Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 6
Árvakur skuldar 1,5 milljarða n Hlutafé aukið um hundruð milljóna Ú tgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, tapaði 205 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári. Það er um 125 milljónum króna betri afkoma en á síðasta ári. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, segir í tilkynningu vegna málsins að fjárhagsleg endur- skipulagning á félaginu hafi stað- ið yfir undanfarið og að hlutafé hafi verið aukið. Heildartekjur ársins 2011 voru um þrír milljarðar króna, sem er aukning um 360 milljónir, eða 13,6 prósent frá árinu á undan. Hlutafé í félaginu var nú síðast aukið um 540 milljónir króna og stendur nú í 1,2 milljörðum króna, að sögn Óskars. „Hefur þeim fjármunum verið varið til að mæta rekstrartapi Árvakurs og til þess að minnka skuldabyrði félagsins. Áhrif þessa koma ekki öll fram í ársreikn- ingnum, sem nú er birtur, en í efna- hagsreikningnum kemur fram að skuldir hafa minnkað um 944 mkr og eignir um 920 mkr,“ segir hann í til- kynningu. Taprekstur hefur verið á Morgun- blaðinu frá því að nýir eigendur tóku það yfir árið 2009. Óskar fór þá fyr- ir hópi fjárfesta sem margir hverj- ir koma úr sjávarútvegi. Blaðið var keypt af Íslandsbanka og þurfti að ráðast í endurskipulagningu vegna gríðarlegra skulda félagsins og breyttra rekstrarforsenda. Félagið skuldar 1,5 milljarða króna sam- kvæmt úrdrætti úr ársreikningi fé- lagsins sem birtur var með tilkynn- ingunni. Skuldirnar hafa minnkað talsvert frá árinu áður en eignir fé- lagsins hafa einnig minnkað. adalsteinn@dv.is 6 Fréttir 13.–15. júlí 2012 Helgarblað tilbúin til matreiðslu Heilsubuff ÁN MSG hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur Bjartsýnn Óskar segir að áform geri ráð fyrir rekstrarhagnaði á næsta ári. Mynd Sigtryggur Ari umhirða í borginni gagnrýnd: „Ástandið er ekki boðlegt“ „Það er lágmarkskrafa að sá meirihluti sem hér er við völd standi undir því einfalda verkefni að láta slá græn svæði í borginni og halda illgresi í skefjum. Ástandið er hreinlega ekki boð- legt,“ sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, á borgarráðsfundi á fimmtu- dag. Á fundinum kom umhirða í borginni nokkuð til sögu og lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að bæta almenna um- hirðu og tryggja þannig að grunn- hreinsun sé ásættanleg. Í bókun Sjálfstæðisflokks segir meðal annars: „Grassláttur og almenn um- hirða á opnum grænum svæðum og við umferðargötur í borginni er langt frá því að vera viðunandi. Augljóslega er betur að þessu stað- ið í nærliggjandi sveitarfélögum og nú er svo komið að víða í borginni er arfi, úr sér vaxið gras og almenn óhirða orðin svo áberandi að ásýnd borgarinnar líður verulega fyrir. Lagt er til að þegar verði gert átak í því að koma þessum málum í betra horf, enda getur borg sem ver milljörðum í framkvæmdir og verulegum upphæðum í ýmsa þætti er lúta að almennri fegrun ekki með neinum rökum haldið því fram að til þessara brýnu mála sé ekki til fjármagn.