Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Side 42
Ættfræði DVföstudagur 19. september 200842
Atli fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Níu ára hóf hann nám í
Barnamúsíkskóla dr. Heins Edel-
stein, stundaði nám í píanóleik
við Tónlistarskólann í Reykjavík
hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni, lauk
stúdentsprófi frá MR 1958, prófi
í forspjallsvísindum við HÍ 1959,
stundaði nám við Tónlistarháskól-
ann í Köln frá 1959-63 þar sem
hann nam tónsmíðar hjá Günter
Raphael og Rudolf Petzold, hljóm-
sveitarbeitingu hjá Bernd Alois
Zimmermann, hljómsveitarstjórn
hjá Wolfgang von der Nahmer og
píanóleik hjá Hermann Pillnay
og Hans Otto Schmidt. Hann var
einnig í einkatímum í tónsmíðum
hjá Gottfried Michael König.
Atli tók lokapróf (Künstleris-
che Reifeprüfung) í tónsmíðum
og tónfræði 1963. Árið 1964 sótti
hann tónskáldanámskeið Karl-
heinz Stockhausens sem þá voru
haldin í fyrsta sinn (Kölner Kur-
se für neue Musik) við Reinische
Musikschule. Meðal kennara hans
þar voru Herny Pousseur, Christof
Caskel og Frederick Rzewski. Árið
1965 flutti Atli til Hollands og nam
raftónlist hjá Gottfried Michael
König í Bilthoven.
Atli var tónlistarkennari við MR
1968-77, var tónlistarkennari í tón-
smíðum og tónfræðum við Tón-
listarskólann í Reykjavík frá 1977
og annaðist vinsæla tónlistarþætti
fyrir Ríkisútvarpið öðru hverju um
árabil frá 1971.
Atli var formaður Tónskálda-
félags Íslands 1972-83, formaður
Norræna tónskáldaráðsins 1974-
76, sat í stjórn Bandalags íslenskra
listamanna um skeið, sat í stjórn
listahátíðar, sat í dómnefnd Inter-
national Society for Contemporary
Music 1973, Norrænna músíkdaga
1974 og International Gaudeamus
Competition 1978.
Atli gekkst fyrir tónlistarhátíð
ISCM (International society for
contemporary music) í Reykjavík
1973, hélt Norræna músíkdaga í
Reykjavík 1976 og stofnaði Myrka
músíkdaga 1980, tónlistarhátið
sem haldin er í svartasta skammd-
eginu og er vettvangur fyrir íslensk
tónskáld, eldri sem yngri. Hann
hefur haldið fyrirlestra við fjölda
erlenda háskóla á Norððurlönd-
um, Þýskalandi og í Bandaríkj-
unum og var gestaprófessor við
Brown-háskólann í Providence,
Rhode Island 2002-2003.
Atli er í hópi ástsælustu tón-
skálda þjóðarinnar. Hann hef-
ur samið fjölda tónverka, s.s.
einleikskonserta; fimm óperur;
hljómsveitarverk, kammerverk og
einleiksverk. Þá hefur hann sam-
ið tónlist fyrir leiksýningar, s.s.
Dimmalimm, Ofvitann, Ég er gull
og gersemi og Sjálfstætt fólk. Með-
al helstu tónverka hans má nefna:
Hlými, fyrir kammersveit, 1969:
Tengsl, fyrir stóra hljómsveit,
1970: Könnun, fyrir lágfiðlu og
hljómsveit, 1972: Flower shower,
fyrir stóra hljómsveit, 1974: Trob-
ar clus, fyrir fagott og hljómsveit,
1980, óperuna Silkitrommuna,
1980, og Sjónvarpsóperuna, óperu
við Vikivaka eftir Gunnar Gunn-
arsson.
Atli var veitt staða tónskálds við
Sinfóníuhljómsveit Íslands 2004.
Hann hlaut tónskáldaverðlaun
Norðurlanda 1976 og LAordre du
merite culturel frá Póllandi 1978,
var kjörinn í Konunglegu sænsku
tónlistarakademíuna 1993 og nýt-
ur heiðurslauna Alþingis.
Fjölskylda
Synir Atla og Sigríðar Hönnu,
fyrrv. konu Atla, eru Teitur, f.
23.3. 1969, BA í guðfræði, búsett-
ur í Gautaborg, kvæntur Ingunni
Jónsdóttur lækni; Auðunn, f. 4.2.
1971, stjórnmálafræðingur, bú-
settur í Reykjavík, kvæntur Sigríði
Rögnu Jónsdóttur, landafræðingi
og stjórnunarfræðingi.
Kona Atla er Sif Sigurðardóttir,
f. 23.11. 1943, kennari.
