Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Bretland, Skotland og meginland Evrópu Rafmagnsútrás Ýmsir aðilar Ítrekað hafa íslenskir aðilar gert tilraun til vatnsútflutnings, oftar en ekki með dræm­ um árangri og miklu tapi. Þekktasta dæm­ ið er án nokkurs vafa tilraunir Vatnsber­ ans hf. til stórfellds vatnsútflutnings en fyrirtækið ætlaði sér stóra hluti og aug­ lýsti meðal annars eftir fjárfestum í DV og öðrum fjölmiðlum landsins. Þórhall­ ur Ölver Gunnlaugsson, nú Þór Óliver, forsvarsmaður Vatnsberans lofaði gulli og grænum skógum í viðtali við DV árið 1991. Þar lýsti hann sams konar viðskiptum í Noregi en sagði norskt vatn ekki nándar nærri jafn gott og það íslenska – að fráleitt væri að bera okkar vatn saman við það norska. Þá lofaði hann að gengið yrði þannig frá málum að útflutningurinn skaðaði á engan hátt orðstír íslenska vatnsins. Tilraun Vatnsberans er langt frá því að vera síðasta tilraun Íslendinga til útflutn­ ings á vatni en misjöfnum sög­ um fer af slíkum viðskiptum. Vatnsberinn endaði á hvín­ andi kúpunni og Þór Óliver var dæmdur í fangelsi vegna stórfelldra skatta­ brota og svika á endurgreiðslukerfi virðisaukaskatts. Árið 1999 var Þór dæmdur fyrir að hafa banað Agnari W. Agn­ arssyni á hrottafenginn hátt aðfaranótt 14. júlí árið 1999. Agnar var þá staddur á heimili sínu við Leifsgötu 28. Þór stakk Agnar margsinnis víðs vegar um líkamann með þeim afleiðingum að hann lést. Agnar hafði einnig hlotið dóm í vatnsverksmiðjumálinu. Bandaríkin, Mið-Austurlönd og Ástralía – 1991 Vatnsútflutningur Þór Óliver Gunnlaugsson – Vatnsberinn hf. Villtu verða milli? Vatnsberinn fór mikinn í fjölmiðlum um gæði íslenska vatnsins og tækifærin í útflutningi þess. Hann auglýsti með- al annars eftir fjárfestum meðal almennings. Vatnsberinn Þór Óliver Gunnlaugs- son er iðulega kallaður Vatnsberinn eftir stórfellda óreiðu í kringum vatnsútrása- drauma hans á tíundaára- tugnum. Mumbai, Indland – 2007 Orange Lifestyle City Askar Capital og Sjóvá 110 þúsund verkamenn áttu að reisa lífsstílsborg fyrir Sjóvá og Askar Capital í nágrenni Mumbai á Indlandi. Hlutur fyrirtækjanna í fjárfestingaverkefninu er metinn á nærri 4 milljarða króna. Ákveðið var að taka þátt í byggingu borgarinn­ ar haustið 2007 þegar Tryggvi Þór Herbertsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var forstjóri Askar. Þátttaka í verkefninu var hugarfóstur Tryggva Þórs en Askar átti þriðjungshlut í íslenska hluta verkefnisins ásamt dótturfélagi Sjó­ vár, SJ1. Þegar Tryggvi Þór kynnti fjárfestinguna fyrir starfsmönnum Askar síðla árs 2007 sýndi hann þeim mynd af sér þar sem hann stóð á landinu þar sem borgin átti að rísa og faðmaði meðfjárfesti Askar, Asog Nikhil Gandhi, en félag hans, Skil Group, átti fasteignaverkefnið á móti þeim. Í viðtali við Viðskipta­ blaðið í nóvember 2007 þar sem Tryggvi ræddi um verkefnið sagði hann. „Þetta svæði er auðn enn sem komið er. Ég var þarna á dögun­ um og það vantar bara bengaltígris­ dýr til að fullkomna tilfinningu villtrar náttúru,“ sagði Tryggvi Þór en líklega var það í þessari heimsókn sem þeir Gandhi féllust í faðma. „Ég held að alveg sama hvernig á þetta er litið þá hafi þetta verið góð fjár­ festing,“ sagði Tryggvi Þór við DV um verkefnið á sínum tíma. Gríðarleg uppbygging var fyrir­ huguð á svæðinu, meðal annars bygging fríversl­ unarsvæða, alþjóða­ flugvallar sem átti að vera í um átta kílómetra fjarlægð frá borginni sem og brú yfir til Mumbai. Hugmyndir um sölu á raforku í gegnum sæstreng til meginlands Evrópu hafa verið í umræðunni hérlendis í nokkur ár. Ýmsar útfærslur hafa verið ræddar í þeim efnum. Árið 1995 hugðist breska orkufyrirtækið Western Electrica flytja út „hreina orku“ frá Íslandi í gegnum sæstreng fyrir hund­ ruð milljarða króna. Áttu tekjurnar að nema um 12 milljörðum á ári en fyrirtækið vildi gera fimmtíu ára nýtingarsamning vegna málsins. Lofað var fjárfestingum upp á mun hærri upp­ hæðir. „Við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að orkan er okkar verðmætasta auðlind og við verðum að hlusta á svona tilboð af fullri alvöru,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, í samtali við Helgarpóstinn á sínum tíma. Sams konar hugmyndir lifa enn góðu lífi þótt aldrei hafi áætlanir um sölu raf­ orku til útlanda gengið eftir. Síðast á þessu ári heyrðust hugmyndir um raforkusölu til Evrópu í gegnum sæstreng. Írak, – janúar 1987 Vopnasala Loftur Jóhannesson Flugmaðurinn Loftur Jóhannesson hagnaðist gífurlega á Bíafrastríðinu í Nígeríu árin 1967–1970 er hann stofn­ að fraktflugfélag. Upp frá því stundaði hann alþjóðleg viðskipti með flugvélar og vopn. Sunday Times greindi frá því árið 1987 að Loftur hefði selt stjórnar­ her Saddams Hussein tólf sovéska T­72 skriðdreka fyrir tæplega tvo milljarða íslenskra króna. Það nemur um sjö milljörðum króna að núvirði. Helgarpósturinn greindi frá því árið 1994 að Loftur hafi um tíma átt í miklu samskiptum við CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem og Stasi, leyniþjónustu Austur­Þýskalands. Þar er hann sagður meðal auðugustu Íslendinga og búa á þremur stöðum: London, Maryland í Bandaríkjunum og á vínbúgarði í Frakklandi sem kona hans erfði. Í nágrenni milljónaborgar Borg Askar Capital átti að vera í nágrenni borgarinnar Mumbai þar sem búa um 20 milljónir manna. Sovéskur T-72 skriðdreki Loftur seldi tólf skriðdreka af þessari gerð til Saddams Hussein á níunda áratugnum. 12 milljarðar á ári Íslendingum hefur ítrekað verið lofað stór- fenglum fjárfestum og gríðarleg- um gróða verði af rafmagnsútrás frá Íslandi. Hér má sjá forsíðu Helgarpóstsins frá febrúar 1995. Tryggvi Þór Herbertsson Var forstjóri Askar Capital þegar ákveðið var að fara af stað í byggingu borgarinnar. Steingrímur og Karl Wernerssynir Voru eigendur Askar í gegnum Milestone þegar Indlandsútrásin byrjaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.