Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Brjálaðar útrásir n Ætluðu að byggja borg á Indlandi n Framleiða átti 20 þúsund tonn af lakkrís í Kína n Íslenska vatnið í ítrekaðri útrás M óðir íslenskra útrása er útrás bankanna eft- ir einkavæðingu þeirra snemma á síðasta áratug. Með gífurlega skuldsetn- ingu að vopni og víkingablóð í æðum hugðist ný kynslóð íslenskra fjár- málaspekúlanta leggja heiminn að fótum sér. Ísland skyldi verða sérstök miðstöð bankaviðskipta á heimsvísu. „Hugsið ykkur að bankakerfið hef- ur á milli sjö- og tífaldast á þessum fjórum, fimm árum,“ sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson í frægu við- tali á Stöð 2 haustið 2007. Þetta var ís- lenska efnahagsundrið í hnotskurn. „You ain‘t seen nothing yet“ Í þessu sambandi var forseta Ís- lands, Ólafi Ragnari Grímssyni, tíðrætt um sérstakt eðli íslensku þjóðarinnar. Það sagði hann krist- allast í landvinningum „athafna- skáldanna“ eins og hann kallaði þá sem stóðu í stafni útrásarinnar. Efa- semdum um íslenska efnahagsund- rið var svarað að bragði með þekkt- um frasa sem lýsir hugarfari þess tíma nokkuð vel: „You ain‘t seen nothing yet“. Söguna af ævintýrum útrásarvíkinganna þekkja flestir. Því fer þó fjarri að banka- mennirnir hafi fundið upp hjólið í þessum efnum. Íslendingar hafa margsinnis haldið í útrás með slatta af metnaði og misvel heppnaðar hugmyndir í farteskinu, jafnt fyrir hrun sem eftir. Þar má nefna lakkrís- verksmiðju í Kína, lífsstílsborg á Indlandi og útrás í kappaksturs- heiminn með akstursbraut fyrir Formúlu 1. Vatnsútflutningurinn var klúður frá upphafi til enda en vopnasalan reyndist mikil frægðar- för, þótt setja megi spurningarmerki við siðferði slíkrar útrásar. Afríku- veiðar íslenskra útgerðarmanna eru annað dæmi um fjárhagslega velheppnaða útrás með siðferðis- legu spurningarmerki. DV lítur hér yfir farinn veg og skoðar stórhuga útrásir Íslendinga. Reisa átti nokkur þúsund manna byggð við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Kappakstursborgin átti að rísa meðfram þremur tegund- um keppnisbrauta; kvartmílubraut, go kart-braut og kappakstursbraut fyrir akstursíþróttir í næsta flokki fyrir neðan Formúlu 1 kappakstur. „Á þeirri braut verður einnig leyfður æfingaakstur Formúlu 1 bíla en brautin sjálf er nógu góð fyrir þá tegund ökutækja, en til að hún yrði keppnishæf þyrfti að bæta við sjúkrahúsi og öðru þess háttar. Braut- irnar hannar annar tveggja sérfræðinga sem leyfi hafa til að hanna formúlu- brautir fyrir alþjóðaaksturssambandið og hann telur aðstæður hér góðar,“ sagði í frétt Stöðvar 2 af fyrstu skóflustungu verkefnisins árið 2006. Leiða má að því líkur að þarna sé komin ein þeirra frétta íslenskra fjölmiðla af stórhuga athafna- mönnum, sem átt er við þegar talað er um gagnrýn- isleysi innlendra fjölmiðla fyrir hrun. Þótt þorp- ið hafi átt að rísa hér á Íslandi verður Motopark að teljast sem útrás enda ljóst að mikið púður fór í að markaðssetja verkefnið sem þjónustu fyrir erlenda aðila, formúlukeppnir og atvinnumenn í kappakstri. Miklar vonir voru bundnar við verkefnið og því líkt við framkvæmdagleði í Dúbaí. Ekkert varð af framkvæmdum en forsvars- menn fyrirtækisins létu það þó ekki stoppa sig í að taka milljarðs króna lán hjá VBS fjárfestinga- banka. Toppurinn innflutningur ehf., fyrirtækið að baki skýjaborginni gerði langtímaleigusamning við Reykjanesbæ. Árni Þór Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar skrifaði undir samninginn og var viðstaddur fyrstu skóflustunguna. Upp úr öskustó Toppsins reis fyrirtækið Ökugerði Íslands en stjórnarformaður þess var Sturla Böðv- arsson, fyrrverandi samgönguráðherra. Í kynningar- bæklingi fyrir æfinga- og ökunema á Íslandi sem gefinn var út af Ökugerði Íslands í mars 2010 segir orðrétt: „Í framtíðinni verður hægt að nota svæðið sem þjónustusvæði fyrir kappakstur og bílastæði ef svo færi að kappakstursbraut sem hönnuð hefur verið og var áætlað að yrði staðsett fyrir neðan öku- gerðið á sínum tíma yrði byggð.“ Motopark-draumur- inn virðist því ekki hafa dáið sjálfkrafa með nýjum eigendum. Að fyrirmynd erlendra auðkýfinga datt íslenskum útrásarvíkingum það snjallræði í hug að kaupa sér íþróttalið. Ekki réðust þeir á garðinn þar sem hann var lægstur. Hópur íslenskra fjárfesta, með Björgólf Guðmundsson í broddi fylkingar, keypti West Ham, rót- gróið og fornfrægt knattspyrnu- lið frá Lundúnum. Kaupverðið hljóðaði upp á 10 milljarða króna á gengi ársins 2006. Með Björgólfi í ráðum var félagi hans, Eggert Magnússon, formaður KSÍ til margra ára, sem gerður var að stjórnarformanni. Árið 2007, þegar hæst stóð, voru uppi hugmyndir um byggingu nýs heimavallar fyrir fé- lagið sem tæki 60 þúsund manns í sæti. En fallið var hátt. Eftir nær samfelldan taprekstur lenti félagið í fangi skilanefndar Straums á vor- mánuðum 2009. Þá hafði kastast í kekki á milli Eggerts og Björg- ólfs því nokkru fyrr stefndi Eggert Björgólfi og krafðist ríflega 200 milljóna króna vegna vanefnda á starfslokasamningi. Einnig ber að nefna yfirtöku Íslendinga á knattspyrnufélaginu Stoke, næstelsta atvinnu- knattspyrnuliðs heims, árið 1999. Þar fór fremstur í flokki Magnús Kristinsson, útgerðar- og þyrlu- áhugamaður í Vestmannaeyjum, bróðir landsliðsmarkvarðarins Birkis Kristinssonar. Árið 2006 losaði Magnús sig við félagið og lét hafa eftir sér: „Þetta er lélegasta fjárfesting sem ég hef farið í síðustu tíu árin.“ Veitingastaður Iceland Food Center átti að sigra heiminn. Veitingastaðurinn var sam- vinnuverkefni ríkisins og Sam- bandsins. Hlutafé fyrirtækisins var í upphafi um átta milljón- ir en þar átti ríkið fjórar. Það kemur að auki fram í fyrir- spurn á Alþingi árið 1966 að yfirvöld hafi lánað fyrirtækinu tvær milljónir á fyrsta rekstr- arári. Óhætt er að fullyrða að útrásin heppnaðist ekki en árið 1968 hafði staðnum ekki aðeins verið lokað heldur mest allt innbú komið aftur til landsins. Iceland Food Center varð tilefni heimildarmyndar eftir Þorstein Joð. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is „Þetta er lélegasta fjárfesting sem ég hef farið í síðustu tíu árin Reykjanes, Ísland – 2006 Motopark, kappakstursbærinn Toppurinn innflutningur, VBS, Byggðastofnun og Reykjanesbær Í skugga norðurljósa Tölvumynd af einni þeirra glæsibygginga sem átti að rísa í Motopark. Milljarðaskýjaborg Til stóð að reisa sjö þúsund manna kappakstursþorp á Reykjanesi til að draga til landsins kappaksturskappa víðs vegar að úr heiminum. London, England – 1999, 2006 Fótboltaútrásin Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon Alltaf í boltanum Í útrásar- bransanum þótti fínt að eiga eins og eitt stykki knattspyrnulið. Ekki var verra að liðið keppti í ensku úrvalsdeildinni eins og West Ham. London, England – 1965 Iceland Food Center Íslenska ríkið og Sambandið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.