Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Reynir Traustason Baráttan við holdið S orrí, það er ekki heimild,“ sagði afgreiðslustúlkan á veitingahúsinu. Ég stóð eins og auli með rjúkandi kjöt- súpudisk. Ein af mínum verstu martröðum hafði ræst. Ég hafði átt viðskipti en gat ekki borgað. Eigin- konan og göngufélaginn var með í för. Ég sá út undan mér þegar hún lagði varlega frá sér kjötsúpu- diskinn og laumaðist í burtu. Ég var einn í illbærilegum aðstæðum. Afgreiðslustúlkan var með tyggjó. Hún tuggði takt- fast á meðan hún horfði á mig köldum augum sem gátu gefið til kynna samúð eða fyrirlitningu á viðskiptavini sem var kominn í greiðslustöðvun. Röð af fólki beið eftir afgreiðslu en sem betur fór voru flestir útlendingar sem ekki voru líklegir til þess að leggja á minnið örlög manns sem gat ekki borgað súpuna sína. Sjálf- um leið mér dálítið eins og litlu stúlkunni með eldspýturnar. Ég sá inn í dýrð allsnægtanna en fékk ekki að borða. Eldspýtan mín var lokað VISA-kort. Dagurinn hafði verið erfiður. Að baki voru þrjú fjöll í Þórsmörk og nágrenni. 52 fjalla-klúbbur- inn hafði bókstaflega farið hamförum upp og niður fjöll og tinda. Þessi hundrað manna hópur átti að baki yfir 20 fjallgöng- ur á árinu og það höfðu myndast sterk tengsl hjá fólkinu sem fæst þekktist í ársbyrjun. Áhugamálið batt fólk saman og það skipti engu úr hvaða þjóðfélagshópi menn komu. Á fjallinu voru allir félagar og jafnsléttan kom þeim ekki við. Á heimleiðinni í rútunni var tilkynnt um kjötsúpustopp. Ég hrósaði happi yfir því að hafa tek- ið með mér VISA-kortið góða sem hafði um árabil opnað mér leiðir að lífsins lystisemdum. Þetta var í lok mánaðar. Í örvæntingu bauð ég af- greiðslustúlkunni fleiri kort. Í fáti rétti ég fram ökuskírteinið mitt. Vaxandi óróleiki var í röðinni. Ég afsakaði mig. Á endanum tók ég ákvörðun. Ég herti upp hugann og bað stúlkuna með köldu aug- un að geyma súpuna um stund. Á borði í grennd var hluti af göngu- hópnum. Ég ákvað að leggja spil- in á borðið og lýsa höfnuninni. Á einu augabragði rétti einn félag- anna fram kortið sitt og sagði að mér væri velkomið að nota það eins og þyrfti. Ég sagðist ekki vilja lifa á bónbjörgum en ég myndi að sjálfsögðu borga til baka við heim- komu. Það hnussaði í velgjörða- manninum og hann sagðist ekki nenna að ræða þetta meira. Stúlkan með köldu augun tuggði ákaft á meðan lesarinn kannaði greiðslugetu hins nýja korts. Það var gríðarlegur létt- ir þegar strimillinn rann út úr apparatinu og lýsti því að viðskipt- in væru fullkomnuð. Ég gekk frá afgreiðsluborðinu með tvo kjöt- súpudiska og brauð. Þjáningunni var lokið. Ég skilaði félaganum kortinu. Hann sagði mér að taka kortið aftur ef mig langaði í ann- að og meira. Ég þakkaði fyrir mig. „Nei, ég er góður,“ sagði ég og mátti ekki til þess hugsa að ganga aftur í gin óvinarins með tyggjóið. Ég hafði ekki taugar í að kveikja á fleiri eldspýtum auk þess að mað- ur á ekki að fikta með eld. Um kvöldið millifærði ég á félagann af fjallinu. Með lokað VISA-kort Hvað finnst Færey- ingum um Ísland? Á fengið er innifalið,“ segir fær- eyski sjómaðurinn sem situr við hlið mér í flugvél Atlantic Airways. Augabrún mín lyft- ist. Þó það sé talsvert styttra til Færeyja en til meginlandsins er því miður ekki mikið ódýrara að fljúga þangað. Með þessu móti virð- ist þó hægt að endurheimta drjúgan hluta fargjaldsins. „Ég ætla að fá það sama og hann,“ segi ég og bendi á sessunaut minn sem er upptekinn við að raða fyllt- um glösunum í kringum matarbakk- ann. Eftir umgang af Okkara bjór og Eldvatni kemur í ljós að Færeyingur- inn var á Íslandi að hjálpa kolleg- um sínum að mótmæla kvótakerf- inu. Eitthvað í mér vill benda honum á að líklegast séu kvótagreifarnir að hafa hann að fífli, en ég læt það vera. Í