Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 38
Á milli þess sem Barði Guðmundsson er í há- loftunum sem flug- þjónn skrifar hann sögur sem sumar verða að kvikmyndahandrit- um. Væntanleg er kvikmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson sem byggð er á handriti eftir Barða. Kallast hún Staying Ali- ve og fjallar um miðaldra kon- ur og jarðarfarafíkla. „Myndin á að gerast árið 1997 og fjallar um tvær konur á besta aldri sem hittast eftir langan að- skilnað og taka upp fyrri kunn- ingsskap. Þær höfðu kynnst í húsmæðraskóla og verið mjög nánar þar til þær skildust að. Vinkonurnar hittast aftur eft- ir tuttugu og fimm ár. Þar að auki eru tveir jarðarfarafíkl- ar sem eiga eftir að hafa mik- il áhrif á líf kvennanna tveggja. Jarðarfarafíklarnir þrífast á því að sækja jarðarfarir hjá ókunnugu fólki og gefa þeim einkunn. Síðan fara þeir í erfi- drykkjurnar á eftir. Jafnframt skoða þeir rækilega minn- ingargreinar um látið fólk og kynna sér ættfræði þess. Segja má að þetta sé gamansöm ást- arsaga.“ Kynntist ungur heimi jarðarfarafíkla Spurður hvernig honum hafi dottið í hug að skrifa sögu sem meðal annars fjallar um jarðarfarafíkla, svarar hann: „Faðir minn var prestur og ég kynntist heimi jarðarfaraf- íkla í gegnum sögur sem hann og móðir mín sögðu mér.“ Barði segir konur á miðjum aldri verða í aðalhlutverk- um í myndinni og vera lítið um hlutverk fyrir karla. Engin sérstök ástæða hafi verið fyrir því og skrifin einfaldlega þró- ast þannig fyrir tilviljun. „Þetta er svolítil nýjung og að sama skapi skemmtileg.“ Upphaflega smásaga Barði hefur skrifað sögur af og til í tuttugu ár: „Ég hef alltaf verið að búa til sögur, alveg frá því ég var lítill strákur. Svo ákvað ég að koma þeim niður á blað og vinna meira úr þeim í stað þess að geyma þær ein- göngu í kollinum.“ Handritið að Staying Alive var upphaflega smásaga sem ég skrifaði þegar ég var búsettur í Barcelona fyr- ir tuttugu árum,“ útskýrir Barði. Lærður leikari Barði er lærður leikari og út- skrifaðist úr Leiklistarskóla Ís- lands. Hann lék meðal annars með Leikfélagi Akureyrar en handritsskrif og leikstjórn hafa fangað hug hans allan. Erfitt sé að lifa á leiklistinni því hún sé stopul og þess vegna hafi hann farið að starfa sem flug- þjónn. „Ég væri löngu týnd- ur og gleymdur sem leikari. Í staðinn fór ég mikið til útlanda sem flugþjónn. Það þótt mér mjög skemmtilegt. Svo sótti ég ýmis námskeið í kvikmynda- gerð í Danmörku og Englandi.“ Með mörg járn í eldinum Hann skrifaði handrit að og leikstýrði stuttmynd sem ber titilinn Mamma veit hvað hún syngur og skartaði Helgu Braga í aðalhlutverki. Stuttmyndin var sýnd á 30 kvikmyndahátíð- um víðs vegar um heiminn og fékk þrenn áhorfendaverðlaun. „Ég er líka að vinna að annarri stuttmynd sem ég skrifaði handritið að og leikstýri. Hún heitir Bóbó og fer Einar Aðal- steinsson með aðalhlutverkið. Stuttmyndin verður að öllum líkindum fullkláruð í septem- ber. Hann hefur ekki sérstak- an áhuga á að leika sjálfur í kvikmyndum en gæti þó íhug- að að taka að sér lítið hlutverk í Staying Alive. „Draumur minn er þó að leikstýra kvikmyndum í fullri lengd í framtíðinni. Eftir að ég hef skrifað og leikstýrt tveimur stuttmyndum og skrif- að handrit að kvikmynd í fullri lengd, gæti verið að ég fái tæki- færi síðar til að leikstýra mynd í fullri lengd.“ Tökur hefjast næsta sumar Myndinni hefur þegar verið vel tekið af Kvikmyndamiðstöð Íslands, að sögn Hrannar Kristinsdóttur, framleiðanda myndarinnar. Stefnt er á að tökur á myndinni hefjist næsta sumar. elin@dv.is Hvað er að gerast? ÁMS á Útlaganum Hljómsveitin Á móti sól ætlar að slá upp sveitaballi á Útlaganum á Flúðum á föstudags- og laugar- dagskvöld. Á föstudagskvöld verður sveitin í góðum gír og á laugardagskvöld er svo komið að árvissu Bylgjuballi þar sem heiðursgestur er sjálfur Hemmi Gunn! Flóamarkaður unga fólksins Flóamarkaður ungs fólks í Hinu Húsinu verður laugardaginn 14. júlí milli klukkan 13 og 17. Markaðurinn verður í kjallara Hins hússins og er gengið inn Austur- strætismegin. Þessi markaður er haldinn einu sinni í mánuði þar sem fólk á aldrinum 16–25 ára selur notuð föt og aðrar gersemar og eru allir meira en velkomnir að koma og kaupa sér eitthvað ódýrt og fínt. Ferðalag í Tré og list Á milli klukkan 16 og 18 á laugar- dag opnar Fríða Rögnvaldsdóttir myndlistarkona úr Keflavík sýninguna Ferðalag í Tré og list í Forsæti, Flóahreppi. Fríða hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis, ásamt einkasýningu í Lúxemburg. Einnig hefur hún tek- ið þátt í mörgum samsýningum hér heima, ásamt 5 samsýn- ingum erlendis, í Belgíu, í New York og síðasta haust í Istanbúl í Tyrklandi. Hugljúft á Gljúfrasteini Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleik- ari spila Bach, Tchaikovsky og Chausson á Gljúfrasteini klukkan 16. Bæði eru þau sprenglærðir tónlistarmenn. Ari kennir hópi efnilegra fiðlunemenda við Tónlistarskólann í Reykjavík og leikur á fiðlu smíðaða af Giovanni Maggini frá u.þ.b. 1620, að láni frá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hrönn er kennari við Söngskólann í Reykjavík og við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. 38 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 14 júl 13 júl 15 júl „Fyndin og hjartnæm mynd“ „Umgerð leiksins og öll myndræn úrvinnsla er mikið augnagaman“ Moonrise Kingdom Wes Anderson Gamli maðurinn og hafið Berg Ogrodnik n Barði Guðmundsson flugþjónn og handritshöfundur n Vinnur með Friðriki Þór Mikill kattavinur Barði er mikill kattavinur. Grái kötturinn heitir Magdalena eftir persónu í handriti væntanlegrar bíómyndar. Mynd Eyþór Árnason HandritsHöfundur í Háloftunum Heillaður af skrifum Flugþjónninn hefur verið heillaður af handritsskrif- um um langt skeið. Mynd Eyþór Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.