Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Side 25
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 25Fókus Hvað er að GERAST? Á sunnudaginn verður sleg- ið upp veislu í Þjóðleikhúsinu þar sem leikarar stíga á svið ásamt fjölda tónlistarmanna og dansara- efna og flytja brot úr verkum Atla Heimis Sveinssonar tónskálds. Herlegheitin fara fram í tilefni af 70 ára afmæli Atla en flutt verða brot úr verkunum Ég er gull og gersemi, Landi míns föður, Ofvit- anum, Mýrarljósi, Sjálfstæðu fólki og Dimmalimm. „Leikhústónlist Atla Heimis samanstendur af litlum perlum, „eyrna-ormum“ sem skreyta kveð- skap sem á sér djúpar rætur í þjóð- arsálinni. Þær eru orðnar margar og nær væri að tala um perlufesti,“ segir Edda Heiðrún Bachman sem er dagskrárstjóri á sunnudag. Meðal flytjenda verða Baldur Trausti Hreinsson, Egill Ólafsson, Esther Talía Casey, Herdís Þor- valdsdóttir, Ívar Helgason, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Selma Björnsdóttir, Valur Freyr Einars- son, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þórunn Lárusdóttir. Börn úr Grad- uale futuri og kór Kórskóla Lang- holtskirkju syngja undir stjórn Bryndísar Baldvinsdóttur og Hörpu Harðardóttur og Þorgerð- ur Ingólfsdóttir stýrir Hamrahlíð- arkórnum. Þjóðleikhúsið fagnar 70 ára afmæli Atla Heimis Sveinssonar tónskálds: LEikhúSPERLUR ATLA föstudagur n Sign á Amsterdam húsið opnað klukkan 22.00 og kostar 1000 krónur inn. Aldurstakmark er 20 ár og hljómsveitin Endless Dark kemur einnig fram sem og sérstakur leynigestur. n Frumsýning í Óperunni Óperurnar Cavalleria Rusticana og Pagliacci verða frumsýndar í kvöld í Íslensku óperunni. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tvær óperur eru sýndar saman þar en það er kristján Jóhannsson sem fer með aðalhlutverkið. n Ljósmyndasýning í Týnda hestinum Fjórir íslenskir og einn bandarískur ljósmyndari standa að samsýningu í The Lost horse Gallery. Sýning sem veitir góða innsýn inn í fjölbreytt landslag samtíma- ljósmyndunar. n South River Band á Grand Rokk hljómsveitin South River Band ætlar að taka tónleikana upp og gefa út á DVD. Sérstakur gestur er Ásgeir Óskarsson á slagverk. n Opnun í Kirsuberjartrénu Gegga eða helga Birgisdóttir opnar sýninguna Nýtt líf frá Japan í herbergi kirsuberjatrésins Vesturgötu 4 föstudaginn 19. september klukkan 17.00. Þar sýnir hún meðal annars skúlptúra er hún gerði í Japan síðastliðinn vetur. laugardagur n SSSól og Reiðmenn vindanna á NASA helgi Björns og félagar halda heljarinnar tónleika á NASA. helgi stígur því á svið með SSSól og svo Reiðmönnum vindanna sem spila með kappanum á nýjustu plötu hans. Miðaverð er 1500 krónur og húsið opnað klukkan 00.00. n Purrkur Pillnikk heiðraður á Bar 11 Þetta er í annað skipti sem haldnir eru heiðurstónleikar fyrir Purrk Pillnikk á Bar 11. Tónleikarnir byrja klukkan 23.00 og Nögl hitar upp. Ekkert kostar inn. n Trukkakvöld á Players hljómsveitin Sixties heldur uppi fjörinu á trukkakvöldi Dóra tjakks á Players fram eftir nóttu. Það er frítt inn til klukkan 22.00 en eftir það kostar 1000 krónur. n Dirty Night á Sjallanum Agent.is stendur fyrir svokölluðu Dirty Night á Sjallanum á Akureyri. Fram koma Dj Óli Geir og Dj A Ramirez. Undirfatasýn- ing og erótísk stemning. n Deluxxx á Prikinu hip-hop-prinsinn Danni Deluxxx heldur uppi fjörinu á Prikinu. Eftir góða og trausta upphitun stígur Danni á svið á slaginu tólf. STAR WARS: THe FORce UNLeASHeD Þeir sem fíla þriðju persónu ævintýraleiki ættu að kaupa sér eintak. m æ li r m eð ... FýSN Þríleikir eru í tísku og þessi kemur nokkuð sterkur inn. þRíR FRAKKAR Notalegt