Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Qupperneq 20
föstudagur 19. september 200820 Helgarblað DV Vöruverð og verslunarmáti er nokkuð sem margir spá í þessa dagana. Sumir láta sig verð engu skipta og kaupa það sem hendi er næst. Raunin er sú að víða er hægt að spara margar krónur með því einu að huga að því hvað er dýrt og hvað ekki. Sölumenn víla oft ekkert fyrir sér og leggja á vöruna það sem þeir komast upp með. DV tók saman dæmi um verð á vörum og þjónustu sem kunna að þykja dýrar og kynnir betri kosti. Dýrkeypt vara dæmi 1 Dýrt: smurt brauð í Þórsbakaríi í Ármúla. Chiabatta-brauð með skinku og grænmeti á 750 krónur. Sparnaður: 12 tommu pitsubÁtur Á subway. smurðar samlokur eru oft dýrar hvert sem maður fer. Þó hagstæðast sé að smyrja heima hjá sér getur maður fengið 12 tommu pitsukafbát á subway á 749 krónur. stærri samloka fyrir sama pening og í bakaríinu. dæmi 2 Dýrt: Heimsend pitsa frÁ pizza Hut. Það kostar 4.700 krónur að fá stóra pitsu með tveimur áleggsteg- undum, skammti af brauðstöngum, sósu og 2 lítrum af gosi senda heim. Sparnaður: sparitilboð a HjÁ domino´s sparitilboð a inniheldur það sama eða stóra pitsu með tveimur áleggstegundum, skammti af brauðstöngum, sósu og 2 lítrum af gosi en er á aðeins 2.850 krónur. Hægt að fá næstum tvö fyrir sama pening og hjá pizza Hut. dæmi 3 Dýrt: Hringja í 118. upphafsverðið er dýrt hjá flestum símafyrirtækjum. Hjá tal er upphafsverðið 76 krónur og mínútuverð 68 krónur. sá sem hringir úr gsm-símanum sínum, talar í hálfa mínútu og fær áframsendingu borgar fyrir símtalið 129 krónur. Sparnaður: ja.is. Það kostar ekki neitt nema smá aukatíma að slá inn númerið. Á ferðinni er líka sniðugt að stoppa á næstu bensínstöð og fá lánaða símaskrá. Það þarf ekki nema nokkur símtöl í 118 og kostnaðurinn er orðinn mörg hundruð krónur. dæmi 4 Dýrt: jarlsberg-ostur í ostaborðinu í Hagkaupum. Hinn vinsæli jarlsberg-ostur kostar í ostaborðinu í Hagkaupum 4.344 kílóið. Sparnaður: jarlsberg-ostur í ostabúðinni við skólavörðustíg. Hægt er að fá hann ódýrari. í ostabúðinni er kílóverðið 3.570 krónur og 774 krónum ódýrara. ef keypt væri hálfs kílóa stykki myndi það kosta 1.785 krónur í stað 2.172 króna í Hagkaupum. dæmi 5 Dýrt: ferskjur í 10-11. kílóverðið á ferskjum í 10-11 er 1.499 krónur. ferskja sem vegur 230 grömm kostar hvorki meira né minna en 345 krónur. Sparnaður: ferskjur í krónunni. kílóverðið á ferskjunum í krónunni er 399 krónur sem er 1.100 krónum ódýrara en í 10-11. ferskja sem vegur 230 grömm mundi því kosta 92 krónur. Hægt er að kaupa 3 ferskjur á verði einnar í 10-11. dæmi 6 Dýrt: ben and jerry´s ís í 10-11. lítil dós af ísnum, 473 gramma dós, kostar 1.099 krónur í 10-11. nýlega búin að hækka úr 999 krónum. Sparnaður: ben and jerry´s ís í Hagkaupum. ísinn kostar 879 krónur í Hagkaupum og því hagstæðara að kaupa hann þar. núna um helgina eru svokallaðir amerískir dagar í Hagkaupum og er ísinn á 50 prósent afslætti en aðeins yfir helgina. dæmi 7 Dýrt: sólÞurrkaðir tómatar frÁ saCla sem fÁst í krónunni. Hægt er að kaupa þá frá sacla á 692 krónur í krukku sem vegur 280 grömm. Sparnaður: sólÞurrkaðir tómatar frÁ ora sem líka fÁst í krónunni. Þeir kosta aðeins 299 krónur og vegur krukkan 340 grömm. tómatarnir bragðast mjög svipað og maður fær meira fyrir peninginn ef maður kaupir þá frá ora fremur en sacla. Að eiga og elska heimsins versta hund -Mjög fyndin ástarjátning ... Í bókinni Marley og ég er viðfangsefninu lýst af hlýju ... gamansemi og ástúð. New York Times -Fyndin og hjartnæm saga um fimmtíu kílóa Labrador sem var jafn tryggur og elskulegur og hann var óþekkur. People -Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins. USA Today MARLEY OG ÉG er bók sem allir hundaáhugamenn verða að lesa - og hinir líka. Marley og ég John Grogan Að eiga og elska heimsins versta hund Á metsölulista New York Times Frum- útgáfa í kilju HÓLAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.