Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Ég veit að þessi kona er vinafá og snauð af veraldlegum auð, að launin, sem hún fær, eru last og daglegt brauð. En oftast er það sá, sem allir kvelja og smá, sem mesta mildi á. - Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá. Svona hljómar síðasta erindi ljóðs­ ins Konan sem kyndir ofninn minn, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Jakob Frímann Magnússon, mið­ borgarstjóri og meint barnabarn skáldsins, segir ljóðið eiga sérstak­ an stað í hjarta sínu. „Ég hef aldrei lesið annað en falleg ljóð eftir þenn­ an mann,“ segir Jakob og bætir við að hann haldi einnig upp á fyrstu ljóða­ bók Davíðs, Svartar fjaðrir. „Öll ljóðin í Svörtum fjöðrum eru auðvitað tær snilld.“ Sannleikurinn kemur brátt í ljós Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn miðvikudag að Jakob Frímann eigi rétt á því að fá aðgang að lífsýnum stórskáldsins. Jakob stefndi Land­ spítalanum, Vísindasiðanefnd og Persónuvernd í þeim tilgangi að fá aðgang að lífsýnunum en Jakob telur að Davíð geti hugsanlega verið móðurafi sinn. Móðir Jakobs, Bryn­ dís Jakobsdóttir, var ættleidd sem kornabarn af kaupmannshjónum á Akureyri og hefur faðerni hennar ætíð verið á huldu. Aðspurður segist Jakob ekki telja að Jakob Frímanns­ son, uppeldisfaðir móður hans, yrði ósáttur við þessa fyrirætlun. „Það var ekkert leyndarmál að móðir mín var ættleidd. Ég er mjög nátengdur Jakobi Frímannssyni og hef alla tíð verið. Hann ól mig upp. Hann verður alltaf afi Jakob þó að einhver tiltek­ inn blóðfaðir móður minnar komi í ljós.“ Þó fyrrnefnd verk Davíðs séu hugsanlegu barnabarni sérstaklega hugleikin tekur Jakob þó fram: „Allt litróf fjaðra Davíðs Stefánssonar er að mínu skapi.“ Barnlaus Davíð Davíð Stefánsson, var sonur alþingis­ mannsins og bóndans í Fagraskógi, Stefáns Baldvins Stefánssonar. Kona Stefáns hét Ragnheiður Davíðsdóttir og var húsfreyja í Fagraskógi. Saman áttu þau sjö börn, þar á meðal þjóð­ skáldið Davíð Stefánsson. Öll systkini Davíðs eignuðust síðar sín eigin börn og talið hefur verið að Davíð væri eina barn þeirra Stefáns og Ragn­ heiðar sem ekki réðist í barneignir – þar til nú. Brátt mun koma í ljós hvort stuðmaðurinn bætist í fjölmennt niðjatal hjónanna frá Fagraskógi. Ættarmót „Við héldum ættarmót fyrir 20 árum,“ segir Guðrún Inga Bjarnadóttir, barnabarn Þóru Stefánsdóttur, systur Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, um það hvort ættin rækti fjölskyldu­ tengslin. „Þarna komu saman af­ komendur Stefáns Baldvins Stefáns­ sonar og Ragnheiðar Davíðsdóttur.“ Guðrún segir að ættarmótið hafi verið hið skemmtilegasta. „Þarna voru tæplega 200 manns, með mökum.“ En verður Jakobi boðið á næsta ættarmót? „Væntanlega. Ef satt reynist þá yrði honum boðið á ættarmót.“ n Jakob Frímann fær aðgang að lífsýnum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi Jakob boðið á ættarmót „Allt litróf fjaðra Dav- íðs Stefánssonar er að mínu skapi Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Stórskáld Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar. Jakob Frímann Upp- áhaldsljóð Jakobs eftir hugsanlegan móður afa sinn heitir Konan sem kyndir ofninn minn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.