Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 10
n Staðan á atvinnumarkaði talsvert betri núna en í fyrra Fjöldauppsögnum Fækkar milli ára Munar miklu 500 færri misstu vinnuna í fjöldauppsögnum á fyrstu sex mánuðum ársins en fyrstu sex mánuði síðasta árs. Mynd Sigtryggur Ari 10 Fréttir 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Á tta tilkynningar um hóp- uppsagnir hafa borist Vinnumálastofnun á síð- ustu tólf mánuðum. Í heild misstu 273 einstaklingar vinnuna í þessum uppsögnum en langflestir þeirra misstu vinnuna á síðasta ári. Aðeins 21 hefur verið sagt upp í hópuppsögnum það sem af er ári en það er talsvert minna en á síðasta ári, þegar 752 einstak- lingar misstu samtals vinnuna í slíkum uppsögnum. Atvinnuleysi hefur á sama tíma dregist saman og stendur nú í 5,6 prósentum samkvæmt vefsíðu Vinnumála- stofnunar. uppsagnir í sjávarútvegi Þrátt fyrir að Vinnumálastofnun hafi ekki verið tilkynnt um hóp- uppsagnir í júní tilkynnti Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum að 41 starfsmanni yrði sagt upp störfum í fyrirtækinu. Sögðu fulltrúar fyrir- tækisins að ekki væri hægt að halda úti jafn öflugri starfsemi eftir að breytingar voru gerðar á veiðigjöld- um. Uppsagnirnar hafa verið um- deildar og hefur meira að segja einn af eigendum fyrirtækisins, Guð- mundur Kristjánsson, útgerðar- maður í Brimi, sagt opinberlega að þær væru „sýndarmennska“. Gaf hann til kynna að meirihluta- eigendur í Vinnslustöðinni væru að nota starfsfólk í pólitískum tilgangi í baráttu sinni gegn fyrirhuguðum breytingum stjórnvalda á fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Guðmundur berst þó sjálfur gegn breytingunum enda á hann kvóta sem er milljarða króna virði. Fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi hafa gefið til kynna að uppsagn- ir séu yfir vofandi nái breytingar stjórnvalda fram að ganga og sögðu sjómenn sem mótmæltu breytingunum á Austurvelli í júní að þeir mótmæltu af því að þeir vildu halda vinnunni í samtali við blaðamann. Óljóst er hvort það gangi eftir en fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu og umhverfi fyrir tækja í sjávarútvegi eru talsverðar. Betri teikn á lofti Óvissa í sjávarútvegi kemur þó ekki í veg fyrir að flest bendi til þess að jákvæð teikn séu á lofti í efnahagsmálum hér á landi. Skráð atvinnuleysi hefur dregist mikið saman, einkaneysla hefur aukist, velta fyrir tækja í mörgum tilfell- um aukist og færri fyrirtæki fara í gjaldþrot. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þó haldið því fram að þetta sé ekki ríkjandi stjórnvöldum að þakka. Hann seg- ir hagvöxt undanfarinna mánaða skýrast af góðri tíð í sjávarútvegi og útflutningsverðmæta sem orkufrek- ur iðnaður hér á landi skapi. „Ekk- ert af þessu hefur mikið með það að gera sem ríkisstjórnin hefur verið með á prjónunum, heldur hefur rík- isstjórnin þvert á móti verið að inn- leiða hamlandi aðgerðir. Þær birtast meðal annars í því að fjárfesting í at- vinnulífinu hefur verið óviðunandi og það er hún sem við verðum að fá í gang, tækifærin eru svo sannar- lega til staðar,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV um málið. Erfitt er að festa hönd á nákvæmlega hvaða aðgerðir það eru sem skapað hafa betri skil- yrði í íslensku atvinnulífi en stefna stjórnvalda hefur verið að ná ríkis- sjóði á réttan kjöl á næsta ári. Ekki er víst hvernig til tekst en stjórnvöld greiddu óvænt inn á lán Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins fyrir áætlun í júní. Vandi Evrópu okkur hættulegur Efnahagsmál eru þó í mikilli óvissu víða annars staðar í heiminum og er enn verið að glíma við erfiða fjár- málakreppu í Evrópu. Staða ríkja í suðurhluta heimsálfunnar er slæm og er farið að bera á mikilli og auk- inni óánægju meðal íbúa og leiðtoga í ríkjum norðar í álfunni sem hing- að til hafa þurft að taka á sig auknar byrðar vegna hinna ríkjanna. