Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 4
Vill losna við Fiskistofu n Hafnarnes Ver hf. frá Þorlákshöfn gert að greiða 20 milljónir F iskistofa hefur gert útgerðarfyr- irtækinu Hafnarnes Ver hf. að greiða sekt upp á rúmar 20 millj- ónir vegna ólögmæts sjávarafla. Niðurstöðu byggir Fiskistofa á rann- sókn á fyrirtækinu þar sem fram kom óútskýrður munur á hráefniskaupum og seldum afurðum á tímabilinu 1. janúar 2009 til 22. mars 2010. Munur- inn nam um 63 tonnum af ufsa og um 76 tonnum af löngu. „Fiskistofa ber okkur röngum sökum, þeir ásamt úr- skurðarnefnd hafa í þessu máli brugð- ist skyldum sínum og ekki rannsakað málið nægjanlega,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu vegna málsins. Hafnarnes Ver er fjölskyldufyrir- tæki frá Þorlákshöfn og næststærsta útgerðarfyrirtækið þar í bæ. Forstjóri fyrirtækisins er Hannes Sigurðsson og aðrir stjórnendur þess eru kona hans, systir og börn. Athygli vekur að útflutnings- og sölustjóri fyrirtækisins er Ólafur Hannesson, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Sem stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna kom Ólafur Hannesson að fjárlagatillögum sam- bandsins fyrir árið 2012 sem vakið hafa nokkra athygli. Þar er meðal annars lagt til að útgjöld ríkisins til Fiskistofu verði skorin niður um 100 prósent en það yrði að öllum líkindum til þess að starfsemi stofnunarinnar legðist niður. Raunar leggur stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna einnig til í sömu til- lögum að Hafrannsóknarstofnun verði lögð niður. Ólafur vildi ekki tjá sig um málið við vinnslu fréttarinnar. „Málinu er ekki lokið þar sem því hefur þegar verið stefnt fyrir dómstóla og teljum við okkur ekki geta tjáð okk- ur frekar á meðan málið er á þessu stigi,“ segir einnig í tilkynningunni. Fallist er á að Fiskistofa hafi sýnt fram á að sala fyrirtækisins á afurðum úr unnum sjávarafla sé umfram upp- gefin aflakaup. Því verður fyrirtæk- inu gert að greiða rúmlega 20 milljóna króna gjald sem rennur í Verkefnasjóð sjávar útvegsins. 4 Fréttir 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Leiðrétt Í umfjöllun DV á miðvikudag um hættulega skógarmítla kom fram að hægt væri að fá bólusetningu við Borellia-bakteríunni. Hið rétta er að bóluefni við Borellia-bakter- íunni eru ekki í almennri notkun en hægt er að fá bólusetningu við TBE-vírusnum sem skógarmítlar hafa borið í menn. Vakni grun- ur um Borellia-smit er hins vegar nauðsynlegt að fá strax réttan skammt af sýklalyfjum. Óánægður Ólafur Hannesson vakti athygli fyrir eldræðu sem hann flutti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Skýtur á forsetann Ari Trausti Guðmundsson, jarð- fræðingur og fyrrverandi for- setaframbjóðandi, skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar Grímsson, nýendurkjörinn forseta Íslands, í grein sem hann ritar í Fréttablað- ið á fimmtudag. Hann bendir á að aðeins um þrjátíu prósent þjóðar- innar hafi greitt Ólafi Ragnari atkvæði í forsetakosningunum. „Hefur hann þá umboð þjóðar- innar? Já, samkvæmt lýðræði og lögum. En í reynd er það frem- ur formlegt en raunverulegt því meirihlutinn er allur annar,“ seg- ir Ari. „Í því ljósi er vafasamt að skilgreina sem svo að umboðið sé „umboð þjóðarinnar til halda áfram lýðræðisbyltingu“ sem á að hafa hafist með beitingu mál- skotsréttar og tilheyrandi þjóðar- atkvæðagreiðslum.