Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 56
Þar hitti Mikki naglann á höfuðið! Skrifar sjálfur í Morgunblaðið n Óskar Magnússon, lögmaður og útgefandi Morgunblaðsins, er eins og margir vita vel ritfær maður, en hann ritaði meðal annars smásagnasafnið Borðaði ég kvöldmat í gær og Ég sé ekkert svona gleraugnalaus. Óskar, sem eitt sinn var fréttastjóri DV, rifj- aði upp gamla blaðamannstakta fyrr í vikunni en glöggir lesendur Morgunblaðsins tóku eftir því að bakfrétt þriðjudagsins var skrif- uð af Óskari sjálfum. Fréttin fjall- aði um lítinn grillvagn á Hellu þar sem Óskar hefur væntan- lega sjálfur verið staddur þar sem hann er einnig skrifaður fyrir myndinni sem fylgdi fréttinni. Sölvi einhleypur n Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason er einhleypur en hann átti í sambandi við tónlistarkon- una Védísi Vantídu um nokkurt skeið. Frá þessu er greint á for- síðu Séð og heyrt en Védís skipar poppdúettinn Galaxies ásamt feg- urðardrottningunni Magdalenu Dubik. Sölvi var áður í sambandi með Silviu Santana Briem en hann sagði frá því í viðtali við DV á síðasta ári að hann væri ævin- lega þakklátur fyrir þann tíma sem þau hefðu átt saman. Sölvi sem er 33 ára hefur undanfarin misseri verið með frétta- skýringaþættina Málið á Skjá Ein- um en þar hefur hann stungið á hinum ýmsu kýl- um sam félagsins. Ekki allir sáttir við Björk n Útvarpsmaðurinn þjóðkunni Ólafur Páll Gunnarsson var að sjálf- sögðu staddur á tónlistarhátíðinni á Hróarskeldu um liðna helgi, að njóta tónlistar þeirra fjölmörgu hljómsveita sem þar komu fram. Stórstjarna Íslendinga, Björk Guð- mundsdóttir, kom fram á hátíðinni og vakti að vanda mikla athygli og fékk mjög misjafna dóma þeirra sem á hlýddu. Óli Palli, eins og hann er oftast kallaður, skrifaði færslu á Facebook í vik- unni sem hljóðaði svona: „Íslendingur sem stóð rétt hjá mér á tónleikum Bjarkar á Roskilde Festival síðasta sunnu- dag: „Ég segi nú bara eins og Mikki refur – (með rödd Mikka refs) ... þetta er mesta rugl sem ég hef á ævi minni heyrt“.“ L eikkonan og fyrirsætan Heiða Rún Sigurðardóttir hefur land- að hlutverki í nýjum frönskum sjónvarpsþáttum sem nefnast Le Grand. Með aðalhlutverk þátt- anna fer enginn annar en Jean Reno sem er einna þekktastur fyrir hlut- verk sitt í kvikmyndinni Léon. Hand- ritshöfundur og framleiðandi þátt- anna er René Balcer sem meðal annars hefur skrifað og framleitt yfir tvö hundruð Law & Order þætti. Þættirnir fjalla um miskunnar- lausan en vandvirkan lögreglumann sem svífst einskis til að leysa erfið og dularfull morðmál. Heiða Rún mun leika dóttur Reno í þáttunum en tök- ur á þeim hefjast í næstu viku. Þrátt fyrir að um franska þáttaröð sé að ræða verða þættirnir á ensku. Heiða Rún nam leiklist við Drama Centre London en skólinn er hluti af hinum virta Saint Martins College of Art and Design og þykir einn af bestu leiklistarskólum í Bretlandi. Áður en Heiða Rún hóf leiklistarnám starfaði hún sem fyrirsæta, meðal annars í Bombay á Indlandi. Þar sem Heiða Rún nam erlend- is er hún í Brynjunum, sem er félags- skapur kvenna sem hafa lært leiklist erlendis. Þær óskuðu henni til ham- ingju með hlutverkið á Facebook: „Óskum Brynjunni  Heida Run Sig- urdardottir  innilega til hamingju með að hreppa hlutverk í sjónvarps- þáttunum Le Grand þar sem hún mun leika dóttur Jean Reno! Hlökk- um til að sjá hana á skjánum með honum og óskum henni góðs gengis í tökunum sem hefjast í næstu viku! :)“ Heiða Rún þakkaði fyrir kveðjuna og er að vonum kát með hlutverkið. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttar- innar. Leikur á móti Jean Reno n Heiða Rún hefur landað hlutverki í franskri þáttaröð Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 13.–15. júlí 2012 80. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Fékk hlutverk Heiða Rún mun leika á móti Jean Reno í nýrri franskri þáttaröð. (MYND: SKjÁSKOT AF FACEBOOK)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.