás og slá
Hafskipsmálið varð mikið að um-
fangi. Það fór að lokum fyrir dómstóla
en niðurstaðan var dæmd ómerk
vegna skyldleika saksóknarans við
bankaráðsmann Útvegsbankans.
Þá var annar saksóknari kallaður til.
Niðurstaðan varð þá sú að Björgólf-
ur Guðmundsson, Ragnar Kjartans-
son, Páll Bragi Kristjónsson og Helgi
Magnússon voru dæmdir sekir um
fjárdrátt og skjalafals. Björgólfur og
félagar voru hnepptir í gæsluvarðhald
og var haldið bak við lás og slá í fleiri
mánuði.
Í dag, föstudag, kemur út bókin
Afdrif Hafskips – í boði hins opinbera
eftir sagnfræðinginn Stefán Gunnar
Sveinsson. Í bókinni er samantekt um
Hafskipsmálið frá því hamagangur-
inn hófst árið 1985 og allt þar til síð-
ustu dómarnir félli í Hæstarétti sex
árum síðar. Rétt er þó að taka fram að
höfundurinn var á launum hjá Björ-
gólfi á meðan á ritstörfum stóð og
kann það að varpa efasemdum yfir
verkið, jafnvel þó rétt hafi verið staðið
að málum.
Reiddist en baðst afsökunar
Sigurjón M. Egilsson, núverandi
ritstjóri Mannlífs, kynntist Björgólfi
á meðan á Hafskipsmálinu stóð. „Ég
sat allt réttarhaldið sem blaðamað-
ur á DV. Björgólfur var greinilega
mesti töffarinn í hópnum. Ljóst var að
meðferðin sem þeir höfðu þolað sat í
þeim,“ segir Sigurjón. Hann segir að
Björgólfur hafi eitt sinn reiðst vegna
skrifa sinna. „Þá hafði saksóknarinn
átt sviðið í nokkra daga og ég hafði
skrifað fréttir um það. DV kom út fyrir
hádegi og að loknu hádegishléi kom
Björgólfur að mér og var ósáttur við
DV en einkum mig. Hann sagði ann-
að en skemmtilegt að lesa ófögnuð-
inn um sig. Þegar ég hafði sagt hon-
um að þetta myndi breytast þegar
verjendur tækju við, kom hik á hann
eitt augnablik. Svo bað hann mig af-
sökunar,“ segir Sigurjón.
Varð að hitta Valda
Sigurjón segir Björgólf eink-
ar trygglyndan mann. „Þorvaldur
Björnsson hefur verið samstarfsmað-
ur Björgólfs í áraraðir, frá því þeir voru
báðir hjá Hafskip. Eitt sinn hitti ég
Björgólf og hann sagðist vera að flýta
sér. Erindið, jú hann sagði Valda vera
veikan, og Björgólfur sem var að flýta
sér til hans, bætti við að Valdi hefði
ekki verið veikur síðan hann var á tog-
aranum Þorkeli Mána. Það dugði ekki
Björgólfi að vita að Valdi væri veikur.
Hann varð að heimsækja hann. Held
að þetta lýsi vel trygglyndi Björgólfs,“
segir hann.
Björgólfur og Sigurjón eru báðir
miklir KR-ingar og mæta báðir á völl-
inn. „Þar sést hversu alþýðlegur hann
er. Þrátt fyrir allar breytingar á hans
högum talar enn við hvern sem er og
með sama hætti og áður fyrr,“ segir
hann.
Hafragrautur á morgnana
Sigurjón var eitt sinn í boði Björ-
gólfs á Upton Park. Hann segir fram-
komu hans þar nákvæmlega eins og
á KR-vellinum, jafnvel þótt hefðirnar
séu aðrar. „Á Englandi er Björgólfur
ekki Bjöggi eins og hér heima. Hann
er eigandinn og nýtur virðingar þess
vegna, en ekki bara þess vegna. Fram-
koma hans við gesti og starfsfólk var
eins og á KR-vellinum. Gaf sig á tal við
alla, hlustaði og var miðpunktur vegna
þess hvað hann hefur áreynsluslausa
framkomu,“ segir Sigurjón en vegna
breytinga á högum Björgólfs hafa þeir
fjarlægst frá því sem áður var. „En
þegar hann er til staðar er hann eins
og áður. “Ég borða enn hafragraut á
morgnana,” sagði hann við mig fyrir
ekki svo löngu, þegar við vorum að
spjalla saman,“ segir Sigurjón léttur í
bragði.
