Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Qupperneq 30
föstudagur 19. september 200830 Helgarblað
Stella Guðmundsdóttir lifir öðru-
vísi lífi í dag en hún hefur gert mest-
alla ævina. Hún starfaði sem kenn-
ari og skólastjóri í áratugi, eða allt til
ársins 2003 þegar hún flutti vestur í
Mjóafjörð við Ísafjarðardjúp og hóf
að starfa innan ferðaþjónustunnar.
Upphafið að því var að Stella, eig-
inmaður hennar og tveir synir vildu
koma sér upp sumarbústað á falleg-
um stað þar sem hægt væri að veiða
fisk og rækta skóg. Þau fundu jörð í
Heydal við Mjóafjörð árið 1997, á
landi sem heitir Galtarhryggur og
nær yfir um helming dalsins, og
keyptu hana. Þau voru fljót að slá til
eftir að hafa séð jörðina til sölu og
bóndi sem maður Stellu þekkti úti í
Æðey hafði farið fögrum orðum um
hana.
„Jónas í Æðey sagði að ef við vær-
um að hugsa um að kaupa jörð fyr-
ir vestan ættum við ekki að hika við
að kaupa Galtarhrygg. Þetta var á
fimmtudegi, við skrifuðum undir í
hádeginu á föstudegi og eftir vinnu
þann dag fórum við svo vestur til að
sjá hvað við höfðum keypt. Við höfð-
um séð myndir en þetta var marg-
falt fallegra og skemmtilegra en ráða
mátti af þeim,“ segir Stella.
Sektarkennd eftir slysið
Þremur árum síðar ákveður
bóndinn sem á hinn helming dalsins
að bregða búi og bauð Stellu og fjöl-
skyldu að kaupa sinn helming. Eftir
smá umhugsun ákváðu þau að slá til.
Þau hófu að gera upp íbúðarhúsið en
þegar sú vinna var langt komin árið
2001 gripu örlögin í taumana. Maður
Stellu, Pálmi Gíslason, lést í bílslysi
þegar þau hjónin voru á leið suður.
Slysið átti sér stað rétt undir Hafnar-
fjalli, skammt frá Borgarnesi, og var
Stella við stýrið. Hún sofnaði og bíll-
inn lenti á hamravegg.
„Ég slasaðist fyrst og fremst á sál-
inni. Svo missti ég sjónina að mestu
leyti á öðru auganu, braut nokkur
bein og átti lengi í erfiðleikum með
bakið á mér,“ segir Stella. Á henni
er að heyra að hún vilji gera sem
minnst úr sínum meiðslum. „En að
fara í gegnum svona slys þar sem
maður sjálfur er bílstjórinn er ekki
auðvelt. Það sem hefur hjálpað mér
mest er að vinna.“ Hún bætir við að
sektarkenndin fyrst eftir slysið hafi
verið nánast óbærileg. „Ég fann fyr-
ir gífurlegri sektarkennd. Ég gat ekki
horft framan í fólk í langan tíma á eft-
ir. En það er mikil hjálp í því að hafa
nóg fyrir stafni og geta gefið af sér.“
Flytur vestur á sjötugsaldri
Þegar slysið varð hafði Stella
starfað sem skólastjóri við Hjalla-
skóla í Kópavogi í átján ár en hafði
nýlega sagt upp og farið á eftirlaun.
Eftir slysið bauðst henni að kenna
við skólann og það gerði hún í um
tvö ár. Þá tóku Stella og fjölskylda þá
ákvörðun að halda áfram uppbygg-
ingunni í Heydal, og ekki nóg með
það heldur byggja einnig upp sveita-
hótel og ferðaþjónustu á svæðinu.
Þegar þarna var komið sögu reif hún
sig því upp og flutti vestur.
