Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 20
É g tel að hægri róttæklingar hafi mótað umræðuna á Íslandi,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor og formaður Þjóð mála stofnunar. „Þeir hafa með því ekki bara fært miðjuna í stjórnmálunum langt til hægri heldur hafa þeir einnig gert umræðuna ómerkilegri, vegna þess að þeir bera enga virðingu fyrir stað­ reyndum.“ Stefán er staddur í Grikklandi um þessar mundir en DV hafði sam­ band við hann vegna umræðu um að hugsanlega ætli hann sér í framboð fyrir Samfylkinguna í næstu kosning­ um. Stefán hefur raunar verið orð­ aður við formannsframboð fyrst af Smáfuglum amx.is og síðar af Agli Helgasyni sjónvarpsmanni. „Ég er ekki í stjórnmálum. Er ekki flokks­ bundinn í neinum flokki og er ekki með nein áform um að fara í stjórn­ mál. Það gefur því auga leið að ég er ekki að fara í formannsframboð í flokki sem ég er ekki meðlimur í.“ Herferð gegn Jóhönnu Í nýlegum skrifum Stefáns, færslu sem ber heitið „Styrmir stjórnar Samfylkingunni“, bendir Stefán á ít­ rekuð skrif Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Evrópuvaktarinnar, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráð­ herra og formaður Samfylkingarinn­ ar, er sögð standa höllum fæti sem formaður flokksins. „Hann hefur sagt að hún hljóti að hætta. Ef hún haldi áfram muni Samfylkingin bíða af­ hroð í kosningum að ári. Hann hefur ávarpað þingmenn Samfylkingarinn­ ar og sagt við þá að fæstir þeirra muni komast aftur á þing ef Jóhanna leiði Samfylkinguna áfram. Hann reif­ ar hverjir eigi að taka við af henni og svo framvegis. Svona gengur þetta í síbylju, eins og rispuð hljómplata. Til að hafa áhrif,“ skrifar Stefán á bloggsíðu sinni á vefmiðlinum Eyj­ unni. Þá vekur athygli að Stefán lýs­ ir afdráttarlaust þeirri skoðun sinni að Jóhanna sé pólitísk afrekskona. „Enginn stjórnmálaflokkur hefur efni á að setja pólitíska afreksmenn sína til hliðar – síst af öllu ef það er einlæg ósk pólitískra andstæðinga hans!“ DV spurði Stefán hvort ekki mætti túlka skrifin sem afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann telji ekki þörf á að Jó­ hanna stígi til hliðar. „Ég hefði haldið það,“ svarar Stefán. Makalaust virðingarleysi Ólafur telur kenningar um fram­ boðshug hans raunar fráleitar og dæmi um virðingarleysi áróðurs­ manna fyrir umræðunni. „Það er raunar makalaust að menn eins og Styrmir Gunnarsson, Páll Vilhjálms­ son og mykjudreifararnir á AMX skuli taka svona ákvarðanir fyrir mig og alveg út í loftið. Þetta eru allt harðsvíraðir áróðursmenn og þeir byggja þessi skrif sín á skálduðum ósannindum,“ segir Stefán. Þar vitn­ ar hann til að mynda til skrifa Styrmis um að innan Samfylkingarinnar sé hópur fólks sem vilji sjá Stefán í for­ mannsframboði en sams konar skrif hafa sést á vef Smáfuglanna sem og bloggsíðu Páls Vilhjálmssonar, fram­ kvæmdastjóra Heimssýnar. Djarfir við lygar „Það er einmitt meginástæðan fyrir því að ég ákvað að fara að blogga að mér hefur blöskrað hve lítið staðreyndir eiga upp á pall­ borðið í þjóðmálaumræðunni og hve menn eru orðnir djarfir við að ljúga að þjóðinni í pólitískum til­ gangi.“ Hann segir hægriróttæk­ linga ekki aðeins hafa fært miðju stjórnmálanna með yfirtöku sinni á þjóðmálaumræðunni. Að mati Stefáns er umræðan einnig ómerki­ legri vegna aðgangshörku áróðurs­ manna gegn óþægilegum stað­ reyndum. „Þeir bera enga virðingu fyrir staðreyndum. Þeir hika ekki við að afbaka upplýsingar, fara vís­ vitandi rangt með og afvegaleiða almenning, í þeim tilgangi að ná pólitískum markmiðum, það er að ná auknum áhrifum og völdum. Þeir stimpla staðreyndaupplýs­ ingar sem vinstriboðskap ef þeim líkar ekki við niðurstöðurnar.“ Óþægilegar staðreyndir Sjálfur segist Stefán hafa fengið að finna fyrir aðferðum áróðursmanna í eigin starfi. Þannig hafi niðurstöð­ ur rannsókna hans á þróun skatt­ byrði hér á landi ekki fallið í kramið hjá róttækum hægriáróðursmönn­ um. Hann hafi þó aðeins komið á framfæri staðreyndum og það frá að­ ilum eins og Hagstofu Íslands, OECD og ríkisskattstjóra. „Þetta voru stað­ reyndir frá hlutlausum aðilum. Ég boðaði aldrei neina skattastefnu sem ég aðhylltist sjálfur, sagði bara hvern­ ig hlutirnir væru að þróast, sam­ kvæmt gögnunum,“ segir Stefán um rannsóknir sínar. „Staðreyndirnar voru þessum aðilum óþægilegar og þá voru þær bæði stimplaðar og af­ bakaðar – í viðamikilli síbylju. Mark­ miðið var að blekkja almenning.“ Viðtækar þöggunaraðferðir „Ég vonast til að leggja því lið, að stað­ reyndum verði tekið af meiri alvöru í framtíðinni og að þjóðin láti ekki stórpólitíska kuklara og sölumenn snákaolíu stýra umræðunni,“ segir Stefán ástæðu þess að hann bloggar nú af miklum móð. „Þessar aðgerðir hægriróttæklinganna á Íslandi bein­ ast ekki bara að fræðimönnum sem voga sér að birta óþægilegar stað­ reyndir heldur beinist þetta einnig að blaðamönnum. Þetta er hluti af víðtækum þöggunaraðgerðum, sem áttu sinn þátt í því fyrir hrun að halda mikilvægum staðreyndum frá þjóð­ inni.“ 20 Fréttir 13.–15. júlí 2012 Helgarblað „Bera enga virðingu fyrir staðreyndum“ „Þeir stimpla stað- reyndaupplýsingar sem vinstriboðskap ef þeim líkar ekki við niður- stöðurnar. n Óflokksbundinn og ekki á leið í formannsslag n Staðreyndir stimplaðar „vinstri“ Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Ég er ekki að fara í formannsfram- boð í flokki sem ég er ekki meðlimur í Áhugasamur um Samfylkinguna Styrmir Gunnarsson ritstýrir Evrópuvaktinni og fer mikinn um þörfina á formannsskipt- um í Samfylkingunni. Ábyrgðarmaður Smáfuglanna Friðbjörn Orri Ketilsson er ritstjóri amx.is þar sem nafnlausir skoðanapistlar Smáfugl- anna birtast. Ekki Baugspenni Páll Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Heimssýnar, heldur úti persónulegu bloggi um stjórnmál þar sem staða Jóhönnu er gjarnan rædd. Vill leggja staðreyndum lið Stefán Ólafsson segir áróðurs- menn hægriróttæklinga hafa stundað víðtækar þöggunarað- gerðir undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.