Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 29
Viðtal 29Helgarblað 13.–15. júlí 2012 stéttin á Íslandi hefði síðustu tvo áratugi rekið gegn fjölmiðl­ um. Þá velti Þorvaldur Gylfa­ son hagfræðiprófessor og fyrr­ verandi stjórnlagaráðsfulltrúi því upp hvort leysa ætti þá dómara tímabundið frá störf­ um, sem gerðir hefðu verið aft­ urreka með ranga dóma hér heima. Björk segir stuðninginn í samfélaginu hafa verið mik­ inn allan þann tíma sem hún hefur barist í málinu. Það hafi skipt hana miklu máli. „Mað­ ur fann það bara hvað allir stóðu þétt við bakið á manni. Kannski líka af því þetta var þessi maður og þessi umræða — „smástelpan“ gegn strípi­ kóngnum.“ „Fékk rosalega á mann“ Björk rekur það í samtali við blaðamann DV hvernig við­ talið við Lovísu Guðmunds­ dóttur, fyrrverandi nektar­ dansmey á Goldfinger, kom til, viðtal sem átti heldur bet­ ur eftir að draga dilk á eft­ ir sér. „Ég var nýútskrifuð úr fjölmiðlafræði og nýbyrjuð að vinna sem blaðamaður, full af réttlætiskennd og ætl­ aði að láta til mín taka.“ Við­ tal við þrjár nektardansmeyj­ ar hafði verið birt nokkrum vikum áður: „Þær sögðu að­ eins góðu söguna og hvað allt væri æðislegt, en hann [Geiri á Goldfinger] sat yfir þeim á meðan viðtalið var tekið.“ Björk segist hafa vit­ að að ýmislegt hefði geng­ ið á á þessum stöðum, ýmis­ legt sem varla þyldi dagsljósið. Það hafi því verið mikilvægt þegar Lovísa hafði samband við hana og sagðist vilja segja frá sinni hlið málanna. „Hún hafði samband sjálf eftir að hún las þetta viðtal við kon­ urnar og sagði að sér ofbyði að enginn þyrði að segja hvernig þetta væri í raun og veru.“ Eins og fram kemur í dómi Mann­ réttindadómstólsins var um­ fjöllun Bjarkar faglega unnin en hún leitaði meðal annars viðbragða hjá Geira. Björk man ennþá hvað hann sagði við hana í símann þann dag: „Ég vona það Björk mín, að þú lendir ekki í neinum leiðind­ um yfir því sem þú ert að fara að skrifa.“ Lovísa kom fram undir nafni og mynd af henni birtist með viðtalinu og mál­ ið vakti gríðarlega athygli, en Björk grunaði ekki hvað koma skyldi. Hún hefur nú í fimm ár, með hjálp útgáfu félagsins Birt­ íngs, reynt að verja umfjöllun sína og ákvörðun um að miðla rödd Lovísu, fyrir dómstól­ um. Henni er létt yfir því að sá réttur hafi loks verið staðfestur af alþjóðlegum dómstóli. „Ég var nýbyrjuð og ætlaði að breyta heiminum með því að fjalla um mikilvæg málefni, um allt sem þarft væri að fjalla um. Þess vegna var það svo­ lítið mikið sjokk þegar ég fékk bréf í hendurnar þar sem mér var hótað málsókn.“ Björk seg­ ir að skrítnast hefði verið að átta sig á því, eftir dóm Hæsta­ réttar, að hún ein hefði verið dæmd fyrir skrifin. „Þarna var bæði ritstjóri á bak við mig og heilt útgáfufyrirtæki. Þannig að ég skyldi ein verða dæmd var eitthvað sem ég bjóst aldrei við, aldrei nokkurn tímann,“ segir hún. Aðspurð um það hvort dómurinn hafi haft áhrif á skrif hennar í kjölfarið, segir hún ljóst að slíkir dómar hafi alltaf einhver áhrif. „Auðvitað fékk þetta rosalega á mann á þessum tíma, að maður skyldi vera kærður, dæmdur og allt saman. Ég fór yfir þetta í hug­ anum aftur og aftur og velti því fyrir mér hvort ég hefði gert eitthvað rangt en ég komst alltaf að þeirri niðurstöðu að dómurinn stæðist ekki, enda kom fram í honum að ég hefði haft allt orðrétt eftir henni.“ Hún segist hafa orðið vör við það í kjölfarið að blaðamenn hafi farið að passa sig meira en ella, „maður þorir ekkert að fjalla um hvað sem er eftir að hafa fengið svona dóm á sig.“ „Strípikóngur“ gegn móður Blaðamennskuferill Bjarkar er mjög svo litaður af Goldfinger­ málinu, sem er í fjölmiðlum iðulega tengdur nafninu henn­ ar, „já já, Vikudómurinn stóri,“ segir hún og andvarpar, „nú veit ég allavega að nafnið mitt verður nefnt í lögfræðibókum. Það er eitthvað.“ Björk segir það góða tilfinningu að hafa loksins losnað við þetta mál úr lífi sínu. „Það var vont að hafa þetta mál alltaf hangandi yfir sér. Þetta voru fimm ár af lífi mínu, allur blaðamannaferill­ inn minn.“ Hún segir ýmsar tilfinn­ ingar hafa bærst um innra með sér í gegnum þetta ferli. „Ég upplifði mig stundum sem „litla gaurinn“ sem var að reyna að gera rétt með því að halda opinni umræðu á lofti, en fékk það aftur í hausinn. Það var eins og dómskerfið væri búið að ákveða að þagga niður í blaðamönnum. Til­ finningin var auðvitað alveg ömurleg, að finna fyrir því að þú sért að berjast fyrir fjöld­ ann en ert síðan ein tekin út og hengd.