Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 24
Sandkorn U ndanfarin ár hafa dunið á DV málsóknir þar sem sótt hefur verið að tjáningar­ frelsinu með grimmari og skipulagðari hætti en áður hefur sést á okkar tímum. Einstak­ ir blaðamenn hafa verið hundelt­ ir af leiguþýi sem gert hefur verið út, jafnvel af glæpamönnum, til að koma höggi á fjölmiðilinn. Og það hefur svo sannarlega tekist því milljónakostn­ aður hefur fallið á útgáfuna þegar misvitrir dómarar hafa lokið sér af og saurgað altari réttlætisins. Þegar mest var stóðu yfir 10 lög­ sóknir á blaðamenn DV og útgáfuna. Langflest málin hafa snúið að tján­ ingarfrelsinu og hvað hafi mátt segja. Í mörgum þeirra var sýknað en samt náðu dómarar að koma höggi á út­ gáfuna. Frægast er mál knattspyrnu­ kappans Eiðs Smára Gudjohnsen sem hafði fengið rausnarlega lánafyrir­ greiðslu í íslenskum banka á útrásar­ tímanum. Veð voru takmörkuð og það glitti í vinargreiða gagnvart viðskipta­ vininum fræga. Á Þorláksmessu dag sendi Eiður með hraði stefnur á rit­ stjóra og fréttastjóra DV þar sem kraf­ ist var fangelsisrefsingar og fébóta vegna umfjöllunar blaðsins. Ekki var deilt um sannleiksgildi frásagnarinn­ ar heldur var eingöngu krafist þagnar um fjármál hans. Undirréttur dæmdi Eiði í hag og úrskurðaði dómarinn, Hervör Þorvaldsdóttir, að hinir lög­ sóttu skyldu fara í fangelsi fyrir að hafa sagt frá fjármálum mannsins. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lög­ maður Eiðs, úthrópaði hina ,,seku“ og hafði uppi stór orð um þá svívirðu að DV skyldi fjalla um skjólstæðing hennar með þessum hætti. Hún fagn­ aði því að blaðamennirnir, sem sögðu sannleikann, fengju fangelsisdóm. En svo undarlega vildi til að Hæstiréttur snéri dómnum við og sýknaði DV al­ gjörlega. Af algjörlega óskiljanlegum ástæðum ákvað dómurinn þó að þeir einstaklingar sem lögsóttir voru, skyldu sjálfir standa undir kostnaði af málsvörn sinni. Þannig tókst dómur­ unum að koma höggi á saklausa. Skilaboðin voru skýr: „Við náum ykkur alltaf“. Það lá í loftinu að hluti íslenska réttarkerfisins ætlaði sér að knésetja fjölmiðilinn. Og fleiri dómar hafa fall­ ið þar sem sýknað er en blaðamönn­ um gert að borga sjálfir fyrir að verjast ofsóknunum. Blaðamaðurinn Jón Bjarki Magn­ ússon hefur í tvígang verið dæmdur í undirrétti fyrir skrif sín. Í öðru til­ vikinu var hann dæmdur vegna þess að hann hafði ummæli eftir þriðja aðila. Milljónir króna hafa fallið á blaðamanninn sem gerði það eitt að vinna sína vinnu. Íslenskir dómstól­ ar hafa fyrirskipað honum að greiða sem nemur árslaunum vegna skrifa sinna. Nýfallinn dómur Mannréttinda­ dómstóls Evrópu, sem gerir íslenska ríkinu skylt að greiða blaðamönnum Vikunnar og DV tíu milljónir króna, undirstrikar á hvaða óheillabraut­ um íslenskir dómstólar hafa verið í herferð sinni gegn tjáningarfrelsinu. En þarna var þó aðeins um að ræða tvö mál. Fjöldi annarra mála gegn DV og tímaritum Birtíngs bíður þess nú að mælikvarða réttlætisins verði brugðið á málin og þolendur ofsóknanna fái upp­ reisn æru og bætur vegna árásanna. Skuggi hefur hvílt yfir störfum íslenskra blaðamanna og þau útgáfufyrirtæki sem harðast urðu úti glímdu við erf­ iðleika við að standa straum af kostn­ aðinum. Og blaðamenn máttu sæta því að sá lögmaður sem harðast gekk fram í lögsóknum gegn þeim og fjöl­ miðlum þeirra, Vilhjálmur Hans Vil­ hjálmsson, kallaði þá „síbrotamenn“ í óvenju subbulegri blaðagrein. Í þeim stóra hópi fólks sem Vilhjálmur veitt­ ist að með ærumeiðingum eru blaða­ mennirnir Björk Eiðsdóttir og Erla Hlynsdóttir sem nú fá bætur vegna misgjörða sem þær þurftu að þola í skugga íslenskra