Fyrstu herbergi hótelsins voru
tekin í notkun árið 2003 og tveimur
árum seinna voru öll herbergin og
veitingasalurinn tilbúin. Stella getur
tekið á móti allt upp í þrjátíu manns í
Heydal. Í boði eru átta tveggja manna
og eitt þriggja manna herbergi með
salerni og sturtu sem innréttuð hafa
verið í hlöðu og fjósi. Sumarbústað-
ur upp á 57 fermetra, með gestahúsi
sem er sautján fermetrar, eru einnig
til útleigu á svæðinu. Þar er jafnframt
boðið upp á svefnpokagistingu. Þá er
ónefnt tjaldstæðið. Að sögn Stellu er
þar góð salernisaðstaða og sturta. Til
stendur svo í náinni framtíð að bæta
við setustofu á hæðinni fyrir ofan
salinn.
Í afþreyingu eru þau með hesta-
leigu, kajakleigu og heitan náttúru-
pott. Þá er þrautabraut fyrir full-
orðna og leiksvæði fyrir yngstu
börnin á tjaldstæðinu, að ógleymd-
um skemmtilegum gönguleiðum í
næsta nágrenni við svæðið.
Stella vill að fram komi að fyrst
um sinn tóku tveir bræður tengda-
dóttur hennar þátt í starfinu fyrir
vestan en þeir drógu sig út úr því fyr-
ir um tveimur árum.
Líkar einangrunin vel
Opið er allan ársins hring í Hey-
dal. Eins og búast mátti við er hins
vegar langmest að gera yfir sumar-
tímann og hefur gestum sífellt ver-
ið að fjölga, bæði í hópi íslenskra
ferðamanna og erlendra. Hlutfalls-
leg skipting þar á milli var um 80/20
Íslendingum í vil, ef svo má segja,
árið 2006 en erlendu ferðamennirnir
sóttu í sig veðrið á síðasta ári þegar
hlutfallið var orðið 60/40.
Tengdadætur Stellu aðstoða hana
á sumrin auk þess sem tvö barna-
börn hafa verið viðloðandi starfsem-
ina. Báðir synir hennar koma svo um
helgar. Yfir sumartímann hefur Stella
líka tekið upp á að vera með útlend-
inga í vinnu og voru þeir þrír talsins
á nýliðnu sumri.
Á veturna er Stella aftur á móti
ein á vaktinni. Hún segir að henni
líki það mjög vel en næsta þéttbýli,
Hólmavík, er í níutíu kílómetra fjar-
lægð. „Ég er líka að kenna ungling-
um á veturna þannig að það brýtur
þetta upp.“ En hvernig er tilfinning-
in þegar það er kannski kafaldsbylur
og ófært um næsta nágrenni dögum
saman?
„Það er allt í lagi. Maður veit
að það kemur sólskin eftir bylinn.“
Símasamband á það þó til að vera
stopult. „Það hefur viljað detta út
hálfu dagana. En þeir segjast vera að
bæta það,“ segir húsfrúin í Heydal
með skilningsríkum tón.
Frítími yfir sumartímann er nán-
ast enginn en á veturna er þó nokk-
ur til skiptanna. „Þá koma góðar
Hún fæddist á Grænlandi í síðari heimsstyrjöldinni þar sem foreldrar henn-
ar lokuðust þar inni. Hún flutti til Íslands á sjötta ári en kunni enga ís-
lensku fram að því. Eftir áratugastarf sem kennari og skólastjóri á höfuð-
borgarsvæðinu og sviplegt fráfall eiginmannsins tók hún u-beygju í lífinu
og flutti vestur á firði til að kynna ferðamönnum gimsteina Vestfjarða.
Stella Guðmundsdóttir sagði Kristjáni Hrafni Guðmundssyni sögu sína.
Sólskinið
eftir bylinn
„Það getur vel verið að áhrif frá æsk-
unni geri að verkum að ég eigi svona
auðvelt með að vera einangruð. Ég
er allavega afskaplega sátt við þetta.“
Ögrandi og spennandi „Það er svo ögrandi
og spennandi að sjá hvort það sé hægt að
koma hér upp ferðaþjónustu sem er það
arðvænleg að einhver geti lifað af henni. Ég er
náttúrlega það heppin að ég er á eftirlaunum
og get leyft mér að leika mér í þessu án þess
að vera háð tekjum af starfseminni.“
MYND Halldór Sveinbjörnsson