Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2008, Page 46
föstudagur 19. september 200846 Ferðir DV
Á ferðinni
Staðreyndir
um ÍSrael
Höfuðborg: Jerúsalem
Kynþættir: 76% gyðingar, 19%
arabar, 5% minnihlutahópar
Stofnað: 14. maí 1948
Fólksfjöldi: Áætlað 7.282.000
Stærð: 27.799 ferkílómetrar (með
Vesturbakkanum)
umsJón: Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is
Skoðuðu miðju heimSinS
Hjónin Jóna Símonía Bjarnadóttir og Þorsteinn traustason héldu til Ísraels þar sem
þau skoðuðu meðal annars helfararsafnið í Jerúsalem, helli frelsarans og það sem kall-
að er „miðja heimsins“.
Fyrir um það bil hálfu ári ákváð-
um við hjónin að láta verða af því að
fara til Ísraels, nánar til tekið Jerús-
alem, til að skoða þar helfararsafn-
ið Yad Vashem. Við fórum strax að
kanna möguleika á flugi og gistingu
og komumst að því að hagkvæm-
ast var að fara með ísraelska flug-
félaginu Israir frá Amsterdam en til
Ísraels fljúga fjölmörg flugfélög, til
dæmis British Airways og KML.
Strangt eftirlit
Við höfðum heyrt miklar sögur af
öryggiseftirliti í tengslum við flug til
Ísraels og okkur var ráðlagt eindreg-
ið að mæta ekki síðar en 3 tímum
fyrir brottför á Schiphol-flugvöll í
Amsterdam. Þar mættum við stund-
víslega og sættum yfirheyrslum hjá
starfsmönnum með hollenska her-
menn á vappinu í kring. Allt hafðist
þetta nú og yfir engu að kvarta hvað
varðar starfsfólkið sem útskýrði fyrir
okkur sveitavarginum nauðsyn þess
að viðhafa þetta eftirlit til að koma í
veg fyrir hryðjuverk.
Óbærilegur hiti
Hitinn var á köflum óbærilegur
þessa viku sem við dvöldum í Jer-
úsalem. Hitinn fór nokkur skipti vel
yfir 30 gráðurnar og var okkur tjáð
að þetta væru reyndar óvenju mikl-
ir hitar. Matarlystin var ekki mikil og
fyrstu dagana lifðum við að mestu
á ískaffi og vatni en smátt og smátt
vandist þetta. Sem betur fer því mat-
urinn þarna er ótrúlega góður og
mikil fjölbreytni var í matsölustöð-
um í nágrenni við hótelið.
Við skelltum okkur í göngutúr
til amerísku nýlendunnar á laug-
ardegi enda fátt við að vera vestan-
vert í borginni. Ætluðum að kíkja
á hótelið þar, var búin að lesa um
góða bókabúð þar sem og veitinga-
stað. Við fórum nú ekki alveg stystu
leið og enduðum með að ganga um
hverfi hreintrúaðra gyðinga. Það var
sérstök upplifun, frekar sóðalegt
hverfi en allir uppáklæddir og bless-
uð börnin í alklædd í hitanum. Skil
ekki hvernig fólkið fer að þessu!
lífið í austurhlutanum
Ákváðum að skella okkur svo
upp næstu götu samhliða Nablus-
stræti og að gömlu borginni . Áttuð-
um okkur þá á að við værum komin
í austanverða borgina. Alveg frábært
að labba þar, allt opið og heljarinnar
markaður alla götuna. Þarna mátti
sjá ávexti af öllum stærðum og gerð-
um, kryddjurtir og brauð, ásamt
öllu mögulegu öðru. Við freistuð-
umst til að kaupa okkur heitt brauð
og glænýtt baklava sem er ólýsan-
lega gott sætabrauð. Þarna var nú
ekki mikið af túristum, mættum ein-
um hópi, við fengum líka augngot-
ur en urðum ekki fyrir neinu áreiti
og allir sem við áttum samskipti við
voru mjög kurteisir.