Handtekinn um miðja nótt
Kristinn segir að tíminn sem Björ-
gólfur sat inni hafi verið afar lengi að
líða. Honum finnst óréttlátt hvern-
ig farið var að Björgólfi þegar hann
var handtekinn. „Þeir fóru heim til
hans um miðja nótt og börðu hús-
ið að utan. Þau Þóra hrukku upp við
lætin og komust svo að því að lögregl-
an var þarna mætt til að taka hann
fastan,“ segir hann. „Menn vildu sjá
blóð renna. Bjöggi var skotspónninn
og það var gefið út skotleyfi á hann.
Þetta byrjaði allt saman á Alþingi Ís-
lendinga,“ segir Kristinn og rifjar upp
blaðagrein þar sem Björgólfur hélt
hendinni yfir skipslíkani. Yfir mynd-
inni stóð stórum stöfum: „Við erum
að verða stærri en Eimskip.“ Krist-
inn segir að þetta hafi farið mjög fyr-
ir brjóstið á þeim aðilum sem voru að
keppa við hann.
Þegar Björgólfur hafði afplánað
sína fangavist mætti hann upp í KR-
heimilið, til að hitta vini sína. „Ég man
að hann kom til mín og sagði: „Ég veit,
Kiddi, hvar vinir mínir eru.““
Kristinn segir að þrátt fyrir að ým-
islegt hafi gengið á í Hafskipsmálinu,
hafi Björgólfur aldrei talað illa um þá
sem að málum komu. Það segi meira
um Björgólf en margt annað.
Enginn á velgengni betur skilið
Ellert B. Scram segir að þrátt fyrir
að Björgólfur sé mikið ljúfmenni, geti
hann stokkið upp á nef sér og svar-
að fyrir sig ef á þurfi að halda. Spurð-
ur um hvort Björgólfur hafi einhverja
lesti segir hann að allir hafi sína
ókosti. „Hann er stundum á undan
sjálfum sér. Hann er fljótur að taka
ákvarðanir en það hefur aftur hjálp-
að honum að komast áfram líka,“ seg-
ir Ellert.
Hann segir að Björgólfur hafi
gengið í gegnum ýmislegt í um ævina.
„Hann átti í erfiðleikum með vín á
sínum yngri árum og svo missti hann
dóttur sína í hörmulegu bílslysi. Haf-
skipsmálið var auðvitað mikið áfall
en ég held að allt þetta hafi gefið hon-
um víðsýni. Hann veit sem er að lífið
er ekki beinn og breiður vegur. Það er
aðdáunarvert hvað hann er fjörugur,
glaðbeittur og fullur af lífskrafti,“ segir
Ellert og bætir við: „Ég met hann mjög
mikils og gleðst yfir því hvað honum
hefur gengið vel á seinni árum. Það á
enginn það betur skilið en Björgólf-
ur.“
Endurreisn Björgólfs
Eftir að Björgólfur hafði afplánað
sína refsingu fyrir Hafskipsmálið tók
hann við Vikingbrugg á Akureyri. Það
markaði upphaf af því veldi Björgólfs
sem Íslendingar þekkja í dag. Rekst-
urinn gekk vel og svo fór að hann
fylgdi verksmiðjunni til Rússlands.
Sonur hans, Björgólfur Thor, var með
í því ævintýri. Þeir feðgar voru í nokk-
ur ár í Pétursborg í Rússlandi en Þóra
hélt sig að mestu heima á Íslandi.
Árið 1997 stofnuðu þeir feðg-
ar bruggverksmiðjuna Bravo, ásamt
Magnúsi Þorsteinssyni, manninum
sem hefur lýst sig ábyrgan fyrir þeim
ólgusjó sem vaggar Eimskipi nú. Bra-
vo naut velgengni en þeir félagar
seldu fyrirtækið til Heineken fyrir 400
milljónir dollara. Mikil dulúð ríkir þó
yfir því hvernig „Rússagullið“ kom til
en það er þó líklega óhætt að segja að
Björgólfur hafi gjörsigrað þann and-
stæðing sem vínið var honum áður.
Fjármagnið notuðu þeir til fjárfest-
inga á Íslandi.“
föstudagur 19. september 2008 15Helgarblað
Lífróður
BjörgóLfs
„Menn vildu sjá blóð
renna. Bjöggi var
skotspónninn og það
var gefið út skotleyfi
á hann. Þetta byrjaði
allt saman á Alþingi
Íslendinga.“
„Hann er stundum
á undan sjálfum sér.
Hann er fljótur að taka
ákvarðanir en það hef-
ur aftur hjálpað honum
að komast áfram líka.“
Framhald á
næstu síðu
Björgólfur Guðmundsson og Margrét
Þóra Hallgrímsson, eða Bjöggi og Þóra
Viðmælendum ber saman um að þau séu
mjög náin þrátt fyrir mikil ferðalög.