Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Qupperneq 28
föstudagur 19. september 200828 Helgarblað DV Konan Er hárið að pirra þig? ertu á leiðinni í kokkteilboð, partí eða brúðkaup? er hár- ið ómögulegt og tíminn naumur? Keyptu þér fallega spöng með blómi, blúndu eða annars konar skrauti. Úrvalið hefur aldrei verið meira af fallegum spöngum í búðunum og ekki vitlaust að eiga fleiri en eina til skipt- anna. taktu hárið aftur í hnút eða fallegt tagl og settu upp skemmtilega spöng og áhyggjurnar af hárinu eru úr sögunni. umsjón: KOLbrÚn pÁLÍna heLgadóttIr kolbrun@dv.is n húðburstun örvar blóðstreymi til húðarinnar og fjölgar húðfrumum örar. n húðburstun hjálpar til við að hreinsa dauðar húðfrumur og örva sogæðakerfið. n burstunin hjálpar líkamanum við að losna við eitur- og úrgangsefni úr líkamanum. n húðburstun skal gera á þurra húð með þurrum bursta. n best er að bursta húðina áður en farið er í sturtu á morgnana. n Þegar húðin er burstuð skal alltaf stefna að hjartanu. n best er að byrja á fótleggjunum. fyrst upp að hnjám, bæði að framan, aftan og á hliðum, nokkrum sinnum á hvert svæði. svo frá hnjám, upp að mjöðmum. upp rasskinnar og mjaðmir. gott er svo að taka handleggi frá úlnlið, upp að öxlum og svo yfir axlirnar. farið varlega í húðburstunina yfir magann þar sem húðin er viðkvæmari þar. einnig ættu konur að sleppa því að bursta brjóstin. n að burstuninni lokinni er bara að skella sér í sturtu og um að gera að enda hana á kaldri gusu. Kalda vatnið örvar blóðrásina enn frekar og kemur hita í kroppinn. einnig er það örugg leið til að byrja daginn hress og kát. Burstaðu kroppinn Kona viKunnar Alma Guðmundsdóttir, söng- kona og blaðamaður. n hvað borðar þú í morgunmat? „Ég fæ mér yfirleitt lífrænt kornfleks með sojamjólk og þurrkuðum apríkósum.“ n hvar líður þér best? „heima hjá mér í Kjósinni, hvort sem það er úti í göngutúr, að elda og borða góðan mat með fjölskyldunni eða fyrir framan kamínuna með góða bók.“ n hvernig heldur þú þér í formi? „Þegar ég á kort í ræktinni fer ég reglulega, annars er það skokk með hundana mína tvo með þrekæfingum og teygjum eftir á. annars reyni ég að borða nokkuð hollan mat svona dagsdaglega, en leyfi mér ýmislegt um helgar.“ n hvaða snyrtivörur notar þú dagsdaglega? „gott litað dagkrem, hyljara, augnabrúnalit, smá blush og maskara. svo er það ilmvatn og þá vel ég yfirleitt lykt eftir skapi og veðri. Ég er mjög dugleg að prófa vörur frá mismunandi merkjum og finnst mjög gaman að uppgötva nýjar og góðar snyrtivörur.“ n hvar kaupir þú helst föt? „hérna heima er það helst topshop, en erlendis versla ég yfirleitt í h&m, miss selfridge, urban Outfitters og tek góðan hring í vintage-búðum.“ n hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við sjálfa þig? „fer í baðstofuna í Laugum – það er algjört æði. að borða á góðum veitingastað og fara í nudd er líka eitt mesta dekur sem ég veit um.“ n hvert er þitt helsta fegurðarráð „að hreyfa sig reglulega, sérstaklega ef maður er í vinnu sem þreytir mann meira andlega en líkamlega, og fá góðan nætursvefn til að vera í jafnvægi. Það er ótrúlegt hvað lítill svefn hefur áhrif á afköst og kallar á alls konar ruslfæði yfir daginn.