staðinn fáum við okkur annan um- gang af Okkara. Eldvatn og okkar bjór Helsti bjór eyjanna, sem taka að rísa þverhnípt upp úr hafinu heitir, eins og gefur að skilja, Föröyja Bjór. Mjöð- urinn kemur frá Klakksvík, sem er nokkurs konar Akureyri þeirra Fær- eyinga, höfuðstaður norðursins og bruggbær mikill. Íbúar höfuðstaðar- ins Tórshavn máttu illa þola að vera stöðugt að drekka bjór frá þessum keppinaut sínum, svo þeir breyttu gjaldþrota hænsnabúi í brugghús og nefndu afurðina Okkara, eða bjór- inn okkar. Eldvatnið er hins vegar framleitt í Danmörku úr færeyskum hráefnum, því bannað er að brugga nokkuð sem er sterkara en fimm pró- sent í heimalandinu. Í apríl var þess- um reglum þó breytt, og aldrei að vita nema Eldvatnið fari að finna leið sína heim. „Þetta er einn af þremur erfið- ustu flugvöllum í heimi til að lenda á,“ segir sjómaðurinn þegar flug- vélin tekur að því er virðist lóðrétta dýfu. Ég gríp um glösin á borðinu. „Einn hinna er í Himalayafjöllum, en ég man ekki hvar sá síðasti er,“ bætir heimamaðurinn við. Skemmtileg skilti Þegar flugvélin er lent og rútu ferðin til Tórshavn að baki kemur í ljós að Mentunarnótt skal haldin hér í borg. Fyrirbæri þetta er ekki ósvip- að Menningarnótt, nema haldin þrisvar á ári og án allra flugeldasýn- inga. Þannig eru Færeyjar, nánast eins og Ísland nema örlítið minni í sniðum og minna um glys og glam- úr. „Mér finnst Íslendingar vera pínu snobbaðir og allt of uppteknir af því að elta tískuna,“ segir stúlka á þrí- tugsaldri sem var í námi á Íslandi. Henni finnst þó sem viðhorfið til Færeyinga hafi batnað til muna eft- ir hrun. Áður fyrr gerðu Íslendingar gjarnan grín að þeim, en nú þakka þeir Færeyingum kærlega fyrir að vera eina þjóðin sem rétti fram hjálparhönd þegar áföllin dundu yfir. Það er alveg sama hverju Ís- lendingar taka upp á og mörgu mis- jöfnu, ávallt vilja Færeyingar standa með okkar. Þrátt fyrir alla þessa hlýju er erfitt að pískra ekki að skiltun- um þegar gengið er um götur bæj- arins. Leigubíll heitir „hýruvogn- ur,“„bert viðskiftafólk“ eða „berir kúnnar“ stendur á bílastæðum fyr- ir utan stórmarkaði, og þeir sem þurfa aðstoð við skattaskýrsluna fara í „Grannskoðaravirkið,“ þar sem endurskoðendur starfa. Eimskip, Bónusbúðir og kokteilsósa Í matvörubúðunum má sjá undar- lega samsetningu af færeyskum, dönskum og enskum vörum. Það síðasta kemur á óvart, en hernám Breta í seinni heimsstyrjöld skildi eftir sig mikla ást á „fish and chips“ og ensku karamellusælgæti. Ef til vill myndum við á Íslandi einnig frekar borða djúpsteiktan fisk heldur en hamborgara og franskar, ef Banda- ríkjamenn hefðu ekki komið í stað Breta árið 1941. Og inn á milli þessara vara má svo sjá skærbleikt þjóðarstoltið, kok- teilsósu í umbúðum frá E. Finns- son. Í minni æsku var mikið flutt á milli landa, og á ég margar erfiðar minningar frá því þegar fjölskyldan kom saman og reyndi að búa til kok- teilsósu sem einhvern veginn náði aldrei réttum lit. Það er gott að vita að þeir sem alast upp á Færeyjum þurfa ekki að ganga í gegnum það sama. Merki um nágrannann í norðri má sjá víðar. Það fyrsta sem blasir við á Eystribryggju þar sem ferjurnar koma að landi er íslenska sendiráðið. Ekki síður til marks um íslensk áhrif eru Eimskipagámarnir sem stöðugt er verið að afferma á bryggjunni, eða Bónusskiltin sem varða leiðina út úr borginni. Dást að Hörpunni Rúmri viku síðar er íslenski fáninn dreginn að húni yfir Skansapakkhús- inu í tilefni þjóð hátíðardagsins. Fær- eyskir sjálf stæðissinnar hafa löng- um litið á Ísland sem fyrirmynd og var hrunið því mikið áfall hér líka, en á móti kemur að hægt er að dást að dugnaði Íslendinga við að vinna sig út úr því. Færeyingar tala með stolti um opnun Hörpunnar sem enn eitt dæmi um mikilfengleik bræðraþjóðarinnar í norðri. Í Færeyjum eru fjórir stórir stjórn- málaflokkar, einn til hægri sem styð- ur sjálfstæði og einn til hægri sem er á móti því, sömuleiðis einn til vinstri sem er með sjálfstæði og annar á móti. Á Íslandi tóku stéttastjórnmál- in við af sjálfstæðisbaráttunni, en hér er hún enn ókláruð og þarf því að vera tvennt til af hvoru. „Það myndu líklega fleiri koma á svona samkomu á Íslandi, er það ekki?