Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 32
Frá eymd til endurlausnar
D
V hitti á dögunum söngvar
ann og lagahöfundinn góð
kunna Svavar Knút. Hann
býr í notalegu gömlu húsi í
Reykjavík með dætrum sín
um tveimur og eiginkonu. Þegar
blaðamaður mætir á svæðið er Svav
ar að baksa við að hella upp á, í nýju
kaffivélinni á heimilinu, og kaffi
ilmurinn fyllir loftið. Allir á heim
ilinu sofa ennþá enda sumarfrí og
fæðingarorlof í gangi hjá dömunum.
Svavar er á leiðinni út á land með
alla fjölskylduna í vinnuferð og frí
og í nógu að snúast. Hann gaf sér þó
tíma til að setjast niður með rjúkandi
bolla og rifja upp hvað það var sem
kom honum á þann stað sem hann
er á í dag.
Átti ekki að verða
myndlistarmaður
„Fyrsta minningin mín er frá því að ég
var svona tveggja ára. Þá hafði pabbi
málað Barbapabba myndir á veggina
hjá okkur bræðrunum vegna afmælis
bróður míns og ég fékk þá hugmynd
í kollinn að mála líka Barba pabba
og ég gerði það bara eins og tveggja
ára barn, með tússlitunum mínum.
Pabbi hafði eytt heilu dögunum í
að mála alla Barbakrakkana, Barba
pabba og Barbamömmu og svo kom
ég bara og eyðilagði það,“ segir Svav
ar Knútur hlæjandi. „Pabbi sýndi því
samt ákveðinn skilning að þarna var
bara um að ræða tveggja ára barn
en ég held að hann hafi verið voða
lega svekktur. Ég var bara að reyna
að gera eitthvað flott en það má segja
að þarna hafi myndlistarferill minn
endað og ég held að tónlistin hafi
tekið við því mér var ekki ætlað að
vera myndlistarmaður.“
Sækir styrk í bræður sína
Svavar Knútur á tvo bræður en sá
yngri er fjórtán árum yngri en hann.
„Við vorum alltaf bara tveir bræðurn
ir en svo ákváðu mamma og pabbi að
taka smá djók þegar ég var fjórtán ára
og þá var ég allt í einu kominn með
eitthvað kríli þarna sem ég skildi ekk
ert í. Villi, sem er litli bróðir minn, var
auðvitað alltaf bróðir minn en það
er ekki fyrr en á fullorðinsárum sem
við fórum virkilega að tengjast sterk
um bræðraböndum. Ég hef alltaf ver
ið tengdur Nóna bróður þannig, en
núna er ég tengdur þeim báðum og
nú á ég tvo bræður með stóru Béi og
ég sæki ofboðslega mikinn styrk í þá
báða.“
Lærði að tala lágt
Aðspurður hvernig barn og ung
lingur Svavar Knútur var segir hann
hlæjandi: „Ég var „krípí“ barn. Nei,
nei, ég segi bara svona. En ég lærði
mjög snemma að tala lágt af því að ég
talaði svo hátt, lá svo hátt rómur. Það
var alltaf verið að skamma mig fyrir
að tala, mér fannst ég ekki tala neitt
meira en aðrir, ég talaði hins vegar
hærra, svo ég fór að lækka röddina
og þegar ég var orðin svona um þrett
án ára þá var ég farinn að tala frekar
lágt – alltaf. Mér finnst rosalega spes
þegar fólk getur ekki talað lágt á tón
leikum. Sjálfur lendi ég í því að ég er
að „pródúsera“ tónleika og einhver
kemur til mín og er að gaspra ótrú
lega hátt og ég reyni alltaf að tala lágt
á móti, en fólk tekur ekki „hintinu“ og
talar bara hærra.
Ég var mikið í mínum eigin heimi,
ímyndaði mér geimferðir því mig
langaði svo mikið að vera geimfari
og svo ímyndaði ég mér að ég væri
að rannsaka fjöllin að innan. Fyr
ir mér var fjall ekki bara fjall heldur
voru þau öll hol að innan og á hverj
um einasta hól var einhvers staðar
hurð. Ég var líka mjög músíkalskur
og hafði skrýtinn smekk fyrir músík,
það var til fullt af plötum en ég stopp
aði ekki á mörgum en ég man eftir að
ég var hrifin af The Muppet Album,
The Visitors, sem var mjög drama
tísk plata frá Abba, Emerson, Lake &
Palmer, Hlunkur er þetta með Halla
og Ladda, sem ég tel að sé ein besta
plata sem gefin hefur verið út á Ís
landi og War of The Worlds. Frekar
furðulegt samansafn af plötum.“
Einn vinur í einu
„Ég var rosalega spes unglingur. Ég
fór aldrei í neitt geðvonskukast og
varð aldrei einhver tilfinningabomba
en ég varð alveg rosalega einrænn.
