Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Side 26
Helgarblað DVföstudagur 19. september 200826 HIN HLIÐIN Fór á tónleika með Hanson Nafn og aldur? „Margrét Erla Maack, 24 ára.“ Atvinna? „Útvarpsstelpa, skrifta, plötu- snúður, magadansmær.“ Hjúskaparstaða? „Ógift.“ Fjöldi barna? „Ekkert ennþá. Þegar ég var 10 ára spurði mamma mig hvað ég vildi eignast mörg börn. Ég svaraði: „Svona tvö og síðan ætla ég bara að láta taka mig úr kerfi.““ Áttu gæludýr? „Nei, en ég fæ litlu frænku mína lánaða stundum.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Tindersticks.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Ég hef einu sinni fengið sekt fyrir of hraðan akstur.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Regnbogakjóllinn minn, því hann lyktar enn eins og Willi- amsburg. Ég þori varla að vera í honum núna af ótta við að lyktin fari.“ Hefur þú farið í megrun? „Í magadansi þykir afar fallegt að hafa eitthvað að hrista.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögð- um mótmælum? „Játs.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Mig langar það.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Mmmbop með Hanson. Kyngdi samt stoltinu síð- asta sumar og fór á tónleika með þeim, þar sem þeir tóku Mmmbop í þremur mismun- andi útgáfum. Ég keypti meira að segja Hanson-bol og fór í eftirpartíið.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka alltaf til jólanna. Ég hlakka líka mikið til að fara út á land með vinkonum mínum í Weird Girls í október að taka upp tónlistarmyndband. Á hverjum degi hlakka ég til að fara heim til fjölskyldunnar minnar og borða með þeim og hlæja.“ Afrek vikunnar? „Að hafa verið alein að ýta á takk- ana og tala í eyrun á fólki sem ég þekki lítið.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Ég hef aldrei borgað fyrir slíkt – en ég á tvær sígaunavinkonur sem spá mikið fyrir mér, hvort sem mér líkar betur eða verr.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Nei, því miður.“ Styður þú ríkisstjórnina? „Nei.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Að fyrirgefa.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Jack White til að ræna af hon- um lífsýni; Hibiscus til að flippa aðeins og fá skemmtilegar hug- myndir og Michael Alig (á sínum tíma) til að skemmta mér ærlega í skrýtnum fötum í New York. Ég er búin að hitta John Waters og öll magadansátrúnaðargoð- in mín.“ Ertu með tattú? „Nei – ég er ekki einu sinni með göt í eyrunum.“ Hefur þú ort ljóð? „Já. Annars erum við vinirnir að- allega í því að gera söngtexta.“ Hverjum líkist þú mest? „Mömmu minni.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Nei, ég er of montin til að leyna svoleiðis. Fólk er hætt að bjóða mér í afmælið sitt því ég kem allt- af með skemmtiatriði.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Okkur sjálfum.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Við eigum fullt í fangi með áfengið.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „New York. Græt það á hverj- um degi að vera ekki á leiðinni á stand up það kvöldið, nema mánudaga – þá vil ég vera á leið- inni í karaókí á Pianos.“ Margrét Erla Maack Er nýjasta röddin í hinuM sívinsæla dægurMálaþætti PoPPland á rás 2. Lr-heilsuvörunar eru að virka. Jákvæð leið til að byggja sig upp. Góð leið til aukinnar orku og meiri vellíðunar og ekki slæmt að aukakílóin hverfa eitt af öðru. Engin örvandi efni. Snyrtivörurnar í Lr er að slá í gegn, tek að mér kynningar í heimahúsum. Gjafir fyrir gestgjafann. LR - Vörurnar Upplýsingar gefur Dísa í síma 690 2103 og á netfang jonadisa@internet.is Plastmódel í miklu úrvali Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.