“ hrönn Friðriksdóttir spámiðill og nám- skeiðahaldari segir hvern sem er geta komið á námskeið um andleg mál. Hún ætlar að hjálpa fólki að efla sjálfstraustið, hugleiða um lífið og þroskast á námskeið- um sem hún heldur í vetur. Spáir í Spilin Spáir í spilin hrönn kennir áhugasömum að lesa í spilin í vetur. DV-myndir: Gunni Gunn „Ég hef alltaf verið skyggn, al- veg frá fæðingu,“ segir Hrönn Frið- riksdóttir spámiðill og námskeiða- haldari. Hrönn er fædd árið 1957 og fór nokkuð hefðbundna leið í lífinu framan af að eigin sögn. „Ég gekk í húsmæðraskólann, lærði bókhald og starfaði við það til margra ára.“ Það var svo ekki fyrr en um þrjátíu og fimm ára aldurinn þegar Hrönn losnaði úr erfiðu hjónabandi að hún fór að sinna andlegu málun- um. Hrönn hefur verið með nám- skeið af ýmsum toga síðastliðin tvö ár og heldur því ótrauð áfram þennan veturinn. „Ég er ann- ars vegar með námskeið þar sem ég kenni fólki að lesa í tarotspilin sín sem og annars konar spil. Um er að ræða bæði grunn og fram- haldsnámskeið. Á þessu námskeiði skiptir miklu máli að fólk sé svolít- ið næmt svo að það eigi auveldara með að tengjast spilunum sínum.“ Hrönn segir áhugann á spilunum hafa aukist mikið undanfarið. „Hins vegar er ég með svokall- að hópastarf eða þróunarhóp öðru nafni. Í hópastarfinu hittumst við einu sinni í viku allan veturinn. Vinnum saman í andlegum málum, eflum sjálfstraustið, hugleiðum um lífið og vinnum í að þroska hvert annað.“ Að sögn Hrannar er engin kvöð um að fólk sé næmt eða skyggnt til þess að taka þátt í hópastarfinu. „Það eru allir velkomn- ir, fram að þessu hef ég fengið ólíkt fólk á öllum aldri á námskeiðin.“ Hrönn ætl- ar að bjóða upp á eina nýjung í vetur en það eru sígauna- spil. „Ég vinn mikið með sígaunaspilin og hef áhuga á að kenna eingöngu á þau á sérstöku námskeiði fyrir byrj- endur ef áhugi er fyrir hendi,“ seg- ir Hrönn. Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu Hrannar, spamidill.com. Þegar Hrönn er ekki að halda námskeið spáir hún í spil og spá- dómskúluna sína. „Ég spái fyrir einstaklinga og er hver tími klukku- stund. Þar notast ég við bæði spil og kúlu. Þetta er orðin full vinna,“ segir Hrönn sem er í óðaönn að finna nýtt húsnæði undir starfsemi sína en til þessa hefur hún starfað heima. „Þetta er alltaf að vinda upp á sig, það þýðir ekki fyrir mig að vera heima lengur og þar af leiðindi er ég að leita að huggulegu her- bergi til að leigja.“ Hrönn ítrekar að hennar hugsjón sé ekki að græða á þessu. „Ég vil að sjálfsögðu fá borg- að fyrir vinnuna mína en ég er ekki í þessu til að græða.“ Aðspurð um fjölskylduhagi seg- ist Hrönn eiga þrjú uppkomin börn en slær á létta strengi þess efnis að nú sé kominn tími á barnabörn. „Börnin mín eru svo dugleg að mennta sig að þau hafa ekki tíma til að gera mig að ömmu strax,“ segir þessi hressi spámiðill að lokum. kolbrun@dv.is Þegar fólk er að vinna að bættri heilsu með hollu mataræði og afeitrun líkamans er mjög gott að þurr- bursta húðina. Húðburstun örvar sogæðakerfið og styður þannig við afeitrunina. Fyrsta skrefið er að kaupa sér góðan bursta með náttúrulegum hárum og löngu skafti. Leitið ráðlegginga við val á bursta og fáið leiðbeiningar um hreinsun hans en það getur verið misjafnt eftir gerð háranna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.