Ég hef alltaf verið dálítið einrænn
og hef átt svolítið erfitt með fólk, en
mér þykir alveg yndislegt að eiga fjöl
skyldu og svo finnst mér rosalega
gott að eiga bara einn vin í einu en
um leið og ég er kominn í aðstæð
ur sem ég þarf að vera félagsvera í,
þá líður mér ekki vel. Á sviði er það
samt allt í lagi því þá er ég á mínum
forsendum og þarf ekki að vera neitt
nema ég sjálfur. En það má eiginlega
segja að mesta gelgjueinkennið mitt
hafi verið að ég fór í ofsalega langa
göngutúra, hvarf bara og ráfaði um
og hugsaði. En svo eyddi ég líka mikl
um tíma í herberginu mínu, að spila
á gítarinn.
Ég hef aldrei verið í íþróttum og
hef átt erfitt með íþróttakúltúrinn
en það var mikill íþróttakúltúr á litlu
stöðunum sem ég bjó á og viðhorfið
var svolítið þannig að ef þú varst ekki
góður í íþróttum þá varstu asni og
nörd og nokkurn veginn réttdræpur
svo mér leið ekkert rosalega vel, svo
ég fór að loka mig meira og meira af
með Stein Steinarr og kassagítarinn.“
Fjölskyldan flutti á Flateyri
„Fjölskyldan mín var alltaf á voða
legu flakki, mamma mín var kennari
og pabbi minn var sjómaður og
uppfinningamaður. Það var ekki
fyrr en ég var fimm ára sem við vor
um í átta ár á sama stað en það var
á Skálá í Skagafirði á ofsalega fal
legum sveitabæ. Þar átti ég mín
bernskuár en þegar ég var tólf ára
misstum við bæinn.“
Svavar Knútur segir að eftir það
hafi þau þvælst mikið á milli staða
og móðir hans hafi um tíma kennt
í Heiðarskóla í Leirársveit og pabbi
hans fór í Sjómannaskólann. „Við átt
um engan fastan samastað fyrr en
við fluttum á Flateyri og keyptum þar
hús. Ég var ekki mikið á Flateyri því
ég var farinn að stunda skóla í bæn
um en ég fór heim á Flateyri í frí, um
jól, páska og í sumarfríum.“
Missti föður sinn í snjóflóði
Svavar Knútur var ungur eða einung
is fimmtán ára þegar hann flutti að
heiman til ömmu sinnar. „Það er eitt
af því sem ég á erfitt með núna og hef
svolítið þurft að vinna með af því að
ég sá pabba minn rosalega lítið áður
en hann dó og við áttum ekki venju
legt feðgasamband. Við vorum eig
inlega bara málkunnugir en það var
samt farið að horfa til betri vegar
með það og við hefðum örugglega
getað styrkt sambandið og orðið fjöl
skylda aftur en þá kom flóðið.“ Faðir
Svavars, Kristinn Jónsson, var einn af
þeim sem fórust í snjóflóðinu á Flat
eyri í október 1995, þá aðeins 42 ára
að aldri. Móðir Svavars var veður
teppt inni í Önundarfirði með yngri
bróður Svavars en Kristinn var lát
inn yfirgefa hús þeirra vegna snjó
flóðahættu en húsið sem hann fékk
að gista í fór í snjóflóðinu en hús fjöl
skyldu Svavars stóð óskemmt eft
ir. „Þetta var rosalega mikið áfall og
mikil sorg en við vorum ekki ein um
þennan missi því það voru 20 manns
sem fórust í flóðinu svo við gátum
ekki verið reið, allt samfélagið var í
sárum.“ Sjálfur var Svavar í Reykja
vík þegar flóðið féll og segir hann að
í borginni hafi bara verið venjulegt
haust. „Ég labbaði út úr blokkinni
sem ég bjó í, í hálfgerðri leiðslu eft
ir að ég frétti af þessu og þá var eig
inlega enginn snjór úti, bara örlítil
föl og ég man að ég hugsaði að þetta
gæti ekki verið rétt því að það væri
enginn snjór, en á sama tíma voru
tveggja mannhæða háir snjóskaflar á
Flateyri. Eflaust var ég strax kominn
í afneitun.“
32 Viðtal 13.–15. júlí 2012 Helgarblað
Svavar Knútur hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarin misseri. Söngva-
skáldið hefur verið í fullu starfi sem tónlistarmaður síðan 2008 en hann gekk út
úr gömlu vinnunni á sama tíma og hrunið skall á og Geir H. Haarde sagði við
þjóðina; „Guð blessi Ísland“. Svavar varð fyrir miklu áfalli sem unglingur þegar
faðir hans lést í snjóflóðinu á Flateyri 1995. Hann segist hafa dofnað upp og var
langt fram á þrítugsaldurinn að vinna úr áfallinu.
„Þegar ég var
orðinn 27 ára fór
klakinn að bráðna utan
af mér.
„Ég dofnaði upp
eftir flóðið, ég
man rosalega óljóst eftir
árunum eftir flóð.
Kidda Svarfdal
kidda@dv.is
Viðtal
Svavar Knútur „Ég get séð um fjölskylduna mína og verið ábyrgur og passað að ekkert
skorti en samt verið með loftbelginn minn uppi.“
Getur unnið fyrir sér og fjöl
skyldunni með tónlistinni
„Ég gekk út úr gömlu vinnunni minni
nánast á sama tíma og Geir H. Haar-
de sagði: „Guð blessi Ísland“.