Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Side 35
DV Helgarblað föstudagur 19. september 2008 35 Stórkostlegt hlutverk Fyrir rúmum áratug skildu leiðir Heiðars og konunnar í lífi hans eftir margra ára hjónaband. Saman eiga þau þrjú uppkomin börn. Það lifnar yfir andliti hans þegar hann byrjar að tala um þau. „Ég er einstaklega stolt- ur af börnunum mínum. Þau hafa öll komið sér vel fyrir í lífinu og lát- ið drauma sína rætast.“ Eldri dóttir Heiðars, sem búsett er í Bandaríkj- unum, gerði Heiðar nýlega að afa en fyrir átti hann tvö stjúpafabörn. „Mér líður stórkostlega í afahlut- verkinu.“ Því til staðfestingar seg- ir hann mér sögur af barnabarninu sínu og sameiginlegum áhugamál- um þeirra. „Hún er mikill fagurkeri eins og afi hennar og saman deilum við áhuga á fallegum fötum og snyrti- vörum. Sem dæmi er ég eini maður- inn sem má velja á hana jólafötin, hún treystir afa best,“ segir Heiðar stoltur. Spurður um samskipti sín við fyrr- verandi konuna sína segir hann þau einstök. „Við erum miklir vinir og svo erum við auðvitað amma og afi sam- an, því má ekki gleyma. Ætli við eig- um ekki eftir að hugsa um hvort ann- að á elliheimilinu,“ segir Heiðar. En hefur amor hitt Heiðar á ný? „Ég er alltaf að kenna fólki að daðra og lifa lífinu og vissulega geri ég það, en ást- in í mínu lífi er fjölskyldan mín. Ætli ég sé ekki bara svona gamaldags,“ segir Heiðar og heldur áfram að út- skýra orð sín. „Ég er bara þessi einn- ar konu maður. Ég átti stórkostlega konu og ég myndi ekki bjóða neinni konu upp á samanburðinn.“ Röð áfalla Þó svo að Heiðar sé umvafinn fegurð hefur lífið ekki alltaf verið dans á rósum. Heiðar fór úr af spor- inu um stund eins og þjóðinni ætti að vera kunnugt um. Segja má að hann hafi verið fyrsta fórnarlamb internetsins. Honum var sýnd lít- il miskunn í fjölmiðlum og kjafta- sögurnar náðu hámarki. „Eigum við ekki að segja að ég hafi hagað mér eins og fífl og borgað fyrir það. Ann- ars er þessi tími þurrkaður út í mín- um huga.“ Þetta voru því miður ekki einu erfiðleikarnir sem Heiðar upplifði á þessum tíma því um röð áfalla var að ræða. „Ég missti tvo ástvini og varð gjaldþrota á stuttum tíma og þegar maður lendir í svona miklum erfiðleikum gleymir maður þeim einfaldlega.“ Heiðar er fljótur að snúa um- ræðunni á jákvæðari nótur og segir eins og og þroskuðum og lífsreynd- um manni sæmir: „Það sem mað- ur missir á svona tímum, hvort sem það eru vinir, tilfinningar eða pen- ingar, kemur í öðru og betra formi til baka.“ Þeir sem voru næst Heiðari á þessum tíma sögðu honum síðar að hann hefði breyst mikið eftir þessar raunir. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá en ætli þetta hafi ekki hreyft aðeins við manni.“ Eftir að hafa spjallað um erfið- leikana og gjaldþrotið berst tal okk- ar nú ósjálfrátt að kreppunni. „Ég hef farið í gegnum þrjár kreppur, þær kenna okkur bara að kyngja stoltinu og taka strætó. Sumir hafa bara gott af því að upplifa kreppu þó svo að hún hafi vissulega slæm áhrif á marga.“ Aðspurður hvernig krepp- an þessi komi við hann sjálfan seg- ist hann í góðum málum að þessu sinni. „Ég finn ekki fyrir henni,“ seg- ir Heiðar og glottir. „Ég er heppnasti karl í heimi. Núna á ég ekki neitt og þarf þar af leiðandi ekkert að óttast,“ segir hann og hlær. Brjálað að gera Þrátt fyrir að vera orðinn sex- tugur, þroskaðri og hamingjusam- ari en nokkru sinni virðist eitt aldrei breytast í lífi Heiðars. Hann vinnur myrkranna á milli. Það tístir í hon- um þegar hann fer að segja mér frá dagskránni þennan veturinn. Til að byrja með eru það háloftin en Heið- ar hefur starfað sem flugþjónn hjá Iceland Express um nokkurra ára skeið. Reyndar eru flugfreyjurnar og flugþjónarnir þar nýbúin að taka á sig töluvert minna starfshlutfall til þess eins að halda vinnunni. „Ég er meira svona til taks þegar það koma upp flug eins og staðan er núna. Það hentar mér reyndar vel þar sem ég er í svo mörgu öðru.