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands viðraði áhyggjur sínar af þessu í yfirlýsingu 13. júní síðast- liðinn. Þar kom fram að aðstæður á alþjóðavísu valdi frekari óvissu um innlendar efnahags- og verð- bólguhorfur. Erfiðlega hefur gengið fyrir bankana að hafa stjórn á verð- bólgunni hér á landi, sem þó hefur minnkað umtalsvert frá því sem var fyrir hrun og strax eftir hrun. Mark- miðum bankans hefur þó ekki verið náð og er óvíst hversu vel bankanum tekst að skýla landinu frá stormviðri á evrópskum mörkuðum og draga úr innlendum efnahagssveiflum. Hópuppsagnir 2011 og 2012 tímasetning Fjöldi tilkynninga Fjöldi starfsmanna júní 2012 0 0 maí 2012 0 0 apríl 2012 0 0 mars 2012 0 0 febrúar 2012 1 21 janúar 2012 0 0 desember 2011 0 0 nóvember 2011 2 72 október 2011 2 67 september 2011 3 113 ágúst 2011 0 0 júlí 2011 0 0 Samtals 8 273 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Ekkert af þessu hefur mikið með það að gera sem ríkis- stjórnin hefur verið með á prjónunum. Ekki Jóhönnu að þakka Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrðir að það sé ekki ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að þakka að vöxtur sé á Íslandi. Mynd róBErt rEyniSSon Sættir hafa ekki komið til tals Ekki hefur komið til tals í innan- ríkisráðuneytinu að reyna ná sátt- um við blaðakonuna Erlu Hlyns- dóttur varðandi tvö dómsmál sem þegar hafa verið send út til Mann- réttindadómstóls Evrópu og bíða afgreiðslu dómstólsins að því er kemur fram á Vísi. Þar kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu standi ekki til í bili að setjast að samningaborðinu en þó ekki ekki útilokað að svo verði gert síðar. Erla var dæmd fyrir að hafa eftir viðmælanda sínum ummæli sem birtust í DV um skemmti- staðinn Strawberries. Voru Erlu dæmdar tuttugu þúsund evr- ur í bætur, en fjögur ár eru síðan málarekstur hennar hófst fyrir dómstólum. Nýr bæjar- stjóri í Garði Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, mun hefja störf sem bæjarstjóri í Garði strax í byrjun næstu viku. Gengið var formlega frá ráðningu Magnúsar á bæjar- stjórnarfundi í hádeginu á fimmtudag. Magnús á að baki langa sögu í pólitísku starfi og stjórnsýslustörf- um en hann var þingmaður Fram- sóknarflokksins um árabil og ráð- herra til skamms tíma.  Magnús er heldur ekki ókunn- ur sveitarstjórnarstörfum því hann var sveitarstjóri í Grundarfirði áður en hann gerðist þingmaður 1995 og þar áður var hann bæjar- ritari í Ólafsvík.  Velta í dagvöruverslun eykst: Íslendingar kaupa fleiri skó Velta skóverslunar jókst um 16,8 prósent í júní á föstu verðlagi og um 19,5 prósent á breytilegu verð- lagi miðað við sama mánuð fyrir ári. Þetta kemur fram í nýjum töl- um frá Rannsóknarsetri verslun- arinnar á Bifröst. Velta í dagvöru- verslun jókst um 2,5 prósent á föstu verðlagi í júní miðað við sama mánuð í fyrra og um 8,9 pró- sent á breytilegu verðlagi. Leið- rétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í júní um 1,2 prósent frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hefur hækk- að um 6,2 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum. Sala áfengis jókst um 6,0 pró- sent í júní miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 11,4 prósent á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta áfengis í júní saman um 2,8 prósent frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 5,1 prósent hærra í júní síðastliðn- um en í sama mánuði í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.