“ Björn Friðfinns- son látinn Björn Friðfinnsson, lögfræðing- ur og fyrrverandi ráðuneytis- stjóri, lést þann 11. júlí síðast- liðinn, 72 ára að aldri. Björn átti að baki langan og farsælan starfsferil í opin- berri stjórn- sýslu. Hann starfaði með- al annars sem ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðu- neyti, sameinuðu viðskipta- og iðnaðarráðuneyti og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Björn gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum, var stundakennari og prófdómari í opinberri stjórn- sýslu og Evrópurétti við laga- deild Háskóla Íslands. Eftirlif- andi eiginkona hans er Iðunn Steinsdóttir, kennari og rithöf- undur. Börn þeirra eru þrjú, barnabörnin níu og barnabörn- in tvö. Þ ingmenn fá meðal annars greiddan kostnað við gler- augu, heyrnartæki, krabba- meinsskoðun, líkamsrækt og fleira samkvæmt frum- varpi um lagabreytingu á þingsköp- um, sem samþykkt var næstum ein- róma á síðasta degi Alþingis þann 19. júní síðastliðinn. Þeir fá einnig ýmsan annan kostnað greiddan sem ekki er tiltekinn. Þetta er þó háð því að forsætisnefnd sem er skipuð þing- mönnum veiti samþykki sitt. Frekari reglur um kostnað og útfærslur eru ennfremur á valdi forsætisnefndar. Kostnaðurinn háður óvissu- þáttum Meðal flutningsmanna frumvarps- ins var Birgir Ármannsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði hugsunina að baki frumvarp- inu vera að færa kjör þingmanna nær því sem tíðkast hjá embættis- mönnum í Stjórnarráðinu samkvæmt reglum Bandalags háskólamanna (BHM). Kostnaðinn sagði hann vera óverulegan, meðal annars hvað áður- nefnda þætti varðar, og háðan óvissu- þáttum. Einn sat hjá Þverpólitískur meirihluti var fyr- ir frumvarpinu; allir þeir fjörutíu og fimm þingmenn sem voru við- staddir atkvæðagreiðsluna greiddu atkvæði með þessum auknu kjara- bótum að undanskildum Merði Árnasyni, þingmanni Samfylkingar- innar. Hann sat hjá. Átján þingmenn voru fjarverandi. Gamaldags vinnubrögð Þegar blaðamaður DV spurði Mörð hvers vegna hann hafi ekki greitt atkvæði gegn frumvarpinu held- ur setið hjá, sagðist hann ekki í sjálfu sér taka afstöðu til þessara breytinga en vilji ekki að þingmenn fjalli sjálfir um sín kjaramál. Það sé hlutverk kjararáðs. Auk þess væru vinnubrögðin gamaldags. „Frumvarpið er lagt fram á síð- asta degi þingsins og varla kynnt fyrir mönnum áður. Þetta með gleraugun, heyrnartækin og lík- amsræktina er ekki í lögunum heldur greinargerð sem forsætis- nefnd á svo að vinna úr. Þingið hefur verið að bæta sig en þetta er gamaldags og ber einkenni sam- tryggingar og leynimakks, þótt í smáu sé.“ Forsætisnefnd kemur saman í ágúst Á Alþingi sagði Mörður: „Ég tel að þingmenn skuldi þjóðinni það eft- ir hrunið að gera þetta með opnum, heiðarlegum og gagnsæjum hætti.“ Ekkert hefur verið rætt um málið í forsætisnefnd en hún kemur aftur saman í ágúst. Alþingismenn bæta eigin kjör Ósáttur Mörður Árnason er ósáttur við að þingmenn fjalli sjálfir um sín kjaramál. n „Óvenju mikil samstaða á þingi“ n Einn þingmaður sat hjá„Ég tel að þing- menn skuldi þjóð- inni það eftir hrunið að gera þetta með opnum, heiðarlegum og gagnsæj- um hætti. Hvað mega gleraugun kosta? Alþingismenn munu fá greiddan ýmsan kosnað, svo sem við kaup á gleraugum. Elín Ingimundardóttir blaðamaður skrifar elin@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.