Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Qupperneq 2
2 Fréttir 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Kíktu á heimasíðu okkar og skoðaðu matseðilinn ! Einn vinsælasti Kebab staðurinn á höfuðborgarsvæðinu! www.alamir.is Hamraborg 14 a 200 Kópavogi Sími 5554885 Virkir dagar:11–21 Helgar:13–21 Uppljóstrari eltur 1 „Þeir voru greinilega búnir að elta mig í nokkurn tíma, veit ekki hve lengi. Veit ekki hvort við erum að tala um klukkutíma eða daga,“ segir Smári McCarthy, ís- lenskur uppljóstrari og baráttumaður fyrir tjáningarfrelsi, um lífsreynslu sem hann varð fyrir í Bandaríkjunum á dögunum. Smári lýsti reynslu sinni í mánudagsblaði DV en hann er einn þeirra þriggja Íslendinga sem starfað hafa með Wikileaks. Hin eru Kristinn Hrafnsson fréttamaður og Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyf- ingarinnar. Smári var einnig áreittur af tollvörðum þegar flugvél hans lenti í Washington. Varað við skógarmítlum 3 Guðjón Egilsson húsasmiður var bitinn af skógarmítli þegar hann var í sumarleyfi í Danmörku árið 2009. Skógarmítill er vara- samur því hann get- ur borið alvarlega sýkla í fórnarlömb sín, meðal annars Borrelia-bakteríuna sem getur valdið Lyme-sjúkdómn- um sem getur valdið alvarlegum skaða á taugakerfi. Guðjón er einmitt einn þeirra sem fékk Lyme-sjúkdóminn eftir að hafa verið bitinn. Eftir bitið hrakaði heilsu hans mikið og um tíma lamaðist hann að hluta. „Í dag get ég unnið svona 15–20 mínútur á dag,“ sagði Guðjón í DV á miðvikudag. Missti fót eftir mistök lækna 2 Bræðurnir Davíð Bergmann Davíðsson og Arnar Snær Davíðsson eru sárir yfir því að heyra Guðbjart Hannesson velferðarráð- herra tala um að skipulagsleysi hafi átt þátt í því að faðir þeirra, Davíð Davíðsson, 79 ára, leið ótrúlegar kvalir í tæplega tvo ár án þess að fá rétta greiningu hjá læknum. Eftir að læknar höfðu upphaflega talið að stöðugir verkir í fæti hans væru vegna trosnaðrar hásinar, kom í ljós í mars á þessu ári að hann var með æxli á stærð við páskaegg númer þrjú í fætinum. Bræðurnir lýstu lífsreynslu föður þeirra í mánudagsblaði DV. Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunniFréttir vikunnar Blessun að vera tekinn ölvaður R agnar Rúnar Sæmunds- son, sjómaður og brandara- karl, var tekinn ölvaður und- ir stýri fyrir tæpum tveimur árum og missti í kjölfarið bíl- prófið í 18 mánuði. Hann vill meina að það hafi í raun verið blessun í dulargervi þar sem hann hafi nú öðl- ast nýja virðingu fyrir umferðarlög- um og reglum eftir að hafa þurft að taka ökuprófið aftur. Steinhissa en ánægður Hann bendir á að allir myndu ef- laust hafa gott af því að fara reglu- lega í endurmenntun í akstri og um- ferðarlögum og hvetur stjórnvöld til íhugunar um það. „Það var hund- leiðinlegt að lesa þessa kennslubók, Akstur og umferð, fyrir bóklega próf- ið, en ég las hana að ég held þrisvar. Það var sko meira en að segja það fyrir mig, margreyndan manninn að svara þessum spurningum, en það hafðist. En það merkilega við þetta allt saman er, að eftir sit ég með meiri virðingu fyrir umferðarlögunum. Ég er alveg steinhissa en mjög ánægður með þá upplifun.“ Allir gott af endurmenntun Ragnar Rúnar er sjómaður og hef- ur lengi haldið úti brandarasíðu á Facebook sem hefur vakið þó nokkra athygli en þar setur hann inn nýja brandara daglega. Sem sjómaður segist Ragnar reglulega fara á endur- menntunarnámskeið sem veitti sjó- mönnum gott aðhald og geri þá enn meðvitaðri um öryggi sitt og reglur. „Ég er sjómaður og við sjómennirn- ir erum skyldaðir til að fara á sjó- björgunarnámskeið til að öðlast sjó- mannsréttindi. Á fimm ára fresti þurfum við að fara á endurmenntun- arnámskeið til að viðhalda þessari þekkingu. Það er hægt að spyrja sig af hverju við þurfum að læra þetta og í þokkabót að fara í endurmenntun. Svarið er að við öðlumst ákveðna virðingu fyrir sjómannsstarfinu og því sem ber að varast í starfinu. Út- koman er sú að það verða færri slys um borð í skipum og bátum en áður. Af hverju ekki að hafa endur- menntunarnámskeið í ökuskóla og taka bílprófið aftur. Segir það sig ekki sjálft að það yrðu færri slys í umferðinni þegar virðingin er kom- in fyrir umferðarlögunum? Það hafa allir gott af því að endurmennta sig, sama á hvaða sviði það er og þá er aksturinn engin undantekning.