Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 22
S ýrland er um þessar mundir hættulegasta land í heimi, enda má segja að þar ríki borgarastyrjöld. Talið er að allt að 10.000 manns hafi látið lífið í átökum á milli mótmæl- enda ríkisstjórnarinnar í landinu og öryggissveita hennar, hers, lögreglu og annarra aðila sem styðja stjórn- ina. Erfitt er að fá áreiðanlegar fréttir frá landinu, þar sem langflestir fréttamenn erlendra fréttastöðva hafa yfirgefið það. Átökin hófust í lok janúar í fyrra þegar maður að nafni Hasan Ali Akleh kveikti í sér í borginni Al-Ha- sakah, til að mótmæla stjórnvöld- um. Með þessum atburði er talið að almenn uppreisn hafi hafist gegn sýrlenskum stjórnvöldum, sem stendur enn. Í mars í fyrra kom til mikilla mót- mæla í fjölmörgum borgum Sýr- lands og þann 25. mars voru 20 mót- mælendur myrtir í borginni Daraa. Síðan þá hafa fréttirnar verið með þessum hætti, að tugir manna séu drepnir í viku hverri, að fjöldamorð séu nánast daglegt brauð. Friðartil- raunir hafa ekki skilað neinum ár- angri og ofbeldið virðist vera ráð- andi. Fjölskylduveldi Sýrland er um 185.000 ferkílómetrar að stærð og þar búa um 22 milljónir, en um 90 prósent þeirra eru Arabar. Landinu hefur áratugum saman verið stjórnað af sömu fjölskyldunni, Assad-fjölskyldunni. Núverandi leið- togi er Bashar al-Assad, sem er augn- læknir að mennt og tók við af föður sínum, Hafez al Assad, þegar sá lést árið 2000. Hafez, þá varnarmála- ráðherra, komst til valda í óblóð- ugu valdaráni árið 1970 og sat því í um 30 ár við völd. Flokkur þeirra, Baath-flokkurinn (Baath þýðir endurfæðing) er valdaflokkur lands- ins númer eitt, myndar stjórn, ásamt nokkrum öðrum smáflokkum. Aðrir flokkar eru ólöglegir, en það eru um 14 flokkar kúrdíska minnihlutans. Mikil tengsl við Sovétríkin Hafez al Assad var sósíalisti og mynd- aði náin tengsl við Sovétríkin sálugu, rétt eins og Gamal Abdel Nasser, leiðtogi Egypta á árunum 1956–1970. Þetta skýrir sterka tengingu Rúss- lands við átökin nú, en Rússar hafa séð Sýrlandi fyrir öllum þeim vopn- um sem landið þarf. Tengls Assads við Sovétríkin fóru mjög í taugarnar á múslimum, sem álitu Assad guðleysingja. Allt frá þessum tíma hefur því andað köldu á milli leiðtoga Sýrlands og Bræðralags múslima, sem er sterkt í Sýrlandi, rétt eins og Egyptalandi. Árið 1982 gerðu súnnítar í borginni Hama ( múslimsk trú skiptist í súnní og sjía, sem eru minnihluta innan íslam) uppreisn gegn Assad, sem hann braut á bak aftur af mikill hörku, talið er að allt að 10.000 manns hafi verið myrt og fjöldi særst. Í þessum átökum, sem stóðu í tvær vikur, notaði Assad með- al annars sovéskar árásarþyrlur til að ganga milli bols og höfuðs á and- stæðingum sínum. Ráðandi minnihluti Í bókinni, Íslömsk bókstarfstrú, eft- ir pakistanska rithöfundinn Dilip Hiro, kemur fram að ein af orsökum langra átaka í Sýrlandi, sé einnig sú að Assad tilheyri hópi svokallaðra alavíta, sem eru minnihluti í Sýr- landi. Alavítar tilheyra bændastétt og voru til dæmis eftirlætishermenn Frakka í Sýrlandi, sem stjórnuðu landinu í raun frá 1920–1946, þegar andstæðingar þeirra í samvinnu við Breta, þvinguðu Frakka til að yfirgefa landið. Áhrif alavíta í stjórnmálum og stjórnkerfi Sýrlands, hafa hins vegar ekki dvínað og eru dæmi um mikil völd minnihluta, sem reitir þá meirihlutann til reiði. Sem er í þessu tilfelli súnnítar, sem byggja afkomu sína að miklu leyti á verslun og við- skiptum. Samskipti þessara hópa hafa verið mjög stirð og einkennast því oftar en ekki af ofbeldi og átök- um. Hernam Líbanon Andstæðingar Assad- fjölskyldunnar hafa notað hvert tækifæri til þess að reyna að koma honum frá völd- um, til dæmis í nóvember árið 1983, þegar Assad fékk hjartaáfall. En allt kom fyrir ekki og hann hélt ótrauð- ur um valdataumana. Á valdatíma hans réðst hann með her sinn inn í Líbanon, árið 1976, og blandaði sér þar inn í eina blóðugustu