Systir Atla er Ingibjörg Sveins-
dóttir, f. 23.1. 1944, snyrtisér-
fræðingur, ekkja eftir Friedel
Kötterheinrich tæknifræðing og
eignuðust þau tvö börn.
Foreldrar Atla: Sveinn Þórðar-
son, f. 22.8. 1898, d. 21.11. 1982,
aðalféhirðir Búnaðarbankans, og
k.h., Kristín Guðmundsdóttir, f.
14.9. 1909, d. 9.1. 1998, húsmóðir.
Ætt
Sveinn var sonur Þórðar Breið-
fjörð, verkamanns og sjómanns í
Reykjavík, og Ingibjargar Sveins-
dóttur. Bróðir Þórðar var Pétur,
afi Péturs Lútherssonar arkitekts.
Annar bróðir Þórðar var Gísli, odd-
viti á Ölkeldu í Staðarsveit. Syst-
ir Þórðar var Kristín, föðuramma
Kristins Ólafssonar lögmanns.
Þórður var sonur Þórðar Gíslason-
ar, b. í Ytri-Tungu í Staðarsveit.
Foreldrar Kristínar voru Guð-
mundur Bergsteinsson, kaup-
maður og útgerðarmaður í Flatey
á Breiðafirði, og Guðrún Jónína
Eyjólfsdóttir. Guðmundur var son-
ur Bergsteins, söðlasmiðs á Eyrar-
bakka Jónssonar, alþm. á Eyvind-
armúla í Fljótshlíð, og Kristínar
Guðmundsdóttur, pr. á Borg á Mýr-
um Bjarnasonar. Kristín var sam-
mæðra hálfsystir Jóns Sveinssonar,
Nonna. Bróðir Guðrúnar var Ólaf-
ur, skólastjóri VÍ. Guðrún var dótt-
ir Eyjólfs, b. og kaupmanns í Flatey
Jóhannssonar, b. í Svefneyjum Eyj-
ólfssonar eyjajarls, alþm. og dbrm.
í Svefneyjum Einarssonar. Móðir
Guðrúnar var Sigurborg Ólafsdótt-
ir frá Bár í Grundarfirði. Móðir Jó-
hanns var Guðrún Jóhannsdóttir,
pr. í Garpsdal Bergsveinssonar.
70 ára á sunnudag
Atli Heimir
SveinSSon
tónskáld
Ættfræði
umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is
Kjartan gunnar Kjartansson
rekur ættir þjóðþekktra
Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp
fréttnæma viðburði liðinna ára
og minnist horfinna merkra
Íslendinga. Lesendur geta sent
inn tilkynningar um stóraf-
mæli á netfangið kgk@dv.is
Jón Birgir Pétursson
blaðamaður og fyrrv. fréttastjóri
Jón Birgir fæddist í Reykja-
vík. Hann lauk stúdentsprófi frá
VÍ 1959.
Jón Birgir starfaði hjá Flug-
félagi Íslands á árunum 1959-
63, skrifaði jafnframt um íþrótt-
ir í Þjóðviljann til 1962 og var
fréttamaður á Vísi frá 1963.
Hann var fulltrúi hjá Hafskip-
um hf. 1965-66, fréttastjóri Vísis
1966-75, fréttastjóri Dagblaðs-
ins 1975-79, óháður blaðamað-
ur og starfrækti Blaða- og frétta-
þjónustuna sf að Hamraborg 1
í Kópavogi á árunum 1979-90,
var fréttastjóri Alþýðublaðsins
1990-95, blaðamaður við Tím-
ann 1995-96, síðan við Dag-
Tímann og við Dag og blaða-
maður við DV 1998-2003.
Jón Birgir hefur gegnt ýms-
um trúnaðarstörfum inn-
an íþróttahreyfingarinnar, sat
m.a. í stjórn Knattspyrnuráðs
Reykjavíkur 1959-61 og í stjórn
knattspyrnufélagsins Þróttar
1960-62.
Meðal rita eftir Jón Birgi er
Valur vængjum þöndum, 1981,
og Lifi Þróttur, 2001. Hann sendi
frá sér skáldsögurnar Vitnið
sem hvarf, 1979, og Einn á móti
milljón, 1980. Þá skráði hann
ævisögurnar Séra Róbert Jack,
1974, og Bóndinn og bílstjórinn
Meyvant á Eiði, 1975. Þá hefur
Jón Birgir þýtt nokkrar bækur.
Fjölskylda
Kona Jóns Birgis er Fjóla Arn-
dórsdóttir, f. 9.7. 1945, sjúkra-
liði og nuddari. Hún er dóttir
Arndórs Jóhannessonar, bónda
í Skálholtsvík í Bæjarhreppi í
Hrútafirði, og Fjólu Vestfjörð
Emilsdóttur, sem lést 1945.