“ Snorra vikið frá störfum Snorra Óskarssyni, sem oftast er kenndur við Betel, hefur verið sagt upp störfum í Brekkuskóla í Akureyrarbæ. Það var í febrúar síðastliðnum sem Snorra var vikið frá störfum tímabundið vegna skrifa sinna um samkynhneigð. Á fimmtudag var Snorri kallaður á fund fræðslustjóra sveitarfélagsins og var hann látinn skrifa undir uppsagnarbréf. Snorri greindi sjálfur frá þessu á bloggsíðu sinni. Hann segist fá fimm mánaða rétt til launa, þriggja mánaða rétt til að kæra málið til innanríkisráðu- neytisins og fjórtán daga til að óska eftir frekari rökstuðningi fyrir upp- sögninni. E ngin gögn liggja fyrir sem styðja fullyrðingu Valitor að ekki sé heimilt að taka við fjárframlögum til WikiLeaks. Þetta er niðurstaða Héraðs- dóms Reykjavíkur sem á fimmtu- dag hafnaði vörnum Valitor um að óheimilt hafi verið að taka við fjár- framlögum. „Þessa fullyrðingu sína hefur stefndi ekki stutt neinum gögnum, eða vísað til réttarreglna sem banni móttöku fjár til þessa að- ila,“ segir meðal annars í dómnum. Fyrir tækinu hefur verið gert að opna aftur greiðslugátt DataCell hjá fyrir- tækinu sem notuð var, áður en henni var lokað, til að fólk gæti styrkt upp- ljóstrunarsíðuna WikiLeaks. Valitor hefur ákveðið að áfrýja málinu og er enn ekki ljóst hvort eða hvenær greiðslugáttin verður opnuð. reka fleiri mál í Evrópu „Þetta er úrskurður sem sýnir að þeir hafi verið með ákveðið valdníð,“ segir Ólafur Vignir Sigurvinsson, forstjóri DataCell, um dóminn. Hann segist hafa verið í miklum samskiptum við forsvarsmenn WikiLeaks vegna málsins. „Við vinnum þétt saman og rekum mál í Brussel og Kaupmanna- höfn út af sömu aðgerðum. Þetta dregur línuna finnst mér í því máli. Þetta sýnir að þeir hafa enga heim- ild til að ákveða hvar þú eyðir pen- ingunum þínum.“ Hann segir niður- stöðu málsins ekki bara vera sigur fyrir DataCell og WikiLeaks. „Þetta er sigur fyrir tjáningarfrelsið.“ Greiðslugáttum sem WikiLeaks hafði aðgang að var lokað stuttu eftir að WikiLeaks birti mikið magn leynigagna frá bandaríska hernum. Lokunin var að beiðni bandarískra stjórnvalda. Valitor, sem er umboðs- aðila VISA á Íslandi, brást við og lok- aði greiðslugáttinni hjá DataCell. Vissu af WikiLeaks Valitor bar fyrir sig að DataCell bryti á samningi sínum við fyrirtækið með því að safna peningum fyrir þriðja aðila í gegnum greiðslugáttina. Í dómi héraðsdóms segir hins vegar að Valitor hafi mátt vera það ljóst hver fengi peningana sem safnað var í gegnum greiðslugáttina. Ekki væri því hægt að bera því við að um brot væri að ræða þar sem ljóst hafi verið til hvers stofnað var til samningsins. Athygli vakti að enginn starfsmaður sem kom að samningsgerð á milli DataCell og Valitor var leiddur fyrir dóminn sem vitni heldur einungis yfirmenn hjá fyrirtækinu sem höfðu enga beina aðkomu að samningn- um. Ef Valitor hundsar tilmæli héraðs- dóms um að opna greiðslugáttina innan fjórtán daga á fyrirtækið von á 800 þúsund króna dagsektum þang- að til greiðslugáttin verður opnuð. Valitor þarf einnig að greiða DataCell 1,5 milljónir króna í málskostnað en það er tæplega 380 þúsund krónum minna en málskostnaðarkrafa DataCell var í málinu. Engin skaða- bótakrafa var lögð fram í málinu en ekki liggur fyrir hvort WikiLeaks muni gera slíka kröfu. n Dagsektir á Valitor ef það opnar ekki greiðslugáttina n Dómnum áfrýjað„Þetta sýnir að þeir hafa enga heim- ild til að ákveða hvar þú eyðir peningunum þínum. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Julian og Kristinn Ekki náðist í forsvarsmenn WikiLeaks, Julian Assange og Kristinn Hrafnsson, vegna málsins. Mynd rEutErS engin rök fyrir lokun á Wikileaks Sáttir Bæði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður DataCell, og Ólafur Vignir Sigurvinsson, forstjóri fyrirtækisins, voru ánægðir að lokinni dómsuppsögu í málinu. Mynd Eyþór ÁrnASon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.