“ Önnur sýn Ragnar segist aðspurður ekki hafa búist við að upplifa nýja virðingu fyr- ir umferðarlögum eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri á sínum tíma. „Nei, ég átti ekki von á þess- um viðbrögðum hjá mér. Maður var náttúrulega fúll yfir því að hafa ver- ið tekinn. Það var ekki fyrr en mað- ur fór að lesa kennslubókina og lesa um umferðarlögin að maður fékk al- veg nýja sýn á þetta og ég fór að finna fyrir ákveðinni virðingu fyrir umferð- arlögunum. Mér finnst þetta miklu merkilegra núna en áður. Áður sett- ist maður bara upp í bíl og keyrði.“ Góð tilfinning Ragnar segist hafa lært af reynslunni og með hina nýju virðingu að vopni segir hann að honum myndi aldrei aftur detta til hugar að setjast ölvað- ur undir stýri. „Það er alveg á hreinu. Þetta er mikill ábyrgðarhluti að gera svona lagað. Maður er þarna með tæki í höndunum og heldur að það komi ekkert fyrir mann, en það er bara aldrei í lagi að setjast undir stýri eftir að hafa neytt áfengis. Ekki einu sinni eftir bara einn bjór.“ Hann segist vera meðvitaður um að þessi afstaða hans sé ekki líkleg til að afla honum vinsælda þar sem margir eru væntanlega ekki til í að fara reglulega í ökupróf. „Ég veit að ef þið birtið þetta í DV þá verð ég ekki vinsælasti maðurinn á Íslandi,“ segir hann og hlær. „En mér er alveg sama, því þessi virðing sem ég fékk er góð tilfinning.“ n Vill að allir þurfi reglulega að fara í endurmenntun í akstri„Mér finnst þetta miklu merkilega núna en áður. Áður settist maður bara upp í bíl og keyrði. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Sáttur Ragnar segir að hann hafi öðlast meiri virðingu fyrir umferðarlögunum eftir að hann var tekinn ölvaður. Varar við gylliboðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við gylliboðum eins og þegar heimilishjálp er boðin án endur- gjalds. Svo virðist sem eldri borg- urum sé boðin þessi þjónusta og þeim að kostnaðarlausu. Í tilkynn- ingu frá lögreglunni segir að elli- lífeyrisþegi hafi fengið hringingu af þessu tagi, en sá sem hringdi sagði þjónustuna í boði tiltekinna samtaka. Hringt var úr leyninúm- eri, en þegar haft var samband við umrædd samtök kannaðist enginn við málið og þjónustan var ekki á þeirra vegum. Lögreglan segir rétt að vara fólk við þessum gylliboðum enda leiki grunur á að eitthvað annað og verra búi þar að baki. Hún bendir á að mikilvægt sé því að fólk hleypi ekki ókunnugum inn á heimili sín nema að kanna fyrst hvort viðkomandi sé sá sem hann segist vera. Í því felst að sannreyna að hinn sami sé frá þeim samtök- um sem tilgreind eru, líkt og var gert í áðurnefndu tilviki. Ferjuðu bangsa til ungrar stúlku Landsbjörg hefur staðið fyrir hálendisvakt þetta sumarið, en hún hófst þann 22. júní síðast- liðinn. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að störf sveitanna hafi gengið vel og ekki hafa nein stór mál komið upp. Aðstoðar- beiðnirnar hafa þó verið marg- víslegar. Sem dæmi má nefna að nokkrir meðlimir Björgunarsveitar Hafnarfjarðar var í Emstrum og á leið upp í Laugar á dögunum þegar að þeim kom maður sem spurði hvort þeir væru á leið í Laugar. Þegar björgunarsveitar- mennirnir játtu því, spurði maður- inn hvort þeir gætu ferjað bangsa til ungar stúlku sem saknaði hans sárt. Arna Sara, sem er fimm ára, átti erfitt með svefn án bangsans og tóku björgunarsveitarmenn vel í að aðstoða manninn og var stúlkan hæstánægð þegar hún fékk bangsa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.