laga. Enn bíða nokkur mál á hendur DV þess að dómstólar afgreiði þau. Sum þeirra snúa að tjáningarfrels­ inu. Hæst ber tvö mál Heiðars Más Guðjónssonar sem vill fá dæmd­ ar ómerkar þær skoðanir sem settar voru fram í leiðara DV. Þá vill hann bætur vegna þess að lýst var í frétta­ greinum braski hans með krónur og stöðutöku því tengt. Þá er Jón Snorri Snorrason, lektor við Háskóla Íslands, í máli gegn DV vegna þess að sagt var frá groddalegu gjaldþroti fyrirtækisins Sigurplasts þar sem kennarinn gegndi stjórnarformennsku. Vart líður sú vika að starfsmenn DV þurfi ekki að verjast fyrir dómstólum. Það blasir við íslenska löggjafanum og réttarkerfinu að þar verða menn að taka til hendinni. Eðlilegt væri að þeir dómarar sem verstar ákúrur fá vegna afglapa sinna víki úr störfum sínum. Það má aldrei aftur gerast á Íslandi að einstaklingar og fjölmiðlar þurfi að þola þær ofsóknir sem átt hafa sér stað undir fána réttlætisgyðjunnar. Dóm­ arar eiga ekki að komast upp með að traðka á réttlætinu og láta illan hug og geðþótta ráða niðurstöðum sín­ um. Við megum aldrei gleyma dóms­ morðunum og þeim misgjörðum sem hafa átt sér stað. Það verður að upp­ ræta böðla sannleikans og siðvæða réttarkerfið. Sigurður í sól n Sigurður Einarsson, fyrr­ verandi forstjóri Kaupþings, hefur undanfarin ár mátt þola sitt af hverju. Meðal annars var hann um tíma fastur í London og eftirlýstur af Interpol. Þessa dagana er hann laus undan þessu oki öllu saman og dvelur í húsi sínu á Seltjarnarnesi. Á milli þess sem hann sólar sig í íslensku veðurblíðunni ekur hann um á lúxusjeppa af gerðinni Land Rover Discovery. Lifibrauð Vilhjálms n Dómur Mannréttinda­ dómstólsins um bætur til blaðamannanna Erlu Hlyns- dóttur og Bjarkar Eiðs- dóttur er áfall fyrir marga. Mest þó vænt­ anlega fyrir lögmann­ inn Vilhjálm H. Vilhjálmsson sem hefur sérhæft sig í mál­ um sem nutu góðs af hinum gölluðu prentlögum. Hann missir nú hluta af lifibrauði sínu þegar dómstólar hafa verið reknir inn á rétta braut. Blaðastríð n Jón Kaldal, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Frétta­ tímans, þykir vera hæf­ ur maður á sínu sviði. Það kom mönnum nokkuð á óvart þegar hann hætti snögglega í vor og Jónas Haraldsson, fyrrverandi ritstjóri amx. is, settur í hans stað. En nú hefur Jón komið sér fyrir á nýjum fjöl­ miðli. Að þessu sinni er það undir merkjum útgáfunn­ ar Heims og er ætlunin að gefa út á dagblaðsformi fréttablað Iceland Review á ensku. Þar er höfðað til ferðamanna á Íslandi og lagt upp í grjótharða samkeppni við Grapevine sem er fyrir á markaðnum. Það stefnir því í blaðastríð. Glaður í golfi n Ævilaunþegi ríkisins, Jón Steinar Gunnlaugsson, lætur nýfallinn áfellisdóm Mann­ réttindadómstóls Evrópu yfir íslensku rétt­ arkerfi ekki á sig fá. Jón var í golfi í veð­ urblíðunni í síðustu viku þegar DV leit­ aði viðbragða hans vegna dómsins. Jón vildi ekkert segja. Hann er vanur að sveifla hamri réttvísinnar á launum en mun frá og með október næstkomandi geta sveiflað golfkylfum sínum án þess að hafa áhyggjur af af­ komu sinni. Ég skil ekkert hver ásetningurinn var Forseti byggir brýr en grefur ekki skurði Arnór Gudjohnsen um þegar hann var sleginn niður á Pollamóti – Séð og heyrt Ari Trausti Guðmundsson um Ólaf Ragnar Grímsson í grein sinni – Fréttablaðið Böðlar sannleikans„Við náum ykkur alltaf M ig langar að benda lesendum mínum á nokkrar hagnýt­ ar ástæður til þess að fara á kjörstað 20. október eða fyrr og styðja frumvarp stjórn­ lagaráðs til nýrrar stjórnarskrár, þar eð frumvarpið felur í sér umtalsverðar réttarbætur handa fólkinu í landinu. Rjúfum þögnina Staða þeirra, sem krefjast