Hermenn á helfararsafninu
Sunnudagurinn var tekinn í að
skoða Yad Vashem. Vorum mætt
á staðinn klukkan 10 en samt var
þar komið töluvert af fólki. Þetta er
ótrúlegt safn. Sögusafnið er stórt og
skemmtilega hannað. Þá eru ótalin
minnismerki og torg fyrir utan her-
bergi minningarinnar. Af öllu þessu
held ég að minnismerkið um börn-
in hafi haft mest áhrif á okkur, mað-
ur gekk þaðan út með tárin í augun-
um.
Svo var eitt mjög merkilegt þarna,
það var komið með heilu hópana af
ungum hermönnum, sennilega lið
sem er að byrja herþjónustu. Þeir
máttu ekki taka byssurnar inn á
safnið, þeir skilja þær annars aldrei
við sig, svo þeim var safnað saman
ásamt öðrum farangri við kennslu-
miðstöðina.
Hellir Jesú lítill
Á mánudeginum þrömmuðum
við upp í gömlu borgina. Þar feng-
um við þær upplýsingar að vegna
Ramadan væri hæðin lokuð svo við
myndum ekki komast í moskurnar
í dag. Svo kom upp úr dúrnum að
það var happdrætti að fara að leiði
Schindlers (staðsett rétt utan múr-
anna) því garðurinn væri ekki alltaf
opinn.
Hitinn var of mikill til að við
nenntum að taka svona áhættu svo
stefnan var tekin á Grafarkirkjuna.
Þar stóðum við í heljarinnar biðröð
í óbærilegum hita til að komast að
gröfinni, sáum ekki eftir því, þetta
var mikil upplifun. Þá ekki síður að
upplifa rifrildið milli prestsins sem
gætti grafarinnar og orþodox prests-
ins sem var að reyna að koma í veg
fyrir að túristar þvældust inn í kirkj-
una hans!
Hellirinn þar sem Jesú lá er mjög
lítill og tíminn sem maður hefur
stuttur svo við ákváðum að fara aft-
ur enda nánast engin biðröð þarna
í smá tíma. Við skoðuðum kirkjuna,
þarna er til dæmis miðja heimsins
sögð vera.
Skoðuðu Golgatahæð
Ákváðum að fara á næstu hæð en
þar er kapella orþodoxkirkjunnar á
Golgata og við stóðum aftur í langri
biðröð í mikilli mannþröng eftir að
komast að steininum þar sem Jesú
var krossfestur! Næst var ákveðið að
halda að vesturveggnum enda við
búin að fá upp í kok af þessum freku
verslunarmönnum sem eru þarna
úti um allt og ákváðum að sleppa
Via Dolorosa. Enda hefur Jesú
blessaður sennilega ekki gengið þar
um í öllu sínu basli, menn telja nú
að hann hafi sennilega verið í haldi
í virkinu þar sem nú er safn og kall-
ast Davíðsturn og stendur við Jaffa-
hliðið. Það var búið að loka þegar
við komumst til baka að hliðinu svo
það bíður næstu ferðar.
Það var mjög gaman í gömlu
borginni svona fyrir utan þessa
freku og uppáþrengjandi sölumenn
sem allir vildu komast yfir pening-
ana okkar. Þorsteinn lenti meira að
segja í því að vera féflettur við grát-
múrinn, þar vildu menn sýna hon-
um allt og fá peninga í staðinn. Sem
betur fer var ekkert slíkt kvenna
megin. Það var upplifun að vera
þarna og snerta múrinn og fara með
bæn og auðvitað skildum við eftir
bænarorð í veggnum.
Skoðunarferð til Betlehem
Við ákváðum að skella okkur til
Betlehem í skoðunarferð. Þangað
má maður ekki fara nema með pal-
estínskum leigubíl, eða eins og við,
að taka skipulagða skoðunarferð.
Leiðsögumaðurinn okkar var mjög
góður, fór með okkur á smalavell-
ina, eða hvað maður getur kallað
það á íslensku, svo var farið í mjólk-
urhellinn og svo auðvitað fæðingar-
kirkjuna sjálfa. Höfðum aldrei heyrt
söguna um mjólkurhellinn. Sagan
segir að þegar María og Jósef lögðu
upp í flóttann til Egyptalands hafi
þau leitað skjóls í helli. Þar gaf María
syni sínum brjóst, dropi af mjólkinni
féll á klettinn og hann varð hvítur.
