Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 25
Er hér um óbeina morðhótun að ræða? Mér er slétt sama hjá hverjum hann leggst Þetta er að verða grafalvarleg staða Samskiptaörðugleikar listamanna og sjónlistastjóra á Akureyri – Akureyri VikublaðKristrún Ösp Barkardóttir um Svein Andra Sveinsson, lögfræðing og barnsföður sinn – VikanSiggi stormur segir að góða veðrið geti haft alvarlegar afleiðingar sums staðar. – DV Spurningin „Eina viku í ár.“ Harpa Heimisdóttir 37 ára arkitekt „Tvær vikur.“ Bjarni Jónsson 62 ára leigubílsstjóri „Þrjá daga.“ Davíð Mar Guðmundsson 34 ára málari „Ekkert ákveðið eins og er.“ Kristín Sigurðardóttir 39 ára málaranemi „Ekki neitt.“ Anika Sóley Snorradóttir 18 ára afgreiðslumaður Hvað tekur þú langt sumarfrí? 1 „Slétt sama hjá hverjum hann leggst“ Kristrún Ösp um ástarlíf Sveins Andra Sveinssonar. 2 Arnór Guðjohnsen sleginn niður á Pollamóti Þjáist af verkjum eftir að andstæðingur sló hann fyrirvaralaust. 3 Katie leitaði ráða hjá Kidman vegna skilnaðarins Katie Holmes leitaði til fyrrverandi eiginkonu Tom Cruise vegna skilnaðar þeirra. 4 Gjaldþrotaslóð eftir forsvarsmann Likes Björgvin Þór Þorsteinsson stendur á bak við vefsíðu þar sem fólki er boðið að fá greitt fyrir að „læka“ Facebook-síður. 5 Ari Trausti skýtur fast á Ólaf Ragnar Veltir vöngum yfir nýafstöðnum forsetakosningum sem Ólafur Ragnar sigraði. 6 Skotinn til bana í úthverfi Stokkhólms Sænskur maður skotinn til bana á miðvikudagskvöld. Lögreglan leitar tveggja manna. 7 „Er hér um óbeina morðhótun að ræða?“ Myndlistarmenn á Akureyri ósáttir við sjónlistarstjóra og bæjaryfirvöld. Mest lesið á DV.is Að fussa og sveia S varthöfði er Íslendingur í húð og hár, það hefur alltaf legið fyrir. Ungur að aldri fékk hann smjör- þefinn af einni uppáhaldsiðju Íslendinga – að fussa og sveia. Þegar Svarthöfði var ungur var einn ónefnd- ur fjölskylduvinur færasti fussarinn í nærsveitum og hann stundaði sína iðju óspart í eldhúsi fjölskyldunnar. Svarthöfði man það enn. Eldmóður fussarans var þvílíkur. Augun einbeitt, varirnar titrandi og þegar hann sveiaði yfir sig, sem gerðist einstöku sinnum, voru komnar svitaperlur á ennið. Stund- um hrökklaðist líka einstaka kaffibolli af eldhúsborðinu, titrandi undan mis- kunnarlausum hnefa sveiarans. Svo þegar Svarthöfði óx úr grasi þá skildi hann loks um hvað fussið og svei- ið snérist. Það er, þótt mótsagnakennt virðist, sálarsefandi. Sveiarinn efast ekki um sig, tilgangur hans er skýr. Sá sem fyrir fussinu verður er holdgervingur heimsku, hroka og alls ills. Sveiarinn er þá, par définition, holdgervingur visku, auðmýktar og alls góðs. En það eru skýrar reglur í fussinu. Það má ekki bara fussa og sveia hverju sem er. Þetta er eins og með klappið. Að fussa á réttum tímapunkti er náðargáfa, en misstígi menn sig er hætta á að verða álitinn fýlupúki. Eða verra – femínisti! Þess vegna hefur Svarthöfði reglulega hitt nokkra valinkunna amatörfussara – enga þingmenn, en þó gjaldgengir í flestar kaffistofur landsins. Æfingin skapar jú meistarann og saman fussa þeir: „Skattgrímur, svei!“ „ESB, fuss!“ „Útrásarvíkingar, fari þeir til fjandans!“ Allt þetta fer svo auðvitað fram með drjúgum skammti af bleksvörtu kaffi – þeim lífsins elexír – enda endast menn skammt í fussinu án þess. Eitt uppáhalds svei Svarthöfða er fengið að láni: „Meðalgreinda apa- þjóð!“ hrópar hann þegar tilefni gefur til. Þetta gefur lífi hans fyllingu. Hann er þá vitringur með óhemjugóða nátt- úrugáfu, enda er það hann sem kem- ur auga á heimskuna. Hann segir þetta samt ekki, að hann sé klár, enda á þetta sér stað í hyldjúpum freudískrar dulvit- undar hans. Hann veit líka að þessi fullyrðing er byggð á traustum vísindum. Þjóðin er meðalgreind. Enda myndar sérhvert nægilega stórt úrtak manna normalkúrfu í greind. Fáir eru af- burðagáfaðir rétt eins og það eru fáir sem eru af- gerandi heimsk- ir. Flestir eru ein- hvers staðar í miðjunni og því meðalgreindir. Það er líka auðvelt að sanna að menn séu apar, við erum jú eftir allt saman prímatar. En það sem Svarthöfði vill náttúru- lega ekki leiða hugann að er hvort að hann sé sjálfur meðalgreindur api. Það vill enginn. Hann hefur reyndar