Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 13.–15. júlí 2012 Þetta vilja nýju flokkarnir Þjóðarflokkurinn n Fjöldi nýrra framboða mun bjóða fram í næstu Alþingiskosningum n DV sendi nokkrar spurningar á forsvarsmenn nýju flokkanna 1 Hvorki hægri né vinstri, okkar flokkur er hagsmunasamtök fyrir þjóðar- heildina og hefur málefni sem gætu kallast hægri og önnur vinstri á þeim úrelta kvarða sem þessi hugtök mynda. Hagsmunir þjóðar- heildarinnar verða að ganga fyrir í samskipt- um okkar við önnur lönd, þeim samskiptum þarf að dreifa svo landið verði ekki háð einu viðskiptasvæði um of, eins og dæmið frá október 2008 sýnir. 2 a. Þeir hafa; ekki traustverðuga stefnu í hagsmunamálum þjóðar- innar, fullveldis- og sjálfstæðismálum, auðlindamálum, atvinnumálum og menn- ingarmálum og hafa brugðist trausti þjóðar- innar, gjörspillt virðingu fyrir Alþingi, eins og atkvæði þingmanna á Alþingi hafa sýnt og skoðanakannanir gefið til kynna. Enginn flokkanna hefur uppsögn tilskipanavalds ESB, EES- og Schengen-samninga, eða endurreisn á valdi Alþingis og Stjórnar- ráðsins, á stefnumörkun sinni. Þeir hafa enga skýra stefnu um uppgjör við Breta vegna beitingar hryðjuverkalaganna og Ice- save. Enginn flokkanna hefur skýra stefnu í gjaldmiðilsmálinu og peningamálastjórn eða heilsteypta stefnu í utanríkismálum. b. Þau hafa ekki framtíðarlausnir á nú- verandi vandamálum Íslands. Þau byggja á fálmkenndum og oft vanhugsuðum hugmyndum um rústabjörgun eftir hrunið sem ekki eru nothæfar til uppbyggingar til framtíðar og taka ekki á meginhagsmuna- málum þjóðarinnar. 3 Nei. 4 Við höfum skýra stefnuskrá með málefnum er varða hagsmuni lands- ins sem enginn annar flokkur hefur og vísar veginn til framtíðar úr vandræðum hrunsins og áratuga uppsöfnuðum mistökum fjór- flokksins. 1 Við erum hófsamir þjóðernissinnar á miðju stjórnmálanna. Við höfum hófsemina í hávegum í öllum málum. Það er hægra og vinstra ívaf í stefnunni og við viljum engar öfgar. Við nálgumst öll ágrein- ingsmál af jafnvægi. 2 a. Flokkarnir á þingi eru meira eða minna eins í öllum aðalatriðum og hafa enga skýra stefnu í málefnum inn- flytjenda, hælisleitenda og flóttamanna. „Stefna“ þeirra byggist á meðvirkni og dómgreindarleysi. Hún snýst um linkind og eftirgjöf og að vera góður við alla og bjarga heiminum. Þeir hafa enga skýra framtíðarsýn hvað þjóðina varðar og þeir eru hræddir við þennan málaflokk, hræddir við kjósendur og hræddir við að vera úthrópaðir sem ný- nasistar, rasistar eða fasistar. b. Nýju framboðin eru líka öll eins hvað þetta varðar og Dögun, Samstaða og Björt framtíð geta að skaðlausu runnið inn í VG, Framsókn eða Samfylkinguna. 3 Nei, Ísland á ekki að ganga í ESB 4 Fólk á að kjósa okkur því okkur vantar þjóðernissinna á Alþingi til að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar, við þorum að vera hreinskilin og það þarf einhver flokkur að hafa skýra og ákveðna stefnu í málefnum innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda. 1 Við erum eins og Miðflokkurinn í Borgen. 2 a. Gleði og bjartsýnib. Gleði og bjartsýni 3 Já, ef góður samningur næst. En þjóðin á að ráða þessu. 4 Fólk á að kjósa það sem því sýn-ist. Vega og meta alla jafnt, nýja sem gamla. Ef það treystir okkur og lík- ar við málflutning okkar þá ætti fólk að kjósa okkur. 