“ spyr heima maður mig þar sem ég er staddur á tónleikum sjálfstæðis- sinna til vinstri. Þeir hefjast eftir mið- nætti og hæ hó, jibbí jei, það er kom- inn 17. júní. Ég gæti sagt að það væri þá helst opnun nýrrar húsgagna- verslunar sem fengi Íslendinga til að rísa upp úr sófanum, en leyfum hon- um að hafa sínar fyrirmyndir. Hljómsveitin 200 stígur á svið og talar vel um Ísland og illa um Dani. Ekki síður beinast spjót hennar gegn hinum nýstofnaða Miðflokki, sem mætti kalla öfgasinnaðan trúflokk. „Miðfingurin til miðflokkurin,“ heitir eitt lagið. Guð býr í Færeyjunum, amma Ef til vill er það þessi árátta að trúa á almættið sem er helsti munurinn á Íslendingum og Færeyingum. Má sjá merki þess víða, og sem dæmi kjósa margir að kalla höfuðborgina Havn frekar en Tórshavn, svo ekki þurfi að taka sér nafn Ásaguðs í munn. Fyr- ir utan kirkju eina má sjá styttu af síð- hærðum og skeggjuðum manni sem í fyrstu virðist eiga að vera Jesú Kristur, þar til maður rekur augun í sverðið við síðu hans. Þetta reynist ekki vera rót- tæk endurtúlkun á frelsaranum, held- ur hann Sigmundur Brestisson úr Fær- eyingasögu, sem eitt sinn tókst á við Þránd í Götu um sálnalíf á eyjunum. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi leiddi kristnitakan hér til mikilla mannvíga, og er það ef til vill þess vegna sem Færeyingar taka trúmál sín svona alvarlega enn þann dag í dag. Ísland var fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, en hér má sjá davíðs stjörn una víða á húsum. Það ku vera algengt að fara til fyrirheitna landsins til að vinna sjálf- boðastörf, svo Ísraelsríki megi verða sem voldugast og endurkomu frelsar- ans flýtt, eins og spár segja til um. Kostir og gallar íslenskrar tungu „Það er gott að læra íslensku, því þá veit maður hvar ð-ið á að vera,“ seg- ir sjálfstæðissinni sem lengi hefur dvalið á Íslandi. Þegar færeyskt rit- mál fór að taka sig mynd á 19. öld var ákveðið að taka ð-ið upp, en hins vegar er það ekki borið fram. Er það því oft ekki nema á færi málfræðinga að vita hvenær stafsett skal með ð-i og hvenær ekki. Sem dæmi um þetta er markið við höfnina þar sem þátttak- endur smábátakeppna koma í land. Mark heitir „mál“ á færeysku, og er það hér stafsett „Málð,“ sem ku vera rangt, en enginn vissi hvort ð ætti við eða ekki. Ekki eru þó allir jafn sannfærðir um kosti íslenskrar tungu. „Það eru bara tvö orð sem maður þarf að kunna til að komast af á Íslandi,“ segir ann- ar mér, „og þessi tvö orð eru „Já já“,“ bætir hann við. Það er undarlegt að vera staddur í öðru landi, en þar sem Ísland er eigi að síður svo þekkt að menn kunna að gera grín að því. Þegar maður hlustar á rapp sveitina Swangah dangah finnst manni eigi að síður sem þessar tvær þjóðir séu raun- verulega ein. „Fokk Paul Watson,“ segja rappararnir um manninn sem sökkti hvalveiðiskipunum í Reykja- víkurhöfn, og allir taka undir. Kjallari Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Davíðsstjarnan Ísland var fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Pale­ stínu, en hér má sjá davíðs­ stjörnuna víða á húsum. Bert viðskiptafólk Leigubíll heitir „hýruvognur,“„bert viðskiftafólk“ eða „berir kúnnar“ stendur á bílastæðum fyrir utan stórmarkaði. Í siglingu Blaðamaður ferðaðist um Færeyjar og komst að ýmsu um muninn á samfélagi Íslendinga og Færeyinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.