“ Þegar Heiðar er ekki fljúgandi um loftin blá kynnir hann snyrti- vörur fyrir snyrtivörufyrirtækið For- val en þar hefur hann starfað með hléum í ein tíu ár. Þess á milli skrif- ar hann greinar inn á vefinn brud- urin.is en hefur reyndar á orði að það starf hafi orðið svolítið út und- an undanfarið en að það standi nú allt til bóta. Svo er það Kvennaljóm- inn, veislustjórnunin, framkomu- námskeiðin og loks huglægu nám- skeiðin. Heiðar lætur þetta hljóma eins og eitthvert smotterí. Inntur eftir nánari lýsingu á huglægu nám- skeiðunum sínum segist Heiðar alla tíð hafa verið næmur. „Ég hef alltaf séð og heyrt og átt mjög auðvelt með að opna mig fyrir vini og kunningja. Ég hef hins vegar alltaf haldið þessu til hliðar því hug- myndin „Heiðar“ er kannski svolít- il fígúra og fólk kaupir það ekki svo auðveldlega að ég búi yfir hæfileik- um sem þessum. Þar af leiðandi hef ég fundið leið til að gera huglægu hlutina á léttu nótunum. Ég hef einstaklega gaman af því að kynna þessa hluti fyrir fólki með enga reynslu. Ég hef oft fengið að heyra frá fólki að það hafi haft svo gaman af námskeiðunum að það hafi í kjölfarið farið í fyrsta skiptið til miðils,“ en sjálfur hefur Heiðar unnið mikið með miðlum í gegnum árin. „Ég er óhræddur og hef alla tíð dembt mér út í hlutina. Stundum hefur það vissulega komið mér í koll en stundum látið drauma mína ræt- ast. Það fyrsta sem ég ætla einmitt að spyrja hann að þarna uppi er hvort ég hafi virkilega verið hugrakkur eða bara heimskur,“ segir Heiðar einlægur. Kvennaljóminn Kvennaljóminn er einnig verk- efni sem er Heiðari ofarlega í huga þessa dagana en hann mun sjá um veislustjórn á þessum stóra viðburði sem haldinn verður á Hótel Geysi 27. september. Til stóð að halda Kvenna- ljómann síðastliðið sumar en eins og þjóðinni er eflaust enn í fersku minni reið yfir sterkur jarðskjálfti á Suður- landinu. „Aðstandendur Kvennaljómans áttu margir hverjir um sárt að binda eftir skjálftann. Mikið tjón varð bæði á heimilum sem og snyrtistofum og verslunum sem ætluðu að taka þátt í kvennakvöldinu. Þarna geta kon- ur komið og horft á hverja tískusýn- inguna á fætur annarri. Kynnt sér frábæra þjónustu á ýmsum sviðum, verslað og notið drykkja og matar í góðum félagsskap annarra kvenna. Við hlökkum til að takast á við þetta spennandi verkefni.“ Ógeðslegur sveitakarl Þegar Heiðar er ekki vinnandi maður nýtur hann þess að glugga í góðar bækur ásamt því að sinna fjöl- skyldunni og trúnni. Hann ferðast mikið, en það hefur alltaf verið hans helsta áhugamál. Honum líður vel á Íslandi þó svo að það hafi ekki alltaf verið þannig. „Við erum sem betur fer alltaf að fær- ast nær alheiminum. Þessi einangr- un sem við bjuggum svo lengi við gerði okkur hörð. Við erum öll að mýkjast og læra að sýna tilfinningar okkar án þess að hafa áhyggjur af því hvað náunganum finnst. Ég virka ekki nærri því jafnskrít- inn í dag og ég virkaði fyrir nokkrum árum. Nú get ég grátið í kirkjum án þess að fólk haldi að ég sé eitthvað ruglaður. Ég fann mig einstaklega vel á Ítalíu þar sem ég bjó um tíma vegna þess hve opnir og tilfinninga- ríkir þeir eru. Þar fékk ég að vera ég sjálfur í allri minni dýrð,“ segir heimsborgarinn Heiðar. Í framtíðinni dreymir Heiðar um að eyða meiri tíma á Krossum á Snæ- fellsnesi í húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá því um miðja nítj- ándu öld. Húsið er ellefu kílómetra frá nokkurri byggð og það getur verið erfitt að komast þangað á veturna. „Þarna verð ég ógeðslegur sveita- karl, klæðist þrjátíu ára gömlum fatnaði sem varla hefur snert sápu- vatn. Mér líður hvergi betur.“ Við látum þetta verða lokaorðin í einlægu spjalli okkar og ákveðum að halda út í daginn á ný. Það hefur verið gaman að fylgjast með öllum forvitnu andlitunum sem fylgst hafa með Heiðari á meðan á spjalli okkar stóð. Einnig hafa þó nokkrir komið og heilsað upp á snyrtinn vinsæla. Við erum á þéttsetnum veitinga- stað í bænum og Heiðar virðist þekkja marga gesti staðarins sem flestir eru kvenfólk. Ég geng út ásamt þessum lífsreynda og þekkta fagurkera. Hann kveður eins og stjörnu sæmir, bæði mig og allar hinar konurnar. Glæsileg fyrisæta Heiðar byrjaði ungur að árum að sitja fyrir. Krossar á Snæfellsnesi Heiðar dreymir um að eyða meiri tíma á fjölskyldusetrinu Krossum á snæfellsnesi en að eigin sögn líður honum hvergi betur. Stoltur afi „Þetta er hún tori litla hans afa,“ segir Heiðar, stoltur afi. Í íslenska lopanum Heiðar sýnir íslenska lopann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.