1 Við skilgreinum okkur hvorki til hægri né vinstri heldur leggjum áherslu á nýja hugsun í stjórnmálum sem byggir á hugmyndafræði samstöðu. Við leggjum bæði áherslu á markaðslausnir sem og sam- félagslausnir við úrlausn verkefna. 2 a. Við leggjum megináherslu á tafar-lausa skuldaleiðréttingu íslenskra heimila og fyrirtækja. Samhliða þarf að afnema verðtryggingu, endurskipuleggja lífeyrissjóði og skattkerfi landsmanna. Við viljum beint lýðræði í stjórnmálaflokkun- um í stað fulltrúalýðræðis, gagnsæi m.a. um hverjir gegna trúnaðarstöðum og hámarks- tíma á þingi. b. Við viljum aukið atvinnulýðræði til þess að koma í veg fyrir fákeppni og að völd og auður safnist á fáar hendur sérhags- munahópa. Við viljum einnig koma á þriðja stjórnsýslustiginu með svæðisþingum til að efla valddreifingu. 3 Við teljum að við núverandi aðstæð-ur sé hagsmunum Íslands best borgið utan ESB en leggjum áherslu á að samn- ingaviðræðum verði lokið án tafar og niður- staðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við teljum einnig að vegna breyttra forsendna sé ástæða til þess að þjóðin skeri úr um áframhald viðræðna verði þeim ekki lokið innan tilskilins tíma. 4 Vegna þess að sagan er besti mæli-kvarðinn á hegðun í framtíðinni, og við erum líklegri en aðrir til þess að standa við stefnumál okkar eins og núverandi þing- maður og formaður flokksins hefur sýnt og nýtur þess vegna víðtæks trausts. Björt framtíð Samstaða 1 Erfitt er að greina milli vinstri og hægri flokka, þeir fara núna allir í sömu átt. Húmanistaflokkurinn byggir á mann- réttindum og sjálfbærni og er róttækur flokkur. 2 a. Húmanistaflokkurinn stefnir að gagngerum breytingum á þjóð- skipulaginu. Við viljum beint lýðræði þar sem þingræðið víkur fyrir þátttöku fólksins í ákvörðunum. Við viljum að almenningur taki þátt í fjárlagagerð og ákvörðunum um ráðstöfun skattfjár. Við viljum lýðræði á vinnustöðum, einn maður eitt atkvæði og við viljum að ríkið stjórni fjármálakerfinu. b. Við teljum að við séum á sömu leið og flest þeirra, en við setjum fram skýrar tillögur um hvernig stokka þarf upp sjálft skipulag þjóðfélagsins. 3 Nei, Evrópusambandið verður til á grundvelli viðskipta- og markaðs- hagsmuna. Húmanistaflokkurinn er með tillögur um myndun ríkjabandalags þjóða sem verða sammála um félagsleg mark- mið eins og mannréttindi og mannsæm- andi grunnframfærslu fyrir alla. 4 Sú hagvaxtar- og neyslustefna sem ríkir hefur ekki staðið undir væntingum. Hefðbundnir stjórnmálaflokk- ar hafa engar úrlausnir. Þess vegna viljum við að á Alþingi Íslendinga komist stjórn- málaafl sem setur fram skýra stefnu um annars konar þjóðfélag sem byggir á þörf- um fólksins. Þeir sem eru okkur sammála um þetta ættu að kjósa okkur. Húmanistaflokkurinn Einar Gunnar Birgisson Hefur skýra stefnu í málefnum innflytjenda, flótta- manna og hælisleitenda. Bjartsýnisflokkurinn Pétur Valdimarsson Flokkurinn er hagsmunasamtök fyrir þjóðarheildina. Guðmundur Steingrímsson Glað- ur og bjartsýnn. Lilja Mósesdóttir Hvorki til hægri né vinstri. Methúsalem Þórisson Stefnir að gegn- gerum breytingum á þjóðskipulaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.