þess, að Seðlabankinn birti upptökur af sím­ tölum forsætisráðherra og seðla­ bankastjóra í hruninu, myndi styrkjast með samþykkt frumvarpsins. Fólk­ ið í landinu hefur skýran hag af að fá að vita sannleikann um það, sem sagt var í síma Seðlabankans þessa örlaga­ ríku daga. Seðlabankinn þumbast við eins og af gömlum vana og ber fyrir sig þagnarheimildir í lögum. Frumvarp stjórnlagaráðs miðar að því að rjúfa þagnarmúrinn með því að opna blaða­ mönnum og öðrum aðgang að upplýs­ ingum, sem varða almannahag. Í frumvarpi stjórnlagaráðs segir í 15. grein: „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undan­ dráttar og skal með lögum tryggja að­ gang almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af. … Söfnun, miðlun og af­ hendingu gagna, geymslu þeirra og birtingu má aðeins setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi, svo sem vegna persónuverndar, friðhelgi einkalífs, öryggis ríkisins eða lögbund­ ins starfs eftirlitsstofnana. … Um gögn sem lögbundin leynd hvílir yfir skulu liggja fyrir upplýsingar um ástæður leyndar og takmörkun leyndartíma.“ Skólaskylda án endurgjalds Setjum svo, að ný ríkisstjórn kæm­ ist til valda og ætlaði sér að fjármagna menntakerfið með skólagjöldum frá grunnskóla og upp úr. Þetta verður ekki hægt, ef frumvarp stjórnlagaráðs verður samþykkt, því að þar stendur í 24. grein: „Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endur­ gjalds.“ Þjóðareign þar sem við á Nú ákveður ríkisstjórnin að taka Val­ þjófsstaðahurðina traustataki og færa hana forseta Íslands að gjöf með þakk­ læti fyrir gott samstarf. Þetta verð­ ur ekki hægt, ef frumvarp stjórnlaga­ ráðs verður samþykkt, því að 32. grein frumvarpsins um menningarverðmæti hljóðar svo: „Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varan­ legrar eignar eða afnota, selja eða veð­ setja.“ Einmitt þetta er hugsunin á bak við ákvæðið um auðlindir í þjóðareign. Uppsprettan er Þingvallalögin frá 1928. Lausaganga Í Jónsbók 1281 voru ströng ákvæði, sem bönnuðu mönnum að beita fé sínu á annarra lönd, og skyldu bætur koma fyrir. Nú gengur búfé laust, og telja margir náttúrufræðingar og aðrir lausa­ gönguna vera mesta umhverfisvanda Íslands. 33. grein frumvarps stjórnlaga­ ráðs um náttúru Íslands og umhverfi miðar að því að örva löggjafann til að taka á þessum vanda. Þar segir. „Nátt­ úra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminj­ ar, óbyggð víðerni, gróður og jarðveg­ ur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum. Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúr­ unnar og komandi kynslóða sé virtur.“ Þessu ákvæði er ekki frekar en öðrum ákvæðum frumvarpsins ætlað að vera orðin tóm. Jafnræði Í 34. grein um náttúruauðlindir segir svo: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra al­ mannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óaftur­ kallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Þessari grein er ætlað að færa auðlind­ irnar aftur til rétts eiganda, þjóðarinn­ ar, svo að hún fái loksins réttmætan og óskertan arð af eign sinni. Jafnt vægi atkvæða Í 39. grein um alþingiskosningar seg­ ir svo: „Atkvæði kjósenda alls stað­ ar á landinu vega jafnt.“ Alþingi ræður fjölda kjördæma, landið má vera eitt kjördæmi eins og Færeyjar, en í mesta lagi átta. Hagnýtar ástæður Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 24 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason „Frumvarp stjórn- lagaráðs miðar að því að rjúfa þagnarmúrinn með því að opna blaða- mönnum og öðrum að- gang að upplýsingum, sem varða almannahag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.