og afslappað andrúmsloft, góður matur og góð þjónusta. STeP BROTHeRS Ásamt Tropic Thunder bjargar hún á síðustu stundu annars ófyndnu bíósumri frá algerri niðurlægingu. m æ li r eK Ki m eð ... jOURNey 3D Aníta Briem stendur sig vel en annað er ekki jafngott. FAceBReAKeR Ekki boxleikur frekar en Madden. Atli Heimir Sveinsson hefur samið ótal lög sem eru Íslendingum góðkunn. jónas Ingimundarson hefur starfað sem píanóleikari, tónlistar- kennari og kórstjóri í hátt í hálfa öld. Í samtali við Kristján Hrafn Guðmundsson segir hann meðal annars frá tíu ára starfsafmæli Salarins og hvernig hann hefur reynt að brjóta niður ímyndaða múra milli flytjenda klassískrar tónlistar og áheyrenda. ir öflugu tónlistarkynningarstarfi í tengslum við tónleikahald sitt. Þar á meðal er röð sem hann kallar Við slaghörpuna og stefnan er að fari fram annan þriðjudag hvers mánað- ar í Salnum í vetur. Þar tekur hann til skoðunar verk meistaranna og veltir tónlistinni fyrir sér. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort andrúmsloftið á slíkum tónleikum sé öðruvísi en á „venju- legum“ tónleikum, ef svo má segja, þar sem klassíkin er í fyrirrúmi. „Já, það er það. Fyrir mig mun- ar reyndar ekki miklu að öðru leyti en því að þetta er aukavinna, sem stundum getur verið íþyngjandi en er alltaf skemmtileg. En ég held að aðalmálið sé að þetta brýtur niður ímyndaðan múr á milli flytjandans og hlustandans. Ég er ekki að opin- bera neinn stóra sannleik. Ég einung- is velti vöngum og vek upp spurning- ar því ef þú vilt læra um sónötur, eða um það að spila á hljóðfæri eða að syngja, þá þarftu að innrita þig í tón- listarskóla. Það er meira mál en það að þú getir lært það í bréfaskóla eða í nokkrum fyrirlestrum. En ef ég kem þér sem einstaklingi í nánari snert- ingu við músíkina, eingöngu með því að segja nokkur orð, þá er ég ekki of góður til þess að gera það. Og það virðist sem fólk hafi gaman af því.“ Lög ekki „um neitt“ Jónas bætir við að á þessum tón- listarkynningum verði hann að tala mikið í spurningum og líkingum vegna þess að ekki sé hægt að full- yrða að „þetta“ sé bara „þetta“ eða „hitt“ í tónlist. „Þá væri ég að smíða handa þér einhverja mynd og gæti með því eyðilagt fyrir þér allar tón- bókmenntirnar. Með því að segja að þessi þáttur tákni þetta og hinn þátt- urinn hitt, þá gæti það orðið til þess að þú framkallaðir alltaf einhverja mynd í huga þér í hvert sinn sem þú hlustaðir á verkið. Það væri skelfi- legt. En það er ekki auðvelt að tala um þetta nema hafa tóndæmin með til þess að þú skiljir hvað ég eigi við.“ Í þessu samhengi bendir Jónas á að mjög algengt sé nú til dags að sagt sé í fjölmiðlum „lagið er um“ eða hann eða hún samdi „lag um þetta“. Þetta sé rangt. „Lög eru ekki um neitt. Það eru textarnir sem eru um eitthvað. Þetta er mjög misvísandi.“ Jónas nefnir líka sem dæmi tónlist í kvikmyndum. Músík sem geti talist prýðilegur fylginautur við lest sem brunar á fullri ferð í gegnum þéttbýli sé vísast ekki heppileg til að svæfa barn. Ljóst ætti því að vera að margir fletir séu á tónlistinni. „En ég óttast svolítið hávaðann í samfélaginu,“ segir Jónas og gerir málhvíld. „Allir eru með tölvu fyrir framan sig og útvarpið yfir sér allan daginn. Það út af fyrir sig er ekkert hættulegt, en það slævir hæfileik- ann til að hlusta meðvitað. Að hlusta kreatíft. Það er nefnilega hægt að hlusta kreatíft. Það má ekki ræna fólk upplifuninni af því að njóta. Sigur- björn Einarsson biskup sagði ein- hvern tímann í ræðustól í Skálholti að sú tónlist ein eigi rétt á sér sem er betri en þögnin sem hún eyðileggur. Þetta er dálítið skarpt og mjög stór sannleikskjarni í þessu. En að þessu sögðu á ég ekki við að þér þurfi að líka það sem mér líkar. Upplifunin verður vitanlega alltaf prívat.