pælt í því í hálfkæringi. En freudísk undirvit- und hans neitar staðfastlega að trúa því að hún sé meðalgreind. Hún er líka fljót að stökkva til. Þegar vafi svíf- ur að eins og skuggi yfir vötn- um. Þá man hann hverju hann ætlaði að sveia, hefst handa, og skugginn hverfur eins og dögg fyrir sólu. Hann vík- ur fyrir eins kon- ar blöndu af ham- ingju og reiði, fussið er þannig mótsagnarkennt og ruglar stund- um Svarthöfða. Með aðstoðarmann Þessi ungi maður naut dyggrar aðstoðar í Nauthólsvík á fimmtudag við að færa hjólbörurnar sínar. Fjöldi fólks naut blíðunnar í höfuðborginni á fimmtudag og lögðu margir leið sína í Nauthólsvík. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Svarthöfði Umræða 25Helgarblað 13.–15. júlí 2012 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Hrun eða Rán A ð gefnu tilefni langar mig að rýna í nokkur orð. Að vísu er ég ekki blaðamaður. En engu að síður þarf ég að beygja mig undir ofríki dómstóla ef mig langar að teygja orð mín að einhverju sem hugs- anlega mætti flokka sem meiðyrði. Reyndar skáka ég jafnan í skjóli skáld- skapar og kemst því upp með eitt og annað sem blaðamenn hafa hingað til verið dæmdir fyrir. En áður en lengra er haldið vil ég óska Björk Eiðsdóttur og Erlu Hlyns- dóttur til hamingju með sigurinn í Strassbúrg. Og reyndar ná þessar ham- ingjuóskir mínar til allra Íslendinga. Ég hef eiginlega aldrei skilið hvern- ig okkur tókst í sameiningu að festa orð einsog: kreppa, hrun eða efna- hagsvandi, við það rán sem framið var hér á landi í skjóli hins svokallaða góð- æris. Hér var um hreint og klárt rán að ræða og við ættum að sjá sóma okkar í því að tala um Ránið (með stórum staf) þegar við tölum um hið svokall- aða hrun. Hrun hljómar svona einsog þegar nær ómálga barn segir: -Datt. Hér hrundi ekkert og hér varð engin kreppa: Það sem gerðist var að ýmsum útvöldum var falið að hirða allar eigur almennings. Og ríkisvaldið, sem þá var undir stjórn sjálfstæðis- manna og þjófafélags Framsóknar, tryggði hinum útvöldu auð og gróða. En loforðunum fylgdi svo vissan um að allt tap hinna útvöldu myndi síð- an enda á ríkissjóði í formi afskrifta. Ránið var framið af ríkisstjórn og það voru framsóknarmenn og sjálfstæðis- menn sem stjórnuðu. Þessu skulum við aldrei gleyma. Um daginn las ég grein eftir ein- hvern Guðmund, en hann stýrir klofn- ingsframboði sjálfstæðismanna sem kallast Hægri grænir. Þessi ágæti Guð- mundur er þar að væna núverandi ríkisstjórn um slæleg vinnubrögð. En honum tekst með skrifum sínum að spinna svo þéttan lygavef um eigið orðagjálfur að tilvitnun hans í Kon- fúsíus virkar einsog lélegur brandari. Menn sem þykjast skilja það sem hinn kínverski spekingur sagði um lyg- ina, ættu að temja sér að fara svona nokkurn veginn með rétt mál. En í pistli sínum segir leiðtogi klofnings- framboðs sjálfstæðismanna, að tap SpKef, Sjóvár, VBS og fleiri fyrirtækja sé núverandi ríkisstjórn að kenna. Þegar hið sanna er, að glæpurinn skrif- ast allur á slóttuga ríkisstjórn sem laug því að þjóðinni að hér ríkti góð- æri, á meðan verið var að taka lán hjá ófæddum Íslendingum. Í bulli sínu, lætur klofningsmað- urinn ekki staðar numið við tapað- ar kröfur. Nei, hann heldur lygi sinni áfram, segir að það sé núverandi rík- isstjórn að kenna að bankarnir séu reknir sem þrotabú og hann segir að núverandi ríkisstjórn stundi þá sögu- fölsun að halda því fram að kreppan sé um garð gengin. Að vísu bendir hann réttilega á að enn eigi eftir að dæma þá sem frömdu Ránið. En hann getur þess ekki, að það var helmingaskiptaveldið sem tryggði útvöldum einstaklingum afskriftir uppá bráðum 1.000 millj- arða. Það var gert með eftirlitsleysi og lánum til manna sem lögðu fram verð- lausa pappíra sem tryggingu. Og hann nefnir ekki að það eru hagfræðingar í útlöndum sem gefa hagstjórn núver- andi ríkisstjórnar hæstu einkunnir. Svo glímir hver sem getan býð- ur. Sannleikurinn er sá, að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar framdi Ránið og allt sem sagt er til að breyta þeirri stað- reynd, er lygi. Í nauðum sínum nærist þjóð nú á íslenskunni því lausavísan ljúf og góð lætur vel í munni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.