Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 39
39Helgarblað 13.–15. júlí 2012 „Vel heppnuð frumraun“ „Fær mann til að vökna um augun“Það kemur alltaf nýr dagur Unnur Birna Karlsdóttir Intouchables Olivier Nakache, Eric Toledano Uppáhaldsbókin ? Dauði í Texas B ernie er svört grín- mynd úr smiðju Texas-búans Ric- hard Linklater en hann varð frægur árið 1991 fyrir indí-meist- araverkið Slacker. Sú mynd er nokkurs konar óður til sérkenna og undarlegheita Suður-Texas, en nú hefur Linklater einmitt snúið aft- ur til heimaslóða sinna en Bernie er byggð á sannri sögu, sem er samt sem áður lyginni líkust. Hrókur alls fagnaðar Jack Black fer á kostum sem Bernie; indæll, vinalegur og sannkristinn útfararstjóri í litlum bæ í Texas, þar sem Bernie er hrókur alls fagnað- ar. Hann er svo virkur og um- hyggjusamur í samfélaginu að hann er brátt kominn á góða leið með að verða vin- sælasti íbúi bæjarins. Bernie hefur þann háttinn á að láta sér mjög annt um gömlu ekkjurnar í bænum. Hann hirðir meira að segja ekkert um ungu dömurn- ar og þrálátur orðrómur er á kreiki í bænum um að hann sé enn inni í skápnum en eft- ir að eigandi eina bankans í bænum fellur frá kviknar vinátta með Bernie og ekkj- unni, milljónamæringnum Marjorie, (Shirley Maclaine) sem er í raun það þveröfuga við Bernie – sú manneskja í bænum sem fólki líkar hvað verst við. Bernie verður brátt eins konar þjónn hennar og lífsförunautur, og þorpsbú- ar undrast yfir sambandinu og slúðra um hvort hann sé að gera þetta vegna ástar eða vegna peninga. Bráðum verður lífið með þeirri gömlu Bernie ofviða og þá flækjast málin til hins verra. Úr lausu lofti Það er ljóst að Jack Black heldur myndinni algjör- lega uppi en túlkun hans á karakternum er stórkost- leg. Bernie er margbrot- inn maður sem er keyrður áfram af velvilja en býr þó yfir leyndarmálum eða sár- um, sem hann sýnir okkur ekki. Það mætti halda að Jack Black hafi gripið karakterinn úr lausu lofti en svo er ekki þar sem myndin styðst við raunverulega atburði. Bern- ie er meinfyndin mynd, sem tekur sig þó ekki of hátíðlega sem grínmynd. Í sumum at- riðum er eins og maður þurfi að spyrja sig: „Á ég að vera að hlæja af þessu?“ Þegar öllu er á botninn hvolft heldur þó myndin ekki alveg þræði og mætti vera styttri en annars er vel þess virði að fara og sjá Bernie, þótt ekki væri fyrir annað að sjá en Jack Black, sem hefur sjaldan leikið jafn vel. Þórður Ingi Jónsson ritstjorn@dv.is Bíómynd Bernie IMDb 7,4 RottenTomatoes 86% Metacritic 8,0 Leikstjóri: Richard Linklater Handrit: Richard Linklater, Skip Hollandsworth Aðalleikarar: Jack Black, Shirley MacLaine, Matthew McConaughey 104 mínútur Bernie „Jack Black heldur myndinni algjörlega uppi en túlkun hans á karakt- ernum er stórkostleg.“ „Uppáhaldsbókin mín núna er bókin Hugarró skrifuð af Rob Narin, fjallar um sögu Buddha og núvitundarhugleiðslu. Einföld, falleg bók sem er mér dýrmætur fjársjóður.“ – Tolli Morthens, listmálari. Þ etta er samansafn af myndum úr myndatök- um síðustu mánaða. Þetta er það sem ég kalla millimyndir eða milli- móment í rauninni, á milli uppstillinga,“ segir ljós- myndarinn Aníta Eldjárn sem opnar sýninguna „Á milli mynda“ í Artima Gallery við Skúlagötu föstudaginn 13. júlí. Um er að ræða augnablik á milli uppstillinga í tísku- myndatökum sem Aníta hef- ur tekið að sér. „Þetta eru móment sem mér finnst mjög falleg og myndir sem standa vel einar sér.“ Aníta verður með níu myndir á sýningunni en þær eru mjög stórar, eða allar yfir metri á hæð og breidd. „Ég einmitt sá eina í dag og ég var alveg í sjokki,“ segir Aníta hlæj- andi. „En þetta kemur rosavel út og ég er rosalega ánægð og ég er mjög spennt fyrir þessu,“ bætir hún við. Aníta hefur verið sjálfstætt starfandi ljósmyndari frá því hún kláraði ljósmyndanám í Noregi á síðasta ári og hef- ur tekið að sér fjölmörg verk- efni. Hún hefur meðal annars myndað fyrir verslunina lakka- lakk.com á Hverfisgötu. Þá myndaði hún nýlega söngkon- una Þórunni Antoníu fyrir vef- miðilinn Pjattrófurnar. Sýningin verður opnuð, líkt og áður sagði, föstudaginn 13. júlí og stendur til þriðjudags- ins 17. júlí. Aníta hvetur fólk til að drífa sig á sýninguna um helgina enda standi hún stutt yfir. „Var alveg í sjokki“ „Millimóment“ Aníta segir mynd- irnar mjög fallegar og er spennt fyrir sýningunni. n Aníta Eldjárn opnar ljósmyndasýningu Aníta Eldjárn Ungur og upp- rennandi ljósmyndari. Heillaður af handritinu n Hefur ákveðna leikara í huga fyrir hlutverkin Friðrik Þór Friðriksson er hæstánægður með að nóg sé um kvenhlutverk fyrir konur á miðjum aldri í handriti flugþjónsins Barða Guðmundssonar: „Allar bestu leikkonur Íslands eru á sama aldri og sögupersónurnar í handritinu. Í hvert skipti sem ég les handritið hef ég ákveðinn leikara í huga fyrir hvert hlutverk svo það er allt að koma heim og saman.“ Friðrik var leyndardómsfullur þegar blaðamaður DV spurði hann hvaða leikara hann hefði í huga fyrir aðal- hlutverkin: „Ég get ekki sagt til um það núna því engir leikarar hafa verið ráðnir enn sem komið er. Auk þess á eflaust eitt og annað eftir að breytast fram að tökum næsta sumar.“ Þegar Friðrik var spurður hvað hafi heillað hann mest við söguna, svarði hann: „Ég hef oft verið heillaður af utangarðsfólki í öðrum myndum sem ég hef gert. Svo hef ég sérstakt yndi af jarðarförum í mínum myndum í gegnum tíðina og sagan fjallar meðal annars um fólk sem þrífst á að sækja jarðarfarir.“ Sérstakt yndi af jarðarförum í myndum sínum Friðrik Þór vill lítið gefa upp um hvaða leikara hann hefur í huga fyrir myndina. MynD SIgTRygguR ARI HandritsHöfundur í Háloftunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.