“ þögn fjölmiðla Talið berst að stöðu menningar á Íslandi og þá fyrst og fremst umfjöll- un um hana í fjölmiðlum. Jónas seg- ist alls ekki vilja hljóma eins og nöld- randi kall, hvað þá nöldrandi kall í Kópavogi, en segir að sitt mat sé að menningin fái alltof lítið pláss í ljós- vaka- og prentmiðlum landsins. „Ætli við eigum ekki til að mynda hátt í fjörutíu söngvara sem starfa núna í óperuhúsum erlendis, en við vitum í rauninni ekkert hvar þeir eru eða hvað þeir eru að gera. Ég veit þó það til dæmis að Ólafur Kjartan Sig- urðarson hefur verið að syngja sum- ar eftir sumar með óperukompaníi í Bretlandi þar sem hann hefur oftar en einu sinni verið valinn karlsöngv- ari ársins af áhorfendum. Það veit enginn af því hér. Og hvar er hann núna? Veit það einhver? Ef einhver fótboltamaður skiptir um lið, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis, þá kemst maður ekki hjá því að vita af því. Og við vitum líka hvað hann er hár og þungur og hvort hann er með slitið liðband einhvers staðar,“ segir Jónas. Og hann heldur áfram. „Við eig- um flautuleikara í Bilbao á Spáni, við eigum fiðluleikara sem stundum er konsertmeistari í Köln, við eigum frábæran kontrabassaleikara í Stokk- hólms-fílharmóníunni - hver veit af þessu fólki?“ spyr Jónas og setur lít- illega í brýnnar. Spurningin verð- ur retorísk vegna hiks blaðamanns því Jónas svarar sjálfur. „Við heyrum ekkert af því.“ Að sögn Jónasar eig- um við líka fullt af ungu tónlistarfólki sem ýmist kemst langt í hinum ýmsu samkeppnum í útlöndum eða hrein- lega vinnur þær. En ekkert heyrist af því í íslenskum fjölmiðlum. „Eru þetta ekki fréttir?“ Jónas nefnir líka Diddú, sem hefur verið að syngja í fjölmörgum löndum undanfarna mánuði og ár, og Kristin Sigmundsson óperusöngvara sem Jónas hefur átt afar farsælt samstarf við í gegnum árin. „Hvar er hann núna? Þegar hann kom hingað síðast var hann að koma frá Metropolitan. Hvað var hann að gera þar? Það veit enginn um það.“ Átroðningur og púðurtunna Blaðamaður viðurkennir fúslega að hann hafi ekki svörin við þessum spurningum. En í máttlausri tilraun til að halda uppi að minnsta kosti einhverjum vörnum fyrir sína stétt spyr hann á móti hvort tónlistarfólk- ið og aðrir í klassíska tónlistargeiran- um hér á landi séu nógu duglegir við að koma þessum tíðindum og upp- lýsingum á framfæri. Ekki stendur á svarinu. „Ég fæ það á tilfinninguna að ef maður hringir, þá sé eins og maður sé að troða þessu að. En þetta ætti að vera kveikiþráður. Púðurtunna.“ Jónas segist reyndar sjálfur hringja sjaldan inn á fjölmiðla í þess- um erindagjörðum. „Ég er orðinn svo gamall,“ segir hann og kímir. „En ég veit að margir kvarta undan þessu. Svörin eru að það séu svo margir sem óski eftir umfjöllun, plássið sé lítið og fleira í þeim dúr.“ Spjallið heldur lengi áfram sem of langt mál væri að segja frá hér. Pláss- ið er líka svo lítið og tíminn einnig knappur þannig að spurningar og vangaveltur Jónasar þurftu ekki að bíða lengi eftir sannleiksvottorðinu. kristjanh@dv.is jónas Ingimundarson „Ef einhver fótboltamaður skiptir um lið, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis, þá kemst maður ekki hjá því að vita af því. Og við vitum líka hvað hann er hár og þungur og hvort hann er með slitið liðband einhvers staðar.“ MyND RAKeL ÓSK Á kunnuglegum stað Jónas hefur spilað á tónleikum í hátt í hálfa öld. MyND RAKeL ÓSK Ekki nöldrandi Kall í Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.