“ Vilhjálmur Hans Vilhjálms­ son er sá lögmaður sem hef­ ur hvað oftast rekið meiðyrða­ mál gegn blaðamönnum fyrir íslenskum dómstólum. Í kjöl­ far dómsins yfir Björk í Hæsta­ rétti árið 2009 skrifaði hann grein í Fréttablaðið undir fyrir­ sögninni „Síbrotamenn á sviði ærumeiðinga“ og vísaði þar til skrifa Bjarkar og fleiri blaða­ manna Birtíngs. Hvernig leið henni í kjölfar þessa pistils og svipaðrar umræðu? „Auðvitað fékk þetta á mann, maður var til dæmis alltaf að fá einhver skot um að maður væri dæmd­ ur blaðamaður. Þetta var svo ósanngjarnt og fáránlegt, þarna kallaði hann [Vilhjálm­ ur] mig og fleiri blaðamenn Birtíngs til dæmis síbrota­ menn, og það var eðlilega ekk­ ert skemmtilegt en svona lagað stappaði frekar í mig stálinu en að draga mig niður.“ Hún minnir á að Geiri hafi sjálfur sakað hana um að hafa verið með dylgjur í fjölmiðl­ um. „Mér fannst auðvitað ógeðfellt að heyra Ásgeir kalla mig óheiðarlegan blaðamann, þegar sannleikurinn var sá að ég hafði orðrétt eftir viðmæl­ enda mínum og bar það síðar undir hann.“ Réttlætiskennd hennar hafi síðan verið veru­ lega misboðið þegar Geiri lýsti því yfir í fjölmiðlum að hann ætlaði að fagna niðurstöðu Hæstaréttar með því að bjóða félögum sínum í drykk á ein­ hverri búllunni, „svo að segja í boði þriggja barna móður­ innar sem verið var að gera fjárnám hjá.“ Hún segist hafa haldið starfi sínu hjá Vikunni ótrauð áfram og birt umfjall­ anir undir nafni þegar aðr­ ir ráðlögðu henni að gera það ekki. „Réttlætiskenndinni var svo misboðið við þetta allt að ég var staðráðin í að láta ekki þagga niður í mér. Mér hef­ ur alla tíð fundist þetta mjög mikið réttlætismál, bæði fyrir blaðamanninn sem og samfé­ lagið allt.“ Morgunklúbburinn góði Hún segist þó stundum hafa velt fyrir sér hvort starfið væri þess virði. Hvort það væri ekki hreinlega óábyrgt að starfa í þessum geira þegar fjárhagn­ um væri ógnað með svo bein­ um hætti. „Ég þekki engan blaðamann hérlendis á laun­ um sem geta staðið undir slík­ um kostnaði. Blaðamenn eiga að geta leitað sannleikans um málefni og miðlað til fjöldans án þess að eiga slíkt á hættu. Auðvitað var það áfall þegar gert var fjárnám hjá mér vegna þessa máls en sem betur fer tókst að semja um skuldina áður en hún fór lengra. En á slíkum stundum hugsar mað­ ur með sér, af hverju vinn ég ekki bara á bensínstöð? Til hvers að standa í þessu?“ Þegar Björk efast um til­ gang starfsins og þess sem hún er að gera, leitar hún til vin­ kvenna sinna í fjölmiðlaheim­ inum. Hún er ein þeirra fjöl­ miðlakvenna sem sækja hinn svokallaða „morgunklúbb“ en auk Bjarkar eru meðal annars í hópnum þær Tobba Marínós­ dóttir og Erla Hlynsdóttir. „Við hittumst einu sinni í viku og ræðum daginn og veginn yfir kaffibolla á einhverju kaffihús­ inu í bænum. Þetta var upp­ haflega hugsað til að hvetja konur í fjölmiðlum áfram. Við hittumst einmitt í morgun til að fagna dómnum,“ segir Björk og bætir við að stuðningur­ inn sem hún hafi fengið frá kollegum sínum og vinum úr fjölmiðlaheiminum hafi ver­ ið ómetanlegur. Hún hafi oft­ ar en ekki getað fengið útrás með því að tala við stöllurnar í morgunklúbbnum um það sem væri að plaga hana. „Mér finnst þetta frábært, ég tek þó fram að ég er alls ekki mikið fyrir „kvennaklúbba“, en þarna er pláss fyrir spjall um allt milli himins og jarðar.“ „Við erum tím“ Ég spyr Björk út í heimilislífið og uppeldi barnanna, hvern­ ig hamagangur síðustu ára hafi komið við börnin og fjöl­ skylduna. Hún segir alveg ljóst að stundum hafi eitthvað þurft að sitja á hakanum. „Ef þú ert ein og í fullri vinnu með þrjú börn, þá situr alltaf eitthvað á hakanum, þetta verður aldrei fullkomið, ég er líka stund­ um hundleiðinleg, ég get al­ veg viðurkennt það.“ Hún seg­ ist þó ekki telja að börnin hljóti einhvern skaða af, þau hafi húmor fyrir mömmu sinni. „Ég held að þau verði ekkert verri fyrir vikið, þau eru rosa­ „Þetta voru fimm ár af lífi mínu, allur blaða- mannaferillinn minn „Ég ætlaði alltaf að verða rosalegur rannsóknarblaðamaður en síðan átt- aði ég mig á því að það er ekkert endilega mikið pláss fyrir þá á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.