Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 44
Betri skjár á nýrri Kindle n Aukin samkeppni og breyttar áherslur N ý Kindle-lestölva er væntan- leg á markað síðar á árinu en hún leysir af hólmi Kindle Fire. Kindle-vélarnar hafa verið gríðarlega vinsælar sem lest- ölvur en það þykir einna best að lesa af skjá Kindle-vélarinnar auk þess sem hún er lítil og fer vel í lófa. Eins og alltaf þegar nýir gripir eru væntanlegir á markað leka út upp- lýsingar og nýjustu fregnir herma að skjáupplausnin verði betri en á Kindle Fire; 1280 x 800 í stað 1024 x 600. Það er sama upplausn og á nýju vélinni frá Google, Nexus 7. Hún í sama stærðarflokki og Kindle, 7 tommu skjár, en minni en iPad, 10,2 tommu skjár. Breytingin er því sögð vera svar við þessari auknu samkeppni sem Nexus 7 mun án efa veita Kindle. Þá hefur einnig verið uppi orðrómur um iPad-mini. Sú vel mun verða hugsuð til þess að herja á þennan markað, þar sem þeir sem hafa eingöngu áhuga á lest- ölvu hafa hingað til mest sóst eftir Kindle vegna þess hve ódýr hún er miðað við aðrar spjaldtölvur. Nexus 7 kostar hins vegar það sama en er einnig mun öflugri að flestu ef ekki öllu leyti. Fleiri upplýsingar um nýju Kindle-vélina liggja ekki á lausu en talið er að hún verði kynnt í kringum næstu mánaðamót. Mikið líf hef- ur verið á spjald- og lestölvumark- aðnum undanfarið. Bæði Google og Microsoft sendu frá sér nýj- ar vélar auk þess sem Samsung er hugsanlega á leiðinni með vél með Windows-stýrikerfi. 44 Lífsstíll 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Hreinsaðu vatnið sjálfur Þó svo við Íslendingar höf- um óheftan aðgang að hreinu drykkjar vatni er sú ekki raunin víða annars staðar. Núna er hægt að kaupa vatnsflösku frá Camel- bak sem hreinsar fyrir þig vatnið með útfjólubláum geislum (UV). Þannig að ef þú ert staddur ein- hvers staðar þar sem þú kemst ekki í ómegnað drykkjarvatn getur þú rifið upp brúsann og hreinsað sopann. Hægt er að hreinsa um 15 lítra af vatni með hverri hleðslu en gripurinn kostar ytra 75 dali eða 9.500 krónur. Samsung vill Windows Allt útlit er fyrir að Samsung setji á markað spjaldtölvu með Windows RT-stýrikerfi. Hávær orðrómur þess efnis hefur vakið upp spurn- ingar þar sem Samsung er þegar með spjaldtölvu í sölu sem notast við Android-stýrikerfi – það sama og er að finna í Samsung-farsím- um. Í kjölfarið hafa skapast um- ræður um hvort að Samsung, einn stærsti farsímaframleiðandi heims um þessar mundir, ætli alfarið að snúa sér að Windows eða bjóða upp á báða kosti. Með bakverk? Eftir því sem skrifstofuvæðingin eykst kljást æ fleiri við bakkvilla vegna daglangrar kyrrsetu. Vinnuaðstaðan frá Focal Locus er hönnuð til þess að koma í veg fyrir það. Með stillanlegu borði og stól sem ýta undir hreyfanleika og þar með blóð- og súrefnisflæði. Borðið hallar á móti viðkomandi þannig að álagið er líka tekið af hálsinum. Sett saman úr áli, stáli og harðvið og kostar sitt. 1.450 dali eða um 190.000 krónur ytra. Kindle Fire, Nexus 7 og Nook Tablet Þær 7 tommu spjaldtölvur sem eru í boði á 199 dali ytra. T ækniþróunin á spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðnum hefur verið hröð undanfar- in misseri. Sífellt meira úr- val er af þessum tækjum og mikil samkeppni. Svo virðist þó vera að þessi samkeppni sé ekki jafn óheft og halda mætti. Í það minnsta ef marka má grein Nilay Patel, blaðamanns TheVerge.com. Hann skrifaði fyrir skömmu grein þar sem hann fjallar um áhrif símafyrirtækja á þróunina og rifjar upp ummæli Steve Jobs frá árinu 2005. Í grein sinni segir Patel frá því hvernig símarisarnir, aðallega Ver- izon og AT&T í Bandaríkjunum, stjórna vöruþróuninni og í raun segja fyrirtækjum hvernig varan eigi að vera. Rætt er við ýmsa ónafn- greinda aðila í faginu. Rifjar hann upp eftirminnileg ummæli Steve Jobs heitins, forstjóra Apple, frá ár- inu 2005. „Símafyrirtækin hafa nú náð yfirhöndinni gagnvart farsíma- framleiðendum. Þeir segja fram- leiðendum hvernig varan á að vera. Ef Nokia og Motorola hlusta ekki þá munu Samsung og LG gera það.“ Í þessu samhengi er rifjað upp að áður en iPhone kom á markað- inn vildi Verizon ekki selja símann. Steve Jobs vissi að án símarisanna sem sjá um sölu og dreifingu myndi iPhone aldrei komast á flug. Hann sannfærði því AT&T um að taka iPhone upp á sína arma og neyt- endur þekkja framhaldið. Varan gjörbreytti markaðnum. Þessi völd símafyrirtækjanna gera að verk- um að þau velja hvaða tæki ná ár- angri og hver ekki. Ekki neytend- ur sjálfir heldur dreifingaraðilarnir. Dæmi um þetta eru fyrirtæki eins og Palm og Vizio. Palm fór einfaldlega á hausinn út af því dreifingaraðil- ar/símafyrirtæki settu þeim stólinn fyrir dyrnar. Sömu sögu er að segja um Vizio sem hætti við að setja farsíma á markað. Þessi völd og verðlagning á þjón- ustu gerir að verkum að risafyrirtæki eins og Google og Microsoft eru far- in að sneiða hjá því að semja við dreifingaraðilana. Það sést á því að bæði nýja spjaldtölvan frá Google, Nexus 7, og nýja vélin frá Microsoft, Surface, verða fyrst um sinn í það minnsta aðeins fáanlegar með Wi- Fi-tengingu. Þær geta því ekki tengst netinu í gegnum GSM-samband. Þannig að öll þessi tæki sem bjóða upp á að fólk sé tengt öllum stund- um eru ekki nýtt sem skyldi þar sem framleiðendur og jafnvel notendur treysta á þráðlaust net, Wi-Fi. „Símafyrirtækin stjórna þróuninni“ n Ummæli Steve Jobs frá 2005 hafa ræst n Velja hvaða vörur ná árangri Steve Jobs Sagði árið 2005 að símarisarn- ir stjórnuðu markaðnum og það virðist hafa komið á daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.