borgara- styrjöld tuttugustu aldarinnar. Sýr- lenski herinn og Sýrlendingar réðu því lögum og lofum í Líbanon allt til ársins 2006, þegar þeir yfirgáfu landið, eftir 30 ára hernám. Botnlaus grimmd Sýrland á hreint út sagt ömurlega sögu varðandi mannréttindi og hefur komið afar illa út í skýrslum mannréttindasamtaka. Nánast all- ar tegundir mannréttindabrota hafa verið framin í landinu og gríðarlegt ofbeldi einkennir sögu þess á tutt- ugustu öldinni. Hryllingssögur á borð við pyntingar á börnum og að fólk sé notað sem mannlegir skildir heyrast í fjölmiðlum. Stjórnarand- stæðingar hafa hlotið miskunnar- lausa meðferð og grimmdin er nán- ast botnlaus. Og þannig er það einnig í þess- um átökum, sem ef til vill má segja að eigi sér bakgrunn í valdaskipt- unum árið 2000, þegar ýmsir hópar sem börðust fyrir lýðræði, sáu sér leik á borði. Arabíska vorið spilar hér einnig inn í, en sjálfsmorðið sem sagt var frá í byrjun greinarinnar er talið eiga fyrirmynd í átökunum í Túnis árið 2010, sem leiddu til af- sagnar forseta Túnis, Ben Alí. Hann sat við völd í 24 ár. Ofbeldisseggur eða farsæll leiðtogi? Bashar al Assad, núverandi leiðtogi, stendur frammi fyrir erfiðu verkefni en ljóst er að stjórn hans hefur beðið mikinn álitshnekki, eftir það ofbeldi sem beitt hefur verið. Til dæmis hefur stórskotaliði verið beitt án miskunnar gegn sögufrægum borgum á borð við Homs, þar sem um 200 manns létust í slíkri árás í byrjun febrúar. Borgin, sem hefur verið miðstöð andófsins gegn Assad, hefur að geyma mikinn fjölda sögulegra minja. Um 600.000 manns búa í Homs. Vilji Assad halda völdum er nokkuð ljóst að hann verður að gera einhverjar tilslakanir sem leiða til aukins lýðræðis og bættra mannréttinda. Sú lýðræðisbylgja sem flætt hefur um Mið-Aust- urlönd á undanförnum misser- um lætur Sýrland ekki ósnortið. En beiti Assad auknu ofbeldi og herði hann tökin, verður hans sennilega minnst sem ofbeldisseggs, en ekki farsæls leiðtoga. Hvaða leiðtogi vill það? Sádar og Sameinuðu arabísku furstadæmin borga n Í stríðsátökum er gríðarlegt fjármagn brennt í átakabálinu – stríð kostar. Samkvæmt fréttum eru það Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin sem aðallega fjármagna andspyrnuna við Bashar al Assad. Súnnítar eru í miklum meirihluta í báðum löndunum og súnnítar eru helsti andspyrnuhópurinn sem nú berst gegn Assad. Tengingin er því augljós. Það voru einnig Sádi-Arabar sem aðstoðuðu yfirvöld í smáríkinu Bahrain við að berja niður lýðræðisbylgju þar í landi í fyrravor af mikilli hörku. Meðal annars réðust hermenn inn á sjúkrahús og handtóku lækna og hjúkrunarfólk, sem sinnti særðum. Í réttarhöldum fengu sjúkrahússtarfsmenn þunga dóma; á bilinu 5–15 fangelsi, en sumir fengu síðan dómana mildaða. Á Youtube er að finna magnaða verðlaunaheimildarmynd um þetta, sem heitir A Shout in the Dark. Sjónvarpsstöðin Al Jazeera framleiddi myndina og var eina sjónvarpsstöðin sem var í landinu á þessum tíma. Myndin gefur því einstaka innsýn í atburði sem þessa. Fangelsi Dr. Ghassan Dhaif fékk 15 ára fangelsi í kjölfar átakanna í Bahrain, en síðan var dómurinn mildaður í eitt ár. 13.–15. júlí 2012 Helgarblað „Sýrland á hreint út sagt ömurlega sögu varðandi mann- réttindi. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is Sýrland logar 22 Erlent n Blóðug átök hafa staðið í rúmlega ár n Fjöldamorð framin n Löng saga átaka Fjölskylduveldi Bashar al Assad er for- seti Sýrlands, þar sem þúsundir manna hafa látið lífið í blóðugum innanlandsátökum. Hann er hluti af fjölskylduveldi sem stýrt hefur Sýrlandi áratugum saman. Hryllingur í Homs Andspyrnumenn í borginni Homs syrgja látinn félaga sinn eftir bardaga við sýrlenska herinn, sem látið hefur sprengjum rigna yfir borgina. Homs er mjög sögufræg borg og þar er meðal annars einn frægasti miðaldakastali heims, Krak des Chevaliers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.