Sonur Jóns Birgis og Fjólu er
Arnar Birgir, verkfræðingur BSc
í mastersnámi í tölvuverkfræði,
f. 29.4. 1983. Sambýliskona
hans er Anna María Káradóttir,
lögfræðinemi.
Börn Jóns Birgis og Birnu
Karlsdóttur, fyrri konu hans, eru
Kolbrún Anna, f. 27.10. 1963,
flugfreyja, en eiginmaður henn-
ar var Þorkell Stefánsson, kaup-
maður í Raftækjaverslun Ís-
lands. Hann lést 2006; Hjördís
Unnur, f. 31.7. 1965, fulltrúi hjá
VALITOR, eiginmaður henn-
ar er Eiríkur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri ORA; Karl Pétur, f.
30.8. 1969, viðskiptafræðingur,
eiginkona hans er Tinna Ólafs-
dóttir, viðskiptafræðingur.
Stjúpbörn Jóns Birgis frá
fyrra hjónabandi Fjólu eru Anna
Kristín Hjartardóttir, f. 15.9. 1964,
arkitekt, sambýlismaður hennar
er Stefán K. Ríkharðsson innrétt-
ingasmiður; Arndór Hjartarson,
f. 7.10. 1965, rekstrarfræðingur
hjá Sjóvá-Almennum.
Barnabörn Jóns Birgis eru 10
talsins.
Systkini Jóns Birgis: María,
f. 25.8. 1925, skrifstofumaður,
látin 2.6.2000; Björn, flugvirki,
f. 30.5. 1930, d.1.3.1995; Ást-
hildur, f. 11.6. 1934, d.12.1997,
bæjarfulltrúi í Kópavogi; Stef-
anía Ingibjörg, f. 3.12. 1941,
húsmóðir, gift Páli Braga Krist-
jónssyni framkvæmdastjóra.
Foreldrar Jóns Birgis voru
Pétur Jónsson, f. í Höfða í Þver-
árhlíð 19.9. 1895, d. 23.9. 1973,
bifreiðarstjóri, og k.h., Jórunn
Björnsdóttir, f. 14.12. 1904, d.
2.2. 1966, húsmóðir frá Brekku
í Skagafirði..
Ætt
Bróðir Péturs er Sam-
son, faðir Jóns Samsonarson-
ar handritafræðings. Annar
bróðir, Valdimar, er faðir Ólafs
Steinars Valdimarssonar, sem
var ráðuneytisstjóri samgöngu-
ráðuneytis. Synir þriðja bróð-
urins, Kristleifs, eru þeir Jens
myndlistarmaður og Björn arki-
tekt á Egilsstöðum. Helgi bróðir
Péturs átti Gylfa skipstjóra.
Systir Jórunnar er Sigur-
lína, móðir Pálma í Hagkaupi,
föður Ingibjargar og Lilju, en
systursonur Pálma er Jón Ás-
bergsson, fyrrv. forstjóri Út-
flutningsráðs Íslands. Bróðir
Jórunnar var Andrés Björnsson
útvarpsstjóri. Jórunn var dótt-
ir Björns, b. á Brekku í Seylu-
hreppi Bjarnasonar, b. á Þverá
í Hrolleifsdal, Jónssonar. Móðir
Björns var Hallfríður Sölvadótt-
ir, b. á Þverá Þorlákssonar, b. á
Reykjahóli Erlendssonar. Móð-
ir Þorláks var Halldóra Þor-
láksdóttir. Móðir Halldóru var
Guðrún Jónsdóttir, sýslumanns
á Sólheimum, bróður Árna
Magnússonar handritasafnara.
Móðir Jórunnar var Stefanía
Ólafsdóttir, vinnumanns, síð-
ast á Frostastöðum í Blöndu-
hlíð, bróður Jóns, langafa Eg-
ils Bjarnasonar, ráðunautar á
Sauðárkróki, föður Vilhjálms,
framkvæmdastjóra Samtaka
atvinnulífsins. Ólafur var son-
ur Stefáns, b. á Garðshorni á
Höfðaströnd Jónssonar. Móð-
ir Stefaníu var Ingibjörg Ólafs-
dóttir, b. í Háagerði á Höfða-
strönd, bróður Ragnheiðar,
langömmu Benedikts Sveins-
sonar, alþm. og yfirdómara,
föður Einars skálds. Ragnheið-
ur var einnig langamma Ólafar,
langömmu Jóhannesar Nor-
dals. Ólafur var sonur Þorkels,
b. á Bakka Ólafssonar, bryta á
Hólum Jónssonar. Móðir Ólafs
var Steinunn Steingrímsdóttir,
systir Jóns, afa Jóns Steingríms-
sonar „eldklerks“.
70 ára á sunnudag: