Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2012, Blaðsíða 40
Fæðan geymir fegrunarefnin Má bjóða þér bjór í hárið eða appelsínu í andlitið? Bestu snyrtivörurnar má oft finna á hinum ótrúlegustu stöðum og eldhúsið er einn þeirra. Á vefsíðu Whole Living má finna hinar margvíslegustu upplýsingar um hvaða matvæli virka vel sem snyrtivörur. Ólífuolía Í olíunni er mikið af E-vítamíni og fitusýrum og gefur brothættu og stökku hári raka. Áður en farið er í sturtu er gott að greiða nokkrar matskeiðar af olíunni í hárið, byrja á rótum hársins. Setjið sundhettu yfir hárið í 5–7 mínútur. Þvoið hárið og setjið næringu í það en eftir þessa meðferð verður hárið mjög mjúkt. 40 Lífsstíll 13.–15. júlí 2012 Helgarblað Haframjöl Haframjöl inniheldur beta-glúkan trefjar sem hafa róandi og bólgueyðandi áhrif en auk þess mynda þær þunna og rakagefandi filmu á yfirborð húðarinnar. Setjið lúku af haframjöli á hreint viskastykki og lokið því með teygju. Látið þetta ofan í volgt vatn og kreistið fjórum eða fimm sinnum. Þegar vatnið er orðið hvítt á lit berið það á andlitið og látið svo þorna. Ef nauðsynlegt er að þurrka andlitið gerið það þá varlega. Lárpera Fitusýrur í ávextinum hjálpa til við að viðhalda rakajafnvægi húðarinnar og A-, C- og E-vítamínin vernda hana gegn skaða. Blandið saman jöfnu hlutfalli af lárperuolíu og kvöldvorrósarolíu og setjið í krukku eða annað ílát með loki og hristið vel. Nuddið fimm til sex dropum á hreina húð og leggið svo heitan þvottapoka yfir andlitið. Það hjálpar olíunni að smjúga inn í húðina. Appelsínur Sýrurnar í appelsínunni hreinsa dauðar húðfrumur. Skerið appelsínu í tvennt og kreistið safann úr helmingi hennar í skál. Bætið út í ¼ bolla af sykri og ¼ bolla af ólífuolíu. Blandið saman.Takið hinn helming appelsínunnar og nuddið á hné, olnboga, hæla og aðra þurra staði á líkamanum. Takið því næst skrúbbinn og berið á til að fjarlægja dautt skinn. Hreinsið af með volgu vatni og þurrkið varlega. Mjólk Mjólkursýran hjálpar til við að fjarlægja húð- frumur en hin fitan virkar sem náttúrulegt rakakrem. Setjið fjóra potta af mjólk út í baðvatnið og baðið ykkur í því. Þetta er góður valkostur fyrir þá sem eru með við- kvæma húð eða þjást af psóríasis eða exemi en þeir ættu ekki að nota sykur eða salt sem húðskrúbb. Ef þið viljið bæta við lykt í mjólkurbaðið getið þið sett 10 til 20 dropa af olíu, til dæmis lavenderolíu. Egg Próteinið í eggjunum styrkir hárið og gefur því gljáa. Hrærið saman 1 eggi, 2 mat- skeiðum af kókosolíu og 2 matskeiðum af sesamolíu. Berið blönduna í hárið og setjið heitt og rakt handklæði yfir það. Slakið á í 5 til 10 mínútur. Setjið svo sjampó í hárið án þess að bleyta það og skolið það svo úr. Setjið að lokum hárnæringu í hárið. Eplaedik Hátt sýrustig í eplaediki gerir húðina ófýsilegan stað fyrir bakteríur. Setjið handfylli af steinselju, sem hreinsar húðina, í pressukönnu og hálfan bolla af sjóðandi vatni yfir. Látið standa í 10 mínútur áður en safinn er pressaður frá steinseljunni. Látið vökvann kólna áður en hann er settur í úða- flösku og bætið svo fjórum dropum af tea tree-olíu en hún virkar bakteríudrepandi. Hristið vel og úðið á hreint andlitið. Geymið flöskuna í ísskáp. Bjór Gerið og humallinn gefa hárinu meiri lyft- ingu. Sýrustigið hjálpar til við að fjarlægja leifar af hárvörum. Hellið flösku af bjór yfir hárið eftir að það hefur verið þvegið. Skolið með hreinu vatni. Germikill bjór virkar best. Sýrður rjómi Sýrður rjómi virkar vel sem rakagefandi maski og mjólkursýrurnar hraða endur- nýjun frumanna og gefa húðinni bjartara yfirbragð. Fitan endurnýjar eðlilegt rakastig húðarinnar. Berið 1–2 matskeiðar á andlitið með fingrunum. Látið sýrða rjómann þekja andlit og háls en forðist að setja hann ná- lægt augum og vörum. Bíðið í 7–10 mínútur áður en hann er skolaður af með blautum þvottapoka. Skvettið svo volgu vatni á andlitið og þurrkið varlega. Kamillute Notið þennan róandi drykk til að búa til róandi bakstur. Te er bólgueyðandi auk þess sem það dregur úr roða og þrota í kringum augu. Það hefur einnig góð áhrif á erta húð. Leggið hreinan þvottapoka í kalt kamillu- te og svo á húð eins og bakstur. Látið hann liggja á í að minnsta kosti 10 mínútur áður en húðin er skoluð og þurrkuð. Möndluolía Olían virkar mjög vel sem handáburður. Hún er stútfull af E-vítamíni, smýgur auðveld- lega inn í húðina og ver hendur og neglur. Berið matskeið af olíunni á hendur og naglabönd. Vefjið handklæði utan um hendurnar og leyfið olíunni að vinna sitt verk í 5 mínútur. Þurrkið olíuna af höndum en skolið þær ekki. Olían sem eftir er heldur áfram að fara inn í húðina. Setjið svo góðan og rakagefandi handáburð á hendurnar. Kíví Ávöxturinn inniheldur mikið af C-vítamíni og þegar andlitið er skrúbbað með kíví koma litlu fræin að góðum notum við að hreinsa húðina. Afhýðið ávöxtinn og stappið hann með gafli. Berið maukið á blautt andlitið með hringlaga hreyfingum. Passið þó að fara ekki nálægt augum og vörum. Skolið kívíið af með volgu vatni eftir 30-60 sekúndur af skrúbbi. Þurrkið varlega. Matur sem bætir kynlífið Ef dregið hefur úr neistafluginu í kynlífinu hjá þér og makanum eða ef erfiðleikar gera vart við sig í rúminu er ýmislegt matarkyns sem getur leyst vandamálið á náttúrulegan hátt. A Lakkrís Ef þú átt erfitt með að koma þér í stuð er gott ráð að borða lakkrís. Hann eykur blóð- flæðið í líkamanum og ákveðin spenna myndast. B Túnfiskur Ef þú þjáist af þreytu og átt jafnvel orðið erfitt með að brosa, borðaðu þá járnríkan mat líkt og túnfisk og sólblómafræ. Slepptu kaffi og blóðugum steikum, það gerir ekki eins mikið gagn. C Ostrur Blóðstreymið eykst þegar þú borðar mat sem inn- heldur mikið sink, líkt og ostrur. Sinkið eykur testósterón- og sæðisframleiðslu hjá karlmönnum en eykur kynhvöt kvenna og þær fá meira út úr kynlífinu. D Spínat Til að draga úr eða koma í veg fyrir stress er gott að borða mat sem inniheldur vöðvaslak- andi vítamín, líkt og magnesíum eða kalsíum. Spínat er gott dæmi um slíka fæðu og appelsínusafi einnig. E Súkkulaði Það er ástæða fyrir því að sumar konur segja að súkkulaði geti komið í stað kynlífs. Náttúruleg andoxunarefni í súkkulaði hjálpa líkamanum við koma jafnvægi á blóðstreymið í æðakerfinu. Súkkulaðiát eykur einnig dópamínframleiðslu sem hefur áhrif á ánægjustöðvar heilans. Þú verður rólegri og fullnægðari. Þar sem stress og taugaveiklun hefur áhrif á kynhvötina þá gefur það auga leið að súkkulaðiát getur bætt hana. F Fræ Ef þú finnur fyrir depurð og hún er farin að hafa áhrif á kynlífið er gott að borða mat sem er uppfullur af ómega-3 fitusýrum eins og hörfræ, valhnetur og lax. Slík fæða get- ur aukið vellíðan með því að hafa áhrif á serótónínmagn líkamans. En serótónín eru hinir náttúrulega „ástarhormónar“ sem hjálpa þér við að slaka á og auka hamingju sem eru lykilþættir þegar kemur að því að njóta kynlífs. G Avókadó Kossaflens er góður forleikur og lykillinn að góðu kynlífi, en ef þú þjáist af andremmu þá getur það dregið úr stemningunni. Avókadó er frábært náttúrulyf við andremmu en það drepur niður ensímin sem valda henni. Steinselja er einnig góð við andremmu. H Appelsínur Það sem þú borð-ar hefur ekki bara áhrif á skapið heldur einnig bragð líkamsvessanna líkt og sæðis. Ef þú vil bragðast og lykta vel meðan á kynlífi stendur er best að borða sæta og súra ávexti eins og mangó, appelsínur, sítrónur og ananas. I Bananar Auka kynhvöt karla og gefa mikla orku sem er nauðsynleg í kynlífinu. J Chili-pipar Losar um endorfín í heilanum, örvar taugaendana og örvar púlsinn. Allt þetta er bara jákvætt þegar kemur að því að stunda kynlíf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.