Betlehem er ótrúleg borg. Þarna
rétt við eru landnemabyggðir gyð-
inga, skilst að Bush hafi nú bannað
þeim að byggja meira þarna. Ofan á
allt er það svo múrinn frægi sem lok-
ar borgina af frá þorpunum í kring.
Þarna er greinilega slæmt efnahags-
ástand en gert grimmt út á Jesú.
Síðasta daginn notuðum við svo
í að rölta um borgina. Fórum með-
al annars á Yehuda-markaðinn og
röltum um verslunargötur. Borgin
er svo lifandi og falleg og alveg þess
virði að taka smá tíma í að skoða
hana, það er sumsé margt annað að
sjá og upplifa þarna en gamla borg-
in.
Niðurstaðan er sú að það er lítið
mál að ferðast til Jerúsalem, þar er
gott að vera og margt að sjá hvort
heldur sem menn eru að elta Jesú
eða vilja bara upplifa landið.
Jóna Símonía
„Menn með
vélsagarpróf
óskast til að
saga niður
minnisvarða“
Við hliðina á mér situr Kani frá
oregon sem segist hafa verið að
húkka sér far í kringum Ísland
undanfarinn mánuð. nú er hann
á leiðinni til noregs, og ætlar sér
að komast af þar með 100
dollara, að því er virðist sem eftir
er. „Það er ódýrara í noregi en á
Íslandi,“ segir flugbarþjónn sas.
Það er greinilega langt síðan
hann hefur stigið út af Leifsstöð
því að eftir gengishrun er orðið
mun dýrara fyrir Íslending að fara
til noregs en öfugt. Ég reyni að
útskýra þetta fyrir oregonkanan-
um, en það virðist þó ekki stöðva
hann frá því að eyða aleigunni á
flugbarnum. Það kemur þó að því
að hann hættir að kaupa míní
útgáfur af bombay sapphire og
tekur upp flösku í fullri stærð.
Hann krefst þess að bjóða með
sér og ég veit sem er að maður á
aldrei að rífast við fullt fólk né
heimskt, og því er best að gera
eins og ölvaður bandaríkjamaður
vill.
skömmu síðar er ég farinn að
deila með honum minni miklu
reynslu af bæði Íslandi og noregi,
enda hef ég rúmlega 30 ára
reynslu af öðru og 20 ára reynslu
af hinu. Hann spyr mig hver sé
helsti munurinn á Íslendingum
og norðmönnum. „norðmenn
eru stundvísari og Íslendingar
eru kaldhæðnari,“ segi ég, sem er
sá menningarmunur sem mér
dettur fyrst í hug. Þá spyr hann
mig að því hvort ég viti hvar sé
hægt að fá vinnu í noregi. sá
maður sem flytur til noregs með
100 dollara í farteskinu á varla
hjálp skilið. Þó vill svo til að ég er
búinn að eyða miklum tíma upp
á síðkastið við að skoða
atvinnuauglýsingar í noregi,
enda virðist sem atvinna sé
óðum að leggjast af á Íslandi. Ég
spyr hann hvort að hann kunni
að fara með vélsög. Hann segist
vera slíkum tólum kunnugur, og
mér léttir örlítið þegar hann
bætir því við að hann sé úr sveit.
Ég segi honum að þessa dagana
sé verið að saga niður helsta
kennileiti noregs, skíðastökkpall-
inn Holmenkollen, og að menn
með vélsagarpróf óskist í vinnu
hið bráðasta.
nokkrum dögum síðar er ég
staddur uppi við skíðastökkpall-
inn sem gnæfir yfir óslóborg eins
og Hallgrímskirkja yfir reykjavík.
Það er eiginlega synd að það
skuli verið að rífa hann, en það á
að byggja annan stærri á sama
stað. Þetta er það sem olíuauður-
inn gerir mönnum. Í dubai eða
þar um slóðir er nú verið að
byggja hæsta turn í heimi.
norðmenn verða að minnsta
kosti að eiga stærsta skíðastökk-
pallinn.
Valur Gunnarsson ræðir við
ferðafélaga.
Jóna og Þorsteinn fóru
í ævintýraferð til Ísraels.
mikil gæsla óttinn við
hryðjuverk er mikill.
Friðardúfan Klædd
í skothelt vesti.